Fréttablaðið - 18.11.2017, Page 40

Fréttablaðið - 18.11.2017, Page 40
keyptum aldrei sprota, bara fræ frá Mógilsá og Tumastöðum og eina móðurplöntu og ræktuðum upp af henni. Vildum bara selja 1. flokks plöntur en settum þær sem voru síðri niður hérna í kringum okkur,“ útskýrir Ríta og býður í bæinn. Perla og Birta fylgja okkur inn. „Við tókum Birtu núna í sumar af fólki sem fór á elliheimilið. Það gat ekki haft hana með sér og bað okkur að taka hana. Við gátum það alveg,“ segir Páll. Mörgum þættu húsakynnin lítil en þar er þó heimili og vinnustofur þeirra hjóna og líka verslun. „Þetta hús var sumarbústaður, alveg nógu stór fyrir okkur og Páll einangraði hann að utan,“ segir Ríta. „Já, þegar við keyptum þennan stað um 1970 var hálfgerð kreppa,“ útskýrir Páll. „Þá vildum við ekki taka lán, keypt- um bara þetta litla hús og byggðum við það. Aurinn sem við fengum fyrir litla bústofninn okkar í Ferju- koti fór í það. Þannig að við vorum alltaf skuldlaus og tímum bara ekk- ert að hrófla við því ástandi.“ Hreindýrshorn velti stóru hlassi Ríta snarast í að laga te og kaffi og skera niður brauð og álegg en Páll sýnir okkur búðina. Ullarskór, úln- liðshlífar og íleppar, skartgripir úr hornum og hrosshári og misstórar tölur úr hornum lamba, hrúta og hreindýra, eru þar í hillum og hanga á veggjum. „Þetta er vetrar- vinnan,“ segir Páll. „Það tekur tíma að búa til lager. Við vinnum oft svona í klukkutíma á morgnana, einn og hálfan. Svo förum við inn að fá okkur kaffi og lesa blöðin. Við gerum ekki meira en við nennum. Erum með verkstæði í útihúsum líka. Við höfum það yfirleitt þannig að það er ég sem saga og grófpússa, svo tekur Ríta við hlutunum við sitt borð. Þar verða hlutirnir fallegir þegar hún er búin að fínpússa þá og pólera, svo gengur hún smekklega frá þeim. Inn á milli spinnur hún kanínuull, við kaupum eitt og eitt kíló af henni.“ Hann sýnir okkur fín- leg hrosshársarmbönd sem hann hefur fléttað.  „Þetta er nýtt,“ segir hann. „Þau seljast alveg geysilega vel þessi. Kraum tók vel á móti þeim.“ Nú kallar Ríta í kaffið og spjallið heldur áfram yfir borðum. Ríta segir vera 25 ár frá því þau hjón hófu að fást við handverkið. „Við byrj- uðum með tölur. Vinkona mín að austan gaf mér eitt lítið hreindýrs- horn. Það var upphafið. Svo vantaði mig meira efni. Þá dró ég landabréfið fram og hringdi í bændur sem ég vissi að bjuggu nærri hreindýraslóðum. Þeir tóku dræmt í að láta mig hafa horn en þegar ég spurði hvort þeir vildu selja okkur þau, kom annað hljóð í strokkinn. Þeir höfðu nefni- lega aldrei fengið krónu fyrir hornin sem margir vildu þó eignast.“ „Ríta bauð strax borgun og nú er aðallega einn maður sem við skipt- um við. En við getum ekki notað hornin af dýrum sem eru skotin því þau eru svo mjúk. Bara þau sem vaxa út og falla af sjálf. Sum þeirra taka lit af mosa og grasi þar sem þau liggja og eru ansi falleg þegar búið er að saga þau niður,“ segir Páll og lýsir því hvernig salan þróaðist. „Við bjuggum til 200 horntölur, voða fínar, bjartar og skínandi og Ríta fór með þær suður. Þær hrukku skammt og færri fengu en vildu. Næst bjugg- um við til 500 og fórum suður með þær, það fór á sama veg. Þá keyptum við bandsög til að saga hornin og gátum sagað allt upp í 500 á dag, en þá er eftir eftir að pússa og bora. Við bjuggum til 2.000 og fórum með þær suður. Svo bjuggum við til 5.000, svo 10.000 og þá vorum við orðin HUNDLEIÐ á tölum.“ „Já, þá fór ég að hugsa um eitt- hvað annað og fór út í hálsmenin,“ segir Ríta. „Það var mjög mikil sala í þeim um tíma og eyrnalokkum í mörg ár. Svo duttu eyrnalokk- arnir alveg niður og hálsmenaæðið minnkaði en nú er hvort tveggja að koma aftur.