Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2017, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2017, Síða 15
16 umræða Helgarblað 8. september 2017 E f við horfum framhjá þeim efnahagslega harmleik sem reið yfir landið og íbúa þess í kjölfar hrunsins þá má samt segja að það hafi ekki komið degi of snemma; um margt forðaði það þjóðfélagi okkar frá því að breytast í hreinræktaða apaplánetu. Sið- laus og heimskur lýður var við það að ná tökum á öllu samfélaginu, nokkrir auðmenn voru að eignast allt á sama tíma og þeir sönnuðu grátlega hratt og eftirminnilega gömlu kenninguna um að margur verði af aurum api. Og ekki síður þótt þeir fljúgi milli landa í þyrlum og einkaþotum eða keyri um á rollsum og bentleyum. Ætli það hafi ekki verið það fræga ár 2007 að mér barst boð um að koma í konunglega veislu í boði forsetaembættisins. Að sjálfsögðu var það boð sent af góðum hug og ég var þakklátur fyrir það, en hing- að til lands voru þá komin kon- ungshjónin sænsku og ríkis arfi ef ég man rétt og þeim átti að halda veglegt kvöldverðarboð í Perlunni. Í þannig hóf er boðið alls kyns fyrir mennum úr pólitík, atvinnu- lífi og embættiskerfi, og að auki fulltrúum hinna og þessara geira eða greina, eins og einhverjum úr listalífinu, og þarna var semsé röð- in komin að mér. Tekið var fram á boðskortinu að áskilin væru kjól- föt og þannig galadress, og að gestir ættu að bera orður sínar og heiðursmerki. Í stuttu máli þá hafði ég engan áhuga á að mæta í svona boð og ætlaði að senda kurteislegt afboð til þeirra góðu manna sem ég þekki og höfðu sýnt mér þann höfðingsskap að hugsa til mín, en hins vegar þá hefur minn betri helmingur lesið dönsku blöðin, full af fréttum um allt norræna kóngafólkið, frá því hún var krakki og þótt ekki sé til snobblausari manneskja þá vildi hún einu sinni í lífinu fá að sjá hvernig svona færi fram. Svo að það var athugað með fataleigur og ákveðið að fara þarna upp í Öskju- hlíð á boðskvöldinu. Thor heitinn vissi hvað gera ætti Maður skar sig nokkuð úr karlafansinum á þann hátt að engar hafði ég orðurnar eða heiðursmerkin, flestir hinna skört- uðu slíku og sumir mörgum; útrásarvíkingarnir helstu voru þarna auðvitað allir og skreyttir eins og sovéskir marskálkar á her- sýningu. Ég hitti Thor heitinn Vil- hjálmsson vin minn skömmu eftir þetta boð og sagði honum frá því, og þá sagðist hann sjálfur eitt sinn hafa lent í því að þurfa að koma í svona orðu- og heiðursmerkja- veislu en eiga ekkert slíkt, en hann hefði bjargað sér með því að næla í sig silfurmedalíu sem hann fékk á drengjamóti í þrístökki á Melavell- inum 1940 og gullmerki sem hann síðar hlaut fyrir öruggan akstur frá Almenna trygginga félaginu. Þetta var annars dálítið undar- legt borðhald að því leyti að borð- um var raðað allan hringinn þarna á snúningspallinum efst í Perlunni, en í miðju salarins eru súlur og veggir og þessháttar mannvirki, þannig að þar sem við vorum sást ekkert yfir á háborðið þar sem forsetar og kóngafólk sat, og ræður þeirra fóru fyrir vikið að mestu framhjá okkur sem vorum alltaf í hvarfi frá þeim, hvar sem við vorum annars stödd í snún- ingsferlinu. En borðfélagar voru ágætisfólk, þar var Jóhannes heit- inn í Bónus ásamt sinni konu og Árni Þór borgarfulltrúi VG og hans frú og samræður allar fremur af- slappaðar. Einhvern veginn var nú líðanin samt aðeins eins og að vera lentur á stað þar sem maður er ekki á heimavelli, en hins vegar virtist mér að þannig liði ekki nýju auðkýfingunum sem voru allir þarna. Svo lauk þessu og ég fór niður í fatahengið og framvísaði miðum og meðan ég beið eftir yfir- höfnum var nákvæmlega í sömu sporum og erindum við hlið mér einn helsti og frægasti útrásarvík- ingurinn og við gátum ekki annað gert en að kynna okkur og kinka kolli. Ég spurði hann svo úr því við biðum enn hvort hann væri ekki sonur tiltekins manns sem ég nefndi, og er hann játti því sagði ég honum, sem satt er, að móðir hans og tengdamóðir mín væru æsku- Einar Kárason rithöfundur skrifar Þér að segja ÍslEnska apaplánEtan „Þegar ég hafði þetta mælt sneri hann sér að manni sem var líklega þarna í fylgd með honum, og sagði: Þarna sérðu hvernig allir finna sér alltaf eitthvert tilefni til að tala við mig. n Og látum síga Thor Vilhjálmsson Leysti vanda á snjallan hátt í orðu- og heiðurs- merkjaveislu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.