Fréttablaðið - 18.11.2017, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 18.11.2017, Blaðsíða 24
Utopia, nýjasta plata Bjarkar Guðmunds-dóttur kemur út 24. nóvember. Beðin um að lýsa nýju plötunni segir Björk: „Þema þessarar plötu er loft.“ Hún segir léttan hljóm einkenna nýju plötuna. „Það eru mikið af flaut- um og fuglahljóðum á henni, bæði frá íslenskum fuglum og fuglum frá Venesúela. Það er ekki mikill bassi eða botn til staðar og ég hef stundum talað um þessa plötu sem skýjaborg og framtíðarland. Það er smá vísinda- skáldsöguelement í henni,“ segir hún brosandi. Platan fjallar um tímamót að sögn Bjarkar, bæði hvað varðar einkalíf hennar og heiminn sem við búum í. Hún tekur umhverfismál sem dæmi. „Það sem virkaði einu sinni virkar ekki lengur og við þurfum að finna nýtt plan. Þá finnst mér við verða að vera með skýra stefnu, við verðum að verða græn. Við þurfum að taka út olíu og bensín og setja sólarorku og vindorku inn í staðinn, núna. Og þegar maður er á svona tímamótum þá þarf maður að ímynda sér eitt- hvað sem er erfitt að ímynda sér. Og Utopia fjallar svolítið um það. Þetta er vísindaskáldsaga sem spyr: „Hvernig væri Ísland ef við myndum öll ganga fyrir sólarorku og vindorku. Og við værum alveg græn.“ Hvernig væri það? Í samanburði við lífið sem við lifum núna þá er þetta bara vísinda- skáldsaga. Platan fyrir mér fjallar bæði um þessi mál en líka um kaflaskil fyrir mig persónulega. Ég fjallaði mikið um skilnað á seinustu plötu en þessi nýja plata er upphaf á nýjum kafla. Þannig að tilfinningalega er tónlistin á plötunni alveg ný. Hún fjallar um að sjá allt í nýju ljósi því maður er komin á nýjan stað. Stundum enda kaflar fyrr en mann langar til og stundum seinna,“ segir hún og brosir. „Maður stjórnar þessu ekki alveg en maður reynir bara á sinn mannlega breyska hátt að læra af því sem fór ekki mjög vel, svo voru kannski aðrir hlutir sem fóru mjög vel,“ útskýrir hún. Pönkið mótaði hana Þegar Björk er spurð út í innihald plötunnar fer hún fljótlega að tala um pólitík og umhverfismál sem eru henni afar hugleikin. Aðspurð hvort henni þyki mikilvægt að koma þýðingarmiklum skilaboðum til skila með tónlist sinni segir hún: „Mér finnst tónlist ekki þurfa að vera bók- staflega pólitísk og um 95% af tónlist sem ég hlusta sjálf á er það ekki. En bara fyrir mitt leyti, sérstaklega eftir að ég verð eldri, þá finnst mér ég þurfa að bera ábyrgð.“ Björk grunar að pönkið hafi haft áhrif á hvernig hún fæst við tónlist. „Ég kem úr pönkinu og stemningin í pönkinu var að maður þurfti að bera ábyrgð á sínu. Skífan var til dæmis ljótu kallarnir þá. Þeir voru að gefa tónlist út án þess að borga tónlistarfólki og voru „commercial“. Við vorum pönkarar og þá var við- horfið að við þyrftum sjálf að gera allt; gera plakötin, dreifa þeim, búa til plötuumslagið heima o.s.frv. Það var enginn annar sem kom og bjargaði okkur. Það er þá kannski ekkert skrítið að ég sé að líta í kringum mig og finnist ég aðeins þurfa að sýna lit og bera ábyrgð,“ útskýrir Björk og tekur femínisma og jafnrétti kynjanna sem dæmi. Erfitt að draga þetta fram í dagsljósið Eins og kunnugt er orðið steig Björk fram í október og greindi á Facebook frá kynferðislegri áreitni Lars von Trier sem hann beitti hana árið 1999 í Danmörku, við gerð myndarinnar Dancer in the Dark. Aðspurð af hverju henni fannst vera kominn tími til að greina frá ofbeldinu, 18 árum eftir að það átti sér stað, segir Björk femínismabylt- Finnst hún þurfa að bera ábyrgð Nýjasta plata Bjarkar Guðmundsdóttur sem kemur út í næstu viku fjallar um tímamót af ýmsu tagi. Á plötunni kemur Björk inn á þau mál sem eru henni hugleikin, svo sem umhverfismál, jafnrétti og femínisma. Hún segir að með nýju plötunnni hafi hún þá fundið til- efni til að opna sig um áreitni sem hún sjálf varð fyrir. mynd/maisiE Cousins inguna sem er að eiga