Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2017, Blaðsíða 11
Helgarblað 16. júní 2017 fréttir 11
frumvarp um strandveiðar frá 23.
mars og þingsályktunartillaga um
mótun eigendastefnu ríkisins fyrir
bújarðir sem var lögð fram 16. maí.
Öll málin voru lögð fram af þing-
mönnum stjórnarandstöðunn-
ar. Nefndin skilaði ekki áliti í neinu
málanna.
Ekkert gerðist á fjórum mánuðum
Allsherjar- og menntamálanefnd
fékk 28 mál inn á borð sitt á árinu.
Af þeim hlutu 12 afgreiðslu eða 43
prósent. Sjö málanna sem afgreiðslu
hlutu voru frumvörp dómsmála-
ráðherra en auk þess voru afgreidd
frumvörp félags- og jafnréttismála-
ráðherra um jafnlaunavottun og
frumvarp menntamálaráðherra um
Lánasjóð íslenskra námsmanna. Þá
voru samþykkt tvö mál þingmanna
minnihlutans, þingsályktunartillaga
Svandísar Svavarsdóttur um jafn-
ræði í skráningu foreldratengsla
og þingsályktunartillaga Valgerðar
Gunnarsdóttur um uppbyggingu að
Hrauni í Öxnadal.
Meðal þeirra mála sem komu inn
á borð nefndarinnar og ekki voru af-
greidd á Alþingi var þingsályktunar-
tillaga Vilhjálms Bjarnasonar um
minningu tveggja alda afmælis Jóns
Árnasonar. Það má raunar telja með
mestu ólíkindum að sú tillaga hafi
ekki fengið afgreiðslu, í ljósi þess
að hún var lögð fram 1. febrúar, að
frestur til að skila inn umsögnum
var til 1. mars og að fimm umsagnir,
allar jákvæðar, bárust um tillöguna.
Þrátt fyrir þetta tókst nefndinni ekki
að setja saman álit um málið og því
gekk það aldrei til annarrar umræðu.
Þrjú málanna sem ekki fengu
afgreiðslu voru stjórnarfrumvörp
en önnur mál voru þingmanna-
mál, ýmist þingmanna stjórnar eða
stjórnarandstöðu. Nefndin skilaði
áliti í tveimur þeirra. Tvö málanna
vöktu verulega athygli og deil-
ur, annars vegar áfengisfrumvarp
Teits Bjarnar Einarssonar og hins
vegar frumvarp Brynjars Níelssonar
um refsingu vegna tálmunar á um-
gengni við börn.
Vilhjálmur nær sínu ekki fram
Efnahags- og viðskiptanefnd fékk 27
mál til umfjöllunar og voru 16 þeirra
afgreidd frá Alþingi, rétt tæplega einn
fimmti hluti. Öll málin ellefu sem eft-
ir sátu, utan eitt, voru þingmanna-
mál, ýmist þingmanna meirihluta
eða minnihluta. Eina málið sem lagt
var fram af ríkisstjórninni og ekki
fékk afgreiðslu var brottfall laga um
lífeyrissjóð bænda. Nefndinni tókst
ekki að leggja fram álit í neinu
þessara ellefu mála, og þar
af leiðandi var ekki hægt
að taka þau til frekari um-
ræðu í þinginu.
Athygli vekur að Vil-
hjálmur Bjarnason var
iðinn við kolann í vetur
og lagði fram fjögur
þingmál sem komu til
kasta nefndarinnar.
Hann hafði hins vegar
ekki erindi sem erfiði og
ekkert málanna hlaut afgreiðslu frá
Alþingi.
Fullt hús hjá fjárlaganefnd
Fjárlaganefnd bárust þrjú mál og
voru þau öll samþykkt. Styr stóð þó
um fjármálaáætlun næstu fimm ára
og einnig um viðbótarfjármögnun
Vaðlaheiðarganga en bæði málin
voru samþykkt frá Alþingi.
