Fréttablaðið - 17.11.2017, Qupperneq 30
Það er stórt skref
að takast á við
óttann við að fara fram af
brúninni. Það er eitthvað
sem gerist þegar fæturnir
sleppa jörðinni.
Starri Freyr
Jónsson
starri@365.is
Sumarið 2012 var Alda Björk Óskarsdóttir stödd á Seyðisfirði þar sem hún sá til svif
vængjaflugkappa sem svifu yfir
bænum og lentu loks í honum
miðjum. „Þá var námskeið í gangi
og ég vissi um leið að þetta væri
eitthvað sem ég yrði að prófa.
Tíminn leið en loks lét ég af því
verða og sótti námskeið vorið 2016
hjá Fisfélagi Reykjavíkur. Ég flýg
helst á sumrin í öruggum aðstæðum
og alltaf með reyndara flugfólki
þannig að ég telst í hópi þeirra sem
eru minnst „extreme“ í sportinu.“
Það er margt sem heillar við svif
vængjaflugið að sögn Öldu Bjarkar.
„Það er stórt skref að takast á við
óttann við að fara fram af brúninni.
Það er eitthvað sem gerist þegar
fæturnir sleppa jörðinni. Síðan
verður tilfinningin að fljúga svo
raunveruleg og náttúran fær svo fal
legt sjónarhorn. Það er t.d. geggjað
að fljúga yfir Reynisfjall við Vík í
Mýrdal og horfa niður í Reynis
fjöruna og yfir svæðið.“
Hópurinn í kringum svifvængja
flugið er einnig mjög fjölbreyttur
að hennar sögn enda eru meðlimir
hans langt yfir meðallagi skemmti
legir. „Svo má einnig nefna einn
kost við íþróttina sem er að hún er
hugarsport en ekki kraftasport og
því hægt að stunda fram eftir öllum
aldri.“
Námskeið nauðsynleg
Fisfélag Reykjavíkur heldur nám
skeið hvert ár sem byrja yfirleitt í
maí. „Ég mæli með þeim fyrir þá
sem vilja fljúga sjálfir. Þar er farið
yfir ýmislegt sem gefur fólki þá
þekkingu og viðeigandi æfingu sem
er nauðsynleg til fljúga á ábyrgan
og öruggan hátt. Fyrir hin sem
langar að prófa en eru tvístígandi
má prófa svokallað tandem flug
hjá sérhæfðum fyrirtækjum en þá
stýrir annar meðan farþeginn nýtur
útsýnisins.“
Í upphafi þarf engan sérstakan
búnað annan en þann sem flestir
eiga heima segir Alda Björk, t.d.
gönguskó, hjálm, hlý föt og þægi
lega fingravettlinga. „Hægt er að
fá lánaðan væng á námskeiðinu
en þá mæli ég með að skrá sig fyrr
en seinna þannig að hægt sé að
finna væng sem hentar stærð og
þyngd nemanda. Fyrir þá sem eru
staðráðnir í að fljúga er bæði hægt
að kaupa notaðan búnað og nýjan
og eru nokkrir aðilar innan svif
vængjasamfélagsins sem eru með
umboð og selja vængi á sanngjörnu
verði.“
Hún segir svifvængjaflugið á
Íslandi vera að mestu leyti sumar
sport. „Þó taka þeir allra hörðustu
smá flug á veturna. Erfiðleikarnir
við vetrarflug koma til af nokkrum
þáttum, vindurinn er oft of sterkur,
það er kalt og fyrir þá sem stunda
langflug er ekki uppstreymi af heitu
lofti sem er nauðsynlegt fyrir þann
ig flug.“
Eigum góða flugmenn
Til að viðhalda og bæta flughæfni
sína er því nauðsynlegt að fljúga í
útlöndum segir Alda Björk. „Bæði
er það gert til að ná lengra flugi
og æfa flug í sterku uppstreymi en
ekki síður til að fara á öryggisnám
skeið þar sem æfð eru viðbrögð við
öllu því sem getur farið úrskeiðis í
öruggum aðstæðum.“
Íslendingar eiga nokkra mjög
góða flugmenn að sögn Öldu
Bjarkar. „Þar ber helst að nefna
Hans Kristján Guðmundsson sem
er gífurlega öflugur flugmaður og
keppti í heimsmeistarakeppni í
svifvængjaflugi í sumar. Þar keppti
líka Týr Goldsmith sem á íslenska
móður en faðir hans, Bruce Gold
smith, er fyrrverandi heimsmeistari
og framleiddi meðal annars
vænginn sem ég flýg á. Svo eru
margir sem eru að keppa á mótum
í Evrópu eins og Ágústa Ýr Sveins
dóttir sem er líklega að öðrum
konum ólöstuðum fremsta konan á
Íslandi í keppnisflugi.“
Þótt hún taki því rólega í vetur er
stefnan samt sem áður sett á gott
flugsumar árið 2018. „Helstu plönin
þennan veturinn eru að fylgjast með
ævintýrum annarra og sjá hvernig
þeim gengur í keppnum. Næsta
sumar ætla ég að fljúga eins mikið
og veður leyfir á sem fjölbreyttustu
stöðum og koma mér út í flug og
námskeið í framhaldi af því.“
Tilfinningin svo raunveruleg
Svifvængjaflugkappar sjá landið og fallega náttúru þess frá öðru sjónarhorni. Alda Björk Óskars-
dóttir sótti námskeið vorið 2016 og ætlar að vera dugleg að prófa fjölbreytta staði næsta sumar.
Svifið vestur af Reynisfjalli og horft ofan í Reynisfjöru. Þráinn Sigurðsson er í forgunni en Alda Björk er í bakgrunni. MYND/PATRYCJA PATI MAKOWSKA
Alda Björk Óskarsdóttir.
MYND/ANTON BRINK
JÓLABLAÐ FRÉTTABLAÐSINS
Stóra jólablaðið frá Fréttablaðinu kemur út
þriðjudaginn 28. nóvember.
Áhugasamir auglýsendur hafið samband við
auglýsingadeild sérblaða í síma 512 5402
Blaðið er stútfullt af allskonar skemmtilegu efni tengdu jólunum.
6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 7 . N Óv E M B E R 2 0 1 7 F Ö S T U DAG U R
1
7
-1
1
-2
0
1
7
0
4
:4
9
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
3
E
-4
A
1
0
1
E
3
E
-4
8
D
4
1
E
3
E
-4
7
9
8
1
E
3
E
-4
6
5
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
7
2
s
_
1
6
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K