Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2017, Side 9
10 Helgarblað 8. september 2017fréttir
sig átta hænur sem hann hugsar
vel um. Eldri bróðir hans, Erfða-
prinsinn, fær að annast þær sem
Kolamoli vildi ekki en þær eru
fjórar talsins. Meðan á rúmlega
klukkustundar langri heimsókn
blaðamanns stendur gala hanarn-
ir 4–5 sinnum. Líkt og áður segir
þá er það þetta hanagal sem hef-
ur gert að verkum að Kristján og
Einar hafa staðið í margra ára deil-
um við Mosfellsbæ sem náði há-
marki á dögunum þegar málið var
tekið fyrir í héraðsdómi. Allt byrj-
aði þegar nágranni kvartaði vegna
meints hávaða fyrir nokkrum árum
og síðan hefur málið undið upp á
sig. Nú er það markmið yfirvalds-
ins að fá dómsúrskurð þess efnis að
framkvæmd skuli húsleit á heimili
hjónanna til að hafa uppi á fuglun-
um og þeim verði síðan fargað.
Erfitt að leita á stað sem er ekki til
„Við fengum skyndilega bréf frá
lögreglunni fyrir rúmum fimm
árum þar sem mér var gert að af-
henda fuglana. Til marks um hvað
málið er illa unnið þá er krafan stíl-
uð á mig einan sem er einkenni-
legt því við Einar erum giftir og eig-
um fuglana saman. Ef dómur fellur
gegn mér þá verður fróðlegt að sjá
hvernig yfirvöld ætla að bera sig að,
verður helmingur fuglanna tekinn
eða ætla þeir að skera hvern fugl í
tvennt?“ segir Kristján kíminn.
Nokkru síðar bar lögreglu og
heilbrigðiseftirlitsmann að garði og
fóru fram á að fá fuglana afhenta.
„Ég bað þá einfaldlega um að yfir-
gefa svæðið því um einkalóð væri
að ræða. Þá hótuðu hinir opinberu
starfsmenn því að fá dómsúrskurð
til þess að fá fuglana afhenta og
það er málið sem er nú fyrir dómi,“
segir Kristján. Hann á yfir höfði sér
allt að fjögurra ára fangelsisdóm
fyrir að hafna kröfu lögreglunnar.
„Málsvörn lögfræðings okkar,
Einars Gauts Steingrímssonar,
byggist meðal annars á því að lög-
reglan getur ekki gert húsleit að
Reykjahvoli 5 því sá staður er ekki
til. Þá hefur komið fram fyrir dómi
að hanarnir gali á tveggja mínútna
fresti yfir daginn sem er fráleitt. Ef
svo væri þá værum sjálfir búnir að
missa vitið. Sannleikurinn er sá að
fuglarnir eru inni í húsi til hádegis
á hverjum degi og síðan eru þeir úti
við fram til kl. 19. Það eru um 300
metrar í húsnæði þess sem kvartar
yfir hávaðanum og enginn er með
svo góða heyrn að eitthvert ónæði
sé af hönunum okkar. Að okkur vit-
andi hafa engar hljóðmælingar far-
ið fram sem maður myndi telja að
væri lágmark,“ segir Kristján.
Margs konar fjárhagstjón
„Þetta mál er einn samfelldur
farsi. Okkur óraði ekki fyrir því
að það myndi enda fyrir dómi og
það hefur verið sárt að fylgjast
með hörmulegum vinnubrögðum
opin berra starfsmanna og kjör-
inna fulltrúa í málinu. Í þessu
máli er hið opinbera að valta yfir
einstaklinga sem eiga erfitt með
að verja sig,“ segir Einar. Málið hef-
ur kostað þá margs konar fjárút-
lát. „Þegar við fluttum hingað þá
áttum við hús í Smáíbúðahverfinu
í Reykjavík sem við höfum leigt
út undanfarin ár. Á íbúðinni hvíl-
ir fasteignalán og við höfum ekki
getað flutt það yfir á Suður-Reyki 3
vegna þess að Mosfellsbær breytti
um nafn og landsnúmer á heim-
ili okkar. Út af því fengum við um
sjö hundruð þúsund króna bak-
reikning vegna vaxtabóta frá skatt-
yfirvöldum. Þetta hefur því valdið
okkur margs konar tjóni og það sér
ekki fyrir endann á því,“ segir Einar.
Öllu alvarlegri afleiðing er sú að
streitan vegna málsins varð til þess
að Einar missti heilsuna. „Það hef-
ur tekið mikið á að standa í þessu
máli. Það hefur reynst okkur dýrt
að verja okkur. Við vitum ekki enn
hve hár endanlegur reikningur
verður,“ segir Einar.
Eins og fram hefur komið snýst
deilan fyrst og fremst um skipulags-
mál og telja Kristján Ingi og Einar á
sér brotið. „Við höfum engar upp-
lýsingar um hvenær Suður- Reykjum
3 var breytt í Reykjahvol 5 hjá Mos-
fellsbæ. Það er kolólöglegt og
sorglegt að valtað sé yfir söguna með
þessum hætti,“ segir Kristján og vís-
ar í garðyrkjusögu staðarins. Vænta
má að dómur í málinu falli á næstu
dögum. Sama hver niðurstaðan í því
verður þá hyggjast Kristján og Ein-
ar taka málið lengra. „Við ætlum að
fá þessum vinnubrögðum Mosfells-
bæjar hnekkt. Skipulagsmál hér í bæ
hafa verið í lamasessi um árabil og
mál að linni,“ segir Kristján.
Aðspurðir hvort einhvern tím-
ann hafi komið til greina að gefast
upp og hreinlega afhenda fuglana
verður Kristján til svars: „Nei, það
kom aldrei til greina. Ég er eldhani
og þetta er ár eldhanans.“ n
„Verður fróðlegt að
sjá hvernig yfirvöld
ætla að bera sig að, verð-
ur helmingur fuglanna
tekinn eða ætla þeir að
skera hvern fugl í tvennt?
Með grasið í skónum
Heimili Kristjáns og
Einars er ævintýri líkast.
Suður-Reykir 3 Lögbýlið hefur borið það heiti
alla tíð en nú vilja bæjaryfirvöld í
Mosfellsbæ meina að heimilisfangið sé Rey
kjarhvoll 5.
VE
R
T
Bíókvöld?
Þetta verður veisla