Fréttablaðið - 17.11.2017, Síða 6
Á myndina
vantar mömmu
Útrýmum ótímabærum hjarta- og æðaáföllum
907 1502
2.000 KR
907 1505
5.000 KR
907 1508
8.000 KR
Söfnunarþáur í opinni dagskrá
á Stöð 2, 17. nóvember kl. 19.25
Samfélag „Enginn ætti að þurfa að
sofa úti í frosti,“ segir Hjördís Diljá
Bech. Í vikunni varð hún vitni að
því, þrjú kvöld í röð, að karlmaður
lagðist til svefns á bekk við Austurbæ
í Reykjavík. Hún segir manninn hafa
litið snyrtilega út og ekki verið til
vandræða.
„Hann vantaði augljóslega næt
urstað. Og þessi tiltekni bekkur
varð fyrir valinu.“ Hjördís undrast
aðgerðarleysið en það var ekki fyrr
en maðurinn var sofnaður á bekkn
um, þriðju nóttina í röð, að lögreglan
hafði afskipti af honum. „Ég geri ráð
fyrir því að lögreglan hafi fundið
úrræði fyrir manninn þar sem ég hef
ekki séð hann aftur.“ Hjördís birti
mynd af manninum á samfélags
miðlum sem vakti mikla athygli.
Þór Gíslason, forstöðumaður Gisti
skýlisins við Lindargötu, bendir á að
í Gistiskýlinu sé pláss fyrir 25 ein
staklinga. Ekki var fullt í Gisti skýlinu
í vikunni. Þór segir það þó ekki koma
sér sérstaklega á óvart ef maðurinn
hefur kosið að leita ekki þangað.
„Gistiskýlið er ekki notalegt athvarf
sem hentar hverjum sem er. Hérna er
fyrst og fremst fólk í neyslu. Fólk sem
er ekki í neyslu á enga samleið með
þeim hópi. Það skortir neyðarúrræði
fyrir fjölbreyttari hóp. Þá vantar lang
tíma úrræði fyrir heimilislausa.“
Ilmur Kristjánsdóttir, formaður
velferðarráðs Reykjavíkurborgar,
segir engan eiga að þurfa að sofa
undir berum himni í borginni. „Við
erum með gistiskýlið. En ég veit vel
að fólk sem er ekki í neyslu vill ekki
vera þar. Gistiskýlið er þó okkar
neyðarúrræði.“ Ilmur undrast að
maðurinn hafi sofið úti og bendir
á að þegar starfsfólk Gistiskýlisins
fái ábendingar um fólk sem sofi
utandyra fari það, oftar en ekki, og
athugi með viðkomandi. „Vanda
mál fólks eru auðvitað af ýmsum
toga. Við erum með mikið af lang
tíma úrræðum fyrir utangarðsfólk.
Þá erum við búin að tvöfalda áætlun
um að fjölga félagslegu húsnæði á
þessu ári. Vonandi horfum við fram
á betri tíma.“ – kc
Hreiðraði um sig í svefnpoka fyrir framan Austurbæ
StjórnSýSla „Landhelgisgæslu
Íslands hefur borist tilkynning frá
Advanced Marine Services Ltd. um
að á næstu dögum hefjist fram
kvæmdir við skipsflakið Minden,“
segir í svari Landhelgisgæslunnar
til Fréttablaðsins.
Umhverfisstofnun veitti í gær lög
manni breska félagsins Advanced
Marine Services sjö daga frest til að
færa rök fyrir því hvers vegna stofn
unin eigi ekki að veita Fréttablaðinu
aðgang að upplýsingum um hvenær
félagið hyggst ná verðmætum úr
flutningaskipinu Minden.
Er spurst var fyrir hjá Umhverfis
stofnun kom í ljós að umboðs
maður AMS sendi stofnuninni bréf
9. nóvem ber um upphaf aðgerða. Er
þar krafist að bréfið sé undanskilið
upplýsingarétti upplýsingalaga.
Umhverfisstofnun veitti í októ
ber AMS starfsleyfi til að rjúfa gat
á Minden og gildir leyfið til 1. maí
á næsta ári. Þar sem AMS bar að til
kynna með sjö daga fyrirvara um
leiðangur sinn gæti aðgerðin hafa
byrjað strax í gær og þar með verið
lokið áður en Umhverfisstofnun
næði að taka ákvörðun um aðgang
að fyrrnefndu skjali. Engin svör fást
frá umboðsmanni AMS hérlendis.
