Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2017, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2017, Qupperneq 16
umræða 17Helgarblað 8. september 2017 vinkonur og héldu alltaf góðu sambandi. Hann var kannski ekki að hlusta nema með öðru eyranu því að þegar ég hafði þetta mælt sneri hann sér að manni sem var líklega þarna í fylgd með honum, og sagði: Þarna sérðu hvernig all- ir finna sér alltaf eitthvert tilefni til að tala við mig. Plebbaskapur út í eitt Það sem var að verða skuggalegt á þessum tíma einkaþotnanna og gumball-kappakstranna var hversu víðtækum völdum þess- ir fáu nýríku menn voru að ná, og það á flestum sviðum samfé- lagsins. Þeir áttu alla bankana, fjölmiðlana og svo framvegis, en voru líka í krafti lóðaeignar og fjár að ná tökum á skipulagsmálum í borginni, svo eitthvað sé nefnt. Að auki var sífellt meiri áhersla á að einkaaðilar tækju að sér að reka menningarlíf, styrkja tónlistar- menn og myndlist, og þar með gera listamenn háða sér; við sáum dæmi um að myndlistarmanni var vísað út úr vinnustofu sem auð- menn höfðu lánað húsnæði til, vegna þess að hann tjáði sig á ein- hvern hátt þannig sem kapítalinu ekki líkaði. Og leikhúsin og bóka- útgáfa stefndu einnig í að lenda undir hæl hinna ný-ofsaríku. Svo voru sögurnar um plebba- skap alveg endalausar. Hinir ný- ríku voru að kaupa upp alla fremstu bekkina á fínum og eftir- sóttum tónleikum og þannig list- viðburðum, svo héldu þeir sínum gestum og vildarvinum fyrirpartí í vistarverum tónleikahallanna en komu ekkert inn þótt hljómleik- arnir hæfust fyrr en þeim sjálfum hentaði. Þá birtist allt í einu góð- glöð hersing, á miðjum tónleikum, undir forystu auðkýfingsins og gestgjafans, og raðaði sér í fremstu sætin, á miðjum konsertinum eða hvað það var sem var í gangi, og með öllu skyldugu fasi aðals eða konungshirðar. Sömuleiðis vissi maður að ís- lenskir milljónerar og banksterar væru að kaupa upp stór og dýr stúkupláss á eftirsóttum íþrótta- viðburðum, eins og úrslitaleikjum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta, og fljúga með sína boðsgesti út á leikina í leiguþotum með lúxus- veitingum, en þegar til kom voru svo bara fáir af þessum hundruðum Íslendinga að horfa á leikinn, héngu mest inni á VIP-bör- unum og baksviðssalarkynnunum, komu kannski rallhálfir fram und- ir lok leiks og spurðu hvernig stað- an væri. En sæti þeirra voru annars auð, á leikjum sem milljónir sannra fótboltaunnenda um allan heim hefðu verið til í að fórna útlimi fyrir að fá að vera viðstaddir. Bændauppreisn Ef þróunin hefði gengið áfram á fullu í átt að svona apakattasam- félagi hefði það kannski endað með einhvers konar uppreisn; hvað veit maður um það? En að minnsta kosti í einni nýlegri skáldsögu var slíkt látið gerast, en það var í „Látið síga piltar“ eftir rithöfundinn Óskar Magnús son. Hann er eins og mörgum er kunnugt lögmaður að mennt, og starfaði lengi sem for- stjóri eða framkvæmdastjóri frægra fyrirtækja, en hefur unað sér vel við ræktunar- og ritstörf undanfarin ár á bæ sínum austur í Fljótshlíð. Í umræddri skáldsögu frá 2013 segir frá mannlífi í sveit og ýms- um skemmtilegum persónum og uppákomum sem þar verða. Sagan gerist að mestu á árunum fyrir hrun og margt sem þar á sér stað minnir á heimaslóðir Óskars austur