Fréttablaðið - 17.11.2017, Síða 34
Starri Freyr
Jónsson
starri@365.is
4 KYNNINGARBLAÐ 1 7 . N óv e m B e R 2 0 1 7 F Ö S T U DAG U RKoNuR í feRÐAþjóNustu
Íslenski ferðaklasinn var stofn-aður í mars 2015 og er fyrirtækja-drifinn samstarfsvettvangur ólíkra
aðila sem eiga það sameiginlegt að
vilja efla og þróa ferðaþjónustu til
lengri tíma að sögn Ástu Kristínar
Sigurjónsdóttur, framkvæmdastjóra
Íslenska ferðaklasans. Hún segir
aðila klasans koma úr breiðri virðis-
keðju ferðaþjónustunnar sem sé í
eðli sínu flókin og sérlega fjölbreytt
atvinnugrein í örum vexti. „Það voru
því ákveðin tímamót og nýsköpun
í verki þegar stofnaðilar klasans
ákváðu að þessi vettvangur skyldi
verða til fyrir nokkrum árum en það
var þessum aðilum mikið keppi-
kefli að klasinn yrði verkefnamiðað
hreyfiafl þar sem aðilar gætu unnið
saman að uppbyggingu greinar-
innar. Samkeppnishæfni fyrirtækja
í ferðaþjónustu skiptir öllu máli og
því mikilvægt að þau verkefni sem
Íslenski ferðaklasinn velur að vinna
að endurspegli og styðji fyrirtæki í
því að efla samkeppnishæfni sína
og auka verðmætasköpun í sínum
rekstri.“
Helsta hlutverk Íslenska
ferðaklasans er því aukin sam-
keppnishæfni og verðmætasköpun
ferðaþjónustufyrirtækja til lengri
tíma segir hún. „Til að uppfylla
það hlutverk er unnið að vel skil-
greindum markmiðum sem snúa
að nýsköpun, auknum gæðum,
innviðauppbyggingu og hæfni fyrir-
tækja til að takast á við síbreytilegt
landslag í rekstri.“
Deila þekkingu
Hún segir klasaaðila hittast reglu-
lega til að ræða ýmis málefni í
ferðaþjónustunni og deila þannig
þekkingu og reynslu sem er eitt af
því allra mikilvægasta við samstarfið.
„Þannig koma ólíkir aðilar með
mismunandi sjónarhorn og þekk-
ingu að borðinu. Fyrir vikið verða til
verkefni og umræður sem hreyfa oft
á tíðum hraðar við málum og geta
einnig verið lausnamiðaðri en þegar
líkir aðilar með sömu reynslu og
þekkingu koma saman. Þverfagleg
vinna ólíkra aðila skilar sér í flestum
tilfellum þannig að 1+1 verður 3 og í
því felst styrkur klasans.“
Í ferðaþjónustunni eru heilmargir
hagsmunaaðilar, bæði samtök og
opinberir aðilar, sem hafa skilgreind
hlutverk að sögn Ástu. Hún segir
Íslenska ferðaklasann leggja mikla
áherslu á að ráðast í verkefni sem
geta annaðhvort eflt og styrkt það
sem fyrir er eða koma fram með
verkefni sem enginn annar hefur
sem skilgreint hlutverk og þann-
ig orðið afl breytinga. „Þau þrjú
áhersluverkefni sem klasinn vinnur
að með markvissum hætti eru:
Ábyrg ferðaþjónusta, fjárfestingar
í ferðaþjónustu og sérstaða svæða.
Hvert áhersluverkefni getur síðan
verið með fleiri undirverkefni og eru
nýsköpunarverkefnin Ratsjáin og
Startup Tourism þannig skilgreind
undir Fjárfestingar í ferðaþjónustu.“
fjölbreytt verkefni
Hvatningarverkefnið Ábyrg ferða-
þjónusta er þannig framkvæmt af
Ferðaklasanum og FESTU í samstarfi
allra helstu hagsmunaaðila í ferða-
þjónustu. „Verkefnið var formlega
sett af stað í janúar 2017 þegar
hátt í 300 fyrirtæki vítt og breitt
úr virðiskeðju ferðaþjónustunnar
undirrituðu yfirlýsingu þess efnis
að vera ábyrg með skilgreindum
markmiðum og skuldbindingum.
Á árinu hafa verið haldnar fimm
vinnustofur til að styðja þessi fyrir-
tæki í markmiðasetningunni auk
fjölda fræðslufunda og málþinga.
