Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.11.2017, Qupperneq 37

Fréttablaðið - 17.11.2017, Qupperneq 37
Ellen Ragnars Sverrisdóttir tók þátt í Startup Tourism 2017. MYND/ERNiR María Pálsdóttir tók þátt í Startup Tourism 2017. Sigurlín Margrét Sigurðardóttir tók þátt í Startup Tourism 2017. Hér er hún og samstarfsfólk hennar hjá Döff Ísland. Eins og að vera í tvöföldu MBA-námi Ellen Ragnars Sverrisdóttir er stofnandi MYSHOPOVER en hún tók þátt í viðskiptahraðlinum. Sprotafyrirtækið MYSHOPOVER verður sniðið að ferðamönnum sem vantar aðstoð við að versla í ókunnugri borg. Um er að ræða vettvang þar sem ferðamaðurinn tengist heimamanni, stílista eða vönum verslunarráðgjafa sem fer með honum eða henni að versla, bendir á bestu búðirnar og hvar er best að fá ákveðnar vörutegundir og merkjavöru og tekur jafnvel að sér að sjá um innkaupin eftir pöntun. „Ég fékk þessa hugmynd af því að ég var svo mikið að ferðast sjálf og vantaði oft einmitt þessar upplýsingar. Ég ætlaði að þróa app þar sem þú gætir fengið meðmæli um góða staði til að versla á,“ segir Ellen. Hún mælir eindregið með þeirri reynslu sem felst í því að taka þátt í Startup Tourism. „Ég var búin að ganga lengi með hugmyndina í maganum en setti hana loksins á blað þegar ég fékk inni í Startup Tourism,“ segir hún. „Hugmyndin hefur síðan tekið miklum breytingum eftir að ég fékk endurgjöfina hjá aðilum í ferðaþjónustunni. Ég eignaðist góða vini, bjó til ráðgjafastjórn í fyrirtækið og fékk aðstoð við að vinna hugmyndina upp á nýtt og koma henni í þann farveg að hægt væri að prófa hana.“ Hún segir að þátttakan í viðskiptahraðlinum sé eins og að vera í tvöföldu MBA- námi, slíkur sé ávinningurinn. „Það er ekkert hægt að lýsa því hvað það er gott að fara í svona hraðal. Það skiptir engu máli á hvaða stað þú ert í lífinu eða hvaða reynslu þú hefur því þarna ertu með greiðan aðgang að rosalega flottu fólki úr viðskiptalífinu sem er boðið og búið að veita þér ráðleggingar.“ www.myshopover.com STARTUP TOURiSM Nýsköpun í ferðaþjónustu Startup Tourism er tíu vikna viðskiptahraðall sem er sniðinn að þörfum nýrra fyrirtækja í ferða- þjónustu. Tíu fyrirtæki fá aðgang að fullbúnu skrifstofurými hjá Íslenska ferðaklasanum á meðan á verkefninu stendur og einnig þjálfun, fræðslu og endurgjöf frá fjölda sérfræðinga og stjórnenda. Frá því að verkefnið hófst árið 2016 hafa borist um 170 umsóknir í Startup Tourism, en af þeim tuttugu teymum sem tekið hafa þátt er um helmingurinn skipaður konum. Frábært að fá tækifæri til að þróa hugmyndina María Pálsdóttir er framkvæmda- stjóri Hælisins ehf. sem hún stofnaði í sumar til að koma setri um sögu berklanna á Íslandi á koppinn. „Hugmyndin kviknaði þegar ég var á gangi um æskustöðvarnar á Kristnesi í Eyjafirði og sveið að sjá starfsmannahúsin sem tilheyra Kristnesspítala drabbast niður. Svo ég ákvað að gera eitthvað í málunum og fannst liggja beint við að setja upp sýningu um sögu berklanna á Íslandi en Kristnes var reist sem berklahæli árið 1927.“ Hún sat fyrst Brautargengi þar sem hún lærði að gera viðskipta- áætlun. „Svo sat ég viðskipta- hraðalinn Startup Tourism og fékk góða ráðgjafa og mikla aðstoð við að ydda hugmyndina, æfa kynn- ingar og byggja upp tengslanetið.“ María flutti svo norður í haust til að fylgja draumnum sínum eftir. „Sjúkrahúsið á Akureyri stendur þétt við bakið á mér og verið er að ganga frá samningsatriðum um leigu á húsnæðinu. Þegar það er í höfn er hægt að fara að bretta upp ermarnar og koma húsunum í stand en þau þarfnast mikilla endurbóta.