Dagblaðið Vísir - DV - 08.09.2017, Qupperneq 49
26 fólk - viðtal Helgarblað 8. september 2017
Það er stór munur á að vinna með
fólki eða láta það vinna fyrir sig.
Mér finnst samvinna einfaldlega
skemmtilegri.
Ég held að ég hafi líka sýnt það
að venjulegt fólk megi skipta sér af
stjórnmálum án þess að hafa feng
ið sérstaka í skólun í því.
Það er reyndar stór munur á af
stöðunni til mín hér og í útlönd
um. Það er merkilegt að í Austur
ríki, Þýskalandi og Tékklandi er ég
álitinn einhver lýðræðisspaði og
talinn hafa átt þátt í að skapa nýja
vinstrið, en það eru reyndar pæl
ingar sem ég næ ekki alveg. Nýlega
var verið að bjóða mér til Búdapest
og þar er fólk ekki að fara í laun
kofa með að því finnst Besti flokk
urinn vera mitt afrek. Í Slóveníu er
fólk að stofna flokk vegna áhrifa
frá Besta flokknum.“
Styður Dag
Þú ákvaðst að hætta í stjórnmál-
um. Hættir á toppnum og vildir
ekki vera borgarstjóri lengur. Þú
varst um tíma orðaður við for-
setaembættið. Hvarflaði að þér að
bjóða þig fram til forseta?
„Áður en ég varð borgarstjóri
var ég mikið út á við að hitta fólk,
var veislustjóri og stóð á sviði. Á
þessu borgarstjóratímabili var ég
orðin innhverfari. Þegar ég var
borgarstjóri þá íhugaði ég vand
lega hvað mig langaði til að gera.
Með því að hætta sem borgarstjóri
sá ég tækifæri til að geta farið aft
ur í það að skapa mitt eigið. Ég hef
unun af því. Þegar ég er að vinna
að skapandi verkefnum þá líða tólf
klukkutímar á tveimur tímum. Ég
dett í tímaleysi og það er gaman.
Þegar ég sat á borgarstjórnarfundi
þá liðu fimm tímar eins og þeir
væru tuttugu tímar. Það var þyngra
og erfiðara.
Fyrst þegar ég heyrði hug
myndina um að ég yrði næsti for
seti hugsaði ég: Æi, nei, ég get ekki
verið að gera það. Svo fór ég að
hugsa: Á ég að gera það? Er þetta
eitthvað sem mér ber að gera. Við
Jóga ræddum þetta og komumst
að því að við vildum þetta ekki.“
Það styttist í næstu borgar-
stjórnarkosningar. Styður þú Dag
B. Eggertsson?
„Að sjálfsögðu. Mér finnst Dag
ur alveg frábær og hann hefur
staðið sig gríðarlega vel. Það var
virkilega gaman að vinna með
Degi og fá tækifæri til að kynnast
honum. Það er bara þessi flokkur
sem hann er í sem mér finnst vera
í svo miklu rugli. Ég skil ekki þenn
an flokk. En ég styð Dag þótt ég sé
ekki í Samfylkingunni.“
Óttarr Proppé, vinur þinn, er
orðinn ráðherra og mjög er að hon-
um sótt. Hvernig finnst þér hann
hafa staðið sig?
„Flestir héldu að Óttarr yrði
menntamálaráðherra. Ég hafði
meira séð hann fyrir mér sem
utan ríkisráðherra því Óttarr er svo
víðförull maður, vel lesinn og gáf
aður. Það kom mér á óvart að hann
skyldi fara í heilbrigðisráðuneytið.
Það er örugglega einn erfiðasti
málaflokkurinn í dag. Heilbrigðis
kerfið er vanfjármagnað og svo er
heilbrigðisþjónusta alltaf að verða
hlutfallslega meira einkarekin og
það er svo umdeild þróun. Kári
Stefánsson er svo alltaf jafn reiður.
Mér finnst Óttarr standa sig vel og
halda sínu góða skapi og jafnvægi.
Ekki mundi ég vilja hafa Kára upp
á móti mér.“
Hittist þið Óttarr ennþá?
„Við hittumst ekki jafn oft og áður
en samt endrum og sinnum. Yfir
leitt þegar ég er búinn með upp
kast að bók þá bið ég Óttar að lesa
hana yfir. Nú var ég að klára bók og
ætlaði að senda Óttari en hugsaði:
Hann er náttúrlega heilbrigðisráð
herra og hefur í nógu að snúast.
Hann getur ekki verið að lesa ein
hverja bók eftir mig.
