Fréttablaðið - 17.11.2017, Page 32
Útgefandi: 365 miðlar Veffang: Visir.isÁbyrgðarmaður: Svanur Valgeirsson Sölumaður auglýsinga: Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@365.is, s. 512 5429
Ferðamenn koma til Íslands allan ársins hring og hefur heimsóknum að vetri til fjölgað umtalsvert. MYND/ANTON BRINK
Þegar Helga er spurð fyrir hvað Samtök ferðaþjónustunnar, SAF, standa, svarar hún:
„Meginverkefni samtakanna
er að gæta sameiginlegra hags-
muna félagsmanna sinna, sem
eru fyrirtæki í ferðaþjónustu á
Íslandi. Markmiðið með stofnun
SAF er að ferðaþjónustan tali einni
röddu gagnvart stjórnvöldum, fjöl-
miðlum og öðrum sem ferðaþjón-
ustufyrirtæki skipta við. Stefna SAF
í hinum ýmsum málum er unnin
á vegum stjórnar og nefnda, en
innan samtakanna starfa sjö fag-
nefndir.
SAF hefur áhrif
Starf Helgu og þeirra sem starfa
hjá SAF felst fyrst og fremst í því að
vinna að því að fyrirtæki í ferða-
þjónustu búi við starfsskilyrði
sem gera þau samkeppnishæf á
alþjóðamarkaði og að heilbrigð
samkeppni sé tryggð. „Samstarf
og samtal við stjórnvöld, stofn-
anir og aðra hagaðila spilar stórt
hlutverk. SAF er umsagnaraðili
um lagafrumvörp og reglugerðar-
tillögur og eiga samtökin fulltrúa
í fjölmörgum nefndum, stjórnum
og ráðum bæði á vegum opinberra
aðila og annarra. Á þann hátt hafa
samtökin áhrif á starfsumhverfi
fyrirtækjanna,“ útskýrir Helga sem
tók við af Ernu Hauksdóttur sem
gegnt hafði starfinu í þrjátíu ár.
Forveri SAF var SVG (Sam-
tök veitinga- og gististaða) sem
Erna stýrði áður. Á undan henni
var Hólmfríður Árnadóttir
framkvæmdastjóri SVG, en hún
var fyrsti fastráðni starfsmaður
samtakanna. Það má því segja að
konur hafi stýrt samtökum ferða-
þjónustufyrirtækja frá upphafi.
Konur í valdastöðum
Helga segir að það séu öflugar
konur í ferðaþjónustu rétt eins og
á öðrum stöðum í atvinnulífinu.
„Það er ekki síður áhugavert að
konur skipa allar helstu stöður
innan stjórnkerfisins og samtaka
sem tengjast ferðaþjónustunni.
Framhald af forsíðu ➛
Það er t.a.m. kona starfandi ráð-
herra ferðamála, ferðamálastjóri,
stjórnarformaður ferðamálaráðs,
klasastjóri ferðaklasans, yfirmaður
ferðaþjónustunnar hjá Íslands-
stofu, yfirmenn á flestum markaðs-
stofum landshlutanna og svo ég
framkvæmdastjóri SAF.
Starfið mitt er í raun síbreyti-
legt frá degi til dags. Í grunninn
eru verkefnin svipuð frá einum
tíma til annars en þeim hefur eðli-
lega fjölgað mikið í hröðum vexti
greinarinnar síðustu misseri. Um
leið og tækifærin eru sannarlega til
staðar eru áskoranirnar margar og
ólíkar og viðfangsefnin því marg-
þætt,“ segir hún.
Sameiginlegt átak
Helga segist ánægð með mjög
margt í ferðaþjónustunni. Fag-
mennska og gæði innan greinar-
innar hafi aukist. Fyrirtækin hafa
fjárfest mikið í innviðum til að
bregðast við fjölgun ferðamanna
sem hefur skipt sköpum. „Samstarf
greinarinnar við stjórnvöld hefur
verið gott að mörgu leyti en þau
þurfa hins vegar að vera tilbúin
að taka ábyrgð á greininni í mun
meiri mæli. Það er ekki sjálfsagt
að ferðamenn komi til landsins og
skilji eftir sig gjaldeyri sem skiptir
sköpum fyrir íslenskt þjóðarbú.
