Fréttablaðið - 21.10.2017, Blaðsíða 8
Reykjavíkurborg býður til sölu byggingarrétt á Starhaga 1 á föstu verði.
Umsókn skal innihalda myndir af húsi, innan og utan, teikningar af flutningshúsi ef til eru,
upplýsingar um stærð grunnflatar, mænishæð, aldur húss og núverandi staðsetningu, auk
byggingarsögu ef til er. Húsið þarf að falla vel að umhverfinu og vera í svipaðri stærð og
nærliggjandi hús í samræmi við ákvæði gildandi deiliskipulags.
www.reykjavik.is/lodir
Lóð fyrir flutningshús
Umsóknarfrestur er til kl. 14:00 miðvikudaginn 1. nóvember 2017
Sjá nánari upplýsingar á vef Reykjavíkurborgar - reykjavik.is/lodir
Starhagi 1 - lóð til sölu
Samfélag Þýsk börn voru send hing-
að til lands í fóstur fyrir um tveimur
áratugum í óþökk íslenskra barna-
verndaryfirvalda. Tilgangurinn var
að brjóta niður allar bjargir þeirra
og aftengja þau vondum félagsskap.
Stöð 2 sagði frá því á fimmtudags-
kvöld að Útlendingastofnun hefur
ákveðið að vísa þýskum brotamanni,
Marcel Wojcik, úr landi. Marcel
hefur búið á Íslandi í rúm 15 ár eða
allt frá því að hann var sendur til
landsins sextán ára gamall í vistun
til fósturforeldra í sveit. Hann hafði
fengið dóm í Þýskalandi og var boðið
að taka út hluta hans í sveit á Íslandi.
Saga Marcels vekur athygli en
Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barna-
verndarstofu, segir það ekki eins-
dæmi að hingað hafi komið börn í
vistun frá Þýskalandi. Fyrir um það
bil 20 árum, fáeinum árum eftir
að Barnaverndarstofa var stofnuð,
hafi þeim borist fréttir af því að
þýskt einkafyrirtæki hefði ráðstafað
börnum í fóstur á nokkur íslensk
sveitaheimili.
„Það verður að ráði að við förum
og könnum þetta. Þetta var tvíþætt.
Annars vegar eru nokkrir starfs-
menn þessa fyrirtækis sem bjuggu
á afskekktum bæ, í Miðfirði minnir
mig, með nokkrum þýskum börnum
og síðan höfðu þeir komið hluta af
þessum börnum í fóstur til bænda á
svæðinu,“ segir Bragi. Barnaverndar-
stofa hafi talið þetta mjög óheppilegt
„Þarna var verið að taka þau út úr
sínu þjóðfélagi, flytja þau í einangrun
upp í sveit á Íslandi þar sem þau voru
eiginlega ósjálfbjarga í harðri náttúru
og töluðu ekki neitt tungumál. Þetta
var byggt á einhvers konar uppeldis-
kenningum um það að brjóta niður
allar bjargir þessara einstaklinga
þannig að þeir gætu ekki manipú-
lerað, gætu ekki strokið og þetta átti
að vera leið til að aftengja þá vondum
félagsskap, munnsöfnuði og öðru
slíku,“ segir Bragi. Barnaverndarstofa
hafi hreinlega viljað banna þessa
starfsemi á Íslandi.
Bragi bendir á að þýska barna-
Þýsk börn send í einangrun til Íslands
Þýskt einkafyrirtæki sendi börn á íslensk fósturheimili til þess að brjóta niður bjargir þeirra. Bragi Guðbrandsson segir íslensk barna-
verndaryfirvöld ekki hafa haft heimild til að banna starfsemina. Ekki var staðið við skilyrði um að flytja börnin aftur til Þýskalands.
er fólgið í því að þeim bar að upp-
lýsa okkur um hvaða börn kæmu
til landsins og hver vandamál
þeirra væru. Í öðru lagi gerðum við
kröfur um að þeir gerðu samninga
við skólastofnanir og tryggðu við-
eigandi kennslu. Í þriðja lagi að það
yrði gerður samningar til að tryggja
þessum börnum viðeigandi heil-
brigðisþjónustu og í fjórða lagi að
þau myndu greiða fyrir öll inngrip
sem þyrfti til af hálfu Íslands. Til
dæmis vistun á neyðarvistun Stuðla
sem þurfti í einhverjum tilfellum.
Þegar þessari dvöl væri lokið ættu
þeir að taka þessi börn til Þýskalands
en ekki skilja þau hér eftir. Síðan
kom í ljós að þeir áttu í basli með að
uppfylla þær kröfur og ákvæði sem
samningurinn kvað á um,“ segir
Bragi. Eftir það hafi starfsemin lagst
af.
