Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2017, Blaðsíða 31

Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2017, Blaðsíða 31
Laugardaginn 9. september, klukkan þrjú síðdegis, munu áhugasamir bóka- ormar leggja upp í gönguferð frá Borgarbókasafninu í Grófinni. Gengið verður um söguslóðir skáldsögunnar Tímaþjófurinn eftir Steinunni Sigurðardóttur, en þessi margverðlaunaða bók, sem kom út árið 1986, er löngu orðin sígild ástarsaga og um leið eftirlæti ótal bókmenntaunnenda. Í vor var svo leikritið Tíma- þjófurinn, í uppsetningu Unu Þorleifsdóttur, sett á fjalir Þjóð- leikhússins en þar fer Nína Dögg Filippusdóttir með hlutverk aðalpersónunnar. Verkið fer aftur í sýningu nú í haust. Sagan um Tímaþjófinn segir frá Öldu Oddsdóttur Ívarsen, tungu- málakennara við Menntaskólann í Reykjavík. Alda, sem er þrjátíu og sjö ára þegar sagan hefst, býr við Sörlaskjólið í Vesturbænum. Hún er einhleyp, barnlaus og ægilega vel ættuð. Alda upplifir sig sem sem hefðarkött og tálkvendi í senn. Frjálsa og óháða en eiginlega of veraldarvana og fína fyrir litla Ísland, of fína fyrir flesta karlmenn, mögulega aðeins of fína fyrir lífið sjálft. Svo gerist það, að sjálfhverf- ur og narsissískur heimur Öldu Ívarsen umturnast þegar 100 daga ástarsambandi hennar við giftan kennara í skólanum lýkur, án þess að hún sjálf eigi frumkvæði að því. Margrét Hugrún Gústavsdóttir kom að máli við þær Steinunni Sig- urðardóttur rithöfund, Nínu Dögg Filippusdóttur leikkonu og Sunnu Dís Másdóttur, verkefnastjóra Borgarbókasafnsins, en allar munu þær taka þátt í bókmennta- göngunni á laugardaginn. Við byrjum á því að pæla í þrá- hyggjunni. Kallar höfnun kannski alltaf á þráhyggju eða er hún einfaldlega fylgifiskur ástarinnar og ástríðunnar? „Höfnun og óttinn við hana er einn af grunntónum tilverunnar. Þér er hafnað í upphafi og ýtt úr móðurskauti. Svo tekur við runa af alls konar höfnun, sem endar á því að lífið hafnar þér endanlega. Það væri því ekki skrýtið þótt óttinn við höfnun og það að upplifa höfnun væri uppspretta þráhyggju. En ég held ekki að það þurfi höfnun til þess að ást verði að þráhyggju. Kannski er ástin einmitt alltaf einhvers konar þráhyggja. Því ekki það?“ spyr rithöfundurinn Steinunn og bætir við að kannski hafi þrá- hyggjan verið það besta sem á daga Öldu hafi drifið. „Þetta getur auð- vitað kostað sitt. Að minnsta kosti kostaði það Öldu. Ég er samt ekki viss um að hún hefði viljað hafa það öðruvísi. Hvað sem það kostaði.“ Aðspurð hvort hún hafi ein- hvern tímann verið í svokölluðu ástarsambandi sem stal frá henni tíma segist Steinunn ekki muna eftir slíku: „Öllum tíma til ástar er vel varið. Þrátt fyrir titilinn á skáld- sögunni minni þá finnst mér, ef við höldum okkur við ástarsambönd, að einu tímaþjófarnir séu þar sem engin er ástin raunverulega.“ Það jafnast ekkert á við að tærast upp af óendurgoldinni ást Sunna Dís segist hafa fengið sinn skammt af óendurgoldinni ást á menntaskólaárunum en það hafi engu að síður haft ákveðna sköpun í för með sér. Gagntekin, altekin, heltekin, tekin af Tímaþjófinum Sunna Dís, Steinunn Sigurðar og Nína Dögg svara áleitnum spurningum um ást, þráhyggju og ættarsnobb. „Það jafnast ekkert á við að tærast upp af óendurgoldinni ást á unglingsárum. Um hvað á ung kona annars að skrifa hræðileg ljóð? M yn d B ry ja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.