“ „Með lambahornin var það þann- ig að við fórum fyrst í sláturhúsið að biðja um horn en það var náttúrlega bannað að láta þau,“ lýsir Páll. „Svo talaði ég við dýralækni á Suðurlandi og sláturhússtjórinn og frystihús- stjórinn komu því í kring að hornin voru fyrst sett í frost og svo gátum við fengið þau með því að sjóða þau í sérstöku húsi, það kom ekk- ert annað inn í það gróðurhús. Við létum þau bullsjóða í fjóra klukku- tíma. Það var heldur ekki hægt að hafa það minna því annars hefðum við ekki náð slónni úr. Svo þurfa þau um það bil ár til að þorna og harðna. Svo það tekur allt sinn tíma.“ Páll og Ríta eiga tvö börn sem bæði búa í Borgarnesi. Dóttirin Guðríður Ebba er sjúkranuddari og sonurinn Kristján er með alhliða verkstæði þar sem hann vinnur úr járni, stáli og áli. „Börnin eru skammt undan og barnabörnin fjögur koma oft. Við erum lánsöm með það, þótt við styngjum af frá foreldrum okkar,“ segir Ríta. Upphaflega kveðst Páll hafa verið hér á landi í tvö ár en farið þá út til Danmerkur og dvalið þar í fjögur ár. „Þá fór það svo að ég flutti til Íslands aftur. Ég veit það fyrir víst að það var ekki ég sem stjórnaði því, það var æðri handleiðsla. Þó við Ríta stæð- um ein, því fólkið okkar var ekkert að hjálpa okkur, þá var eitthvað með okkur. Svo áttum við rosalega góða nágranna, bæði á Ferjubakka, í Ferjukoti og á Hvítárvöllum. Allt öndvegisfólk.“ Páll kveðst ekki hafa farið út til Danmerkur í 37 ár en síðustu tíu árin hafi þau hjónin farið árlega í nóvember. „Það er ég sem stend fyrir því,“ segir hann. „Þá er ég boð- inn á veiðar á Vestur- og Suður-Jót- landi og vil ekki sleppa því. Þetta er mest gert til að hitta gamla félaga, okkur finnst stórkostlegt að geta hist og enn farið út að skjóta á sama svæði og þegar við vorum ungir. Við veiðum fasana, rauðref og dádýr. Ég er hittinn og hef ágæta sjón en er ekki orðinn eins fljótur og ég var.“ Þótt þau Páll og Ríta segist stundum sitja við stofuborðið tímunum saman og pakka tölum steinþegjandi sé það ekki af því að þeim komi illa saman. Þau séu samtaka í öllu og ánægð, hafi  lifað af því sem landið hefur gefið þeim og handverkinu. „Ef eitt- hvað lítið var í umslaginu þá bara eyddum við minna. Við höfum þurft peninga en þeir hafa aldrei stjórnað okkur. Höfum unnið langa daga þegar við höfum þurft að klára eitthvað en erum aldrei stressuð,“ segir Páll. Ríta tekur undir það. „Í skóginum okkar höfum við plantað á kvöldin þegar önnur vinna var búin,“ segir hún. „Og vitið þið,“ segir Páll. „Það er aldrei leiðinlegt að planta trjám. Þó við séum þreytt og aum þá vitum við að við förum aftur að planta dag- inn eftir.“ „Hér verða hlutirnir fallegir þegar Ríta er búin að pússsa þá og pólera,“ segir Páll staddur inni í vinnustofu frúarinnar sem er að þræða hornplötu á örfínan þráð sem Páll hefur fléttað úr hrosshári. ↣ Eldmessa Hátíðarmessa kl. 11 og afmælistónleikar kl. 17 sunnudaginn 19. nóvember. Í tilefni af 118 ára afmæli Fríkirkjusafnaðarins sunnudaginn 19. nóvember verður hátíðarmessa kl. 11 og kaffisamsæti í safnaðarheimili á eftir. Tónleikar verða í kirkjunni kl. 17 sem bera yfirskriftina Eldmessa. Verkið er samvinnuverkefni Sönghóps Fríkirkjunnar og Gunnars Gunnarssonar organista við trompetleikarann Arne Hiorth, söngkonuna Maren Eikli Hiorth, djass- píanistann Claudio Vignali og gítarleikarann Daniele Principato. Eldmessa dregur nafn sitt af messu sr. Jóns Steingrímssonar þar sem hann er talinn hafa unnið kraftaverk þegar hraunrennslið stöðvaðist við Systrastapa 20. júlí 1783. FRÍKIRKJAN - FRÍKIRKJUSÖFNUÐURINN - LOGO B3 FRÍKIRKJAN Í REYKJAVÍK FRÍKIRKJAN Í REYKJAVÍK Í FULLUM LITUM / TVÍLITT1 LITUR - GRÁTÓNAR 1 LITUR - STIMPLAR - GYLLING FRÍKIRKJAN Í REYKJAVÍK FRÍKIRKJAN Í REYKJAVÍK 1 8 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 L A U G A r D A G U r40 H e L G i n ∙ F r É T T A b L A ð i ð 1 8 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :3 7 F B 1 2 0 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 8 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 4 0 -C 0 D 4 1 E 4 0 -B F 9 8 1 E 4 0 -B E 5 C 1 E 4 0 -B D 2 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 1 2 0 s _ 1 7 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.