Stjórnvöld verða að tryggja sam-
keppnishæf rekstrarskilyrði,
heildarsýn og síðast en ekki síst
að láta verkin tala. Það þarf að
fjárfesta í ferðaþjónustunni til að
tryggja þau tækifæri sem í henni
felast til langrar framtíðar.
Með sameiginlegu markaðsátaki
stjórnvalda og greinarinnar hefur
góður árangur náðst í ferða-
þjónustu að vetri. Árstíðasveiflan
hefur minnkað mikið, sér í lagi
á suðvesturhorninu. Enn er þó
mikið verk óunnið, til dæmis hvað
varðar þau svæði sem hvað fjærst
eru höfuðborgarsvæðinu. Áhersla
á álagsstýringu þarf einnig að
aukast. Ég á hér við álagsstýringu
milli árstíða, milli landsvæða sem
og innan þeirra,“ segir Helga og
bætir við að stjórnvöld þurfi að
sýna stórhug og metnað varðandi
uppbyggingu á ferðamanna-
stöðum. „Taka stórar ákvarðanir til
að undirbyggja lífsgæði okkar til
langs tíma. Uppbygging á ferða-
mannastöðum í eigu ríkisins er
hluti af þeirri innviðauppbygg-
ingu sem verður að eiga sér stað.
Þannig er sjálfbærni staðanna
tryggð til komandi kynslóða sem
og upplifun gesta okkar. Gleymum
því ekki að rúmlega 80% af þeim
ferðamönnum sem sækja okkur
heim vilja njóta okkar einstöku
náttúru. Í náttúrunni felast gífurleg
verðmæti sem okkur ber að varð-
veita fyrir komandi kynslóðir á
sama tíma og við nýtum hana
okkur til hagsældar með sjálf-
bærum hætti.
Jákvæðni og elja
Ég hef þær væntingar að á næstu
árum verði búið að búa svo um
hnútana að sjálfbærni greinarinnar
sé tryggð til langrar framtíðar,
hvort sem horft sé til efnahags-
legrar sjálfbærni, náttúrulegrar eða
félagslegrar. Það er að mínu mati
lykillinn að því að geta nýtt þau
gífurlegu tækifæri sem í greininni
felast fyrir íslenskt þjóðarbú.
Samkeppnishæfur áfangastaður
sem jafnframt er gott að búa í er
leiðarstefið.“
Þegar Helga er spurð hvað sé
skemmtilegast við starfið, svarar
hún: „Þetta er bara almennt mjög
skemmtilegt starf, fjölbreytt og
krefjandi sem byggir á samskiptum
við öflugt fólk á öllum sviðum.
Krafturinn í þeim sem starfa í
greininni er gríðarlegur og maður
getur ekki annað en smitast af
jákvæðninni og eljunni sem ein-
kennir þessa aðila við oft mjög
krefjandi og erfiðar aðstæður.“
Sérðu þig í þessu starfi næstu þrjá-
tíu árin?
„Væntanlega verð ég löngu
komin á eftirlaun eftir þrjátíu ár,
eins furðulegt og það nú hljómar,
og farin í auknum mæli að ferðast
um landið og njóta þeirrar inn-
viðauppbyggingar sem átt hefur
sér stað á þeim tíma.“
Helga segir að það sé áhugavert að konur skipa allar helstu stöður innan
stjórnkerfisins og samtaka sem tengjast ferðaþjónustunni.
Elín
Albertsdóttir
elin@365.is
VERÐ FRÁ 299.900 KR.
Verð á mann m.v. 2 fullorðna.
Beint flug með Icelandair.
NÁNAR Á UU.IS
3.–10. FEBRÚAR
KÚBA
HAVANA & VARADERO
2 KYNNINGARBLAÐ 1 7 . N óV e M B e R 2 0 1 7 F Ö S T U DAG U RKONuR Í FeRÐAþJóNuSTu
1
7
-1
1
-2
0
1
7
0
4
:4
9
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
3
E
-3
6
5
0
1
E
3
E
-3
5
1
4
1
E
3
E
-3
3
D
8
1
E
3
E
-3
2
9
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
0
7
2
s
_
1
6
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K