Fréttablaðið - 18.11.2017, Side 58

Fréttablaðið - 18.11.2017, Side 58
Brimborg er í hópi stærstu og mest vaxandi bílaumboða landsins þar sem fást nýir og notaðir bílar frá Ford, Volvo, Mazda, Citroën og Peugeot auk Volvo vörubíla, vinnuvéla, hópferðabíla og bátavéla. Brimborg rekur verkstæði fyrir bíla og tæki og kappkostar að veita þar framúrskarandi þjónustu. Bílaleiga er hluti af þjónustuframboði Brimborgar þar sem hægt er að leigja bíla til styttri eða lengri tíma. Vegna aukinna umsvifa og stækkunar á fólksbifreiðaverkstæði okkar leitum við að metnaðarfullum bifvélavirkja til að starfa við okkar heimsþekktu vörumerki Mazda, Citroën og Peugeot. Sæktu um á brimborg.is fyrir 26. nóvember næstkomandi. Sæktu um spennandi starf hjá framsæknu fyrirtæki sem leggur metnað í framúrskarandi starfsanda, góða vinnu- og starfsmannaaðstöðu. Við erum að Bíldshöfða 8 og vinnutími er frá kl. 8.00-17.15 og föstudaga 8.00-16.15. bifvélavirki óskast Bifvélavirkjar B8 Við stækkum 167x170 20171114.indd 1 15/11/2017 14:53 Staða skrifstofustjóra grunnskólahluta fagskrifstofu Skóla- og frístundasvið Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar auglýsir stöðu skrifstofustjóra grunnskólahluta fagskrifstofu. Skrifstofustjóri hefur forystu í fagmálum grunnskóla, þróun starfshátta og skólastarfs í samræmi við lög og reglugerðir, mennta- stefnu Reykjavíkurborgar og aðrar stefnur borgarinnar sem varða grunnskóla. Skrifstofustjóri stýrir grunnskólahluta fagskrifstofu sviðsins, er næsti yfirmaður skólastjóra grunnskóla Reykjavíkur og er í framkvæmdastjórn sviðsins. Skóla- og frístundasvið veitir börnum og fjölskyldum í borginni heildstæða þjónustu og annast m.a. rekstur 36 grunnskóla, 62 leikskóla og 5 frístundamiðstöðva. Umsókn fylgi ítarleg starfsferilsskrá, leyfisbréf grunnskólakennara og kynningarbréf þar sem fram kemur rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið og framtíðarsýn varðandi menntamál og mikilvægustu umbætur í grunnskólamálum í borginni. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til og með 4. desember 2017. Laun eru samkvæmt ákvörðun kjaranefndar Reykjavíkurborgar. Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is/storf Nánari upplýsingar um starfið veita Helgi Grímsson, sviðsstjóri og Ragnheiður E. Stefánsdóttir, mannauðsstjóri, sími 411-1111. Netföng: helgi.grimsson@reykjavik.is / ragnheidur.e.stefansdottir@reykjavik.is Helstu verkefni skrifstofustjóra: • Fagleg forysta í skólastarfi í grunnskólum, frumkvæði að þróun þess og innleiðingu nýrra hugmynda og úrræða. • Skipulagning og stýring á starfsemi grunnskólahluta fagskrif- stofu og faglegt samstarf við skrifstofustjóra leikskóla- og frístundamála. • Þátttaka í stefnumótun í skóla- og frístundamálum í samvinnu við skóla- og frístundaráð ásamt framkvæmd og eftirfylgni með ákvörðunum ráðsins, borgarráðs og borgarstjórnar sem snúa að grunnskólamálum. • Ráðgjöf og stuðningur við skólastjórnendur. • Eftirlit með grunnskólastarfi og eftirfylgni umbóta. • Þátttaka í starfs- og fjárhagsáætlunargerð sviðsins. • Samstarf við skólaþjónustu þjónustumiðstöðva Reykjavíkur- borgar. • Samstarf við opinbera aðila í skóla- og frístundamálum innan lands og utan. Menntunar- og hæfniskröfur: • Leyfi til að nota starfsheitið grunnskólakennari. • Farsæl stjórnunarreynsla í grunnskóla og reynsla af því að leiða breytingar. • Framhaldsmenntun sem nýtist í starfi. • Þekking og reynsla af opinberri