Fréttablaðið - 17.11.2017, Page 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —2 7 1 . t ö l u b l a ð 1 7 . á r g a n g u r F ö s t u d a g u r 1 7 . n ó v e M b e r 2 0 1 7
FrÍtt
Fréttablaðið í dag
sKOðun Verður framtíðinni
slegið á frest? spyr Þorsteinn
Víglundsson. 18
spOrt Breytingar á körfubolt-
anum hjálpa landsbyggðinni. 24
lÍFið Jóhanna Gísladóttir,
sóknarprestur í Langholts-
kirkju, er reglulega beðin um
aðstoð vegna reimleika. 42
plús 2 sérblöð l FólK
l KOnur Í Ferðaþjónustu
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015
Það leynir sér ekki að vel fer á með þeim Bjarna Benediktssyni og Katrínu Jakobsdóttur þrátt fyrir að þau séu í forystu fyrir flokka sem staðsettir eru sinn hvorum megin á hinu pólitíska
litrófi. Þau tvö funduðu ásamt Sigurði Inga Jóhannssyni í Ráðherrabústaðnum í gær, um málefnin og verkaskiptingu flokkanna í þeirri stjórn sem er í fæðingu. Fréttablaðið/Eyþór
viðsKipti Öryggisfyrirtækið 115
Security sætir nú rannsókn af hálfu
skattrannsóknarstjóra vegna gruns
um aðild að meintum skattsvikum
undirverktaka fyrirtækisins á árun-
um 2011 til 2014.
Um er að ræða samninga sem
fyrirtækið hafði gert við undirverk-
takana um mönnun öryggisgæslu
upp á allt að 700 milljónir króna.
115 Security er eitt af fjórum dóttur-
félögum Öryggismiðstöðvarinnar,
en er rekið sem sjálfstætt fyrirtæki.
Framkvæmdastjóri 115 Security
segir fyrirtækið hafa verið dregið
inn í rannsóknina að ósekju.
Samkvæmt heimildum Frétta-
blaðsins leikur grunur á að um
hafi verið að ræða svarta starfsemi
og svokallaða gerviverktöku, þar
sem starf launamanns er gert að
verktakastarfi, og að rúmlega
400 milljónum króna hafi verið
stungið undan skatti.
Er meðal annars til rannsóknar
hvort öryggisfyrirtækið hafi átt
þátt í meintum skattsvikum, en
undirverktakarnir, sem eru níu
talsins, eru allir komnir í gjaldþrot
og hafa hætt starfsemi.
Friðrik Sverrisson, framkvæmda-
stjóri 115 Security, segir það af og frá
að fyrirtækið hafi átt nokkurn þátt í
meintum svikum og furðar sig á því
að það sé dregið inn í rannsóknina –
enda hafi það ávallt staðið í skilum.
Verktakasamningum hafi sömuleið-
is verið rift um leið og fyrirtækinu
hafi verið gert viðvart um hugsanleg
skattsvik.
„Þetta er mjög skrítið mál og for-
dæmalaust með öllu. Það er verið að
rannsaka skattskil hjá undirverk-
tökum fyrirtækisins, og verið að
blanda okkur inn í málið algjörlega
að ósekju. Þeirra skattskil eru okkar
félagi algjörlega óviðkomandi, en
þegar við fengum ábendingu um
að skattskil þessara undirverktaka
væru í ólestri þá hættum við strax
viðskiptum við þá,“ segir Friðrik.
Aðspurður segir Friðrik rann-
sókn hafa hafist árið 2014 en hann
viti ekki hve langt hún er komin.
Bryndís Kristjánsdóttir skattrann-
sóknarstjóri vildi ekki tjá sig um
málið þegar eftir því var leitað, en
að rannsókn lokinni mun embættið
meta hvort tilefni sé til að senda
málið áfram til héraðssaksóknara,
sem getur svo gefið út ákæru.
Móðurfélag 115 Security, Örygg-
ismiðstöð Íslands, var sett í sölu-
ferli í lok apríl. Hætt var við
söluna um þremur mánuðum
síðar þegar eigendurnir fengu
ekki þau tilboð sem þeir vonuðust
eftir – rúmlega þrjá milljarða króna.
sunnakaren@frettabladid.is
Grunur um stórfelld
undanskot frá skatti
Dótturfyrirtæki Öryggismiðstöðvarinnar sætir rannsókn vegna gruns um skatt-
svik undirverktaka sinna. Grunur leikur á að 400 milljónum hafi verið stungið
undan. Framkvæmdastjórinn segir fyrirtækinu blandað í málið að ósekju.
GJAFA
KORT
BORGAR
LEIKHÚSSINS
GJÖF SEM
LIFNAR VIÐ
568 8000 • BORGARLEIKHUS.IS
Ferðaþjónusta Tekjur Hallgríms-
kirkju af seldum ferðum upp í
útsýnispall kirkjuturnsins námu
238 milljónum króna á síðasta ári.
Það er tekjuaukning um ríflega 77
milljónir króna á milli ára. Fram-
kvæmdastjóri Hallgrímskirkju segir
það fjölgun ferðamanna að þakka.
Hallgrímssókn skilaði 81 milljón í
tekjuafgang á síðasta ári.
Ríkisendurskoðun birti á þriðju-
dag yfirlit úr ársreikningum sókna
fyrir árið 2016. Þar má sjá að
heildar tekjur Hallgrímssóknar
námu 334,7 milljónum króna á síð-
asta ári, þar af voru 33,6 milljónir í
sóknargjöld frá ríkinu, 29 milljónir
í önnur framlög og styrki en mest
munar um liðinn „aðrar tekjur“ sem
námu rúmum 272 milljónum króna,
samanborið við 195 milljónir árið
2015. – smj / sjá síðu 2
Tekjur jukust
um tugi milljóna
700
milljóna króna samningar
voru gerðir við undirverk-
taka.
stjórnMál Rætt er um lækkun
neðra tekjuskattsþreps einstaklinga
og hækkun á fjármagnstekjuskatti
í stjórnarmyndunarviðræðum for-
manna VG, Sjálfstæðisflokksins og
Framsóknarflokksins.
Formenn flokkanna, þau Katrín
Jakobsdóttir, Bjarni Benediktsson
og Sigurður Ingi Jóhannsson, hittust
í Ráðherrabústaðnum í Tjarnargötu
í gær til að halda áfram viðræðum
sínum. – aá / sjá síðu 8
Ræða lækkun á
neðra þrepi
1
7
-1
1
-2
0
1
7
0
4
:4
9
F
B
0
7
2
s
_
P
0
7
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
E
3
D
-F
1
3
0
1
E
3
D
-E
F
F
4
1
E
3
D
-E
E
B
8
1
E
3
D
-E
D
7
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
7
2
s
_
1
6
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K