Núna á þessu ári er ég búinn að
skrifa tvær bækur. Bók með Jógu,
sem heitir Þúsund kossar. Svo
skrifaði ég pólitíska bók fyrir þýska
forleggjarann minn þar sem ég er
að fjalla um þann pólitíska óróa
sem ríkir víða í Evrópu og Banda
ríkjunum og kynna aðferðir til að
brjóta hann upp.“
Hvaða aðferðir eru það?
„Ég nota mína pólitísku sögu sem
dæmi. Ég vil meina að stjórnmál
séu óþarflega leiðinleg og það er
að svo miklu leyti óþarfi. Þar er
margt sem spilar inn í. En það er
soldið með lýðræðið eins og skóla
kerfið, með því að auka gleði og
skapandi hugsun þá verður ár
angurinn betri. Fólk er þannig gert
að það vinnur betur þegar því líð
ur vel og skapar meiri verðmæti.“
Telurðu hættu á að þjóðernis-
sinnaðir flokkar sem ala á andúð
til dæmis á múslimum nái fótfestu
hér á landi?
„Já, ég held að þróunin verði
svipuð hér og á hinum Norður
löndunum. Ég sá svipaða hluti
gerast þegar ég bjó í Svíþjóð fyrir
30 árum og ég sé vera að gerast hér
nú. En þetta verður samt líklega
bara jaðarhópur.“
Saga um sakleysi og áföll
Segðu mér frá nýju bókinni, Þús-
und kossum.
„Þúsund kossar er saga um sak
leysi og áföll. Árið 1980 fór Jóga til
New York, þá átján ára gömul, til
að vinna sem au pair og lenti þar
í hræðilegu bílslysi. Þetta er sagan
um það. Saga um áföll og upprisu.
Við vinnslu hennar tók ég fjölda
viðtala við Jógu sem ég skrifa nið
ur og svo vinnum við Jóga textann
saman.
Sem krakki gældi ég við þá hug
mynd að verða rithöfundur. Ég
hélt ég gæti ekki skrifað því ég er
maður sem man aldrei hvort það
á að vera stór stafur eða lítill í Ís
lendingar. En mér finnst bara gam
an að segja sögur. Þetta byrjaði
þannig að ég hitti Silju Aðalsteins
dóttur og hún sagði að ég þyrfti að
skrifa bók. „Gerirðu það ekki bara?
Má ég ekki bara panta hjá þér bók
og þú skrifar um æsku þína?“ sagði
hún. „Ég skal bara gera það,“ sagði
ég. Alltaf þegar ég hitti hana á
mannamótum þá minnti hún mig
á þetta loforð. Svo varð þetta eitt
hvað sem ég varð að gera. Þá skrif
aði ég Indíánann og svo komu Sjó
ræninginn og Útlaginn.“
Þú ert leikari, rithöfundur og
fyrrverandi stjórnmálamaður.
Hvort skilgreinirðu þig sem rithöf-
und eða leikara?
„Ég er bæði rithöfundur og
leikari. Ég elska að draga mig í hlé
og skrifa. En svo hef ég jafn gam
an af að stökkva fram í sviðsljós
ið og leika og vinna með öðrum.
Ég hef lítið unnið í leikhúsi og ég
skrifa ekki dæmigerðar skáldsög
ur þannig að ég er oft hálfgerður
utan garðsmaður á báðum sviðum.
Mér finnst óskaplega gaman
að skrifa. Það er svo mikið af sög
um sem mig langar til að segja og
nokkrar bækur sem mig langar til
að skrifa. Mig langar til að skapa
mér tækifæri til að búa til ákveðna
hluti. Það eru líka mörg hlut
verk sem ég á eftir að leika. Ég á
til dæmis alltaf eftir að gera sjón
varpsþættina Gamli maðurinn,
sem ég byggi á sögum af pabba
mínum.“ n
„Ég á erfitt með
að draga fólk í
pólitíska dilka. Ég hef
aldrei náð því að fólk sé
fífl og fávitar af því það er
í Framsóknarflokknum.
Mér finnst það ekki. Eða
að allir sem eru í VG eða
Sjálfstæðisflokknum séu
á einhvern ákveðinn hátt.
Stjórnmálin „Fólk
tekur íslensk stjórnmál
alltof persónulega og of
bókstaflega.“ MynDir Brynja
rithöfundurinn
„Það er svo mikið af
sögum sem mig langar
til að segja og nokkrar
bækur sem mig langar
til að skrifa.“