Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2017, Page 72

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.2017, Page 72
Helgarblað 16. júní 2017 40. tölublað 107. árgangur Leiðbeinandi verð 995 kr. dv.is/frettaskot askrift@dv.is Sími 512 7000 Ö ll v er ð er u bi rt m eð fy rir va ra u m p re nt vil lu r o g/ eð a m yn da br en gl. Ti lb oð g ild ia til 19 . jú ní eð a á m eð an b irg ði r e nd as t. 55 ára1962-2017 AUÐVELT AÐ VERSLA Á BYKO.IS SENDUM ÚT UM ALLT LAND GLÆSILEG AFMÆLISTILBOÐ TIL 19. JÚNÍ! SKOÐAÐU ÖLL TILBOÐIN Á BYKO.IS LOKAÐ 17. JÚNÍ, OPIÐ Í BREIDD OG GRANDA SUNNUDAGINN 18. JÚNÍ Hæ, hó og jibbíjei! PALLA- LEIKUR BYKO 1. ÞÚ KAUPIR GAGNVARIÐ PALLAEFNI FYRIR 50.000 KR. EÐA MEIRA Á TÍMABILINU 1. MAÍ - 17. ÁGÚST 2017. 2. ÞÚ SKRÁIR NÓTUNÚMER OG AÐRAR NAUÐSYNLEGAR UPPLÝSINGAR Á www.byko.is/pallaleikur 3. ÞÚ ERT KOMINN Í POTTINN OG GÆTIR UNNIÐ VEGLEGA VINNINGA! Vinningshafar eru kynntir á Facebooksíðu BYKO á hverjum föstudegi frá 14. júlí. Vertu með! SLATTUVÉL GC-PM 46, 1,9kW. 27.995kr. 748300652 Almennt verð: 39.995kr. GRILL PRO GASGRILL 7,3 kW. 19.995kr. 50657522 Almennt verð: 29.995kr. -30% -33% 2 br en na rar 7,3 kw ÞÚ SPARAR 10.000kr. ÞÚ SPARAR 12.000kr. KVENHJÓL 26” 6 gíra, bretti, bögglaberi og karfa. 19.995kr. 49620201 Almennt verð: 28.995kr. ÞÚ SPARAR 9.000kr. -31% VINSÆLASTA HJÓLIÐ Í BYKO #1 Skoðaðu tilboðin á byko.is Þetta eru Costco-kjör! Vildi 1.500 krónur fyrir kerruna í Costco n Öll þekkjum við einstaklinga sem eru öðrum snjallari að sjá hagnaðarvon við ólíkustu tæki- færi. Þannig barst blaðinu frá- sögn manns sem beið í röð eftir kerru í Costco á dögunum. Hann sá konu eina vera að klára að koma vörunum fyrir í bílnum sínum, gekk að henni og óskaði eftir kerrunni. Sú brosti út að eyrum þegar hún tilkynnti að verðið væri 1.500 krónur. Maður- inn hváði og sagði að það kæmi ekki til greina að hann borgaði uppsett verð. „Ekkert mál, það eru aðrir til í það,“ sagði við- skiptakonan glúrna og arkaði á brott með kerruna. Byssurnar á loft n Rapparinn Emmsjé Gauti vakti athygli á breyttu hugar- fari landans varðandi skota- vopnavæðingu lögreglunnar á Twitter- síðu sinni. Rifjaði hann upp skoðana- könnun DV í október 2014 þar sem spurt var hvort auka ætti aðgengi al- mennra lögreglu- manna að skot- vopnum. 2.152 at- kvæði bár- ust og voru 78,4 prósent alfarið á móti hug- myndinni. Á dögunum, tæpum þremur árum síðar, spurði DV í annarri könnun hvort það væri rökrétt skref að hafa vopnaða lögreglumenn á fjöldasamkom- um hér á landi. Aftur bárust rúm- lega 2.100 atkvæði en núna voru 74,9 pró- sent hlynnt vopnavæð- ingunni og 25,1 prósent á móti. 2017 2014 Já Já nei nei F jölnir Guðmannsson, læknir á Akureyri, lét draum sinn til ára- tuga rætast um síðustu helgi þegar hann tók þátt í torfæru- keppni á bílnum sínum, Evu. Bílinn nefndi Fjölnir í höfuðið á kærust- unni sinni, Evu Hilmarsdóttur. Fjölnir segist hafa velt því fyrir sér í mörg ár að kaupa torfærubíl. Bílinn sem hann síðan keypti hafði hann fyrst séð á sölu fyrir um tveim- ur árum og haft á honum áhuga síð- an. Hann hafi ekki treyst sér til að kaupa bílinn þá, verið nýbúinn í læknanáminu. Nú hafi hann hins vegar verið að ljúka sérnámi sínu og ákveðið að stökkva til. „Það má eigin lega segja að ég hafi keypt hann í svona útskriftargjöf fyrir sjálfan mig. Hann hét upphaflega Frissi fríski, þessi bíll og núna um síð- ustu helgi voru tuttugu ár frá því hann fór í sína fyrstu torfæru, einmitt hér á Akureyri.“ En hvað kemur til að heimilis- læknir á fertugsaldri, sem aldrei áður hefur komið nálægt mótor- sporti, stekkur til og kaupir tor- færubíl? „Það var strákurinn í mér, hann langaði í bílinn. Þetta er draum- ur sem hefur fylgt mér frá æsku og þegar ég komst í aðstöðu til að láta hann rætast þá var bara að stökkva til. Það er örugglega skemmtilegra að gera hlutina, þótt maður kunni á ein- hverjum tíma að sjá eftir því, heldur en að þurfa að sjá eftir því í ellinni að hafa ekki látið slag standa.“ Fjölnir segir að hann hafi sára- lítið komið nálægt bílaviðgerðum eða slíku fram til þessa, áhuginn hafi legið í akstrinum sjálfum. „Ég er með ótrúlega gott lið með mér. Það skiptir öllu máli. Þetta eru menn sem ég hef kynnst hér á Akureyri í kringum mótor- sportið og bróðir minn og mágur. Fremstur í flokki er Kristján Skjól- dal liðstjóri sem hefur stýrt þessu af snilld. Markmiðið var að komast í gegnum mótið, að klára brautirnar tólf, í þessu fyrsta móti og það tókst. Ég gæti ekki verið hamingjusamari.“ Fjölnir á ekki von á að keppa á fleiri mótum í sumar. Hugmyndin var að prófa bílinn og hrista saman liðið en koma svo á næsta ári, grjót- harður, og keyra heilt tímabil. Hann er þegar orðinn mjög spenntur. „Þetta er bara brjálæðislegt adrenalínkikk. Þetta er svona eins og að keyra í rússí- bana, nema með stýri.“ n freyr@dv.is Fjölnir lét drauminn rætast og keyrði á Evu „Eins og að keyra í rússíbana, nema með stýri“ Sáttur í lok dags Fjölnir segir að hann eigi aðstoðarfólki sínu allt að þakka í keppninni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.