Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2017, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2017, Blaðsíða 8
8 Helgarblað 16. júní 2017fréttir S umarnætur á norðurhjara draga ólíklegasta fólk fram úr fylgsnum sínum. Hann var reyndar nokkuð líklegur, hópurinn sem hittist við rætur Kirkjufells í Grundarfirði, eitt sólbjart föstudagskvöld nú í júní. Ætlunin var að klífa fjallið, sem eins og margir þekkja er nokkuð bratt og tignarlegt, og slá upp búðum á toppnum til þess að fá notið sól­ seturs og sólarupprásar með út­ sýni yfir Breiðafjörðinn og eyjarnar, ásamt hluta af Snæfellsnesinu, Jöklinum og Helgrindum ofan Grundarfjarðar. Óumdeildir leiðtogar í þessum sex kvenna og manna hópi voru þeir Tómas Guðbjartsson og Ólafur Már Björnsson, sem eru prímusar í Félagi íslenskra fjallalækna, FÍFL. Ekkert slór „Síðast þegar ég kom hér upp þá blasti það við mér hversu gaman væri að tjalda hérna uppi eina fal­ lega nótt,“ segir Tómas. Nú var áliðið kvölds og ekki mátti slóra til þess að missa ekki af sólsetrinu, sem standa átti yfir rétt upp úr miðnætti. Uppgangan sjálf er nokkuð brött, með klettabelt­ um. Fastar línur eru til staðar á fjór­ um stöðum þar sem fjallið er erfiðast yfirferðar. Klifrið er hreint ekki óyfir­ stíganlegt, en réttur búnaður og ein­ hver reynsla er nauðsynleg. Fjallið er ekki fyrir lofthrædda. Á toppnum var slegið upp búðum og fagnað. Hópur­ inn hafði stutta hvíld og hélt svo nið­ ur strax í morgunsárið. Snæfellsjökull og Ljósufjöll Morguninn eftir skipti hópurinn sér upp. Ólafur Már og hans fólk héldu áleiðis upp á Snæfellsjökul á fjallaskíðum í blíðskaparveðri. Tómas fór svo við þriðja mann til þess að leiðsegja þrjátíu manna hópi maraþonhlaupara úr Hlaupahópi Grafarvogs í ferð yfir Snæfellsnesið, frá bænum Borg í suðri, yfir Ljósu­ fjöll og Botna­Skyrtunnu og ofan í Álftafjörð í norðri. Tuttugu kílómetra ferð með alls um 1.300 metra hækk­ un. Himinn var aftur heiður og hópurinn keikur. Við látum mynd­ irnar tala sínu máli, sem margar eru teknar af Ólafi Má Björnssyni. n Tjaldað á himnum Sex manna hópur kleif Kirkjufell í Grundarfirði og sló upp búðum á fjallinu Sigtryggur Ari Jóhannsson sigtryggur@dv.is Búðum slegið upp Hópurinn festi snarlega niður tjöldin og fagnaði svo með léttum veitingum. Mynd Sigtryggur Ari Miðnætursól Miðnætursólin í Grundarfirðinum sveik engan. Mynd ÓLAfur Már BJörnSSon norðurhlíðar Norðurhlíðar Ljósufjalla eru snævi þaktar. Mynd Sigtryggur Ari Í Ljósufjöllum Hlaupahópurinn taldi ekki eftir sér að skokka upp fannirnar í Ljósufjöllum. Mynd Sigtryggur Ari uppgangan Það er rétt að vanda sig á fjallinu. Mynd Sigtryggur Ari Sömu leið til baka Greinarhöndur fikrar sig niður línuna. Mynd ÓLAfur Már BJörnSSon tjaldað á himnum Morgunsólin vermir tjaldbúðirnar á toppi Kirkjufells. Mynd ÓLAfur Már BJörnSSon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.