Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2017, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2017, Blaðsíða 2
2 Helgarblað 8. september 2017fréttir Spurning vikunnar Hvaða íslenski núlifandi rithöfundur er í mestu uppáhaldi hjá þér? Mér finnst Einar Kárason mjög skemmtilegur. Hann er frábær sögumaður. Alveg ótrúlegur, finnst mér. Trausti Valsson Einar Már Guðmundsson. Mér finnst hann frumlegastur af þeim öllum, og bestur. Ragnar Leó Jusic Þeir eru svo margir. Ætli ég verði ekki að segja Einar Kárason. Mér finnst hann alveg frábær. Kristín Pálsdóttir Ófeigur Sigurðsson. Hann skrifaði mjög fína bók fyrir nokkrum árum, Öræfi. Hann býr til fantasíur sem eru skrýtnar og skemmtilegar. Kristinn Jónsson Tóku inn froskaeiTur í amazon n Upplifðu ójarðneskar kvalir n Leið fjórum sinnum út af É g er enn að vinna úr þessari reynslu og reikna með því að það muni taka ein- hvern tíma. Þetta var erfitt en að sama skapi ein magnaðasta reynsla sem ég hef gengið í gegn- um,“ segir Ólafur Kjartansson í samtali við DV. Ólafur er nýkom- inn heim frá Amazon-frumskóg- inum þar sem hann dvaldi meðal þarlendra seiðkarla og tók meðal annars inn frosakeitur í andlegum tilgangi og segir að margsinnis hafi liðið yfir hann af kvölum. Vinur Ólafs, Hannes Hlífar Stefánsson, var með í för og hann deilir ekki upplifun Ólafs af förinni. „Ég er feginn að hafa komist lifandi frá þessum stað,“ segir Hannes. Upplifðu ójarðneskar kvalir Ólafur segist hafa átt hugmyndina að ferðinni og fengið Hannes Hlífar með sér með einstökum sannfæringarkrafti. „Þetta eru aldagamlar hefðir og aðferðir sem njóta orðið sívaxandi vinsælda meðal erlendra ferðamanna sem eru leitandi á andlega sviðinu. Meðal annars er meðferðin talin hafa góð áhrif í baráttunni gegn kvíða og þunglyndi,“ segir Ólafur. Þeir félagarnir flugu til Lima, höfuð borgar Perú, og héldu þaðan djúpt inn í Amazon-frumskóg- inn. „Næsti bær frá staðnum var í um fimm klukkustunda fjarlægð, tvær klukkustundir í akstri og síð- an tæplega þriggja tíma bátsferð að auki,“ segir Ólafur. Því var enga hjálp að fá ef eitthvað færi illa. Ólafur og Hannes upplifðu margt meðan á dvölinni stóð en inntaka kambó-froskaeitursins var eitt hið eftirminnilegasta. „Kambó hefur nýverið verið rann- sakað og er talið hafa á ótalvegu góð áhrif á líkamlega og andlega heilsu. Eitrið er brennt í húðina í okkar tilviki á þremur punktum,“ segir Ólafur. Hann kveðst hafa sagt Hannesi vini sínum að efnið væri þúsund sinnum sterkara en morfín en gleymt að taka það fram að það gilti ekki um vímugildi efn- isins. „Hannes beið spenntur eftir því að vera brenndur með efninu enda bjóst hann við að upplifa jólin. Hann komst hins vegar að því að hann var að fara að upplifa ójarðneskar kvalir,“ segir Ólafur og getur hlegið að minningunni. Leið fjórum sinnum út af vegna sársauka Í athöfninni situr hver og einn þátt- takandi með fötu fyrir framan sig því allir þátttakendur kasta óhjá- kvæmilega upp. „Innfæddir flykkj- ast að, því þeir hafa gaman af að fylgjast með hinum erlendu gest- um ganga í gegnum þessa raun,“ segir Ólafur. Innan við hálfri mín- útu eftir að hann fékk eitrið í lík- ama sinn fann hann hjartað byrja að slá sífellt örar. „Í framhaldinu fór ég að anda á ljóshraða, síðan taldi ég mig hafa lokað augunum af þjáningu,“ segir Ólafur. Hann áttaði sig síðan á því að hann hafði liðið út af og það gerð- ist alls fjórum sinnum. Sársaukinn var samt viðvarandi. „Ég var alltaf vakinn aftur með herkjum með fötu af ísköldu vatni en eftir athöfn- ina fékk ég að vita að ég hefði fram- kvæmt mikið af spastískum hreyf- ingum meðan á yfirliðinu stóð. Í lokin ældi ég svo vel og duglega. Mér hefur sjaldan liðið jafnmikið eins og hetju og að þessu loknu,“ segir Ólafur og ítrekar við blaða- mann að hann mæli eindregið með athöfn sem þessari. Hannes er ekki sama sinnis: „Þetta var helvíti á jörðu,“ segir hann í stuttu og stopulu spjalli við blaðamann í gegnum Facebook. Hannes var fastur á flugvellinum í Miami-borg út af hrikalegum afleiðingum felli- byljarins Irmu.n Björn Þorfinnsson bjornth@dv.is „Hannes beið spenntur eftir því að vera brenndur með efninu enda bjóst hann við að upplifa jólin. Hann komst hins vegar að því að hann var að fara að upplifa ójarðneskar kvalir. Hannes og Ólafur á góðri stund Þeir upplifðu vítiskvalir eftir að hafa innbirt froskaeitur djúpt í Amazon- frumskógi. Ólafur mælir eindregið með athöfninni en Hannes deilir ekki þeirri skoðun. Eitraður Eitrið sem notað var í athöfninni er dregið úr þessum fallega trjáfroski. Seiðkarl Ekki er víst að íslenska heilbrigðiseftirlitið myndi viðurkenna starfsemina í Amazon-frumskóginum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.