Bragi segist hafa talið að öll þessi
þýsku börn hefðu horfið til baka til
Þýskalands og hafði ekki hugmynd
um tilvist Marcels Wojcik. Bragi
þekkir ekki til þess að í dag séu
fyrirtæki að gera svipaða samninga
og þetta þýska fyrirtæki gerði. „Ég
held að það myndi ekki fara fram hjá
okkur í dag.“ jonhakon@frettabladid.is
Þarna var verið að
taka þau út úr sínu
þjóðfélagi, flytja þau í
einangrun upp í sveit á
Íslandi þar sem þau voru
eiginlega ósjálfbjarga í harðri
náttúru og töluðu ekki neitt
tungumál.
Bragi Guðbrands-
son, forstjóri
Barnaverndar-
stofu
Þýskaland
Ísland
verndarkerfið sé allt öðruvísi en hið
íslenska. Þar hafi einkaaðilum verið
falið að taka við börnunum og ann-
ast þau og lítið eftirlit hafi verið með
afdrifum þeirra. „En þar sem þetta
var einkafyrirtæki, þá hafði það sam-
kvæmt reglum EES heimild til þess
að starfa innan EES-svæðisins. Við
höfðum því ekki heimild til þess að
banna þessa starfsemi.“
Forstjórinn segir að Barnaverndar-
stofa hafi getað gert kröfur til þess
að þetta fyrirtæki færi að íslenskum
lögum. „Það næst samkomulag um
ákveðna tilhögun á þessu dæmi. Það
16
ára gamall þýskur
drengur var sendur
hingað til lands í
vistun í sveit.
Forstjóri Barna-
verndarstofu segir
þýska barnaverndar-
kerfið allt öðruvísi en hið
íslenska. Einkaaðilum hafi
þar verið falið að taka við
börnum í vistun.
HeilbrigðiSmál „Ég er mjög ánægð-
ur með að fá enn eina úttektina og
vona að hún skili meiru en allar hinar
úttektirnar sem hafa verið gerðar og
hafa ekki skilað neinu af hálfu Alþing-
is,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fang-
elsismálastofnunar, um stjórnsýslu-
endurskoðun sem Ríkisendurskoðun
vinnur nú að um heilbrigðisþjónustu
fanga.
Ríkisendurskoðun vann skýrslu um
skipulag og úrræði í fangelsismálum
árið 2010, þar sem bent var á að úrbóta
væri þörf. Skýrslunni var fylgt eftir
árin 2013 og 2016. Þrátt fyrir að vel-
ferðarráðuneytið segðist hafa unnið að
úrbótum telur Ríkisendurskoðun lít-
inn sjáanlegan árangur af þeim. Þetta
kemur fram á vef Ríkisendurskoðunar.
Stofnunin hóf forkönnun á heil-
brigðisþjónustu fanga í júní síðast-
liðnum og niðurstöður hennar benda
til að þótt almenn heilbrigðisþjón-
usta virðist viðunandi sé úrbóta þörf
í geðheilbrigðismálum og áfengis- og
vímuefnameðferð. Þá sé almennri
stefnumörkun í heilbrigðismálum
fanga ábótavant. Því hefur Ríkisendur-
skoðun ákveðið að hefja aðalúttekt á
heilbrigðisþjónustu fyrir fanga.
Páll segir engar úrbætur hafa verið
gerðar af hálfu heilbrigðisyfirvalda
frá því að fyrsta úttektin var gerð á
þessum málaflokki fyrir nokkrum
árum. „Það hefur ekkert breyst á
þessum tíma. Það eina sem hefur verið
gert, er að það hefur verið opnað stórt
fangelsi og það er ekki einu sinni búið
að bjóða út heilbrigðisþjónustu fyrir
það,“ segir Páll.
Stefnt er að því að stofnunin
birti opinbera skýrslu til Alþingis með
niðurstöðum úttektarinnar í mars á
næsta ári. – aá
Páll vonar að ný úttekt ýti
við heilbrigðisyfirvöldum
Enginn geðlæknir er á fangelsinu Litla-Hrauni. FréttabLaðið/EyÞór
Flogið var með þýsk börn til Íslands og þau send í vist í Skagafirði og Húnavatnssýslu.
2 1 . o k t ó b e r 2 0 1 7 l a U g a r D a g U r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð
2
1
-1
0
-2
0
1
7
0
4
:2
6
F
B
1
1
2
s
_
P
1
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
1
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
0
7
-8
7
4
4
1
E
0
7
-8
6
0
8
1
E
0
7
-8
4
C
C
1
E
0
7
-8
3
9
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
1
1
2
s
_
2
0
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K