í Fljótshlíð, eins og að þar verður eldgos í nágrenninu með miklu öskufalli, og líka minnir það á Fljótshlíðina að landareign þar í sveit kaupa bræður tveir, ný- ríkir og stórauðugir, og hefja að byggja yfir sig sumarhús sem er miklu meira í ætt við greifahöll, með tilheyrandi víðáttumiklum kjöllurum fyrir eðalvín og eftir- sótta listmuni. Bræður þessir eiga að sjálfsögðu banka, og taka nú til við að prakka upp á bænd- ur og búalið lánum sem þeir lofa mjög og eiga ekki að geta fært mönnum neitt nema gæfu og stóran hagnað. En svo standast engar áætlanir og allt er svikið og loks kemur hrunið með til- heyrandi forsendubrestum, og áður stöndugir bændur og jarð- eigendur sjá fram á gjaldþrot og eignamissi. Og engrar samúðar eða hjálpar er að vænta frá þeim auðkýfingum sem nú eru búnir að loka sig inni í sínu sloti þar uppi í hlíð. Loks er ástandið orðið þannig að bændur héraðsins sjá þann vænstan kost í stöðunni að taka sig saman um að fara að öðr- um bræðranna, taka hann hönd- um og neyða með pyntingum til að breyta lánaskilmálum og skera þá þannig úr snörunni, en drepa hann svo og brenna slotið. Þetta var nógu mikið þjóðþrifaverk til þess að þótt sóknarpresturinn gerði sér ljóst í jarðarför banka- greifans að líkmenn hans, sem voru komnir með kistuna í reipin, hefðu sannarlega drepið innihald hennar, þá lét hann gott heita og sagði bara: „Látið síga piltar.“ Að því leyti kemur á óvart að svona hugmyndir komi úr penna Óskars Magnússonar að frá því við sáumst fyrst á menntaskólaárum hefur mér þótt hann með ólíklegri mönnum til að verða málshefjandi hugmyndar um uppreisn hinna kúguðu gegn auðvaldinu. En þá er hins líka að gæta að hér er skáld- saga á ferðinni. n Íslenskir milljónerar Keyptu upp stór og dýr stúkupláss á eftirsóttum íþróttaviðburðum „Ávaxtakarfan gerði mikla lukku. Sveit astjórnar- skrifstofan át ti í viðskipt um við fyri rtæki sem sendi ávaxta körfu á hv erja hæð á hverjum mánudagsmo rgni. Körfun ni var komi ð fyrir á borðinu hjá k affi vélinni og starfsfólkið ga t fengið sér banana eða e pli að vild þe gar líða tók á daginn og auka þurfti bl óðsykurinn. Á samdrátta r- og niðurs kurðartímum varð ávaxta karfan fyrst til þess að hverfa. A ð setjast niður í kaffi h orninu síðdeg is á mánude gi og sjá ávaxtakörfula ust borð var illur fyrirboði sem vakti fjölskrúðugt, k víðafullt slúðu r á göngunum . Þegar ástan dið batnaði birtist ávaxt akarfan á ný. Ávextir nir virtust saf aríkari og góm sætari en nokkru sinni f yrr. Það var e itthvað göldró tt við þessi hvörf og endu rbirtingar áva xtakörfunnar, ofuráhrif á tilfi nningalíf starfsfólksins og eldsnögg v iðbrögðin sem hún kalla ði fram.“ * (Maria Herman sson 2005, Kall inn undir stiganu m) www.avaxtabillinn.is • avaxtabillinn@avaxtabillinn.is • 517 0110 ávaxtakörfunnar Göldrótt áhrif *Textinn er tekinn úr sænskri skáldsögu sem kom út árið 2005. Textinn lýsir því hvað þessi ávaxtasiður vegur þungt hjá sænskum starfsmönnum og er alveg í takt við þá upplifun sem við hjá Ávaxtabílnum höfum upplifað hér á landi síðustu 11 ár. Á Íslandi voru ávaxtakörfurnar víða það fyrsta sem var „hagrætt“. Nú er spurning hvort þær komi ekki sterkar til baka til merkis um að við séum að reisa okkur við.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.