Fréttablaðið - 18.11.2017, Page 59

Fréttablaðið - 18.11.2017, Page 59
Laust er til umsóknar fullt starf forstöðumanns fjármálasviðs við Háskólann á Akureyri. Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf þann 1. febrúar 2018. Starfsstöðin er á háskólasvæðinu á Akureyri. Forstöðumaður fjármálasviðs Umsóknir og fylgigögn skal senda rafrænt á skrifstofu rektors Háskólans á Akureyri á netfangið starfsumsokn@ unak.is. Ekki er notað staðlað umsóknareyðublað. Meðferð umsókna, mat á hæfi umsækjenda og ráðning í starfið er í samræmi við ákvæði laga um opinbera háskóla nr. 85/2008 og reglur nr. 387/2009 fyrir Háskólann á Akureyri. Ófullnægjandi umsóknir eru ekki teknar til greina. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin. Umsókn getur gilt í sex mánuði eftir að umsóknarfresti lýkur. Háskólinn á Akureyri áskilur sér rétt til að hafna öllum umsóknum. Laun eru samkvæmt kjarasamningi Félags háskólakennara á Akureyri og fjármálaráðherra. Nánari upplýsingar um starfið gefa Eyjólfur Guðmundsson rektor, rektor@unak.is, og Ólafur Halldórsson framkvæmdastjóri, olafurh@unak.is. Umsóknarfrestur er til og með 18. desember 2017 Háskólinn á Akureyri stuðlar að jafnrétti kynjanna og hvetur konur jafnt sem karla til að sækja um laus störf. Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólapróf á meistarastigi, með áherslu á stjórnun og fjármál, eða samsvarandi sem nýtist í starfi er skilyrði. • Reynsla af stjórnun og stjórnunarhæfni. • Þekking og reynsla af áætlanagerð, kostnaðargreiningu og kostnaðareftirliti. • Frumkvæði og forystuhæfni. • Skipulögð og vönduð vinnubrögð, frjó hugsun, jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum. • Þekking á starfsemi háskóla er æskileg. • Þekking á íslensku stjórnkerfi og opinberri stjórnsýslu er æskileg. • Góð færni í íslensku og ensku er nauðsynleg og færni í einu skandinavísku tungumáli er æskileg. • Góð tölvu- og tækniþekking. Þekking á bókhaldskerfi ríkisins er kostur. Umsókn skal fylgja: • Greinargott yfirlit yfir náms- og starfsferil. • Staðfest afrit af viðeigandi prófskírteinum. • Kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og lagður fram rökstuðningur fyrir hæfni umsækjanda í starfið. • Tilnefna skal a.m.k. tvo meðmælendur og er æskilegt að annar þeirra sé næsti yfirmaður í núverandi eða fyrra starfi umsækjanda. www.unak.is/lausstorf fjá rm ál as vi ðs Fo rs tö ðu m að ur Embætti stjórnanda nýrrar gæða- og eftirlitsstofnunar Velferðarráðuneytið auglýsir laust til umsóknar embætti stjórnanda gæða- og eftirlitsstofnunar sem mun fyrst um sinn veita þjónustu á sviði félagsþjónustu og sinna afmörkuðu eftirliti á sviði barnaverndar, en áætlað er að þjónusta á sviði barnaverndar bætist við á síðari stigum. Embættið heyrir undir félags- og jafnréttismálaráðherra. Markmið stofnunarinnar eru að auka gæði og öryggi í félagsþjónustu og styrkja stjórnsýslu málaflokksins. Um nýja stofnun er að ræða og mun starfsemi hennar taka mið af endurskoðun laga á þeim málasviðum sem undir stofnunina heyra. Um er að ræða spennandi og krefjandi starf við upp- byggingu nýrrar stofnunar. Leitað er að áhugasömum og drífandi leiðtoga sem er tilbúinn að takast á við mótun starfseminnar og innleiðingu nýrra verkefna. Gæða- og eftirlitsstofnun félagsþjónustu verður sérstök ráðuneytisstofnun sem hluti af velferðarráðuneytinu. Stofnunin er sett á fót á grundvelli 17. gr. laga um Stjórnarráð Íslands nr. 115/2011. Ráðherra skipar stofnuninni