Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2017, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2017, Blaðsíða 49
fólk - viðtal 25Helgarblað 16. júní 2017 fyrir og er búin að kaupa mér íbúð. Þetta er þó alls ólíkt því sem tíðk- ast hjá þeim strákum sem hafa verið atvinnumenn í góðum liðum. Þeir geta auðveldlega lifað góðu lífi það sem eftir er. Það er ekki alveg svo- leiðis í kvennaboltanum. Við þén- um auðvitað eitthvað en þetta eru bara venjuleg laun.“ Í gegnum fótboltann hefur Guð- björg kynnst öllum sínum bestu vin- konum. „Stelpurnar í landsliðinu eru eins og önnur fjölskyldan manns. Við hittumst í öðrum lönd- um, drekkum kaffi saman og styðj- um við bakið á hver annarri, þegar þess þarf.“ Hún segir engan meting vera í landsliðinu en að sjálfsögðu ríki samkeppni um hvert pláss. „Landsliðsæfingar eru ekki vettvangur til að æfa eins og vitleysingur. Maður gerir það með félagsliðinu sínu. Þar er gríðarleg samkeppni. Til dæmis um komast í byrjunarliðið. Þar mótast maður sem leikmaður. Síðan hittir maður landsliðið tveimur dögum fyrir leik. Þá snúast æfingarnar mest um skot- keppni og spil.“ Staðan í landsliðinu gjörbreytt Guðbjörg segir að allir geri sitt besta til að vinna stöðuna sína í liðinu á landsliðsæfingu þó að flestir séu meðvitaðir um að mestu vinnuna vinni maður sjálfur með félagsliði sínu. „Þjálfarinn fylgist vel með því hvað maður er að gera með sínu félagsliði. Ég skil hann vel að vera búinn að ákveða nokkrum dögum fyrir leik hvernig hann ætlar að spila hann.“ Í undankeppninni fyrir EM spil- aði sama byrjunarliðið alla leikina. „Það gekk vonum framar. Auðvitað hefði maður verið í sjokki ef þjálfar- inn hefði breytt miklu. Nú er staðan hins vegar allt önnur. Mjög margir lykilmenn í liðinu glíma við alvarleg meiðsli. Það eru allir að hrynja nið- ur. Gamla gengið mitt er allt í einu horfið. Þetta kallar á breytingar en þær sem hafa komið nýjar inn á hafa staðið sig mjög vel.“ Guðbjörg er virkilega stolt af því að tilheyra íslenska A-landsliðinu. „Við finnum svo vel hvað allir vilja okkur vel. Það eru ekki bara við sem hlökkum til að fara til Hollands held- ur ætla ótrúlega margir að gera sér ferð til að styðja okkur. Það er eins og þeir sem komust ekki til Frakk- lands í fyrra ætli í staðinn að mæta og fylgjast með okkur. Knattspyrna á Íslandi er í mjög mikilli uppsveiflu. Það er ótrúlega gaman að vera á há- tindi ferilsins og fá að taka þátt í því. Ég er mjög heppin.“ Þá rifjar Guðbjörg upp að sem barn átti hún enga kvenfyrirmynd í fótbolta. „Þessar fyrirmyndir voru ekki til. Þá mættu í mesta lagi 1.000 manns á kvennalandsleiki. Ég er svo ánægð með hvernig samfélagið er að taka við sér og viðurkenna að konur geti verið afreksmenn í íþrótt- um.“ Twitter tekur á taugarnar Ýmislegt hefur breyst síðan Guð- björg tók þátt á sínu fyrsta stórmóti. Þá sérstaklega með tilkomu samfé- lagsmiðla. „Ég veit alveg hvenær ég á skilið að fá skítkast yfir mig. Það fylgir því að vera atvinnumaður en á sama tíma tekur það á taugarnar að kíkja á Twitter eftir tapleik,“ segir Guðbjörg og bendir á að samfélags- miðlar hafi breytt ýmsu þegar kemur að því að gera upp frammistöðu liðs og leikmanna á vellinum. Hún reynir að halda sig frá sím- anum á leikdegi, en forvitnin eftir leik verður oft æði sterk. Þá sé mikilvægt að brynja sig gegn mótlætinu og taka gagnrýnina ekki of mikið inn á sig, því það sé alveg jafn mikilvægt að vera vel stemmdur andlega eins