sér stað núna hafa verið meðal þess sem hvatti hana áfram. „Við höfum samfélagsmiðla og við höfum rödd. Við getum breytt hlutunum. En það var kannski blanda af nokkrum hlutum sem fékk mig til að tala um þetta. Ungar tónlistarkonur hafa verið að koma til mín og þeim finnst skrítið að ég sé að láta eins og það sé ekkert mál að vera tónlistar- kona. T.d. eftir að ég fór í viðtal hjá Pitchfork fyrir fjórum árum talaði ég um að kannski væri ein ástæðan fyrir að stelpur fá ekki viðurkenningu sem pródúsentar sú að þær eru aldrei ljósmyndaðar fyrir framan tækin sín. Þú sérð þær aldrei við mixerinn eða tölvuna að klippa takt. Í kjölfarið varð til vefsíða sem spratt upp af þessu sem ég sagði. Þar birtu þúsundir kvenna myndir af sér fyrir framan vinnutólið sitt og settu á vefinn. Einhver fimm- tug hljóðkona frá Bangladess og ein- hver pönkari í Hong Kong, konur á öllum aldri, allar fyrir framan græj- urnar sínar,“ segir hún og hlær. „Þetta varð til þess að ég kveikti á nokkrum perum og hugsaði að ég þyrfti aðeins að sýna lit. Það er rosa- lega erfitt og subbulegt að draga þetta mál fram núna en ég geri þetta fyrir næstu kynslóð stelpna sem eru að vaxa núna, svo þær þurfi síður að lenda í þessu. Við tökurnar á myndinni fyrir 18 árum brást ég rétt við sem tónlistar- kona. Í tvo mánuði mætti ég sam- viskusamlega á hverjum morgni í vinnuna og skilaði öllu mínu. En það var ekki fyrr en þeir fóru að klippa lögin mín án míns leyfis að ég fór í verkfall í einn dag. Ég skildi mjög vel að það þurfti að lengja eða stytta lögin af því að myndin var að breyt- ast en ég vildi fá að gera þetta á minn tónlistarlega hátt. Og það gekk í gegn, eftir að ég mætti ekki til vinnu í einn dag. Eftir það mætti ég í allt stundvís- lega,“ útskýrir Björk sem mótmælti þegar henni fannst brotið á sér sem listamanni. En hún átti erfiðara með að bregðast við kynferðislegu áreitn- inni. „En ég hafði í raun ekki brugðist við sem kona. Því ég þagði yfir hlutunum. Það var enginn hljómgrunnur fyrir þessu, fyrr en núna. Ef við vorum eitt- hvað að kvarta yfir einhverju svona, fyrir tíu eða tuttugu árum, þá hlustaði enginn á okkur. Það var bara okkar vandamál. Og svona kynferðisleg áreitni hefur í raun ekkert með kyn- líf að gera. Þetta snýst um völd. Það er bara verið að brjóta fólk niður svo að það fái ekki að skína,“ útskýrir Björk sem átti erfitt með að ná utan um það sem var að gerast á sínum tíma. Hún var á þessum tíma hrædd um að vera stimpluð sem hysterísk ef hún færi með þetta í fjölmiðla. En þegar #metoo byltingin fór af stað í október á þessu ári fannst henni hún vera komin með hljóm- grunn til að segja frá. „Ég fór að skilja heildarmyndina betur eftir að ég las um Harvey Weinstein málið. Hann refsaði konunum sem gáfu ekki eftir með því að skálda sögur um þær í blöðin. Þetta var einmitt það sem ég lenti í. Það voru ósannar sögur um að ég hefði borðað skyrtu, hrækt á gólfið, mætt illa og einhverjir aðrir farsakenndir hlutir sem ég hef aldrei gert. Þegar tökum lauk flúði ég heim til Íslands í níu mánuði, fór bara í híði og fór ekki í eitt einasta viðtal. Ég vildi bara ekki vera hluti af þessu subbi. En þá byrjuðu þeir að skálda enn þá TilfinninGaleGa er Tón- lisTin á plöTunni alveG ný. Hún fjallar um að sjá allT í nýju ljósi því maður er komin á nýjan sTað. Guðný Hrönn gudnyhronn@365.is 1 8 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 L A U G A r D A G U r24 H e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð 1 8 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :3 7 F B 1 2 0 s _ P 0 9 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 6 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 4 0 -7 B B 4 1 E 4 0 -7 A 7 8 1 E 4 0 -7 9 3 C 1 E 4 0 -7 8 0 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 1 2 0 s _ 1 7 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.