Fréttablaðið - 11.11.2017, Page 110

Fréttablaðið - 11.11.2017, Page 110
TónlisT sinfóníutónleikar HHHHH Verk eftir Rakhmanínoff, Gliere og Þórð Magnússon. Sinfóníu- hljómsveit Íslands lék, Yan Pascal Tortelier stjórnaði. Einleikari: Radek Baborák. Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 9. nóvember Einn var drykkjusvín, annar letingi og fitubolla, sá þriðji tímaskekkja. Þetta ruddalega orðbragð hefur verið viðhaft um þrjú tónskáld sem áttu það sameiginlegt að hafa hætt að semja á besta aldri. Sá fyrsti hvarf ofan í viskíflösku. Annar nennti ekki lengur að semja því hann var orðinn svo ríkur, auk þess sem hann hafði meiri áhuga á mat en tónlist. Sá þriðji vildi bara skapa í gamaldags stíl sem þótti ekki spennandi. Hann var eins og „draugur sem ráfar um í framandi heimi“. Þetta voru Sibelius, Rossini og Rakhmanínoff. Sinfónískir dansar op. 45 eftir þann síðastnefnda voru á dagskránni á tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar Íslands á fimmtudags- kvöldið. Rakhmanínoff fæddist árið 1873 í Rússlandi. Hann var farinn að semja unaðsfagra, síðrómantíska tónlist strax á táningsaldri. Í byltingunni 1917 neyddist hann til að flýja land og flutti til Bandaríkjanna. Þar hafði hann í sig og á með tónleikahaldi, hann var jú einn besti píanóleik- ari sögunnar. Fyrir bragðið hafði hann ekki mikinn tíma til að semja og fann sig auk þess ekki í þeim straumum og stefnum sem þá voru í tísku í fagurtónlist. Hann lagði því tónsmíðar að mestu leyti á hilluna. Seint á ævinni samdi hann þó firna- gott verk, téða Sinfóníska dansa. Þeir einkennast af dásamlegum laglínum, munúðarfullum hljómum og glæsilegri hljómsveitarraddsetn- ingu. Flutningurinn á tónleikunum var sérlega flottur. Raddir mismunandi hljóðfærahópa voru margbrotnar. Samspilið var nákvæmt, hraðar strófur nákvæmar og heildar- hljómurinn breiður. Yan Pascal Tortelier stjórnaði og undir lokin líktust tilburðir hans helst því sem sjá má á hlaupabrettunum í World Class. Það héldu honum engin bönd! Hljómsveitin greinilega hreifst með, og endapunkturinn var svo spennuþrunginn að hann var nánast eins og í geimtrylli á hvíta tjaldinu. Tvær aðrar tónsmíðar voru á dagskránni. Önnur var Námur eftir Þórð Magnússon, sem var frum- flutt fyrir sjö árum síðan. Hún var heillandi, mestan partinn kyrrlát og innhverf, en þó komu fyrir fjör- legri kaflar, kannski aðallega til að brjóta upp hugleiðslukennda stemninguna. Kaflarnir voru reyndar ekki sér- lega vel spilaðir af strengjaleikurum hljómsveitarinnar. Þeir voru fullir af hnökrum. Það kom þó ekki svo mikið að sök, því seinni hluti verks- ins heppnaðist ágætlega. Langir og myrkir hljómar voru einkar seið- andi, ýmiss konar útflúr var afar fallegt og framvindan innblásin og full af andakt. Þetta er músík sem mann langar til að heyra aftur (og þá betur spilaða). Hin tónsmíðin var konsert fyrir horn eftir Reinhold Gliere, sem var samlandi Rakhmanínoffs. Kons- ertinn er í rómantískum anda með þykkum hljómsveitarhljómi í hvívetna, sem vegur upp á móti einföldum, tærum hornleiknum. Einleikari var Radek Baborák, einn fremsti hornleikari heims. Segjast verður eins og er að sjaldan hefur heyrst eins fagur hornleikur hér á landi. Svo til hver einasti tónn var fullkomlega