Fréttablaðið - 17.11.2017, Síða 39
Guðrún hefur unnið í fjölskyldufyrirtækinu Gray Line síðan hún var 18 ára, í alls 18 ár. Systir hennar, Bryndís Eir Þórisdóttir, vinnur sem bílstjóri hjá fyrirtækinu. MYND/LAUFEY
Ég er dóttir annars eigandans og hef unnið með fjöl-skyldunni að uppbyggingu
fyrirtækisins í nær átján ár. Ég hef
markaðsmálin á minni könnu og
sé um að stýra vörumerkinu Gray
Line markaðslega, vörulega og
útlitslega séð. Í mínum verkahring
er að ákveða hvert við stefnum,
hvar við eigum að sækja á, hvar
við auglýsum og hvernig. Þetta er
mjög fjölbreytt svið. Ég sit í stjórn
Gray Line á Íslandi og einnig í
stjórn Gray Line Worldwide. Til að
hafa örugglega nóg að gera skellti
mér í MBA-nám við Háskólann
í Reykjavík núna í haust,“ segir
Guðrún Þórisdóttir brosandi.
Hún segir það vissulega hafa
haft áhrif á störf sín að faðir
hennar sé einn eiganda Gray Line.
„Sérstaklega fyrst. Mér fannst
ég þurfa að standa mig betur en
aðrir og vildi sýna að ég hefði ekki
fengið vinnuna bara út á að vera
dóttir eins eigandans. Ég hef alltaf
lagt mikið á mig og geri enn.“
Ör vöxtur
Gray Line er vaxandi ferðaþjón-
ustufyrirtæki sem býður upp á
dagsferðir og norðurljósaferðir út
frá Reykjavík og er með flugrútu á
milli Keflavíkur og Reykjavíkur í
rekstri. Fyrirtækið er aðili að Gray
Line Worldwide sem er stærsta
skoðunarferðafyrirtæki í heimi.
„Þegar ég byrjaði að vinna hjá
Gray Line á sínum tíma unnu þrjá-
tíu manns hjá fyrirtækinu, nær
eingöngu karlmenn. Núna vinnur
fjöldi kvenna hjá fyrirtækinu;
hvort sem er á skrifstofunni, við
að keyra rúturnar eða við leið-
sögn. Við systkinin vinnum öll hjá
Gray Line og yngri systir mín er
ein af bílstjórunum,“ segir Guðrún
og bætir við að það sé skemmti-
legt en jafnframt krefjandi að
vinna með fjölskyldunni sinni.
„Það tók okkur nokkur ár að læra
að verða samstarfsmenn og við
leggjum mikið upp úr góðu and-
rúmslofti innan Gray Line,“ segir
hún.
En talið þið um eitthvað annað
en vinnuna þegar þið hittist?
„Nei. Ekkert annað,“ segir Guðrún
hlæjandi.
Tengslanet og tækni
Mesta breytingin á starfsemi Gray
Line varð árið 2005 þegar fyrir-
tækið gerðist aðili að Gray Line
Worldwide, að sögn Guðrúnar.
„Við það fengum við aðgang að
gríðarlega góðu tengslaneti og
tækni sem var að ryðja sér til
rúms, eins og að selja ferðir á
netinu. Nafnið er alþjóðlegt og
vel þekkt um allan heim og það
hjálpar líka til. Frá 2005-2015
varð 1.500% fjölgun á farþegum
hjá okkur og þegar við tölum
um þetta við kollega okkar hjá
erlendum fyrirtækjum trúa þeir
varla þessum tölum. Við byrjuð-
um að selja norðurljósaferðir fyrir
15 árum og þóttum alveg galin á
þeim tíma. Við vorum spurð hvort
fólk hefði virkilega áhuga á að fara
út í myrkrið að horfa á norðurljós
en við héldum okkar striki. Núna
kemur fólk gagngert til Íslands til
að sjá norðurljósin og þetta eru
vinsælustu vetrarferðirnar okkar.“
Guðrún nefnir að frá alda-
mótum hafi verið ákveðið að
fjárfesta í nýjum rútum og Gray
Line er með einn yngsta bílaflota
landsins. „Við leggjum mikið upp
úr því að vera með nýja bíla á
okkar vegum og halda meðalaldri
flotans undir þremur árum. Um
borð í rútunum er þráðlaust net
og við fylgjumst vel með tækni-
nýjungum og hvernig við getum
náð til farþega og boðið þeim
betri þjónustu.“
Alþjóðleg samtök
Undanfarin fjögur ár hefur
Guðrún setið í stjórn Gray Line
Worldwide en í stjórninni sitja
18 manns, þar af þrjár konur.
