Fréttablaðið - 21.10.2017, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 21.10.2017, Blaðsíða 2
Veður Hægir vindar og skýjað með köflum, en norðankaldi og fer að rigna fyrir austan seinnipartinn, jafnvel slydda til fjalla. Fremur milt í veðri. sjá síðu 48 Kemst hvorki lönd né strönd íþróttir „Ég sat hérna agndofa og öskraði oft og mörgum sinnum á sjónvarpið,“ segir Ásta B. Gunn- laugsdóttir, sem spilaði á sínum tíma 26 landsleiki fyrir Íslands hönd og skoraði í þeim átta mörk. Líkt og fjölmargir aðrir horfði hún á snilldina sem íslenska kvenna- landsliðið bauð upp á í Þýskalandi í gær með stórbrotnum sigri. Þetta var fyrsti sigur Íslands á sameiginlegu liði Þýskalands hjá bæði A-landsliðum karla og kvenna. Þýska landsliðið er ríkjandi Ólympíumeistari, átt- faldur Evrópumeistari, tvöfaldur heimsmeistari og í öðru sæti á styrkleikalista FIFA, en þær þýsku áttu engin svör við stórkostlegum leik íslenska liðsins. „Ég hoppaði um húsið og síðustu þrjár mínúturnar voru alveg að fara með mann. Þær liðu eins og þrjár vikur,“ segir Vanda Sigurgeirs- dóttir en hún spilaði 37 landsleiki auk þess að þjálfa íslenska kvenna- landsliðið um tíma. „Ég er stödd á Hofsósi, og var hérna líka þegar Ísland vann England á EM karla. Ég held að þetta sé einhver happa- staður – það er eitthvað í loftinu hérna,“ segir hún. Þegar úrslit eldri leikja eru skoðuð er ekki oft þar sem lands- liðið hafði möguleika gegn Þýska- landi. Einu sinni tapaði liðið 8:0 á afmælisdegi Vöndu. „Þá voru þær í betra formi og miklu fljótari. Fyrst þegar ég spilaði við þær, fékk ég kantmann á móti mér og ég hugs- aði með mér; Guð minn góður, hún var svo fljót.“ Síðan hafa verið stigin stór skref í kvennaboltanum hér heima. „Í þessum leik vorum við betri,“ segir Vanda. Ásta tekur í sama streng en báðar hrósa þjálfarateyminu mikið. „Þetta var rosalega góður leikur og við vorum bara betri en þær. En ég var orðin skíthrædd í lokin. En vá. Mér fannst þetta æðislegt og yndis- legt á að horfa. Það er eitthvað í vatninu hér á Íslandi þessa dagana. Ég leit oft á stöðuna og trúði henni varla.“ Vanda segir að sigurinn megi skrifa á Frey Alexandersson lands- liðsþjálfara og hans teymi. „Mér fannst stelpurnar spila þennan leik listavel. Þetta var íslenska bar- áttan og taktík og þegar það kemur saman þá gerast góðir hlutir.“ benediktboas@365.is Lokamínúturnar þrjár liðu eins og þrjár vikur Gömlu kvennalandsliðshetjurnar Ásta B. Gunnlaugsdóttir og Vanda Sigurgeirs- dóttir trúðu varla sínum eigin augum þegar þær horfðu á íslenska landsliðið vinna það þýska í gær. Báðar lifðu þær sig inn í leikinn með öskri og hoppum. Ég er stödd á Hofs- ósi, og var hérna líka þegar Ísland vann England á EM karla. Ég held að þetta sé einhver happa staður. Vanda Sigurgeirs- dóttir, landsliðs- hetja Ásta B. Gunn- laugsdóttir, landsliðshetja Dómsmál Færeysk kona á fertugs- aldri hefur verið ákærð fyrir tolla- og vopnalagabrot fyrir að hafa flutt til landsins í búslóðarsendingu loft- skammbyssu og riffil. Skotvopnanna var ekki getið í