Fréttablaðið - 21.10.2017, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 21.10.2017, Blaðsíða 26
Ég hef lítið getað kynnt mér öll þessi framboð. Auðvitað finnst mér það tímaskekkja. Í hinum vest- rænu ríkjum er öflugt flokkakerfi, íhaldsflokkur á hægrikantinum, framsóknarflokkur á miðjunni og verkamannaflokkur til vinstri. Ég sakna þess kerfis sem hér ríkti og reyndist þessari þjóð vel og það er fjórflokkakerfið. Auðvitað eru allir flokkarnir með góð mál á stefnu- skrá sinni, en ég leita nú mest eftir því hvernig flokkarnir ætla að halda þeim stöðugleika sem kominn er, uppgangi í atvinnulífinu án skatta- hækkana og standa vörð um félags- legt kerfi okkar, menntamál og heil- brigðiskerfið. Mér finnst óskaplega sorglegt að þegar allt er í uppgangi á Íslandi skuli pólitíkin vera svona brothætt og veik. Guðni Ágústsson, skemmtikraftur Vill fjórflokkinn aftur Vinstri flokkarnir þrír, Vinstri grænir, Samfylkingin og Píratar, lofa kjósendum öllu fögru, en verjast allra frétta um, hvernig eigi að standa straum af þessum loforðum. Væri hægt að kjósa lífs- kjör, þá væri öll fátækt auðvitað fyrir löngu horfin. Íslendingar búa við einstakt góðæri þessi misserin. Sjálfstæðisflokkurinn er eini flokk- urinn, sem virðist hafa áhuga á að halda áfram á sömu braut. Hinir flokkarnir ætla allir að breyta stefnunni, en eru ófúsir að upp- lýsa, hvert á að fara. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, prófessor í stjórnmálafræði Vinstrið lofar öllu fögru Ég sakna þess mjög mikið að það sé talað um menningarmál og mennt- un. Mér finnst það alltaf vera það sem við tölum um á stóru stund- unum en gleymist í kosningaþvarg- inu út af efnahagsmálum. En þetta hangir allt á sömu spýtunni. Það er stórt efnahagsmál að hafa hér öfl- uga menningu, hlúa að tungumáli og hafa sterkt menntakerfi. Það er efnahagskerfi og ég sakna umræðu um þetta. Kristín Helga fagnar umræðunni um afnám virðisauka- skatts á bækur. Það eru dásamleg tíðindi og það gleðilega er að þar er þverpólitísk samstaða. Kristín Helga Gunnarsdóttir, formaður Rithöfundasambands Íslands. Meiri umræðu um menningu Ég vil fá skýrari umræðu um umhverfismál heldur en hefur verið. Flokkarnir eru nokkuð sammála um úrbætur í heilbrigðismálum, menntamálum, húsnæðismálum og nokkur samhljómur líka varðandi samgöngumál en það vantar miklu skýrari svör hvað varðar umhverfis- mál. Ég er mjög sátt við minn gamla flokk og þá breytingu sem hefur orðið hjá Samfylkingunni, hvernig hún heldur á málum og raðar upp sínum forgangsmálum. Mér finnst áherslurnar vera skýrari og frábært fólk á framboðslistanum. Margrét Frímannsdóttir, fyrrver- andi forstöðumaður Litla-Hrauns Vill skýrari sýn á umhverfismál Flokkarnir deila um nýjan spítala, krónuna, sjávarútveginn og landbúnaðarmál, svo eitt- hvað sé nefnt. Hér birtist stefna stjórnmála- flokkanna í helstu málaflokkum og sýn val- inna álitsgjafa sem kalla eftir umræðu um umhverfismál, einn saknar fjórflokkakerfisins og annar vill að vinstriflokkarnir útskýri hvernig á að fjármagna kosningaloforðin. Straumar og stefnur í baráttunni Guðni Ágústsson, fyrrverandi for- maður Framsóknarflokksins Hannes Hólmsteinn Gissurarson Kristín Helga Gunnarsdóttir, fyrrverandi frambjóðandi VG Margrét Frímannsdóttir, fyrrverandi þingmaður Samfylkingar Ég sakna umfjöllunar um samgöngu- mál á höfuðborgarsvæðinu, en það er ekkert nýtt í þessari baráttu. Mér finnst of mikið um það að flokkarnir gleymi þessum stóra og mikilvæga þætti og er orðinn úrkula vonar um að hann komist í umræðuna fyrir alþingiskosningar. Það sem einna helst stendur upp úr er í raun og veru hvað lítið hefur borið á alvöru átökum um grundvallarmál. Mér finnst það mest afgerandi við þessa baráttu. Hún hefur verið stutt en aldrei náð flugi um grundvallarmál. Jón Kaldal, fjölmiðlamaður Saknar umræðu um samgöngur Mér finnst óskaplega sorglegt að þegar allt er í uppgangi á íslandi skuli pólitíkin vera svona brothætt og veik. það seM einna helst stendur upp úr er í raun og veru hvað lítið hefur borið á alvöru átökuM uM grund- vallarMál. Jón Kaldal 2 1 . o k t ó b e r 2 0 1 7 L A U G A r D A G U r26 H e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð 2 1 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :2 6 F B 1 1 2 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 0 7 -8 C 3 4 1 E 0 7 -8 A F 8 1 E 0 7 -8 9 B C 1 E 0 7 -8 8 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 1 1 2 s _ 2 0 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.