Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2017, Blaðsíða 72

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2017, Blaðsíða 72
Helgarblað 16. júní 2017 40. tölublað 107. árgangur Leiðbeinandi verð 995 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Ö ll v er ð er u bi rt m eð fy rir va ra u m p re nt vil lu r o g/ eð a m yn da br en gl. Ti lb oð g ild ia til 19 . jú ní eð a á m eð an b irg ði r e nd as t. 55 ára1962-2017 AUÐVELT AÐ VERSLA Á BYKO.IS SENDUM ÚT UM ALLT LAND GLÆSILEG AFMÆLISTILBOÐ TIL 19. JÚNÍ! SKOÐAÐU ÖLL TILBOÐIN Á BYKO.IS LOKAÐ 17. JÚNÍ, OPIÐ Í BREIDD OG GRANDA SUNNUDAGINN 18. JÚNÍ Hæ, hó og jibbíjei! PALLA- LEIKUR BYKO 1. ÞÚ KAUPIR GAGNVARIÐ PALLAEFNI FYRIR 50.000 KR. EÐA MEIRA Á TÍMABILINU 1. MAÍ - 17. ÁGÚST 2017. 2. ÞÚ SKRÁIR NÓTUNÚMER OG AÐRAR NAUÐSYNLEGAR UPPLÝSINGAR Á www.byko.is/pallaleikur 3. ÞÚ ERT KOMINN Í POTTINN OG GÆTIR UNNIÐ VEGLEGA VINNINGA! Vinningshafar eru kynntir á Facebooksíðu BYKO á hverjum föstudegi frá 14. júlí. Vertu með! SLATTUVÉL GC-PM 46, 1,9kW. 27.995kr. 748300652 Almennt verð: 39.995kr. GRILL PRO GASGRILL 7,3 kW. 19.995kr. 50657522 Almennt verð: 29.995kr. -30% -33% 2 br en na rar 7,3 kw ÞÚ SPARAR 10.000kr. ÞÚ SPARAR 12.000kr. KVENHJÓL 26” 6 gíra, bretti, bögglaberi og karfa. 19.995kr. 49620201 Almennt verð: 28.995kr. ÞÚ SPARAR 9.000kr. -31% VINSÆLASTA HJÓLIÐ Í BYKO #1 Skoðaðu tilboðin á byko.is Þetta eru Costco-kjör! Vildi 1.500 krónur fyrir kerruna í Costco n Öll þekkjum við einstaklinga sem eru öðrum snjallari að sjá hagnaðarvon við ólíkustu tæki- færi. Þannig barst blaðinu frá- sögn manns sem beið í röð eftir kerru í Costco á dögunum. Hann sá konu eina vera að klára að koma vörunum fyrir í bílnum sínum, gekk að henni og óskaði eftir kerrunni. Sú brosti út að eyrum þegar hún tilkynnti að verðið væri 1.500 krónur. Maður- inn hváði og sagði að það kæmi ekki til greina að hann borgaði uppsett verð. „Ekkert mál, það eru aðrir til í það,“ sagði við- skiptakonan glúrna og arkaði á brott með kerruna. Byssurnar á loft n Rapparinn Emmsjé Gauti vakti athygli á breyttu hugar- fari landans varðandi skota- vopnavæðingu lögreglunnar á Twitter- síðu sinni. Rifjaði hann upp skoðana- könnun DV í október 2014 þar sem spurt var hvort auka ætti aðgengi al- mennra lögreglu- manna að skot- vopnum. 2.152 at- kvæði bár- ust og voru 78,4 prósent alfarið á móti hug- myndinni. Á dögunum, tæpum þremur árum síðar, spurði DV í annarri könnun hvort það væri rökrétt skref að hafa vopnaða lögreglumenn á fjöldasamkom- um hér á landi. Aftur bárust rúm- lega 2.100 atkvæði en núna voru 74,9 pró- sent hlynnt vopnavæð- ingunni og 25,1 prósent á móti. 2017 2014 Já Já nei nei F jölnir Guðmannsson, læknir á Akureyri, lét draum sinn til ára- tuga rætast um síðustu helgi þegar hann tók þátt í torfæru- keppni á bílnum sínum, Evu. Bílinn nefndi Fjölnir í höfuðið á kærust- unni sinni, Evu Hilmarsdóttur. Fjölnir segist hafa velt því fyrir sér í mörg ár að kaupa torfærubíl. Bílinn sem hann síðan keypti hafði hann fyrst séð á sölu fyrir um tveim- ur árum og haft á honum áhuga síð- an. Hann hafi ekki treyst sér til að kaupa bílinn þá, verið nýbúinn í læknanáminu. Nú hafi hann hins vegar verið að ljúka sérnámi sínu og ákveðið að stökkva til. „Það má eigin lega segja að ég hafi keypt hann í svona útskriftargjöf fyrir sjálfan mig. Hann hét upphaflega Frissi fríski, þessi bíll og núna um síð- ustu helgi voru tuttugu ár frá því hann fór í sína fyrstu torfæru, einmitt hér á Akureyri.“ En hvað kemur til að heimilis- læknir á fertugsaldri, sem aldrei áður hefur komið nálægt mótor- sporti, stekkur til og kaupir tor- færubíl? „Það var strákurinn í mér, hann langaði í bílinn. Þetta er draum- ur sem hefur fylgt mér frá æsku og þegar ég komst í aðstöðu til að láta hann rætast þá var bara að stökkva til. Það er örugglega skemmtilegra að gera hlutina, þótt maður kunni á ein- hverjum tíma að sjá eftir því, heldur en að þurfa að sjá eftir því í ellinni að hafa ekki látið slag standa.“ Fjölnir segir að hann hafi sára- lítið komið nálægt bílaviðgerðum eða slíku fram til þessa, áhuginn hafi legið í akstrinum sjálfum. „Ég er með ótrúlega gott lið með mér. Það skiptir öllu máli. Þetta eru menn sem ég hef kynnst hér á Akureyri í kringum mótor- sportið og bróðir minn og mágur. Fremstur í flokki er Kristján Skjól- dal liðstjóri sem hefur stýrt þessu af snilld. Markmiðið var að komast í gegnum mótið, að klára brautirnar tólf, í þessu fyrsta móti og það tókst. Ég gæti ekki verið hamingjusamari.“ Fjölnir á ekki von á að keppa á fleiri mótum í sumar. Hugmyndin var að prófa bílinn og hrista saman liðið en koma svo á næsta ári, grjót- harður, og keyra heilt tímabil. Hann er þegar orðinn mjög spenntur. „Þetta er bara brjálæðislegt adrenalínkikk. Þetta er svona eins og að keyra í rússí- bana, nema með stýri.“ n freyr@dv.is Fjölnir lét drauminn rætast og keyrði á Evu „Eins og að keyra í rússíbana, nema með stýri“ Sáttur í lok dags Fjölnir segir að hann eigi aðstoðarfólki sínu allt að þakka í keppninni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.