Fréttablaðið - 21.10.2017, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 21.10.2017, Blaðsíða 28
Velferðarmál Alþingiskosningar 2017 Við ætlum að tryggja að atvinnu- tekjur skerði ekki lífeyrisgreiðslur og sjá til þess að lífeyrir tryggi lágmarkslaun. Við ætlum að gera starfslok sveigjanlegri, gera átak í byggingu þjónustuíbúða og hjúkr- unarheimila. Við ætlum að afnema virðisaukaskatt á lyfseðilsskyldum lyfjum. Afnema frítekjumark atvinnutekna svo eldri borgarar geti nýtt starfs- orku sína án skerðingar. Viðreisn vill brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskóla og hækka þak á greiðslur í fæðingarorlofi. Viðreisn hefur stofnað til samstarfs um aðgerðir í húsnæðismálum fyrir fyrstu kaup- endur og leigjendur. Lagaumbætur vegna kynbundins ofbeldis. BF hefur það á stefnuskrá sinni að gera almannatryggingakerfið rétt- látara og auðskiljanlegra og gera umbætur á stjórnsýslu þess þannig að þjónusta við almenning verði skilvirk og skiljanleg þar sem leið- beiningarskylda og upplýsingagjöf verður virk og virt. Tekjutengingar í bótakerfinu og óskiljanleg bréf frá skattinum þarf að laga. Upprætum fátækt á Íslandi. Upphæðir almannatrygginga fylgi launaþróun. NPA lögfest. Fæðingarorlof lengt og drögum úr skerðingum. Húsnæðiskerfi byggt á félagslegum grunni, ekki hagn- aðarsjónarmiðum. Húsnæðis- og leiguumhverfi sem tryggir húsnæði á sanngjörnum kjörum. Atvinna og nýsköpun Við ætlum að klára endurskipulagn- ingu fjármálakerfisins, lækka trygg- ingagjald og lækka það meira fyrir fyrstu tíu starfsmennina. Við ætlum að auka framlög til rannsókna og nýsköpunar, sérstaklega utan höfuð- borgarsvæðisins, hækka endurgreiðslu vegna fjárfestinga í rannsóknum og nýsköpun í 30% og afnema þakið. Kerfisbreytingar í sjávarútvegi og landbúnaði: Sanngjarnt afgjald fyrir auðlindanýtingu með uppboðsleið. Hagur neytenda og umhverfisvernd fái aukið vægi í breyttri landbún- aðarstefnu. Uppbygging þekkingar- iðnaðar og starfsumhverfi með stöðugum gjaldmiðli svo sprota- fyrirtæki skjóti rótum á Íslandi. BF leggur áherslu á stuðning við rannsóknir, tækniþróun, nýsköpun og sprotaverkefni vegna hraðra breytinga á vinnumarkaði. Áherslan er ekki síður tilkomin vegna áherslu á að byggja upp fjölbreytt atvinnu- líf um allar sveitir. Til þess þarf að laga grunninnviði eins og netteng- ingar og raforkuflutninga. Laun dugi fyrir framfærslu. Vinnu- vikan verði stytt án skerðingar. Útrýmum launamun kynjanna. Komum í veg fyrir mansal. Inn- leiðum keðju ábyrgð undirverk- taka. Styrkja sjóði sem fjárfesta í rannsóknum og skapandi greinum með áherslu á græna hvata. Auka fjármagn til uppbyggingar innviða í ferðamennsku. Heilbrigðismál Við ætlum að byggja nýjan Land-spítala á nýjum og betri stað því það er bæði hagkvæmara og skyn- samlegra. Við ætlum að styrkja á ný heilsugæsluþjónustu og sér- fræðilækningar utan höfuðborgar- svæðisins til að laga aðflæðisvanda Landspítalans, og gera átak í bygg- ingu hjúkrunarrýma. Ljúka byggingu nýs Landspítala og efla sjúkrahúsþjónustu. Styrkja þarf heilsugæsluna sem