Uppskeruhátíð fyrirtækjanna verður
haldin 7. desember næstkomandi
en þátttökufyrirtækin hafa skuld-
bundið sig til að birta markmið sín á
heimasíðu sinni fyrir þann tíma.“
Ratsjáin er verkefni sem er fram-
kvæmt af Íslenska ferðaklasanum
í samstafi við Nýsköpunarmiðstöð
Íslands segir Ásta. „Verkefnið er
nýsköpunar- og þróunarverkefni
fyrir stjórnendur ferðaþjónustufyrir-
tækja og er markmið verkefnisins að
efla og styðja stjórnendur í rekstri,
markaðssetningu, verðmætasköpun
og vöruþróun. Átta fyrirtæki víðs-
vegar að af landinu úr öllum helstu
greinum ferðaþjónustunnar luku
þátttöku í Ratsjánni á árinu 2016-
2017.“
Þá er ferðaklasinn samstarfsaðili
Icelandic Startups í framkvæmd á
Startup Tourism. „Um er að ræða tíu
vikna viðskiptahraðal fyrir frum-
kvöðla í ferðaþjónustu sem styður
við nýjar viðskiptahugmyndir og
tækniþróun í greininni. Nítján
fyrirtæki hafa lokið hraðlinum og er
næsti umsóknarfrestur til 11. des-
ember næstkomandi.“
Ábyrg ferðaþjónusta
Veturinn fram undan fer undir
áframhaldandi vinnu með sérstaka
áherslu á ábyrga ferðaþjónustu,
aukna sjálfbærni og nýsköpun. „Við
höfum einnig tekið þátt í vinnu sem
leidd hefur verið af KOMPÁS þekk-
ingarsamfélagi með þátttöku nokk-
urra öflugra ferðaþjónustu fyrirtækja.
Verkefnið felur í sér að setja fram
hugtakasafn ferðaþjónustunnar með
það fyrir augum að auka sameigin-
legan skilning aðila á orðanotkun,
merkingu þeirra og þýðingu sem
getur verið þjónustuaðilum víðs-
vegar í virðiskeðjunni gríðarlega
mikið kappsmál. Þessi vinna verður
kynnt á sérstökum fundi Stjórnvísi
þann 22. nóvember næstkomandi.“
Ratsjáin verður með örlítið
breyttu sniði í vetur að sögn Ástu,
en sú ákvörðun var tekin að setja
sérstakan fókus á landshlutana í
ár. „Við munum bjóða upp á sex
vikna námskeið fyrir sex fyrirtæki
innan hvers landshluta. Ákveðið
var að byrja á þeim landshlutum
sem lengst eru frá höfuðborginni og
byrjar því Ratsjá Austurland í lok
nóvember. Fyrirhugað er að fara
af stað í beinu framhaldi á Vest-
fjörðum og vonir standa til að aðrir
landshlutar bætist við eftir því sem
líður á árið 2018.“
Meðal annarra stórra verkefni
á næstu mánuðum nefnir hún
flutning klasans í nýtt húsnæði við
Fiskislóð 10 á Grandanum. „Þar
erum við að byggja upp Hús ferða-
klasans í nánu samstarfi við Hús
sjávarklasans og franska lista- og
menningarklasann Créatis. Fyrir-
hugað er að flytja inn í desember
en húsnæðið verður fyrirmyndar
vinnustaður fyrir frumkvöðla auk
smærri og meðalstórra fyrirtækja
sem vilja vinna í skapandi og dýna-
mísku samfélagi aðila sem vinna að
spennandi verkefnum allt frá listum
til ferðaþjónustu.“
Hreyfiafl ferðaþjónustunnar
Helsta hlutverk Íslenska ferðaklasans, sem stofnaður var í mars 2015, er að auka sam-
keppnishæfni og verðmætasköpun íslenskra ferðaþjónustufyrirtækja til lengri tíma.
Ásta Kristín sigurjónsdóttir er framkvæmdastjóri íslenska ferðaklasans. mYND/ANtoN BRINK
Þessi mikli vöxtur í flugi til og frá landinu hefur skapað mikla kjarabót fyrir Íslendinga og
veitt þeim aukin tækifæri til þess að
ferðast. Það að American Airlines og
United séu að hefja flug hingað til
lands eru stórkostlegar fréttir fyrir
íslenska ferðaþjónustu. Fyrirtæki
eins og Úrval Útsýn getur boðið upp
á fjölbreyttari flóru ferða frá landinu.