stjórnanda til fimm ára í senn og er stefnt að því að hann hefji störf sem fyrst á árinu 2018. Stjórnandi stýrir stofnuninni í samræmi við lög um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins nr. 70/1996 undir yfirstjórn ráðuneytisstjóra og starfar samkvæmt fyrirmælum laga, reglugerða og erindisbréfs sem ráðuneytisstjóri setur honum. Stjórnandinn skal hafa menntun, þekkingu og reynslu sem nýtist á starfssviði stofnunarinnar og við stjórnun hennar og rekstur. Stjórnandi ber ábyrgð á rekstri stofnunarinnar og að starfsemi hennar sé í samræmi við lög og stjórnvalds- fyrirmæli. Hann fer einnig með starfsmannamál stofnunarinnar samkvæmt erindisbréfi. Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólamenntun sem nýtist í starfi. • Leiðtogahæfileikar, framsýni og áhugi á eftirlits- og gæðamálum. • Þrautseigja, metnaður og vilji til að ná árangri. • Jákvæðni og lipurð í mannlegum samskiptum. • Frumkvæði, sjálfstæði í vinnubrögðum og skipulags- hæfni. • Þekking á eftirlits- og gæðamálum og reynsla af innleiðingu er æskileg. • Þekking og reynsla af félagsþjónustu og opinberri stjórnsýslu æskileg. • Stjórnunarreynsla er kostur. • Gott vald á íslensku og færni til að tjá sig í ræðu og riti. • Góð kunnátta í ensku er skilyrði og kunnátta í Norður landamáli æskileg. Sérstök þriggja manna hæfnisnefnd mun meta hæfni umsækjenda og skila greinargerð til félags- og jafnrétt- ismálaráðherra. Nefndin starfar samkvæmt reglum nr. 393/2012 um ráðgefandi nefndir er meta hæfni umsækjenda um embætti við Stjórnarráð Íslands. Um embættið gilda lög nr. 115/2011 um Stjórnarráð Íslands og lög nr. 70/1996 um réttindi og skyldur ríkisstarfs- manna. Laun ákvarðast samkvæmt gildandi kjara- samningi fjármála- og efnahagsráðherra og viðkomandi stéttarfélags. Upplýsingar um starfið veitir Ellý Alda Þorsteinsdóttir skrifstofustjóri í síma 545 8100. Ráðuneytið hvetur karla jafnt sem konur til að sækja um embættið. Umsóknir ásamt kynningarbréfi, ferilskrá og upplýsing- um um starfsheiti skulu berast velferðarráðuneytinu, Skógarhlíð 6, 105 Reykjavík, eða í tölvupósti á póst- fangið postur@vel.is eigi síðar en 4. desember 2017. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um skipun í embættið liggur fyrir. Nánari upplýsingar um gæða- og eftirlitsstofnunina má finna á eftirfarandi vefslóð https://www.stjornarradid.is/ raduneyti/velferdarraduneytid/. Velferðarráðuneytinu, 18 nóvember 2017. BYGG býður þér til starfa Hjólagrafa Vantar SNILLING á 2017 árgerð af VOLVO EW160E hjólagröfu. Upplýsingar veitir Guðjón S:617-3000 gudjon@bygg.is Mótasmiðir Framtíðarstörf á Reykjanesi fyrir vana mótasmiði. Allt mælingavinna, launakjör HÁ Upplýsingar veitir Páll S:693-7316 pallth@bygg.is BYGG byggir á 32 ára reynslu á íslenskum byggingamarkaði. Byggingarfélag Gylfa og Gunnars hf. (BYGG) hefur á undanförnum árum byggt yfir 3.000 glæsilegar íbúðir á almennum markaði. Fyrirtækið hefur einnig byggt íbúðir fyrir Félag eldri borgara og húsnæðisnefndir í Reykjavík og Kópavogi. Hjá fyrirtækinu starfa nú um 200 manns og er meðalstarfsaldur hár. Hjá fyrirtækinu er öflugt starfsmannafélag. Traust atvinna í boði. 1 8 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :3 7 F B 1 2 0 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 4 0 -A 3 3 4 1 E 4 0 -A 1 F 8 1 E 4 0 -A 0 B C 1 E 4 0 -9 F 8 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 1 2 0 s _ 1 7 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.