Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2017, Blaðsíða 4
4 Helgarblað 16. júní 2017fréttir
M
aður á níræðisaldri lenti í
skelfilegu slysi um síðustu
helgi í annarri af verslun
um Bónuss á Akur eyri.
Hann féll aftur fyrir sig
með þeim afleiðingum að hann slas
aðist illa á höfði og vankaðist. Starfs
maður verslunarinnar freistaði þess
að hringja á Neyðarlínuna úr tveim
ur mismunandi númerum, þrisvar
sinnum alls, en enginn svaraði.
Hann náði loks inn í fjórðu tilraun
en þá voru liðnar rúmlega sjö mín
útur frá því að hann reyndi fyrst að
hringja. „Það var keyrt á lágmarks
mönnun þessa vakt út af veikindum
og sumarleyfum,“ segir aðstoðar
framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar
og játar að þjónustan hafi verið léleg.
„Ég er enn að reyna
að gleyma hljóðinu“
Atvikið átti sér stað síðastliðinn laugar
dag, 10. júní. Maðurinn, sem eins og
áður segir er á níræðisaldri, var á leið
út úr versluninni. Hann stóð of lengi
í dyragættinni með þeim afleiðingum
að skynjarar hurðarinnar námu hann
ekki og hurðin lokaðist á hann. Mað
urinn féll þá aftur fyrir sig til jarðar
og rak höfuðið harkalega í gólfið. „Ég
er enn að reyna að gleyma hljóðinu
sem heyrðist þegar höfuð hans skall
í jörðina. Það var hrikalegt,“ segir
starfsmaður verslunarkeðjunnar, sem
ekki vill láta nafns síns getið.
Þegar hann kom að lá maðurinn
meðvitundarlaus á gólfinu og hafði
stór blóðpollur myndast undir höfði
hans. „Ég greip í ofboði til símans og
hringdi tvisvar í 112 – Neyðarlínuna.
Í bæði skiptin hringdi út,“ segir starfs
maðurinn. Honum var, eðli málsins
samkvæmt, verulega brugðið við að
enginn skyldi svara. „Viðskiptavinur
benti mér þá á að prófa að hringja úr
skrifstofusímanum sem ég og gerði.
Það hringdi út í fyrstu tilraun en síðan
náði ég loks inn í fjórða skiptið,“ segir
starfsmaðurinn. Í millitíðinni var
hringt beint í síma slökkviliðsins sem
sendi sjúkrabíl strax á vettvang. „Mér
var verulega brugðið yfir þessu. Maður
gerir bara ráð fyrir því að 112 svari. Það
er eitt að þjónustan sé léleg en þetta
var einfaldlega hættulega lélegt. Það
lá mannslíf við og vonandi bæta þeir
úr þessu tafarlaust,“ segir starfsmað
urinn. Hann er einnig ósáttur við við
brögð starfsmanns Neyðarlínunn
ar þegar hann loks náði sambandi en
hann var, að sögn starfsmannsins, hálf
dónalegur í símann.
Allt fór þó vel að lokum og kom
dóttir mannsins í verslunina tveim
ur dögum síðar og þakkaði fyrir
skjót viðbrögð. „Faðir hennar þurfti
að dvelja eina nótt á spítala en er á
batavegi. Mér létti gífurlega að heyra
það og bað fyrir kæra kveðju,“ segir
starfsmaðurinn.
Vaktin keyrð á lágmarksmönnun
Tómas Gíslason, aðstoðarfram
kvæmdastjóri Neyðarlínunnar, stað
festir atburðarásina í skriflegu svari
til DV. „Það er tilfellið að þessi tvö
símanúmer fá afskaplega slaka þjón
ustu þarna,“ segir Tómas. Hann
upplýsir blaðamann um að símtöl
starfsmannsins úr farsímanum hafi
slitnað eftir 90 sekúndur en landlínu
símtalið slitni eftir styttri tíma eða 60
sekúndur. „Hann þarf síðan að bíða í
44 sekúndur eftir að svarað er í fjórða
skiptið,“ segir Tómas.
Að hans sögn var þessi tiltekna
vakt keyrð á lágmarksmönnun,
þremur neyðarvörðum, sökum
sumarleyfa og veikinda. „ Tilviljun
raðar málum þannig að þennan
klukkutíma voru símtölin óvenju
löng eða að meðaltali 100 sekúndur
hvert símtal. Vegna fjölda símtala
varð heildartími rúm klukkustund
sem dreifist á þessa þrjá,“ segir
Tómas. Hann segir að um óheppni
hafi verið að ræða því að á þessari
sömu klukkustund hafi verið fimm
hringingar sem ekki náðist að svara
áður en samband slitnar eða skellt
er á. „Þar af eru þessi þrjú tilteknu
símtöl,“ segir Tómas. Hann tekur
sem dæmi að þriðja hringingin hafi
verið klukkan 16:27:25 en síðan var
fjórða hringingin 16:31:21 þenn
an dag. „Ef að hringt hefði verið
16:27:30 hefði þetta verið eina sím
talið í biðröðinni og eins milli 16:29
og 16:30,“ segir Tómas.
Að hans sögn geti slíkir toppar
alltaf myndast og þá sé lykilatriði
að bíða rólegur, láta hringja út og
hringja svo aftur. Að hringja úr
mörgum símum á sama tíma eykur
ekki líkurnar á hraðari svörun
heldur eykur aðeins streitu neyðar
varða. „Sem verða þá kannski
stuttara legri við þá sem þeir eru þá
þegar að þjóna,“ segir Tómas. n
aldraður maður lá
n 112 svaraði ekki n Lágmarksmönnun Neyðarlínunnar vegna veikinda og sumarleyfa„Ég er enn
að reyna
að gleyma hljóð-
inu sem heyrðist
þegar höfuð hans
skall í jörðina
Björn Þorfinnsson
bjornth@dv.is
Verslun Bónuss Viðskiptavinur á níræðisaldri slasaðist í Bónus-verslun á Akureyri um
síðustu helgi. 112 svaraði ekki hringingum starfsmanns.
í blóði sínu í bónus