mótaður, hreinn og bjartur. Túlkunin var lifandi og einbeitt, rann áfram án nokkurrar mótstöðu. Endirinn var kröftug tilfinningasprengja, ánægjuleg og grípandi. Þetta var snilld. Jónas Sen niðursTaða: Hljómsveitin lék ekki alltaf nægilega vel, en tónlistin var mögnuð og einleikarinn frábær. Tímaskekkja eða ekki Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is Skáldið Dagur Hjartarson sendi nýverið frá sér ljóðabókina Heilaskurðaðgerðin sem hefur hlotið frábærar viðtökur enda hér á ferðinni heildstæð og ákaflega falleg bók, uppfull af róman- tík, djúpum og fallegum myndum. Dagur segir að hann hafi verið með þessa bók lengi í smíðum eða allt frá árinu 2012 eftir að hann sendi frá sér sína fyrstu ljóðabók það sama ár. „Elstu ljóðin í þessari bók eru frá því sama ári og ég ákvað að vera ekkert að flýta mér, heldur safna vel í þann bunka.“ Það hefur einmitt verið haft á orði að Heilaskurðaðgerðin er línu- legri ljóðabók sem felur í sér heild- stæða sögu. Skyldi Dagur geta tekið undir það? „Já, ég var kominn með mjög mörg ljóð en svo einhvern veginn inni í þeim öllum lá þessi saga og lengi vel var vinnan mín að koma auga á að það voru ljóð í bunkanum sem kölluðu á það að vera saman. Til þess að það gæti gengið þurfti ég að henda öllu öðru út og það gerðist eiginlega pínu óvart. Það var alls ekki þannig að ég hafi sest niður og hugsað að nú ætlaði ég að yrkja ljóð um þetta efni. Það bara gerðist.“ Útsýnispallur yfir lífið Þetta sem Dagur kallar svo eru veik- indi sem ná ákveðnu hámarki í heila- skurðaðgerð en þó er rétt að hafa í huga fyrir lesendur að það er bjartur og rómantískur tónn í bókinni engu að síður. En skyldi Dagur byggja umrætt efni á persónulegri reynslu? „Já, bókin er byggð á persónulegri reynslu. Ég sæki þetta í mitt líf eins og allt sem ég yrki um. Það er auð- vitað ekki algild skoðun en ég er eitt af þeim skáldum sem á erfitt með að yrkja fyrir hönd annarra. Ég er ekki að segja að þetta séu einhver játningaljóð en þannig er þetta bara fyrir mig. Ég fæ svo útrás fyrir að skrifa út frá öðrum í skáldskapnum en í ljóðinu er röddin mín alltaf til staðar.“ Krefur ljóðformið þig um einlægni? „Já, en það þarf ekki að vera í þeim skilningi að það sé sorglegt og alvar- legt. Það getur líka vel verið sniðugt og fyndið. Ljóðið er eins og útsýnispallur yfir líf manns. Það eru auðvitað mörg önnur skáld sem geta gert þetta öðru- vísi og það er vel en fyrir mér þá kemur þetta nálægt einhverri trúarlegri upp- lifun. Slík upplifun hlýtur alltaf að vera einhver sú persónulegasta sem til er.“ Djörfung og gleði Um vinnuferlið segir Dagur að hann sé rómantískur þegar kemur að ljóð- list. „Ég yrki mjög sjaldan án þess að fá innblástur. Ég sest miklu frekar niður og píni mig til þess að skrifa tvö þúsund orð í skáldsagnahandriti því það finnst mér alveg ganga upp. En ef ég ætla mér að klára ljóðahandrit þá veit ég að ég get ekki bara sest niður á morgun heldur þarf einhvern veginn að vökva mig, hita upp og gefa því mjög langa atrennu.