Fréttablaðið - 18.11.2017, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 18.11.2017, Blaðsíða 12
Lífsgæði aldraðra Silfurberg Hörpu, þriðjudaginn 21. nóvember 2017 frá kl. 13.00-15.30 80 ára afmælisráðstefna Sjómannadagsráðs Aðgangur ókeypis – allir velkomnir SJ ÓM ANNADAGSRÁÐ 1937 80 ÁRA 2017 60 ÁRA 13.00 Ávarp Hr. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands 13.15 Framlag Sjómannadagsráðs til lífsgæða aldraðra Sigurður Garðarsson, framkvæmdastjóri Sjómannadagsráðs 13.35 Lífsgæði og landgæði á Íslandi að fornu og nýju Einar Kárason, rithöfundur 13.55 Erum við á réttri leið? Hrönn Ljótsdóttir, forstöðumaður Hrafnistu í Garðabæ – Ísafold 14.15 Hressing 14.40 Tónlistaratriði Sigríður Thorlacius og Sigurður Guðmundsson 14.55 Eigum við að ,,setjast í helgan stein”? Ólafur Þór Gunnarsson, lyf- og öldrunarlæknir 15.15 Lífsgæði aldraðra – lokaorð Þórunn Sveinbjörnsdóttir, formaður Landssambands eldri borgara Ráðstefnustjóri: Gísli Einarsson, fjölmiðlamaður Simbabve Forsvarsmenn simbabv­ eska hersins sögðust í gær hafa náð talsverðum árangri í aðgerðum sínum sem miða að því að „uppræta glæpamenn“ sem starfað hafa með Robert Mugabe forseta. Frá þessu greindi Herald, stærsti fjölmiðill landsins, í gær og vísaði í yfirlýsingu frá hernum. Í yfirlýsingunni segir að umrædd­ ir glæpamenn hafi með afbrotum sínum valdið efnahagslegum og samfélagslegum skaða í Simbabve. Þá kemur fram að herinn eigi nú í viðræðum við Mugabe um hvert framhaldið verði. Fyrr í vikunni tók herinn stjórnina í landinu og hneppti Mugabe í stofufangelsi. „Við munum reglulega senda frá okkur tilkynningar til þess að halda almenningi upplýstum um gang mála í landinu. Við biðjum þjóð­ ina um að halda ró sinni á meðan á aðgerðum stendur,“ segir enn fremur. Þess ber að geta að þótt Herald sé í ríkiseigu hefur miðillinn verið harðlega gagnrýndur fyrir einhliða fréttaflutning. Þykir miðillinn hliðhollur ríkisstjórnarflokknum Zanu­PF og hefur áður verið á bandi Mugabe. Mugabe birtist almenningi í gær í fyrsta skipti frá því herinn hneppti hann í stofufangelsi. Hinn 93 ára forseti var viðstaddur útskriftar­ hátíð háskóla nokkurs í útjaðri höfuðborgarinnar Harare. Yfirlýsing hersins þykir bera þess merki að herforingjar vilji telja landsmönnum trú um að ekki stefni í upplausn og glundroða. Í umfjöll­ un Guardian í gær sagði að viður­ vist Mugabe á útskriftarathöfninni sé líkleg til að hafa gagnstæð áhrif. Mugabe hefur ekki enn orðið við kröfu stjórnarandstæðinga sem og herforingja um að segja af sér. Bend­ ir blaðamaður Guardian á að í ljósi þess að Mugabe hafi verið heimilað að sækja útskriftarathöfnina sé lík­ legt að aðgerðir hersins beinist frek­ ar gegn forsetafrúnni Grace Mugabe. Undanfarnar vikur hafa verið stormasamar í Simbabve og hefur Zanu­PF klofnað vegna ágreinings um hver skuli taka við af hinum 93 ára Mugabe. Önnur fylkingin styður Grace Mugabe en hin styður brottrekna varaforsetann Emmer­ son Mnangagwa. Sá var rekinn úr embætti á dögunum, sakaður um ótrygglyndi, og er líklegt að brott­ reksturinn hafi verið kornið sem fyllti mælinn í augum herforingja. Forsetinn hafi með brottrekstrinum lýst beinum stuðningi við eiginkonu sína. Frá því að herinn tók völdin hefur fjöldi meðlima hóps sem kallar sig Generation 40 verið handtekinn. Um er að ræða hóp innan Zanu­PF sem styður Grace Mugabe. Í ljósi þess að Jonathan Moyo, ráðherra framhaldsmenntunar, var ekki við­ staddur útskriftarathöfnina í gær er líklegt að hann sé í haldi hersins. Þrýstingurinn á Mugabe er hins vegar mikill, jafnvel þótt svo kunni að vera að aðgerðir hersins beinist einna helst gegn forsetafrúnni. Chris Mutsvangwa, formaður hinna áhrifamiklu samtaka uppgjafaher­ manna, boðaði til blaðamanna­ fundar í gær. Kallaði hann þar eftir tafarlausri afsögn forseta. „Í dag og á morgun ætlum við að senda Mugabe, konu hans og öllum þeim sem styðja hann skýr skila­ boð. Við sjáum í gegnum ykkur, það er komið að leikslokum,“ sagði Mutsvangwa í gær. Hvatti hann jafnframt alla til þess að mæta í kröfugöngu sem á að fara fram í dag. „Við biðlum til allra Simbabve­ manna um að mæta á morgun í stærstu og fjölmennustu kröfu­ göngu í sögu þjóðarinnar svo við getum lokið því sem herinn hefur hafið.“ thorgnyr@frettabladid.is Herinn fagnar velgengni í Simbabve Mikill árangur hefur náðst í aðgerðum hersins í Simbabve. Þetta segir í ríkisfjölmiðlinum Herald. Herforingjar fagna því að vel gangi að uppræta glæpamenn sem starfað hafa með forseta landsins. Forsetinn birtist almenningi í gær í fyrsta sinn frá því að herinn tók völdin. Mugabe fékk að sækja útskriftarathöfn í gær. Viðræður um framtíð hans standa enn yfir. Nordicphotos/AFp UmhverfiSmál Verslanir, bókasöfn og þjónustufyrirtæki á sunnan­ verðum Vestfjörðum eru farin að bjóða viðskiptavinum sínum upp á taupoka að láni undir vörur sem þeir kaupa. Pokarnir voru saum­ aðir í sjálfboðavinnu og eru gerðir úr gömlum bolum og gardínum. Hugmyndin er að viðskiptavinir verslananna geti tekið poka með sér úr versluninni endurgjaldslaust og skilað aftur og settar hafa verið upp svokallaðar pokastöðvar í versl­ unum á svæðinu. Verkefnið er hluti af alþjóðlegu verkefni sem samtökin Boomerang Bags standa fyrir og gengur út á að minnka plastpokanotkun í heim­ inum. Pokarnir eru því merktir samtökunum og  því hvaðan úr heiminum þeir koma. Hægt er að skila pokum sem fengnir voru að láni víðsvegar í heiminum, en poka­ stöðvar á vegum Boomerang Bags hafa verið settar upp m.a. í Kanada, Mexíkó, Þýskalandi, Frakklandi og Bretlandi. Lauslega er áætlað að þær versl­ anir sem taka þátt í verkefninu á sunnanverðum Vestfjörðum selji um 70.000 plastpoka á ári. Miðað við 500 heimili þá eru það 140 pokar á hvert heimili og vonast er til þess að þetta átak muni minnka þá plastpokanotkun umtalsvert. Það er styrkur hópur sem stend­ ur að þessu verkefni og búið er að útbúa rúmlega 500 poka fyrir svæðið. Sjálfboðaliðarnir hafa hist og saumað síðustu vikur í sam­ komustöðunum Húsinu á Patreks­ firði, Vindheimum á Tálknafirði og Læk á Bíldudal og munu halda því áfram eins og með þarf. – aig Pokastöðvar settar upp á suðurhluta Vestfjarða Viðskiptavinirnir geta fengið poka að láni hér eftir. FréttAblAðið/AroN 70 þúsund plastpoka er áætlað að þær verslanir sem taka þátt í verkefninu á sunnan- verðum Vestfjörðum selji á hverju ári. 1 8 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 l a U G a r D a G U r12 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 1 8 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :3 7 F B 1 2 0 s _ P 1 1 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 1 0 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 4 0 -5 9 2 4 1 E 4 0 -5 7 E 8 1 E 4 0 -5 6 A C 1 E 4 0 -5 5 7 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 2 0 s _ 1 7 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.