Aðeins eitt af tíu málum
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd
bárust tíu mál til umfjöllunar en að-
eins eitt þeirra hlaut afgreiðslu Al-
þingis, frumvarp forsætisráðherra
um fjölgun ráðuneyta. Það verður
að teljast fremur slök frammistaða
í ljósi þess að nægur tími var til af-
greiðslu málanna, öll nema eitt voru
komin fram í marsmánuði. Meðal
annars lagði Jón Þór Ólafsson fram
frumvarp um upplýsinga- og sann-
leiksskyldu ráðherra 31. janúar síð-
astliðinn. Fjallað var um frumvarpið
í nefndinni 3. febrúar og samdægurs
sendar út umsagnabeiðnir. Frestur
til að skila inn umsögnum var til 27.
mars og bárust tvær umsagnir, báð-
ar jákvæðar. Nefndin fjallaði hins
vegar ekki aftur um málið og var
ekki aðhafst frekar hvað það varð-
aði.
Hin málin átta sem ekki voru af-
greidd voru öll þingmannamál, sjö
þeirra lögð fram af þingmönnum
stjórnarandstöðu en eitt af Pawel
Bartoszek, þingmanni Viðreisnar.
Nefndin skilaði ekki áliti nema í
einu þessara mála, frumvarpi um
kosningarétt erlendra ríkisborgara,
sem téður Pawel lagði fram.
Mál umhverfisráðherra
skilin eftir
Til kasta umhverfis- og samgöngu-
nefndar komu 23 mál og voru ellefu
þeirra afgreidd á Alþingi, tæpur
helmingur. Öll málin sem hlutu af-
greiðslu voru þingmál ríkisstjórn-
arinnar en ekkert þingmanna-
mál, hvorki þingmanna stjórnar
eða stjórnarandstöðu, var afgreitt.
Nefndin skilaði einungis áliti í þeim
málum sem síðan voru afgreidd.
Sex mál ríkisstjórnarinnar sátu
einnig eftir óafgreidd, þar af fimm
lögð fram af umhverfis- og auð-
lindaráðherra. Tíu frumvörp ráð-
herrans fengu umfjöllun í nefndinni
og var því aðeins helmingur þeirra
afgreiddur á Alþingi. Meðal mála
sem ekki fengu afgreiðslu voru ný
heildarlög um umhverfisstofnun og
þingsályktunartillaga um rammaá-
ætlun, hvort tveggja mál umhverfis-
og auðlindaráðherra.
Afgreiddi EES-mál
Utanríkismálanefnd skilaði áliti
á tíu þeirra þrettán mála sem
nefndinni voru send. Öll tíu voru
afgreidd á Alþingi, níu þingsálykt-
unartillögur sem í öllum tilfellum
voru upptökur á viðaukum við EES-
samninginn eða fullgilding samn-
inga, og í einu tilfelli lagafrumvarp
sem sneri að grunnlínupunktum í
landhelginni. Ekki tókst hins vegar
að klára fullgildingu fríverslunar-
samnings EFTA-ríkjanna og Filipps-
eyja, þrátt fyrir að nefndin hafi skil-
að áliti um málið seint í maímánuði.
Hin málin tvö sem eftir sátu voru
bæði borin fram af Katrínu Jakobs-
dóttur og skilaði nefndin áliti í hvor-
ugu málinu.
Tæpur fjórðungur afgreiddur
25 málum var vísað til velferðar-
nefndar en aðeins sex þeirra voru
afgreidd á Alþingi, tæpur fjórðungur.
Nefndin skilaði áliti í þremur málum
sem ekki hlutu afgreiðslu. Fjögur
málanna sem ekki voru afgreidd voru
mál lögð fram af félagsmálaráðherra
og þrjú þeirra voru lögð fram af heil-
brigðisráðherra.
Sjö af málunum 19, sem ekki voru
afgreidd, voru lögð fram í febrúar og
því nægur tími til að fjalla um þau,
kalla eftir umsögnum og skila áliti
nefndarinnar um þau. Engu að síður
gerðist það í engu málanna.
