Fréttablaðið - 18.11.2017, Page 102

Fréttablaðið - 18.11.2017, Page 102
Það er í mér sterk Þörf fyrir að rannsaka og greina. Þörf fyrir að skilja Það sem ég er að gera. Nature Collection Jólagjöfin í ár? arc-tic Retro ÚRIN Fyrir DÖMUR og HERRA VERÐ FRÁ: 29.900,- Eftir að ég lauk námi frá málaradeildinni í Myndlista- og handíða-skóla Íslands árið 1988 þá fór ég og tók eitt viðbótarár í fjöltækni- deildinni af því að mér fannst að það vantaði eitthvað og ég hef aldrei séð eftir því,“ segir Guðrún Einars- dóttir myndlistarkona. Síðastliðinn fimmtudag opnaði Guðrún sýningu í Gallerí Gróttu á Seltjarnarnesi undir yfirskriftinni Málverk en þar sýnir hún ný verk sem bera vel höfundareinkenni Guðrúnar, ríka efniskennd og áþreifanlegt yfirborð fullt af smáatriðum. Guðrún segir að þetta fimmta ár í myndlistarnámi innan fjöltæknideildar hafi gefið henni annan fókus en málaradeildin sem hafi þó líka reynst henni vel. „Það var líka innan fjöltæknideild- arinnar að áhuginn á efninu sjálfu kviknaði og ég er því þakklát fyrir að hafa látið af þessu verða.“ Guðrún sem hefur alla tíð unnið með málverkið sem sinn miðil bendir á að það sé í raun ekki með hefðbundinni nálgun. „Ég vinn ekki hefðbundið málverk vegna þess að ég nálgast þetta með öðrum hætti. Næstu sex ár eftir útskrift vann ég til að mynda alfarið einlit verk, ýmist svört eða hvít, landslagverk. Með þessu var ég að fókusera á efnið og skoða virkni þess. Með því að nota einvörðungu svart eða hvítt þá verður ljósið jafnframt mjög mikil- vægur þáttur í hverju verki fyrir sig. Á þessum tíma fannst mér gaman að vinna með málverkið vegna þess að ég var í senn að skoða það og mögu- leika þess. Þó svo ég lifði í þúsund ár þá entist mér aldrei tíminn til þess að skoða málverkið og möguleika þess til fulls.“ Guðrún segir að eftir þetta sex ára tímabil hafi hún svo hægt og rólega byrjað að taka liti inn í verk sín að nýju. „Þá fór ég að taka inn einn og einn lit en það skipti mig miklu máli að hann hefði skýran og ákveðinn tilgang. Undanfarin ár, held að það hafi verið eftir hrun þegar maður hafði nógan tíma, þá fór ég enn þá lengra og byrjaði að skoða hvert efni fyrir sig. Það er í mér sterk þörf fyrir að rannsaka og greina. Þörf fyrir að skilja það sem ég er að gera. Þá fór ég að gera svokallað efnislandslag. Málverk þar sem ég er að skoða virkni efnisins og möguleika og ég er í raun í þessu ferli núna þar sem blöndurnar skapa yfirborðið þó svo það gerist auðvitað ekki af sjálfu sér. Þetta er hægunnið í þessu ferli og ég þarf að vera þolinmóð. Bæði er það vinnslan sjálf og þornunin sem taka sinn tíma. Ég vinn þetta í törnum og þegar ég er búin með ferlið þá tekur þornunartíminn við og það tekur upp undir ár – hefur reyndar tekið þrjú ár.“ Guðrún segist sækja sér innblást- ur í náttúruna og til þess geri hún talsvert af því að taka ljósmyndir en það er til skoðunar og innblást- urs. „Náttúran okkar og víðernin eru auðvitað einstök. Ég fór til að mynda í tvær hálendisgöngur inn á Kárahnjúka áður en svæðinu var sökkt og tók fullt af ljósmyndum og þarna er fjársjóðurinn. Þetta er það besta sem er hægt að komast í, þetta ósnerta land.“ Þó svo ég lifði í þúsund ár þá entist mér aldrei tíminn guðrún einarsdóttir myndlistarkona opnaði nýverið sýningu í gallerí gróttu á seltjarnarnesi.  guðrún er þekkt fyrir sérstök og spennandi efnistök við málverkið sem hún hefur fengist við allan sinn feril. Guðrún Einarsdóttir myndlistarkona á sýningu sinni Málverk í Gallerí Gróttu. Mynd/Kristín Arnþórsdóttir Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is 1 8 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 L A U G A r D A G U r62 m e n n i n G ∙ F r É T T A b L A ð i ð 1 8 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :3 7 F B 1 2 0 s _ P 1 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 9 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 0 s _ P 0 3 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 4 0 -4 F 4 4 1 E 4 0 -4 E 0 8 1 E 4 0 -4 C C C 1 E 4 0 -4 B 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 1 2 0 s _ 1 7 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.