Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2017, Blaðsíða 34

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2017, Blaðsíða 34
Námið er námslánahæft, en ég hafði hugsað þessa aðferð til að létta á námsláninu. Mig langaði að gera eitthvað skemmtilegt, svo kom þessi hugmynd upp, þróaðist og varð svo lokaniðurstaðan,“ segir Alexandra sem segist mikil spilakona sjálf, allt frá því að leggja kapal og í að spila borðspil. Alexandra er 23 ára, nemi í stjórn- málafræði og ensku við Háskóla Íslands og er hún á öðru ári af þremur. Fyrsta árið tók hún í fjarnámi frá Amsterdam, svo þegar hún kom heim síðastliðið haust og hóf nám á öðru ári byrjaði hún einnig í stjórn ungmennaráðs UN Women og ritstjórn Röskvu. Síðastliðinn þriðjudag var hún kjörin formaður ungmennaráðs UN Women, er að vinna hjá þeim sem götukynnir og mun vinna við það þar til sumarnámið hefst. Einnig starfar hún sem þjónn á Sæta svíninu. Komum Alexöndru til Columbia Spilið er teningaborðspil í einföldustu mynd. Á því eru 42 reitir sem er daga- fjöldinn sem sumarnámið varir. Skóla- gjöld eru 9.780 Bandaríkjadollarar sem gera um það bil 25.000 krónur á dag og býðst fyrirtækjum og einstaklingum að kaupa reit á spilaborðinu fyrir 25.000 krónur og hafa þar lógó fyrirtækisins eða annað sem þeim dettur í hug. „Spilið er einfalt og virkar eins og snákaspilið, nema í stað snáka þá eru ýmis New York-„twist.“ Til dæmis kemst maður í efstu línu þegar maður lendir á Empire State-byggingunni, Brooklyn-brúin hleypir manni lárétt áfram, en „booze-cruise“ niður Hudson skilar manni á byrjunarreit,“ segir Alexandra. „Reitirnir á spilinu verða lógó fyrirtækja eða styrktaraðila, eins vel og gengur að selja þá. Ég er búin að selja átta þeirra og svo sé ég bara hvernig gengur, en ég vona að ég nái að senda það í prentun í lok næstu viku (23. júní). Þannig að núna er loka- spretturinn. Svo þegar spilið er farið í prentun þá fer ég að selja spilið sjálft.“ Nafnið á spilinu verður Komum Alexöndru til Columbia, fyrsti reiturinn er í Reykjavík og markmið spilsins er að komast á lokareitinn, Columbia. Spilið verður fyrir 5–6 manns og gerir Alexandra sér vonir um að það verði á spilaborðum allra landsmanna í sumar. Alexandra segir spilið hafa fengið jákvæðar viðtökur. „Flest fyrirtæki sem ég hef talað við finnst þetta frumlegt, ég er búin að opna fyrir forpantanir á spilinu, sem hefur gengið mjög vel. Einn einstaklingur er búinn að kaupa sér einn reit og ætlar bara að setja inn einhverja sæta mynd,“ segir Alexandra. Mikilvægt að gefa af sér Foreldrar Alexöndru eru báðir starf- andi í heilbrigðisgeiranum og segir hún það hafa mótað hana í uppeldinu og hún viljað gefa af sér: „Þetta er ekki auðveldasti geirinn að starfa í, ég lít rosalega upp til þeirra og þau eru góðar fyrirmyndir. Það gefur manni svo mikið að gefa af sér, eins og til dæmis skólakynningar fyrir UN Women, það er svo dýrmætt að spjalla við krakka bæði í grunn- og framhaldsskóla um það sem skiptir máli, spjalla um kvenréttindi, He for She-herferðina, maður fær þá tilfinn- ingu að maður sé að hjálpa til, gera eitthvað sem skiptir einhverju máli. Ég er rosalega heilluð af skrifum og draumurinn er að komast í framhalds- nám erlendis. Mig langar að einbeita mér að skrifum, en svo togar í mig að halda áfram í starfi eins og ég er í hjá UN Women, gefa af sér. Það er af svo mörgu að taka í heiminum og mig langar að hjálpa sem mest, en svo kannski hjálpa ég mest með því að skrifa.“ Selur eigið borðSpil til að koSta Sumarnám Alexandra heilluð af skrifum og sjálfboðavinnu Alexandra Ýr van Erven, nemi í stjórnmálafræði og ensku, er á leið í sumarnám í skapandi skrifum og bókmenntum við Columbia-háskólann í New York. Til að fjármagna námið fékk Alexandra þá skemmtilegu hugmynd að hanna borðspil sem hún nefnir „Komum Alexöndru til Columbia“ og gefst fyrirtækjum og einstak- lingum kostur á að styrkja hana með því að kaupa reit á spilaborðinu. Ung á Uppleið Alexandra er ung, á upp- leið og vill gefa af sér í framtíðinni. Mynd Sigtryggur Ari KomUm AlexöndrU til ColUmbiA Uppkast að spilinu, sem verður einfalt teningaspil líkt og snákaspilið klassíska. Mynd Sigtryggur Ari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.