fyrsta við- komustað og einfalda leið fólks um heilbrigðiskerfið. Gera þarf stórátak í geðheilbrigðismálum, sem miði að bráðavanda og forvörnum. Færa sálfræðiþjónustu undir almanna- tryggingakerfið og gera aðgengilega fyrir alla námsmenn. Mikilvægt er að ljúka heildarstefnu um heilbrigðismál með framtíðar- sýn um heilsu þjóðarinnar. Nýr Landspítali er grundvallarmarkmið, öflug þjónusta heilsugæslu er lykill að árangri og áframhaldandi þróun geðheilbrigðisþjónustu. Endur- hæfingu þarf að styrkja og þjónustu við aldraða, með hjúkrunarrýmum, dagdvöl og þjónustu heim. Forgangsraða í þágu opinbera kerfisins. Einkarekstur í ágóðaskyni á ekki heima þar. Draga úr kostn- aðarþátttöku. Ljúka byggingu nýs Landspítala. Styrkja heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað. Efla geðheilbrigðisþjónustu í skólum. Tannlækningar, sálfræðiþjónusta, sjúkra- og talþjálfun verði hluti af almennri heilbrigðisþjónustu. Mannréttindi Við ætlum að vinna að jöfnum réttindum allra þegna samfélagins óháð kyni, stöðu eða öðru. Við viljum að samfélagið grundvallist á gildum lýðræðis, jafnréttis og mannréttinda og höfnum hvers konar mismunun. Ísland á að vera fyrirmynd í mannréttindamálum. Mannréttindi og jafnrétti eru þunga- miðja í stefnu Viðreisnar. Við lög- festum jafnlaunavottun til þess að taka á kynbundnum launamun og beinum nú kastljósinu að þjóðar- sátt um bætt kjör kvennastétta. Viðreisn hefur lagt höfuðáherslu á mannréttindamál, t.d. með frum- vörpum um lögfestingu NPA, mót- töku fleiri kvótaflóttamanna o.fl. Útrýmum launamisrétti. Tökum upp NPA og innleiðum Sáttmála SÞ um réttindi fatlaðra. Jöfnum að- stæður lögheimilis- og umgengnis- foreldra. Skilgreinum stafrænt kynferðisofbeldi í hegningarlögum. Leggjum niður mannanafnanefnd. Setjum okkur markmið um að vera fremst meðal þjóða er varðar laga- lega stöðu hinsegin einstaklinga. Úttekt á réttarstöðu brotaþola kynferðisofbeldis og bætum réttar- stöðu þolenda. Ísland taki á móti fleiri flóttamönnum. Aðbúnaður hælisleitenda verði bættur. Börn umsækjenda búi við ásættanlegar aðstæður. Stöndum vörð um sterka og sjálfstæða fjölmiðla. Tryggjum sjálfstæði RÚV. Setjum á laggirnar sjóð fyrir rannsóknarblaðamennsku. Efnahagsmál Við ætlum að klára endurskipu-lagningu fjármálakerfisins, greiða umfram-eigið fé úr bönkunum í ríkissjóð, nýta forkaupsrétt ríkisins á Arion banka og gefa öllum Ís- lendingum þriðjung hlutabréfa í honum. Við ætlum að auka sam- keppni í bankakerfinu og lækka vexti til að tryggja einstaklingum og fyrirtækjum betri kjör. Viðreisn vill brjótast út úr vítahring sífelldra efnahagssveiflna með því að koma á stöðugleika í gjaldmiðla- málum. Kostnaður vegna vaxtaum- hverfis krónunnar jafngildir um 40 vinnudögum á hvern venjulegan Íslending. Greiðslubyrði einstakl- inga og fyrirtækja er margfalt þyngri en í samanburðarlöndum. Stöðugur gjaldmiðill eykur hag almennings. Mestu kjarabætur sem hægt væri að færa þjóðinni er upptaka annars gjaldmiðils. Þar er evran nærtækust. Með því þyrftum við ekki að velta fyrir okkur verðtryggingu