“ Með vökvun á Dagur við ljóð ann- arra skálda sem hann sækir mikið í að lesa og sem áhrifavalda nefnir hann fyrstan Sigurð Pálsson. „Hann kenndi mér og mörgum öðrum skáldum sem eru að stíga fram í ritlistinni í Háskól- anum. Sigurður hafði svo mikil áhrif en það var ekki endilega í stíl eða formi heldur í djörfung, áræðni og gleði við ljóðformið. Þetta er það sem Sigurður stóð fyrir og þetta er besta tegundin af innblæstri. Svo má nefna Kristínu Ómarsdóttur, Steinunni Sigurðardóttir og erlend skáld, maður reynir einfaldlega að leita fanga eins víða og maður getur.“ Mótvægi við Netflix Aðspurður um glímuna við tungu- málið og ljóðformið segir Dagur að ljóðið sé einfaldlega drottning tungu- málsins. „Það er það sem heillar mig mest og ég kemst ekkert undan því þó svo ég skrifi líka smásögur og skáldsögur en það er einhver önnur úrvinnsla. Ljóðið er kjarninn sem nær að tjá það sem að vanabundin notkun tungumáls nær ekki utan um. Ef við lítum til að mynda til listgreina á borð við dans, tónlist og myndlist þá eru það fullkomin listform. En við sem fáumst við orð erum föst í einhverju konkret sem þarf alltaf að skilja og vera röklegt fremur en að njóta. En ljóðið er nær þessum fullkomnu list- formum.“ Nú kemur talsvert meira út af ljóðabókum en fyrir örfáum árum og Dagur segist finna vel fyrir þessum vaxandi vinsældum ljóðsins á meðal þjóðarinnar. „Ég gaf út mína fyrstu bók árið 2012 þegar ég var 25 ára en þá var ég eina skáldið svo ég muni að gefa út ljóð en núna eru mjög mörg skáld í yngri kantinum. Það eru mjög áhugaverð skáld að koma fram og mér finnst eins og það sem hefur verið að gerast síðustu fimm árin sé alveg ótrúlegt og það er spurning hvort við séum að ná einhverjum öldutoppi. Auk þess eru eldri höfundar að snúa aftur í ljóðið, Hallgrímur Helgason að gera mjög áhugaverða hluti og svo skáld eins og Kristín Ómarsdóttir á toppi ferilsins og Steinunn Sigurðar- dóttir með frábæra bók á síðasta ári.“ Dagur segir að þetta sé ekki síst merkilegt í ljósi alls þess sem er haldið að okkur í nútímasamfélagi. „Auðvitað vonar maður að það verði eitthvað viðbragð við þessum hraða og klikkun í samfélaginu. Að fólk sæki í eitthvað sem krefst jafnmikillar ein- beitingar og sköpunar og ljóðalestur- inn. Ég vona að fólk sæki í það sem mótvægi við hið passíva neysluform Netflixins sem er ýmist annað hvort hvíld eða dauði.“ Þarf að vökva mig, hita upp og taka langa atrennu Dagur Hjartarson sendi nýverið frá sér ljóðabókina Heilaskurðaðgerðin sem hefur hlotið afar góðar viðtökur. Dagur segir ljóðið vera frábært mótvægi við passívt neysluform Netflixins. Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is Dagur Hjartarson skáld segist sækja yrkisefni Heilaskurðaðgerðarinnar í persónulega reynslu en það geri hann reyndar í öllum sínum ljóðum. Fréttablaðið/aNtoN briNk ÁSTARLJÓÐ ást mín til þín er djúp eins og stígvél þau standa tóm í forstofunni gljáandi af öllu myrkrinu sem við höfum yfirstigið Dagur Hjartarson, Heilaskurðaðgerðin 1 1 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 l a u G a r D a G u r50 m e n n i n G ∙ F r É T T a b l a ð i ð menning 1 1 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :1 5 F B 1 2 8 s _ P 1 1 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 9 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 3 1 -6 1 A 4 1 E 3 1 -6 0 6 8 1 E 3 1 -5 F 2 C 1 E 3 1 -5 D F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 1 2 8 s _ 1 0 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.