stjórnsýslu. • Leiðtogahæfileikar, frumkvæði, þrautseigja og metnaður til að ná árangri í starfi. • Áhugi á framsækinni menntun. • Framúrskarandi hæfni í mannlegum samskiptum. • Hæfni til að tjá sig í ræðu og riti á íslensku, ensku og kunnátta í norrænu máli er kostur. Lager – útkeyrsla. Við leitum að röskum og ábyggilegum starfsmanni til starfa á lager og við útkeyrslu á vörum til viðskiptavina. Í starfinu felst m.a. móttaka og dreifing á vörum, samantekt pantana og afhending þeirra. Jafnframt umhirða og eftirlit með vörubirgðum, húsnæði og tækjum. Lyftarapróf er nauðsynlegt. Meirapróf æskilegt. Umsóknir sendist á póstfang ispapp@ispapp.is Dýralæknir með áherslu á bakteríufræði Laust er til umsóknar starf dýralæknis á Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum. Dýralæknir sem ráðinn verður í starfið mun starfa á sýkla- deild og vinna að verkefnum Keldna varðandi greiningar á dýrasjúkdómum, uppbyggingu og þróun grunn- og þjónustuverkefna, viðbragðsáætlunum vegna smitsjúk- dóma og verkefnum þeim tengdum. Tilraunastöðin starfar m.a. sem innlend tilvísunarrannsóknastofa fyrir Campylo- bacter og sýklalyfjanæmi og tekur starfið á deildinni mið af því. Starfssvið • Yfirumsjón með daglegri starfsemi sýkladeildar Tilrauna- stöðvarinnar, þ.m.t. • bakteríurannsóknir • rannsóknir á sýklalyfjanæmi • framleiðsla á bóluefni gegn sauðfjársjúkdómum af völdum baktería • Rannsóknir og þjónusta í þágu heilbrigðiseftirlits, sjúkdómsgreininga og sjúkdómsvarna fyrir búfé og önnur dýr, í samstarfi við Matvælastofnun og starfandi dýralækna • Þróun og endurbætur á greiningaraðferðum • Ráðgjöf innan fræðasviða Tilraunastöðvarinnar • Innlend- og alþjóðleg samvinna • Leiðbeining nema í námsverkefnum Gerðar eru eftirfarandi menntunar- og hæfniskröfur: • Embættispróf í dýralækningum • Þekking og reynsla á sviði sjúkdómsgreininga og bakteríufræða • Æskilegt er að umsækjandi hafi unnið við rannsókna- verkefni og komið að stjórnun þeirra • Samstarfshæfni, frumkvæði og klínísk reynsla eru ákjósanlegir kostir Nánari upplýsingar veita Vala Friðriksdóttir deildarstjóri bakteríu- sníkjudýra- og meinafræðideildar Tilrauna- stöðvar HÍ í meinafræði að Keldum ( sími 585-5100, netfang: valaf@hi.is) og Sigurður Ingvarsson forstöðu- maður Tilraunastöðvarinnar (sími 585-5100, netfang: siguring@hi.is). Umsóknir skulu sendast framkvæmdastjóra Keldna (netfang keldurstarf@hi.is) fyrir 30.11.2017. Með umsókn skal fylgja ítarleg ferilsskrá ásamt upplýsingum um umsagnaraðila. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningum stéttarfélaga opinberra starfsmanna við fjármálaráðuneytið. Við ráðningu í störf við Tilraunastöðina er tekið mið af jafnréttisstefnu Keldna. Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum er háskóla- stofnun með margþætta starfsemi. Stofnunin sinnir grunn- og þjónusturannsóknum á sviði dýrasjúkdóma. Tilraunastöðin sinnir einnig þjónustu vegna heilbrigðiseftirlits í dýrum og eftirlits með búvöruframleiðslu. Upplýsingar um starfsemi Keldna er að finna á www.keldur.is. 12 ATVINNUAUGLÝSINGAR 1 8 . N óV e m b e R 2 0 1 7 L AU G A R DAG U R 1 8 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :3 7 F B 1 2 0 s _ P 0 7 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 4 0 -B 2 0 4 1 E 4 0 -B 0 C 8 1 E 4 0 -A F 8 C 1 E 4 0 -A E 5 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 1 2 0 s _ 1 7 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.