Fréttablaðið - 18.10.2017, Side 32

Fréttablaðið - 18.10.2017, Side 32
Oddný á sér nokkra uppá-haldshluti í eldhúsinu. Hún þarf ekki að hugsa sig lengi um þegar hún nefnir KitchenAid hrærivélina, steypujárnspönnuna, mortélið og gömlu góðu kaffikönn- una. „Ég er engin græjukona,“ segir hún. „Hrærivélin mín er tuttugu ára og mikið notuð. Ég gæti ekki án hennar verið. Kaffikannan mín Lucy er 11 ára kaffihúsavél. Hún malar baunirnar og dagurinn hjá mér er ónýtur ef ég fæ ekki góðan latte á morgnana. Þetta er það tæki í hús- inu sem heldur heimilinu gangandi. Mortélið mitt er þungt og verklegt. Ég nota það til að búa til kryddblöndur, guacamole, myl pipar ásamt mörgu öðru. Ég var einu sinni á mexíkóskum stað í New York og þar gerði kokkurinn einmitt guacamole á borðinu hjá okkur í mortéli. Hann notaði ekki hvítlauk frekar en ég. Það á nefnilega ekki að vera hvítlaukur í guacamole eins og margir halda,“ segir Oddný. „Eftir að ég horfði á mortélið notað á þennan hátt hef ég ekki gert guacamole öðruvísi,“ bætir hún við. Fjórða áhaldið sem Oddný nefnir er steypujárnspanna. „Hún kemur úr gömlu sænsku fjölskyldufyrirtæki. Vinur minn sem er matreiðslumaður í Svíþjóð sendi mér pönnuna en ég þarf að halda á henni með báðum höndum, svo þung er hún. Ég er búin að elda á gasi í tuttugu ár og nota pönnuna í alls konar eldun, steiki bæði fisk og kjöt eða baka ítalskt focaccia-brauð. Þegar ég elda góða steik hita ég pönnuna fyrst í ofninum í hálftíma svo hún verði sjóðheit en þá verður kjötið fallega eldað. Pannan fékk sérstaka meðhöndlun þegar hún var ný. Ég bar olíu á hana og hitaði í ofninum þangað til húð myndaðist á hana, síðan var hún kæld og þerruð með eldhúspappír. Síðan er meðferðin endurtekin. Hún fær ákveðna vörn með þessari aðferð en það má aldrei sápuþvo svona pönnu.“ Oddný hefur mikla ánægju af því að vera í eldhúsinu en segist ekki safna áhöldum. „Ég fer oft í bús áhaldaverslanir þegar ég er á ferðalagi. Verslanir eins og William Sonoma í New York og Sur la table. Ég kaupi aðallega viskustykki og jafn- vel einhverja matvöru sem fæst ekki hér heima, pasta eða kryddblöndur. Stundum kaupi ég bolla eða kopar- könnur. Annars er ég ekki mikið Gæðastundir við matargerðina Oddný Magnadóttir er ástríðukokkur sem leggur mikla áherslu á góðan mat og að hafa fjöl- skylduna í kringum sig. Hún er nýtin í eldhúsinu og kaupir vandaða hluti sem endast lengi. Dagurinn byrjar á kaffi latte hjá Oddnýju og þess vegna er kaffivélin í miklu uppáhaldi. MYNDir/EYÞÓr Steikarpannan góða á fínu gaseldavélinni.Oddný gerir guacamole í mortélinu. Hrærivélin góða gerir enn sitt gagn þótt hún sé orðin gömul. Brauðristina við hliðina er hægt að nota í samlokugerð. fyrir að sanka að mér hlutum, nota til dæmis 30 ára gamlan ostaskera. En þegar gamli handþeytarinn minn gaf upp öndina keypti ég auðvitað nýjan,“ segir Oddný en henni finnst vera mikil hvíld að standa í elda- mennsku. „Við erum tvö í heimili en ég elda engu að síður á hverju kvöldi. Mér finnst mikil gæðastund þegar sest er niður yfir kvöldmatnum, hvort sem við erum bara tvö eða öll stórfjölskyldan. Það hefur lengi verið draumur minn að fara á kokka- námskeið til Ítalíu, Marokkó eða Grikklands. Ég læt kannski verða af því einhvern tíma enda finnst mér svo óendanlega gott að borða. Það er eitthvað sérstakt tilfinningasam- band milli mín og matarins,“ segir Oddný sem segist líka vera dugleg að fara út að borða bæði hér á landi og erlendis. „Ég veit ekkert skemmti- legra en að taka langar máltíðir með góðum mat.“ Elín Albertsdóttir elin@365.is Síðumúli 31 - 108 Reykjavik - S: 562-9018 / 898-5618 info@arcticstar.is - www.arcticstar.is SÆBJÚGNAHYLKI FYRIR HEILSUNA Arctic star sæbjúgnahylki innihalda yfir fimmtíu tegundir af næringarefnum, og eru þekkt fyrir: • Hátt próteininnihald og lágt fituinnihald • Að minnka verki í liðum og liðamótum • Að byggja upp brjósk og draga úr tíðni liðskemmda • Að bæta ónæmiskerfið • Að auka blóðflæði • Að koma í veg fyrir æðakölkun • Að auka orku líkamans, stuðla að myndun húðpróteins og insúlins ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA, Framleiðandi er Arctic Star ehf. Allar nánari upplýsingar fást á www.arcticstar.is Arctic Star sæbjúgnahylki Varan fæst í flestum apótekum, heilsubúðum og hagkaupum. Hrein húsgögn fyrir jólin Hreinsum stóla, sófa, dýnur, rúm, mottur og margt fleira. FYRI R EFTI R Mygluþrif og lyktareyðing á öllum ökutækjum og oson-meðferð ef þess þarf. Eldshöfði 8, 110 Rvk. S: 577-5000 Við erum á facebook Verum tímanlega í ár 4 KYNNiNGArBLAÐ FÓLK 1 8 . O K tÓ B E r 2 0 1 7 M I ÐV I KU DAG U R 1 8 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :3 3 F B 0 7 2 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 0 0 -E 6 0 0 1 E 0 0 -E 4 C 4 1 E 0 0 -E 3 8 8 1 E 0 0 -E 2 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 7 2 s _ 1 7 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.