afgreiðsluskjölum sendingarinnar og ekki sótt um tilskilin leyfi. Þar að auki var konan ekki með gilt skot- vopnaleyfi hér á landi. Lögreglustjórinn á Norðurlandi birti í Lögbirtingablaðinu í gær fyrirkall í málinu þar sem ekki hefur tekist að birta konunni ákæruna. Er þar tekið fram að hún sé með óþekktan dvalarstað í Færeyjum. Konan flutti skotvopnin hingað til lands í október í fyrra og var riffillinn af óþekktri gerð og án allra auðkenna. Málið verður tekið fyrir í Hér- aðsdómi Norðurlands vestra þann 28. nóvember. – hg Flutti inn byssur með búslóðinni Þota þýska flugfélagsins Air Berlin var kyrrsett af starfsmönnum Isavia á Keflavíkurflugvelli á fimmtudagskvöld vegna vanskila. Tveimur snjó- moksturstækjum var þá lagt fyrir framan og aftan flugvélina og flugstjóra hennar afhent tilkynning um kyrrsetninguna. Mynd/Víkurfréttir Barátta og framúrskarandi fótbolti skiluðu sögulegum sigri. nordicphotos/Getty stjórnmál „Við verðum bara að sjá. Við munum leggja áherslu á að fá góða niðurstöðu í kosn- ingunum og þá verður allt auðveldara,“ segir Bjarni Benediktsson, forsætisráð- herra og formaður Sjálfstæðisflokks- ins, um niðurstöður nýs Þjóðarpúls Gallup sem birtar voru í gær. Átta flokkar ná manni á þing sam- kvæmt Þjóðarpúlsinum. Sjálfstæðis- flokkurinn og Vinstri græn eru nánast hnífjöfn með fylgi í kringum 23 pró- sent og fyrirheit um 15 þingmenn hvor. Hin 33 þingsætin dreifast á sex flokka. „Ég er voðalega tregur að fara fram úr mér og reyni að taka einn dag í einu núna,“ segir Bjarni inntur eftir því hvaða möguleika hann telji Sjálf- stæðisflokkinn eiga á stjórnarmyndun miðað við þessa könnun. Þrátt fyrir að fylgi Sjálfstæðisflokks- ins sé tiltölulega lítið í sögulegu sam- hengi segist Bjarni bjartsýnn. „Það er mikill kraftur í Sjálfstæðismönnum og ég er bjartsýnn á síðustu dagana fyrir kosningar.“  Bjarni telur kosningabaráttuna hafa verið að styttast á síðustu árum. „Mér finnst samtalið við kjósendur miklu lausara í reipunum þegar það eru tvær til þrjár vikur til kosninga. Hin eigin- lega kosningabarátta er að fara fram á síðustu tveimur vikunum þegar mál- efnin fara loksins að síast í gegn.“ Samkvæmt könnuninni er Sam- fylkingin þriðji stærsti flokkurinn með 13 prósenta fylgi. Píratar koma þar á eftir og mælast með  11 pró- sent. Fylgi Miðflokksins mælist 9 prósent, Framsóknarflokks ríflega 7 prósent, Viðreisnar næstum 6 pró- sent og Flokks fólksins sömuleiðis. Björt framtíð fær rúmlega 1 prósent og Alþýðufylkingin 0,5 prósent. – aá Átta flokkar inni á þingi Bjarni Benediktsson, formaður sjálf- stæðisflokksins 2 1 . o k t ó b e r 2 0 1 7 l A u G A r D A G u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t A b l A ð i ð 2 1 -1 0 -2 0 1 7 0 4 :2 6 F B 1 1 2 s _ P 1 1 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 9 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 0 7 -4 C 0 4 1 E 0 7 -4 A C 8 1 E 0 7 -4 9 8 C 1 E 0 7 -4 8 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 1 2 s _ 2 0 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.