Níutíu og átta fyrirtæki um allan
heim eru í samtökunum og segir
Guðrún að árlega berist fjöldi
umsókna um aðild. Hún er lang-
yngst þeirra sem í stjórninni eru
og segir að kynslóðaskipti séu
fram undan og gaman sé að taka
þátt í þeim. „Þetta er vinnustjórn
sem vinnur náið með forstjóra
samtakanna að mörgum málum. Í
okkar verkahring er meðal annars
að fara yfir ný leyfi, markaðsmál
og tæknimál. Á hverju ári eru
margir tilnefndir til stjórnarsetu
og það er alls ekki sjálfgefið að
komast í stjórnina. Mér finnst
mjög gaman að vera hluti af þessu
og læri heilmikið af því og get
vonandi lagt eitthvað til líka.“
Spurð hvort hún hafi tíma fyrir
áhugamál segist Guðrún hafa yndi
af því að ferðast innanlands sem
utan og hún njóti þess að verja
tíma með fimm ára dóttur sinni
og fjölskyldunni allri. „Ég á mér
marga uppáhaldsstaði á Íslandi
en mér finnst Jökulsárlónið alltaf
jafnmagnað. Það er eitthvað við
þann stað sem heillar mig í hvert
sinn sem ég kem þangað.“
En hvað er fram undan hjá Guð-
rúnu og Gray Line? „Ég ætla að
ljúka MBA-náminu til að styrkja
mig enn betur í starfi og fyrir-
tækið nýtur að sjálfsögðu góðs af
því. Mér finnst alltaf jafngaman
í vinnunni þótt hún snúist um
það sama: Að selja Ísland. Ég segi
oft að ég sé heppin að búa hér á
landi því veðurfarið og náttúran
eru síbreytileg. Við hjá Gray Line
erum bjartsýn og sjáum fram á
spennandi verkefni í framtíðinni.“
Skemmtilegt en krefjandi að
vinna með fjölskyldunni
Guðrún Þórisdóttir var aðeins átján ára þegar hún hóf störf hjá fjölskyldufyrirtækinu Gray Line. Hún byrjaði
á skrifstofunni, vann sig upp í starf sölustjóra og er nú vörumerkjastjóri fyrirtækisins og situr í stjórn þess.
Þegar ég byrjaði að
vinna hjá Gray Line
á sínum tíma unnu
þrjátíu manns hjá fyrir-
tækinu, nær eingöngu
karlmenn. Núna vinnur
fjöldi kvenna hjá fyrir-
tækinu; hvort sem er á
skrifstofunni, við að
keyra rúturnar eða við
leiðsögn. Við systkinin
vinnum öll hjá Gray Line
og yngri systir mín er ein
af bílstjórunum.
Guðrún Þórisdóttir
KYNNINGARBLAÐ 9 F Ö S T U DAG U R 1 7 . n óv e m b e r 2 0 1 7 KoNUR í FERÐAÞjóNUSTU
1
7
-1
1
-2
0
1
7
0
4
:4
9
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
E
3
E
-2
2
9
0
1
E
3
E
-2
1
5
4
1
E
3
E
-2
0
1
8
1
E
3
E
-1
E
D
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
7
2
s
_
1
6
_
1
1
_
2
0
1
C
M
Y
K