Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2017, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2017, Blaðsíða 26
Laufey Elíasdóttir leikkona, og nú ljósmyndari, er mörgum kunn bæði af hvíta tjaldinu og fjölum leikhúsanna í borginni. Hún átti eftirminnilegan leik í kvikmyndinni Brúðguminn (2008) þar sem hún lék aðalhlutverk á móti Hilmi Snæ Guðnasyni en nú síðast gat hún sér gott orð með leikhópn- um RaTaTam sem fjallaði um heim- ilisofbeldi í verkinu Suss! Laufey útskrifaðist úr Ljósmyndaskólanum í janúar á þessu ári en útskriftar- verkefni hennar „Heima er best“ fjallaði einnig um heimilisofbeldi og var það unnið upp úr viðtölum sem leikhópurinn hennar, RaTaTam, tók við þolendur og gerendur ofbeldis. Tilfinningar og átök í kringum þær eru ljósmyndaranum áfram hugleikin. Á Menningarnótt opnaði hún einkasýningu á Ljósmyndasafni Reykjavíkur, sýningu sem hefur fengið yfirskriftina Melankólía. Þar birtir Laufey áhrifamiklar portrett- myndir sem hún tók af þekktum Íslendingum. Sumt af þessu fólki þekkti hún áður en öðrum kynntist hún nokkuð vel í gegnum verkefnið. „Þetta eru allt fallegar, brothættar manneskjur með mismikið þol fyrir umhverfi sínu,“ segir Laufey. Vill skapa upplifun sem kallar á meira en bara það sem augað sér Spurð að því hvernig það kom til að leikkonan gerðist ljósmyndari segir Laufey það hafa orðið fyrir tilstilli vinkonu sinnar sem starfar bæði sem leikstjóri og ljósmyndari. „Helga Rakel Rafnsdóttir, sú hin sama og leikstýrði verðlauna- myndinni um Kjötborg, fékk mig stundum til að sitja fyrir hjá sér þegar hún var að læra fagið. Þannig kynntist ég fyrst þessu umhverfi en mér hafði samt aldrei dottið í hug að ég gæti sjálf orðið ljósmyndari,“ segir Laufey sem hyggst vinna jöfnum höndum að leiklist og ljósmyndun í fram- tíðinni. „Ég verð að gera það. Allavega svona til að byrja með. Ljósmyndun er líka bara miðill eins og leiklistin. Leið til að segja sögu. Miðla einhverju. Koma því á framfæri. Ég var til dæmis að fjalla um það sama í útskriftarverkinu mínu úr Ljósmyndaskólanum og í verkinu Suss! Þá setti ég myndir sem tengjast viðfangsefninu upp líkt og „stillur“ úr kvikmynd um heimilisofbeldi.“ Upplifun sem kallar á meira Laufey segist hafa mjög víðtækan áhuga á ljósmyndun og í gegnum námið og eftir það hefur hún tekist á við fjölbreytt verkefni í faginu þótt hún hafi ekki starfað í því lengi. „Ég hef til dæmis unnið við blaða- og fjölskylduljósmyndun en mér finnst skemmtilegast að gera myndir þar sem maður er að fjalla um eitthvað sérstakt viðfangsefni. Búa til heildstætt verk úr myndunum. Skapa upplifun sem kallar á meira en bara það að virða fyrir sér ljósmyndirnar. Meira en það sem maður bara sér.“ Sá sorgina í eigin andliti En hvernig kom það til að Laufey vildi fanga depurðina á ljósmyndir? „Þegar ég var í náminu tókum við sérstakan kúrs í sjálfsmynd- um. Þegar ég fór að virða fyrir mér myndirnar af sjálfri mér sá ég hvað ég var alltaf leið á svip og mikill tregi eða melankólía í mér. Þetta fékk mig til að langa að snúa vélinni við og skoða annað fólk, kanna hvort það væri svona líka.“ Og fannstu þetta í andlitunum eða varstu að leita sérstaklega eftir því? „Þetta er jú þannig að við mann- fólkið glímum öll við einhverja erfiðleika, bara í mismiklum mæli. Ég var ekkert að biðja fólk sérstak- lega um að vera melankólískt þegar ég var að taka myndirnar en hún skín samt alveg í gegn. Ég sagði þeim frá konseptinu og upp úr því fórum við að spjalla um depurðina og mál sem tengjast tilfinningum. Meðan á myndatökunni stóð, og kannski eftir hana, þá lentum við í klukkutíma, kannski tveggja tíma spjalli sem mér þótti mjög gefandi. Þetta skilar sér á myndunum.“ Hætti að tala, horfði og hlustaði Ef þú myndir taka sjálfsmyndir núna, heldurðu að það væri jafn mikil depurð í andlitinu? „Ég veit það ekki. Þetta er misjafnt. Ég hef gengið í gegnum ýmislegt um æv- ina. Þegar ég var svona þriggja ára þá dró ég mig inn í skel þar sem ég bara hætti eiginlega að tala og horfði og hlustaði á umhverfið. Ég er kannski svolítið að brjótast út úr þessu ástandi og aðeins farinn að láta heyrast meira í mér. Þar á meðal í gegnum þennan miðil. Er öruggari með mig á einhvern hátt. Maður er alltaf voðalega duglegur að brjóta sig niður og finnast mað- ur ekki vera nóg,“ segir hún og bætir við að hún hafi líklega fyrst tekið almennilega eftir þessu þegar hún skoðaði myndirnar sem hún tók af sjálfri sér. Vegur salt á milli gleði og sorgar „Ég er náttúrlega bara manneskja sem sveiflast upp og niður. En ég er orðin mikið meðvitaðri um sjálfa mig, tilfinningar mínar og jafnvægið eða jafnvægisskortinn á milli þeirra núna,“ segir Laufey sem vitnaði meðal annars í kafla úr Spámanninum þegar hún hélt opnunarræðu á sýningunni sinni en þar segir að sorgin sé gríma gleðinnar. „Sorgin og gleðin ferðast saman að húsinu þínu og þegar önnur situr við borðið þitt, sefur hin í rúminu þínu,“ les Laufey. „Þetta helst allt í hendur og maður vegur alltaf salt milli gleði og sorgar. Þessar ólíku tilfinningar tengjast órjúfanlegum böndum,“ segir Laufey Elíasdóttir að lokum. Sýningin Melankólía stendur til 10. október. Kári StefánSSon Kári Stefánsson er meðal þeirra sem Laufey myndaði fyrir sýninguna. HeimiliSofbeldi Útskriftarsýning Laufeyjar úr Ljósmyndaskólanum bar yfirskriftina Heima er best. Þar vann hún með sögur þolenda heimilisofbeldis en RaTaTam, leikhópurinn sem hún starfar með, fékk mikið lof fyrir verkið Suss! sem fjallar um sömu mál. melanKólíSKur megaS „Ef enginn þér sýnir samúð neina, en sorgirnar hlaðast að fyrir því. Og ef engin hræða til þín tekur tillti né sýnir viðmót hlý. Þá vappa skaltu' inn í Víðihlíð Víðihlíð og Víðihlíð og vera þar síðan alla tíð, alla þína tíð.“ söng Megas í heilræðavísum sínum hér um árið. KriStín ómarSdóttir SKáldKona „Meðan á myndatökunni stóð, og kannski eftir hana, þá lentum við í klukkutíma, kannski tveggja tíma spjalli sem mér þótti mjög gefandi. Þetta skilar sér á mynd- unum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.