Fréttablaðið - 17.11.2017, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 17.11.2017, Blaðsíða 28
Ragnheiður Tryggvadóttir heida@365.is Þetta er mín fyrsta eigin lína í rúmlega tíu ár. Nú stíla ég inn á konur sem eru aðeins mýkri í vexti og hanna flíkur í stærðunum 40 til 50. Ég hef tekið eftir því að úrvalið er ekki mikið í fínni fatnaði í þessum númerum þó nokkur merki séu að gera góða hluti í hversdagsfatnaði fyrir konur. Ég hef lengi horft á þetta gat á markaðnum. Nú fannst mér ég vera tilbúin í þetta,“ segir Selma Ragnarsdóttir, klæðskeri og kjólameistari, en hún blæs til tískusýningar í Oddsson á morgun klukkan 18. „Mín reynsla er sú að líkamar kvenna eru svo misjafnir að það er varla hægt að setja alla í staðlaðar stærðir. Línur hverrar og einnar eiga að fá að njóta sín og ég segi að allar línur séu fallegar og allar konur geta verið sexí ef þær eru rétt klæddar. Auðvitað er þetta meira krefj- andi en að hanna á manneskju með beinar línur. Þetta er ákveðin skúlptúrvinna en mitt fag er að sér- sauma á fólk í alls konar stærðum. Ég starfaði lengi við framleiðslu á fatnaði hjá Nikita, Cintamani og Allar línur eru fallegar Selma Ragnarsdóttir, klæðskeri og kjólameistari, blæs til sýningar í Oddsson á morgun. Hún sýnir sína fyrstu fatalínu í áratug, spariföt í stærri stærðum. Selma hannar undir merkinu ZELMA. Nýja línan kallast Z-shapes. Ágústa Þóra Jónsdóttir. Ágústa Þóra Jónsdóttir, prjóna- hönnuður og stofnandi Gústu ehf., hönnunar- og prjónafyrirtækis, flytur erindi í húsnæði Heimilis- iðnaðarfélagsins, Nethyl 2e, í kvöld klukkan 20. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Ágústa fjallar um það ferli að stofna nýtt fyrirtæki á Íslandi og hvernig hægt er að þróa vöru og koma á markað án þess að byggja eigin verksmiðjur eða framleiðslu- tæki. Hún er mikil áhugamann- eskja um umhverfismál og kemur inn á ábyrgð fyrirtækja á markaði varðandi efnisval og umhverfið og áskoranir neytenda og framleiðenda í fyrirlestri sínum. Ágústa átti sér þann draum að búa til íslenskt garn sem er mýkra en venjulegt lopaband. Árið 2015 fékk hún tækifæri til þess að þróa þessa hugmynd og gera hana að veruleika. Hún stofnaði fyrirtækið Gústa ehf. í byrjun ársins 2016 og fyrsta varan, Mosi mjúkull, sem er blanda af íslenskri ull og alpakkaull frá Perú, kom á markað í október 2016. Fyrirlestur prjónahönnuðar fyrir þó nokkra íslenska hönnuði en er að þreifa fyrir mér á öðrum nótum með þessari fyrstu línu sem ég kalla Z-shapes og hanna ég undir merkinu ZELMA. Vonandi er þetta byrjun á einhverju stærra. Ég finn að konur eru spenntar fyrir þessu,“ segir Selma. „Ég geri sérstaka stíla sem ég sýni á morgun en gef kost á því að útfæra sérstaklega eftir óskum. Eins og er er ég ekki að fara að fjöldaframleiða og er að vinna með Slow fashion, umhverfisvæna nálgun og vinn allt hér á Íslandi. Ég vil halda í persónuleika hverrar og einnar konu sem kaupir flíkina.“ Sýningin á morgun verður á af- slöppuðum og kósí nótum að sögn Selmu. „Margrét Eir og Börkur Rafn verða með tónlistaratriði og þá hef ég fengið til liðs við mig afar skemmtilega flóru af módelum, þekktar konur og flotta karakt- era þó ég nefni engin nöfn. Þetta verður skemmtilegur viðburður, ekki hefðbundin tískusýning á palli eða flugeldasýning. Þarna eiga konur að hafa gaman og njóta kvöldsins. Karlar eru auðvitað vel- komnir líka til að kaupa eitthvað fallegt á konurnar sínar. Það eru allir velkomnir kl. 18 á laugar- daginn í Oddsson.“ UMI HOTEL | 861 Hvolsvelli | +354 518 4001 | info@umihotel.is | umihotel.is | - - - Tripadvisor UMI HOTEL Pantanir sendist á info@umihotel.is eða í síma 518 4001 UMI HÓTEL er nýtt og stórglæsilegt hótel við rætur Eyjafjallajökuls. Frá hótelinu er tilvalið að skoða margar af náttúruperlum suðurlands og eiga svo góða kvöldstund á UMI HÓTEL. JÓLAMATSEÐILL Frá 10. nóvember bjóðum við upp á ljúffengan fimm rétta jólamatseðil. 9.800 kr. á mann JÓLADVÖL Á UMI Fimm rétta jólamatseðill fyrir tvo með gistingu í tveggja manna herbergi og morgunverðahlaðborði. 39.600 kr. 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 7 . N Óv E M B E R 2 0 1 7 F Ö S T U DAG U R 1 7 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :4 9 F B 0 7 2 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 3 E -4 F 0 0 1 E 3 E -4 D C 4 1 E 3 E -4 C 8 8 1 E 3 E -4 B 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 7 2 s _ 1 6 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.