og vextir myndu lækka auk þess sem stöðug- leiki fengist í gjaldmiðilsmál. BF vill tryggja þjóðinni endurgjald fyrir af- not náttúruauðlinda og nýta þann sjóð til uppbyggingar á innviðum. Breytingar á skattkerfi og almanna- tryggingakerfi stuðli að sátt á vinnumarkaði. Skattar ekki hækk- aðir á almennt launafólk. Ráðast gegn notkun aflandsfélaga í skatta- skjólum. Skattkerfið nýtt til jöfn- unar. Óbreyttur virðisaukaskattur á ferðaþjónustu. Komugjöld og gistináttagjald nýtt til uppbyggingar innviða fyrir ferðaþjónustuna. Menntun og vísindi Við ætlum að stórefla iðn- og tækninám í framhalds- og há- skólum því að framtíðin er núna. Bæði með sérstökum fjárfram- lögum og samstarfi við atvinnulífið. Endurskoða þarf námslánakerfið með hliðsjón af því sem best hefur reynst á Norðurlöndum, þar á meðal styrkjakerfi. Bæta þarf fjármögnun háskóla og efla rannsóknir og þróun með virku samstarfi ríkis, háskóla, rannsókna- stofnana og atvinnulífs. Fjölbreytni og nýsköpun í starfi skólastofnana er markmið Viðreisnar. Sporna þarf gegn brottfalli með fjölbreyttu námsframboði, eflingu náms í skapandi greinum, iðn- og tækni- menntun. Nauðsynlegt er að fjármagna öll skólastig og leggja ofuráherslu á skapandi starf. Virkjun mannshug- ans er okkar næsta stóra verkefni. Það er liður í því að búa unga Íslendinga undir breytingar á vinnu- markaði. Þá þarf að styrkja sam- keppnissjóði og tryggja fjármögnun og umgjörð um rannsóknar- og þróunarstarf í háskólunum. Auka þarf fjárveitingar til fram- haldsskóla, tryggja öllum aðgang að námi á framhaldsskólastigi og gefa skólunum val um lengd náms- brauta. Stefnt skal að því að fjár- mögnun háskóla verði í samræmi við Norðurlöndin. Þá skal stefnt að því að þrjú prósent VLF renni til rannsókna og þróunar. Hluti náms- lána verði styrkir. Menning og listir Við ætlum að styðja sérstaklega við uppbyggingu í menningarmálum utan höfuðborgarsvæðisins, til að styrkja samfélögin á landsbyggð- inni. Auka þarf framlög ríkisins til lista- og menningarstarfs, skapandi greina, því þær skila margfalt til samfélagsins því sem lagt er í þær. Hlúa þarf að menningarverð- mætum. Menningarstarfsemi skilar þjóðhagslegum arði og því má líta á fjárframlög til menningarmála sem arðbæra fjárfestingu. Efla þarf menntun í listgreinum og tryggja að einstaklingar geti notið menningar og tekið þátt í skapandi starfi óháð efnahag, búsetu, fötlun eða félags- legri stöðu. Grunnstefin í stefnu Bjartrar fram- tíðar í menningarmálum eru að öðrum mælikvörðum en hag- vaxtarmælikvörðum verði beitt á efnahagslegar stærðir þar sem litið verði til fleiri þátta mannlífsins, s.s. sjálfbærni og almennrar hagsældar. Við viljum að framkvæmdarvald ríkisins og sveitarfélaganna setji sér heildstæða menningarstefnu. Efla launasjóði listmanna og sam- keppnissjóði listgreina. Tryggja að listafólk fái greitt fyrir sína vinnu. Búa betur að höfuðsöfnum og byggja Náttúruminjasafn. Styðja við útgáfu bóka og tónlistar með afnámi virðisaukaskatts. Efla list- menntun á öllum skólastigum og tryggja aðgengi barna að