Fréttablaðið - 18.11.2017, Qupperneq 47
Starf við launavinnslu í Kjaradeild
Fjármálaskrifstofa/Kjaradeild
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir
borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.
Kjaradeild sinnir launavinnslu Reykjavíkurborgar og hefur eftirlit með framkvæmd kjarasamninga. Deildin ber ábyrgð á túlkun og gerð
kjarasamninga og fer með fyrirsvar þeirra mála gagnvart viðsemjendum og aðilum vinnumarkaðar. Deildin sinnir auk þess ráðgjöf á sviði
kjarasamninga innan Reykjavíkurborgar og hefur umsjón með og ber ábyrgð á mannauðsupplýsingakerfi borgarinnar og þróun þess. Hjá
Kjaradeild starfa 28 starfsmenn og hefur deildin aðsetur að Borgartúni 12.
Óskað er eftir öflugum starfsmanni til starfa við launavinnslu. Leitað er að einstaklingi sem býr yfir mikilli samskiptahæfni, sýnir frumkvæði
og hefur tileinkað sér sjálfstæð vinnubrögð. Unnið er með mannauðs- og launakerfi SAP og krefst vinnan skipulagshæfni og nákvæmni.
Helstu verkefni:
• Skráning og yfirferð ráðningar- og launagagna
• Eftirlit með rafrænni skráningu
• Eftirlit með réttri framkvæmd kjarasamninga
• Samskipti og leiðbeiningar til stjórnenda vegna launa-
og viðverkerfa
Hæfniskröfur:
• Menntun sem nýtist í starfi
• Reynsla af launavinnslu og þekking á kjarasamningum
• Skipulagshæfni og sjálfstæði í vinnubrögðum
• Greiningarhæfni
• Góðir samskiptahæfileikar
Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Reykjavíkurborgar og viðkomandi stéttarfélags.
Umsækjendur eru vinsamlega beðnir að sækja um starfið á heimasíðu Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/storf
Umsóknarfrestur er til og með 2. desember 2017.
Nánari upplýsingar veita Atli Atlason, deildarstjóri Kjaradeildar í netfangi atli.atlason@reykjavik.is og Þorbjörg Atladóttir í Kjaradeild
í netfangi thorbjorg.atladottir@reykjavik.is
HLJÓÐMAÐUR/VERKEFNASTJÓRI
Í HLJÓMAHÖLL
Hljómahöll auglýsir lausa stöðu hljóðmanns/verkefnastjóra.
Viðkomandi þarf að búa yfir framúrskarandi þjónustulund, vera
mjög sveigjanlegur varðandi vinnutíma, geta haft umsjón með
hljóðvinnslu og verkefnastjórn á viðburðum og helst búa yfir
tæknimenntun af einhverju tagi.
HELSTU VERKEFNI
Um er að ræða starf sem tekur á tæknimálum sem varða allar
hliðar rekstrarins s.s. tónleika- og ráðstefnuhald, fundi, dansleiki,
Rokksafn Íslands og fleira.
HÆFNISKRÖFUR
• Reynsla af hljóðstjórn og tæknimálum á viðburðum
• Góð og yfirgripsmikil þekking á tæknibúnaði
• Mikil tölvukunnátta (Apple, Windows, iOS og Android umhverfi)
• Tæknimenntun t.d. af sviði hljóðstjórnar er kostur
• Reynsla á verkefnastjórn er kostur
• Reynsla af lýsingu á viðburðum er kostur
Umsókninni um starfið þarf að fylgja starfsferilsskrá og
kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og
rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Viðkomandi þarf
að geta hafið störf í janúar 2018 og er um 100% starf að ræða.
Lágmarksaldur umsækjenda er 20 ár.
Áhugasamir geta sótt um starfið á vef Reykjanesbæjar,
www.reykjanesbaer.is. Umsóknarfrestur er til 29. nóvember n.k.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Tómas Young
(tomas@hljomaholl.is), framkvæmdastjóri Hljómahallar.
www.si.is
Við leitum að kraftmiklum og skipulögðum einstaklingi til að sinna ölbreyttum verkefnum á mann-
virkjasviði Samtaka iðnaðarins. Sviðið starfar fyrir ölmörg fyrirtæki en hlutverk viðskiptastjóra er að
vera tengiliður einstakra fyrirtækja og hópa og vinna að framgangi hagsmunamála þeirra.
Hlutverk Samtaka iðnaðarins er að efla íslenskan iðnað með samkeppnishæfni að leiðarljósi, því öflugur
iðnaður leiðir til aukinnar verðmætasköpunar og góðs lífs. Þrjú meginsvið samtakanna eru mannvirki,
framleiðsla og hugverk. Samtök iðnaðarins leggja mesta áherslu á óra meginþætti: menntun, nýsköpun,
innviði og starfsumhverfi, en saman mynda þeir undirstöður öflugs atvinnulífs og skipta því miklu máli
fyrir iðnað á Íslandi og þar með samfélagið allt.
Umsóknarfrestur er til og með 3. desember næstkomandi. Á www.si.is er hægt að senda inn umsókn
sem fylgja þarf starfsferilskrá og kynningarbréf. Farið verður með allar fyrirspurnir og umsóknir sem
trúnaðarmál og þeim svarað.
Nánari upplýsingar um störfin veitir Jóhanna Klara Stefánsdóttir, sviðsstjóri mannvirkjasviðs SI,
sími 824 6130, netfang johanna@si.is.
Í Samtökum iðnaðarins eru 1.400 fyrirtæki og félög sjálfstæðra atvinnurekenda um allt land. Fjölbreytni
einkennir starfsemi samtakanna enda eru fyrirtækin og félögin af ýmsum stærðum og gerðum.
Viðskiptastjóri á sviði
rafiðnaðar og mannvirkjagerðar
Starfssvið
• Tengiliður og viðskiptastjóri fyrirtækja og starfsgreinahópa
SART – Samtaka rafverktaka
• Tengiliður og viðskiptastjóri fyrirtækja og starfsgreinahópa
í mannvirkjagerð
• Þróun og mótun starfsumhverfis fyrirtækja og öðrum
hagsmunamálum
• Samskipti við hagsmunahópa og opinbera aðila
Menntun og hæfni
• Menntun sem nýtist í starfi
• Reynsla af verkefnastjórnun
• Brennandi áhugi á málefnum rafiðnaðar
og mannvirkjagerðar
• Frumkvæði, sjálfstæði og lausnamiðað viðhorf
• Jákvæðni og færni í mannlegum samskiptum
• Geta til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku og ensku
Atvinnuauglýsingar job.visir.isSölufulltrúar Hrannar Helgason, hrannar@365.is 512 5441
Viðar Ingi Pétursson, vip@365.is 512 5426
1
8
-1
1
-2
0
1
7
0
4
:3
7
F
B
1
2
0
s
_
P
0
7
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
7
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
E
4
0
-8
A
8
4
1
E
4
0
-8
9
4
8
1
E
4
0
-8
8
0
C
1
E
4
0
-8
6
D
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
1
2
0
s
_
1
7
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K