“ María segir það víst að sýningin verði áhrifamikil. „Berklarnir voru sjúkdómur sem felldi alltof marga. Þetta er stórmerkilegur hluti í sögu þjóðar sem legið hefur í þagnar- gildi og tímabært að gera honum skil. Það er einnig mikilvægt að auka afþreyingu fyrir ferðamenn sem streyma til landsins sem aldrei fyrr og ekki síst að létta álaginu á suðvesturhorninu,“ segir María. „Það er nóg pláss fyrir ferðamenn hér fyrir norðan og kannanir sýna að sögusöfn eru ofarlega á lista yfir það sem ferðamenn eru tilbúnir að greiða fyrir hvað varðar afþreyingu. Startup Tourism var frábært upp á að kynnast fleira fólki í svipuðum sporum, hitta svo marga ráðgjafa og leiðbeinendur sem voru örlátir á þekkingu sína og þá skipti einnig miklu máli að fá þessa gríðarlegu þjálfun í að kynna verkefnið.“ www.haelid.is Mikilvægt að vera með Sigurlín Margrét tók þátt í Startup Tourism í tengslum við stofnun fyrirtækisins Döff Ísland ehf. í apríl 2017 sem sér um rekstur og allt utanumhald ferðaþjónustu Deaf Iceland tours. „Deaf Iceland Tours býður upp á ferðaþjónustu á táknmáli,“ segir Sigurlín Margrét. „Döff ferðamenn sem til Íslands koma hvaðanæva úr heiminum eru markhópur okkar. Við fundum fyrir þörfinni að stofna svona eftir að hafa hitt döff ferða- menn sem hingað hafa komið og reynsla þeirra var oft á þá vegu að lítið eða ekkert sást af táknmálinu hér á landi. Við sem að Deaf Iceland stöndum höfum öll mismunandi menntun og bakgrunn en höfum þó hvert með sínum hætti komið með reynslu okkar af ferðaþjónustu í verkefnið.“ Hún segir verkefnið ekki hafa byrjað með neinum látum. „Árið 2017 er meira svona tilraunaár fyrir okkur. Við höfum unnið að því að samhæfa og setja saman ferðir sem koma til með að verða bókaðar í gegnum heimasíðu okkar á árinu 2018. Þannig gefum við döff tæki- færi til að heimsækja Ísland.“ Sigurlín segir Startup Tourism hafa gagnast afar vel við stofnun Deaf Iceland. „Við lærðum mikið og eflaust hafa líka margir lært sitthvað af okkur líka. Stundum fannst okkur að við værum í leiðbeiningahlut- verki þegar við vorum að segja leiðbeinendunum frá samfélagi döff og fyrir hvað við stöndum. Stærsta málið var fyrir okkur að vera með. Í upphafi höfðum við svolítið annað sjónarhorn á hugmyndina okkar og verkefnið en svo breyttist það, sennilega af því að við lærðum meira og meira. Svo eru leiðbein- endur í Startup Tourism svo góðir og koma öllu mjög faglega frá sér, vita næstum öll svörin og hafa góðar lausnir á takteinum. Þetta víkkar líka tengslanet okkar. Við mælum hiklaust með að fólk sem hefur ferðaþjónustuhugmynd og trúir á hana fari í Startup Tourism við- skiptahraðalinn.“ www.deaficeland.is Bakhjarlar Startup Tourism eru Isavia, Bláa lónið, Íslandsbanki og Voda- fone. Um framkvæmd verkefnisins sér Icelandic Startups í samstarfi við Íslenska ferðaklasann. Óskað er eftir ferskum hugmyndum að afþreyingu og lausnum sem styrkt geta innviði ferðaþjónustunnar. Opið er fyrir um- sóknir í Startup Tourism til og með 11. desember á startuptourism.is Sigríður Pjetursdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri Hestamiðstöðvarinnar Sólvangs kynnir verkefni sitt í Startup Tourism. KYNNiNGARBLAÐ 7 F Ö S T U DAG U R 1 7 . n ÓV e m B e r 2 0 1 7 KONUR Í FERÐAþjóNUSTU 1 7 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :4 9 F B 0 7 2 s _ P 0 5 2 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 3 E -0 E D 0 1 E 3 E -0 D 9 4 1 E 3 E -0 C 5 8 1 E 3 E -0 B 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 7 2 s _ 1 6 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.