og líkamlega fyrir leiki. Þá viðurkennir Guðbjörg fúslega að enn sé töluverð karl- remba viðloðandi knattspyrnuíþróttina. Það eigi þó ekki við um Íslendinga sem séu mjög framarlega í kvennaboltanum miðað við margar þjóðir. „ Strákarnir fengu sjúklega bónusa frá UEFA í fyrra. Ég skil mjög vel að þeir hafi fengið góða summu í vasann þar sem þeir stóðu sig stórkostlega. En að sama skapi er ég sár fyrir hönd kvenna í fótbolta. Við erum að gera nákvæmlega sama hlut en fáum kannski eitt prósent af því sem þeir fengu í bónusa. Það er þó ekki KSÍ að kenna. Þeir styðja ótrúlega vel við bakið á okkur og eiga hrós skil- ið. Þessir peningar komu frá UEFA. Það eru þeir sem þurfa að taka sig á.“ Guðbjörg segir það að sama skapi algjört bull að kvennaboltinn sé ekki vinsæll eins og karlaboltinn. Að minnsta kosti er það ekki í svo í sænsku úrvalsdeildinni þar sem hún spilar. „Það er hægt að fylgjast með öllum leikjum í úrvalsdeildinni í rauntíma á netinu. Mjög oft eru gerðar mælingar á því hversu margir fylgjast með leikjunum. Tölurnar eru miklu hærri en styrktaraðilar og aðrir sem eiga það til að gagn- rýna gera sér grein fyrir. Þannig að það er kjaftæði að fáir hafi áhuga á kvennaknattspyrnu. Þess vegna ætti að gera henni töluvert betri skil.“ Guðbjörg telur að á komandi árum muni gríðarlega mörg kvennalið í fótbolta blómstra. „Við Íslendingar þurfum að halda okkur á tánum þar sem Evrópuþjóðirnar, sem voru bara miðlungs keppi- nautar fyrir nokkrum árum, eru orðnar miklu betri. Við Íslendingar vor- um snemma með gott lið miðað við margar þjóðir. Ég held að það sé vegna þess að á Íslandi er meira jafnrétti en þekkist annars staðar. En núna eru mörg landslið komin vel af stað og gætu verið að komast fram úr okkur. Við þurfum að íhuga vandlega hvernig við ætlum að spila úr þessu ef við ætlum áfram að vera ofarlega á heims- lista FIFA.“ Þegar þetta er skrifað er Ísland með 18. besta kvennalandslið í heimi. Kynntist ástinni í Svíþjóð Þegar Guðbjörg flutti til til Stokkhólms árið 2009 var hún í sambandi með strák. Þau hættu saman og í fram- haldinu var hún einhleyp til ársins 2012, en þá kom Mia inn í líf hennar. Mia er atvinnumaður í fótbolta en þær kynntust þegar Mia var keypt til Djurgården, sama liðs og Guðbjörg spilar með. „Hún átti líka kærasta og við höfðum hvorugar verið með stelpu áður. Þetta gerðist bara. Fyrst urðum við ótrúlega góðar vinkonur. Síðan fann ég að ég var orðin skotin í henni. Það var ótrúlega skrítið. Ég hafði ekki hugmynd um að ég gæti orðið skotin í stelpu. En ég var kol- fallin fyrir persónuleika hennar og þá skiptir minnstu hvort viðkom- andi er stelpa eða strákur. Þannig sé ég það að minnsta kosti núna.“ Nokkrum vikum síðar, í partíi hjá sameiginlegum vinum, játuðu þær fyrst tilfinningar sínar fyrir hvor annarri. „Mér fannst þetta „Hæ mamma. Þú veist, Mia, sem ég er alltaf með. Við erum ekki bara vinkonur. Við erum saman og ég er mjög hrifin af henni. Mia og Guðbjörg í Hurghada í Egyptalandi árið 2012 Þær reyna að ferðast um heiminn eins mikið og þær geta. Hólmfríður Magnúsdóttir, Guðbjörg og Dóra María Lárusdóttir Myndin er tekin í október 2016. Þá voru þær sendar í heimsókn í skóla í Chongquing í Kína. Í fjallgöngu í Srí Lanka Fjallið sem Guðbjörg kleif heitir Adam's Peak. Bíður spennt eftir EM Ánægð með að Íslendingar ætli að fjölmenna til Hollands til að styðja landsliðið. MynD SiGTryGGur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.