listum, menningu og skapandi starfi. Samgöngur Við ætlum að gera heildaráætlun fyrir uppbyggingu í öllum lands- hlutum. Nauðsynlegt er að taka á forgangsmálum á svæðum sem hafa beðið lengi. Reykjavíkurflug- völlur verði áfram á sama stað. Við ætlum að niðurgreiða innanlands- flug því það er hluti af almennings- samgöngum allra landsmanna. Viðreisn vill markvissa uppbygg- ingu samgöngukerfa og hefur lagt til stofnun innviðasjóðs með fjár- magni auðlindagjalda. Mikilvægt er að stefna að orkuskiptum í sam- göngum, með hagrænum hvötum til rafbílavæðingar og fjölgun hleðslustöðva vítt um landið. Efla þarf almenningssamgöngur og stefnt skal að lagningu Borgarlínu. Við viljum að samgönguáætlun sé alltaf höfð til grundvallar uppbygg- ingu og viðhaldi. Kjördæmapot er ekki viðeigandi lengur. Vöndum okkur. Við viljum að samstarf ríkis og sveitarfélaga um Borgarlínu hefjist sem fyrsta og erum opin fyrir því að skoða gjaldtöku á helstu stofnbrautum til að flýta fram- kvæmdum. Ráðist í löngu tímabært viðhald og uppbyggingu vegakerfis. Upp- bygging grunnvegakerfis verði ekki byggð á vegatollum. Samvinna ríkis og sveitarfélaga um umhverfis- vænni samgöngur með rafbílavæð- ingu og uppsetningu hleðslustöðva. Efla almenningssamgöngur, einkum á landsbyggðinni. Samgönguáætlun taki mið af loftslagsmarkmiðum. Utanríkismál Við ætlum að halda áfram virku alþjóðasamstarfi, þar á meðal við stofnanir Sameinuðu þjóðanna og Nató. Við leggjum áherslu á áfram- haldandi samstarf við aðrar þjóðir, m.a. með gerð fríverslunarsamn- inga, og höfnum inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Viðreisn er alþjóðasinnaður Evrópuflokkur. Evrópusamvinna er hornsteinn utanríkisstefnu Íslands. Styrkja þarf þátttöku í EES-sam- starfinu, sem hefur reynst vel, en felur í sér lýðræðishalla enda höfum við enga aðkomu að mótun reglna. Við viljum að þjóðin kjósi um áframhaldandi aðildarviðræður við Evrópusambandið. Björt framtíð er alþjóðlega sinnuð og skilur mikilvægi þess að gera sig gildandi á alþjóðavettvangi. Björt framtíð vill ganga í Evrópusam- bandið og taka upp evru. Við viljum að Íslendingar leggi sitt af mörkum til friðar í heiminum með þátttöku í þróunarsamvinnu, hjálparstarfi og friðarumleitunum. Björt framtíð vill að Ísland vinni Eurovision. Ísland virði alþjóðlegar skuldbind- ingar, beiti sér fyrir umhverfisvernd, mannréttindum og jöfnuði. Ísland standi við Parísarsamkomulagið og verði kolefnishlutlaust 2040. Ísland standi utan hernaðarbandalaga og fyrir banni gegn kjarnorkuvopnum. Ísland standi utan ESB. Aðildarvið- ræður hefjist ekki nema að undan- genginni þjóðaratkvæðagreiðslu. 2 1 . o k t ó b e r 2 0 1 7 L A U G A r D A G U r28 H e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð 2 1 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :2 6 F B 1 1 2 s _ P 0 9 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 0 7 -7 8 7 4 1 E 0 7 -7 7 3 8 1 E 0 7 -7 5 F C 1 E 0 7 -7 4 C 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 1 1 2 s _ 2 0 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.