„Já, samkvæmt ákvæði starfs
leyfis sem gerir ráð fyrir tilkynn
ingu að minnsta kosti viku fyrir
er ljóst – þar sem við höfum þá
skyldu að veita þeim sjö daga and
mælafrest – að framkvæmdinni
gæti verið lokið áður en við náum
að taka ákvörðun,“ svarar Kristín
Linda Árnadóttir, forstöðumaður
Umhverfisstofnunar.
„Það kemur fram í bréfinu hve
nær þeir ætla að fara en bréfið sjálft
í heild sinni telja þeir vera undan
þegið upplýsingaskyldu og þar með
getum við auðvitað ekki tjáð okkur
um efni þess eins og sakir standa,“
útskýrir forstjórinn.
Fram hefur komið að AMS telur
að í skáp í Minden leynist gull. Gætu
þar verið gríðarleg auðævi. Þjóð
verjar sökktu þessu flutningaskipi
sínu sjálfir í september 1939 til að
forða því undan Bretum. Flakið
liggur á yfir 2,2 kílómetra dýpi um
120 sjómílur undan strönd Íslands.
Kristín Linda segir AMS skylt
að gefa Umhverfisstofnun skýrslu
og upplýsingar, meðal annars um
magn og gerð þeirra hluta sem
teknir verða úr Minden.
„Og að sjálfsögðu verðum við í
samstarfi við Landhelgisgæsluna
sem verður með skipið í vöktun á
framkvæmdatíma,“ segir forstjór
inn.
„Að svo stöddu áformar Land
helgisgæslan ekki sérstakan við
búnað, umfram þann sem kveðið
er á um í starfsleyfi Umhverfisstofn
unar frá því í október,“ segir Sveinn
H. Guðmarsson, upplýsingafulltrúi
Landhelgisgæslunnar.
Frá því var greint í Fréttablað
inu 5. október að þýska skipa
félagið HapagLloyd AG hafði sent
Umhverfisstofnun bréf og lýst sig
eiganda að flaki Minden og öllu sem
í því kann að vera. gar@frettabladid.is
Aðgerð gullleitarfélags
að hefjast við Minden
Advanced Marine Services er nú að hefjast handa við að ná gulli úr flaki þýska
skipsins Minden. AMS hindraði að Umhverfisstofnun veiti Fréttablaðinu aðgang
að bréfi um málið. Landhelgisgæslan staðfestir hins vegar upphaf aðgerða.
SkipulagSmál Hæstiréttur hafnaði
í gær kröfum Reykjavíkurborgar um
að afrétti Seltjarnarneshrepps til
forna, tæpum 8.000 hekturum, verði
skipað innan staðarmarka borgar
innar. Samkvæmt dómi réttarins er
þjóðlendan því innan staðarmarka
Kópavogs.
Sveitarfélög á höfuðborgarsvæð
inu hafa um áratugaskeið deilt um
lögsögu á landsvæðinu en innan
þess eru meðal annars Bláfjöll, Sand
skeið og Vífilfell.
Guðjón Ármannsson, lögmaður
Kópavogs í málinu, bendir á að með
dómi Hæstaréttar þurfi Reykjavíkur
borg nú að sjá á eftir 3.000 hekturum
af landsvæði sem hingað til hafi
verið inni á aðalskipulagi borgar
innar. Skipulagsvald færist samhliða
yfir til Kópavogsbæjar. Þar að auki
muni Suðvesturkjördæmi stækka.
– hg
Reykjavík missir 3.000 hektara
Hin meinta fjársjóðskista í Minden var mynduð úr fjarstýrðum kafbát í apríl á þessu ári.
Þilfar
Meint
fjársjóðskista
Lokað
rými
Myndin sem gekk á samfélagsmiðlunum vakti mikla athygli þeirra sem áttu
leið fram hjá Austurbæ í gær. Ekki er vitað hvers vegna maðurinn svaf úti.
Framkvæmd gæti
verið lokið áður en
við náum að taka ákvörðun.
Kristín Linda
Árnadóttir,
forstöðumaður
Umhverfis
stofnunar
Sveitarfélög á höfuð-
borgarsvæðinu hafa um
áratugaskeið deilt um
lögsögu á landsvæðinu, sem
nær yfir Bláfjöll, Sandskeið
og Vífilfell.
1 7 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 f Ö S t u D a g u r6 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð
1
7
-1
1
-2
0
1
7
0
4
:4
9
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
3
E
-1
D
A
0
1
E
3
E
-1
C
6
4
1
E
3
E
-1
B
2
8
1
E
3
E
-1
9
E
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
B
F
B
0
7
2
s
_
1
6
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K