Við vinnum með öllum flugfélögum
sem hingað fljúga og búum til fjöl-
breyttar pakkaferðir bæði fyrir ein-
staklinga og fyrirtæki úti um allan
heim. Fólk hefur samband og við
sníðum ferðina að óskum viðkom-
andi,“ segir Þórunn Reynisdóttir,
forstjóri Ferðaskrifstofu Íslands, en
undir hennar hatti eru Úrval Útsýn,
Sumarferðir og Plúsferðir.
„Við erum með hóp sérfræðinga á
okkar snærum á áfangastöðunum,
við erum meðal annars með ferðir
til Kúbu, Marrakech og Búdapest, og
erum einnig með alla sólarstaðina.
Sólin er þegar komin í sölu fyrir
næsta ár. Það er gott að vita af því í
skammdeginu,“ segir hún. Þórunn
hefur veitt Ferðaskrifstofu Íslands
forstöðu í þrjú ár. Starfsferill hennar
innan ferðaþjónustunnar spannar
þó hátt í fjóra áratugi. Þórunn
starfaði í 25 ár hjá Icelandair og þá
átti hún og rak Avis bílaleigu. Eftir
6 ár sem forstjóri í ferðaþjónustu í
Bandaríkjunum má því segja að hún
þekki ferðaþjónustuna frá öllum
hliðum. Hún segist þó alltaf vera að
læra.
„Það er alltaf hægt að bæta á sig
blómum. Ferðaþjónustan er fjöl-
breytt svið sem hefur margfeldis-
áhrif og skarast á milli svo margra
ólíkra aðila hvort sem það heitir
leigubíll, sundlaug, hótel, rútufyrir-
tæki, ferðaskrifstofur, verslun,
flugfélög. Við erum stöðugt að ræða
saman og kaupa þjónustu hvert af
öðru. Í ferðaþjónustunni eru margir
markaðir og margir heimar og óhætt
að segja að þetta sé skemmtilegt og
líflegt vinnuumhverfi.“
Þórunn segir ferðaþjónustuna
hafa breyst í áranna rás og síðustu
fimm ár megi segja að Íslendingar
hafi fengið lottóvinning.
„Þessar breytingar síðustu fimm
ár eru ekki eitthvað sem við bjugg-
um til sjálf, við fengum lottóvinning
og að mínu mati gætum við spilað
betur úr honum,“ segir Þórunn.
„Á ferli mínum í Bandaríkjunum
og hér heima, þar sem ég hef verið
að selja önnur lönd, hef ég öðlast
ágætis viðmið á það hvernig önnur
lönd þjónusta sína ferðamenn. Ég
held að við getum lært af þeim, bæði
þjónustugreinarnar og opinberir
aðilar. Það ætti að byggja innviðina
hraðar upp en við höfum gert. Það
er enn verið að tala um sömu hluti
og fyrir tuttugu árum þegar ég var í
bílaleigubransanum. Við erum svifa-
sein og sofandi gagnvart þessu. Að
mínu mati er of mikið af stofnunum
og „stofum“ og engin samhæfing á
milli í opinbera geiranum sem á að
þjónusta ferðaþjónustufyrirtækin.
Þar er flöskuháls.
Það að hver sem er geti opnað
ferðaskrifstofu án þess að vera með
leyfi er ekki í lagi. Það er heldur
ekki í lagi í svona litlu landi að það
sé ekki markvisst verið að tékka
á fyrirtækjum, hvort þau uppfylli
skilyrði fyrir að veita slíka þjónustu
. Hér á landi eru stór fyrirtæki
að nota aðila sem eru ekki með
ferðaskrifstofuleyfi né tilskyldar
tryggingar til að veita slíka þjónustu
og það er mikil afturför í þessum
efnum á síðustu árum, því miður.
En, ég hef fulla trú á að við eigum
eftir að vakna og taka á þessu.
Ferðaþjónustan hefur heldur betur
verið lyftistöng fyrir þjóðfélagið
og mun skapa okkur til framtíðar
mikil tækifæri. Ef við höldum vel
á spöðunum er afar bjart fram
undan.“
fengum lottóvinning
Þórunn Reynisdóttir, forstjóri Ferðaskrifstofu Íslands, líkir ferðamannastraumnum til landsins
síðustu ár við lottóvinning. Aukin flugumferð til og frá landinu opni á óplægðan akur áfangastaða.
þórunn Reynisdóttir, forstjóri ferðaskrifstofu íslands.
1
7
-1
1
-2
0
1
7
0
4
:4
9
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
3
E
-2
2
9
0
1
E
3
E
-2
1
5
4
1
E
3
E
-2
0
1
8
1
E
3
E
-1
E
D
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
7
2
s
_
1
6
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K