Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2017, Blaðsíða 40
Litríkt litahlaup slær í gegn - Gung-ho! væntanlegt
Color Run fór nýlega fram, þriðja árið í röð, og er ljóst
að litríka litahlaupið er komið til að vera. Það er þó ekki
eina hlaupaþrautabrautin sem Íslendingar fá að prófa í
sumar því Gung-ho! verður haldið í ágúst.
Í ár tóku 10 þúsund manns þátt í Color Run og í heildina hafa um 32 þúsund manns tekið þátt. Í hlaupið
mætir fólk á öllum aldri, allt frá börnum
í kerru upp í fólk á áttræðisaldri,“ segir
Davíð Lúther Sigurðarson hjá viðburða-
fyrirtækinu Silent.is sem sér um Color
Run. „Fólk gengur og skokkar, það er
engin tímataka og fólk er að koma og
njóta þess að eiga skemmtilegan dag
með fjölskyldu og vinum.“
Ný fjölskylduskemmtun í ágúst
En Davíð lætur ekki staðar numið við
að færa Íslendingum óhefðbundna
skemmtun, því næst ætlar hann að bjóða
upp á nýja hlaupaþrautabraut, þann 12.
ágúst næstkomandi. Hlaupabrautin er
fimm kílómetra löng, samanstendur af
tíu risavöxnum uppblásnum hindrunum
og ber hið skemmtilega nafn Gung-ho!,
en nafnið á rætur að rekja til Kína og
þýðir samvinna.
„Eftir að við fórum af stað með
Color Run, sáum við hvað Íslendingar
eru tilbúnir að fara í óhefðbundin hlaup
og í fyrra fórum við að skoða fleiri
möguleika og fleiri hlaup. Þá rákumst við
á breska hlaupið Gung-Ho! sem hefur
verið haldið þar í þrjú ár og við fórum til
Cardiff og tókum þátt. Við vorum hrika-
lega ánægðir og skemmtum okkur
konunglega. Við buðum Íslendingum
sem búsettir eru í Cardiff að taka þátt
og prófa með okkur. Niðurstaðan varð
sú að þetta var stórkostleg skemmtun
og óhefðbundin, þannig að við létum
slag standa, sóttum um réttindin
meðan við vorum enn þá úti og fengum
réttinn til að halda hlaupið á Íslandi og í
Skandinavíu,“ segir Davíð.
„Við erum að finna besta staðinn á
höfuðborgarsvæðinu til að halda hlaupið
þann 12. ágúst næstkomandi og erum
með nokkra staði í huga. Við þurfum
að komast í bæði mikið rafmagn og
mikið pláss. Við þurfum gríðarlega stórt
svæði, og til dæmis erum við með eina
braut sem er 370 fermetrar, aðrar tvær
brautir sem eru yfir 250 fermetrar hvor. Í
heildina eru þetta tíu brautir og þúsund-
ir fermetra sem okkur vantar.“
Íslendingar
hrifnir af
hlaupaþrautum
Tvö fersk
Davíð
og Greta
Salóme hress
í Hallar-
garðinum.
Mynd MuMMi Lú
Brugðið á leik
Skemmtileg tilþrif eiga
heima í litahlaupinu. Mynd
Ása/sahara
kynnirinn Gleðipinninn
Eva Ruza sá um upphitun
eins og fyrri ár. Mynd Ása/sahara
ásTargúrúinn Það fer
enginn í galla Love Guru, sem
tróð upp eins og honum einum
er lagið. Mynd Ása/sahara
fjör fyrir alla Allir
eru glaðir og litríkir eftir
hlaupið. Mynd Ása/sahara
gleðikonungurinn og Tón-
lisTargyðjan Sigurður Hlöðversson
og Greta Salóme litrík og hress að
vanda. Mynd Ása/sahara
„selfies“
Myndatökur
eru algjört
skilyrði í
litahlaupinu.
Mynd MuMMi Lú
enn meiri
liTagleði
Í litahlaupinu
er upplagt að
koma með
litríka kollu.
Mynd MuMMi Lú