Tímaleysi, slugs og vísvitandi
hægagangur
Svo sem bent var á hér að framan
komu mörg mála ríkisstjórnarinnar
seint fram sem gerði vinnu í nefnd-
um erfiðari en ella. Hins vegar er ekki
hið sama að segja um fjölmörg þing-
mannamál sem lögð voru fram í febr-
úar og mars. Engu að síður var lítið
fjallað um mörg þeirra í nefndum
og í fæstum tilfellum skiluðu nefnd-
irnar áliti í málunum. Það er í valdi
formanna nefndanna að taka mál á
dagskrá og stýra umfjöllun og vinnu
nefndanna. Eins og að framan grein-
ir höfðu nefndirnar aðeins skilað áliti
í 24 málum af 126 um miðjan maí síð-
astliðinn. Þingmenn sem DV hefur
rætt við segja tvennt vera meginskýr-
inguna á slælegum vinnubrögðum
við afgreiðslu málanna. Annars vegar
skipulagsleysi formanna, og í ein-
hverjum tilvikum varaformanna,
nefndanna. Orð eins og slugs voru
nefnd í þeim efnum. Hins vegar væru
mál vísvitandi svæfð eða dregin á
langinn þannig að þau kæmu aldrei
út úr nefndum og þar með ekki til at-
kvæðagreiðslu í þinginu.
Eðlilegt að greiða
atkvæði um mál
Katrín Jakobsdóttir, formað-
ur Vinstri grænna, segir það
óþolandi að mál séu í svæfð í löng-
um röðum í nefndum Alþingis, eðli-
legt sé að fara með þau í atkvæða-
greiðslu í þingsal. Þar sé hægt að
fá fram lýðræðislegan vilja þing-
manna. „Mín skoðun er sú að það
eigi að hleypa fleiri málum út úr
nefndum og til afgreiðslu í þinginu.
Ég held að það sé eðlilegt að Alþingi
sýni vilja sinn í málum, þótt það sé
meirihlutavilji gegn því að sam-
þykkja þau. Það er þá bara eðlilegt
að fella mál í atkvæðagreiðslu frekar
en að svæfa þau í nefnd. Það er það
sem verið er að gera í einhverjum
tilfella. Í öðrum tilfellum er auð-
vitað sátt um það milli flutnings-
manns máls og nefndarmanna að
fara þurfi betur yfir málin, sum mál
eru þannig vaxin. En oft og tíðum
eru þetta bara mál sem hafa verið
lögð fram ítrekað. Ég get nefnt þing-
mál sem ég hef flutt um uppruna-
merkingar á vörum frá hernumdum
svæðum í Palestínu, mál sem hefur
verið endurflutt lítt eða ekki breytt í
nokkur ár. Það væri bara eðlilegt að
hleypa því til atkvæðagreiðslu.“
Katrín segir það sína skoðun
að breyta eigi vinnubrögðum Al-
þingis til að taka á þessum málum.
„Hafi fólk í raun og veru áhuga á að
breyta þingsköpum, svo sem margir
hafa lýst áhuga á, til að mynda for-
sætisráðherra, þá þarf auðvitað að
styrkja stöðu minnihlutans. Annars
vegar þannig að hægt sé að hafa ein-
hvern hemil á málum og í því sam-
hengi hef ég meðal annars talað
fyrir því að þriðjungur þingmanna
hefði heimild til að skjóta málum til
þjóðarinnar í atkvæðagreiðslu. Hins
vegar þarf auðvitað með einhverj-
um hætti að styrkja stöðu minni-
hlutans innan þingnefnda til að
koma málum þaðan og til afgreiðslu
þingsins.“ n
Innan við helmingur afgreiddur Páll Magnússon er formaður
atvinnuveganefndar en nefndin afgreiddi aðeins fjögur þeirra tíu
mála sem komu á borð hennar. Mynd SIgTryggur ArI
gekk illa Vilhjálmi Bjarnasyni gekk ekki vel að ná fram sínum
málum en fjögur þingmála hans voru svæfð í efnahags- og við-
skiptanefnd.
döpur frammistaða Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, undir
forystu Brynjars Níelssonar, auðnaðist ekki að afgreiða nema eitt
af þeim tíu málum sem komu inn á borð hennar. Mynd SIgTryggur ArI
Helmings árangur Af þeim tíu málum sem Björt Ólafsdóttir, um-
hverfis- og auðlindaráðherra, lagði fram og komu til kasta umhverfis-
og samgöngunefndar voru aðeins fimm kláruð. Mynd SIgTryggur ArI
Vill að greidd séu atkvæði um
mál Katrín Jakobsdóttir, formaður
Vinstri grænna, segir eðlilegt að hleypa
málum úr nefndum og til atkvæða-
greiðslu í þinginu. Þannig sé hægt að
mæla lýðræðislegan vilja þingmanna.
Mynd SIgTryggur ArI