Fréttablaðið - 17.11.2017, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 17.11.2017, Blaðsíða 41
Fosshótel Jökulsárlón hlaut nýlega Vakann, sem er gæðakerfi stýrt af Ferða- málastofu. MYND/UNNUr ArNArsDóttir Kolbrún Jónsdóttir, fram-kvæmdastjóri fjármálasviðs Íslandshótela, á að baki langan og farsælan feril í íslensku viðskiptalífi. Hún starfaði sem fjármálastjóri Húsasmiðjunnar á vaxtarárum félagsins og í ýmsum stjórnunarstöðum hjá Íslands- banka auk þess að sitja síðar í stjórn bankans. Síðar varð Kolbrún framkvæmdastjóri fjármálasviðs hjá VÍS og svo framkvæmdastjóri fjárfestingasjóðsins Kjölfestu. Að auki hefur hún setið í stjórn Húsa- smiðjunnar, Fastus, Senu og unnið að fjölmörgum verkefnum, félags- og stjórnunarstörfum. Öflugt félag Kolbrún settist í stjórn Íslands- hótela árið 2015 en hóf störf sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs í desember 2016. Fyrsta árið hefur verið bæði viðburðaríkt og spenn- andi að hennar sögn. Gríðar- legur vöxtur hefur einkennt rekstur Íslandshótela undanfarin ár, sem á og rekur 18 hótel með um 1.800 gistirými út um allt land auk funda- og ráðstefnu aðstöðu. „Íslandshótel eru annar stærsti hótelrekstraraðili landsins og eiga 16 af þeim 18 fast- eignum sem í dag hýsa hótelrekstur- inn, auk frekari þróunarverkefna á sviði hótelbygginga um land allt. Félagið er því gríðarlega öflugt bæði í hótel- og fasteignarekstri. Heildar- tekjur félagsins námu tæpum 10 ma. kr. árið 2016 og EBITDA var um 3 ma. kr. Heildareignir félagsins námu rúmlega 31 ma. kr. í árslok 2016 og lætur nærri að starfsemi okkar rúm- ist á um 100 þúsund fermetrum,“ segir Kolbrún. Hjá félaginu starfa allt að 1.100 manns þegar mest lætur og er 51 prósent stjórnenda hjá Íslands- hótelum konur. Undir merkjum Íslandshótela eru öll Fosshótelin, Grand Hótel Reykjavík og Hótel Reykjavík Centrum. „Íslandshótel rekur stærsta hótel landsins, Fosshótel Reykjavík með 320 herbergi og öll þekkjum við Grand Hótel sem er eitt stærsta ráðstefnuhótel landsins. Við leggjum áherslu á að vera með hótel hringinn í kringum Ísland og er nýjasta hótelið Fosshótel Mývatn, sem var opnað í sumar. Það er gaman að fylgjast með því hversu vel hefur tekist til með mörg af þeim hótelum sem við erum með á lands- byggðinni. Mörg af hótelum okkar eru einstaklega vel hönnuð, falla vel inn í landslagið og bjóða upp á fyrsta flokks þjónustu og einstaka upplifun.“ stolt af ferðaþjónustunni Félagið var stofnað árið 1969 og er því rekstrarsaga þess orðin löng segir Kolbrún. „Þekking og reynsla eigenda og stjórnenda er því mikil- væg auðlind. Stjórnendur þekkja því ekki aðeins þá uppsveiflu sem verið hefur síðustu ár heldur einnig það uppbyggingarstarf sem eigendur og frumkvöðlar lögðu grunninn að.“ Samhliða vexti félagsins á síðustu árum hefur verið ráðist í mikla inn- viðauppbyggingu að sögn Kolbrún- ar. „Skipulag hefur verið aðlagað að ört vaxandi atvinnugrein og rekstri, ráðið hefur verið í stöður framkvæmdastjóra fjármála- og starfsmannasviðs og rekstrarstjóra hótelanna. Ferðamönnum er enn að fjölga og gert er ráð fyrir að þeir verði um 2,5 milljónir á árinu 2018. Allt frá Eyja- fjallagosinu 2010 hefur gistinóttum fjölgað ár frá ári. Þær voru 3,8 millj- ónir árið 2016 en 1,3 milljónir árið 2010 og hefur því fjölgaði síðan þá um 192%. Ferðaþjónustan skilar nú um 45% af útflutningstekjum lands- ins og hefur á síðustu árum verið stærsta útflutningsgrein okkar. Við sem störfum í þessari grein getum því verið stolt af vexti og viðgangi greinarinnar.“ Umhverfismálin mikilvæg Íslandshótel vinna að því markmiði að lágmarka umhverfisáhrif starf- seminnar eins og kostur er og segir Kolbrún að í öllu starfi félagsins sé lögð áhersla á umhverfisvernd. „Við viljum vera í fararbroddi á þessu sviði og ætlum okkur að halda áfram á okkar góðu vegferð.“ Nýlega hlaut Fosshótel Jökulsár- lón Vakann sem er gæðakerfi stýrt af Ferðamálastofu. Markmið Vakans er að stuðla að góðri og ábyrgri ferðaþjónusta á Íslandi sem og sjálfbærum atvinnurekstri. „Foss- hótel Jökulsárlón flaggar með stolti fjórum viðurkenndum stjörnum svo og bronsmerki í umhverfishlut- anum. Þar með eru sjö hótel undir hatti Íslandshótela komin með stjörnuflokkun Vakans. Auk þess eru veitingastaðirnir Haust, Bjór- garðurinn og Grand Restaurant allir með gæðaviðurkenningu Vakans.“ Fosshótel Jökulsárlón er glæsi- legt fjögurra stjörnu hótel sem var opnað í júní 2016 við rætur Öræfajökuls, á milli Skaftafells og Jökulsárlóns þar sem má finna eitt vinsælasta klifursvæði landsins. „Á Fosshótel Jökulsárlóni má finna einstaka innanhúshönnun og fallegan arkitektúr en hótelið er allt byggt úr náttúrulegum efnum auk þess sem öll hreinsiefni og snyrti- vörur á herbergjum eru umhverfis- væn og vottuð. Hótelið býður upp á 104 herbergi í fimm flokkum ásamt bar og stórglæsilegu veitingahúsi. Sama má segja um hótelið á Mývatni sem er byggt úr náttúrulegum efnum og með þriggja þrepa skólphreinsi- stöð sem er það fullkomnasta sem völ er á. Auk þess er Grand Hótel Reykjavík eitt fárra hótela á Íslandi sem hefur fengið Svansvottun.“ Ört vaxandi atvinnugrein Kolbrún hlakkar til að takast á við ný og spennandi verkefni hjá Íslandshótelum á næstu árum. „Eins og allir þekkja er ferða- þjónustan ört vaxandi atvinnugrein og á örskömmum tíma hefur hún orðið meginstoð í íslensku atvinnu- lífi. Íslandshótel er eitt af stærstu félögum í þessari atvinnugrein hér- lendis það er því ánægjulegt að fá að taka þátt í áframhaldandi uppbygg- ingu hjá félaginu með því frábæra starfsfólki sem þar starfar.“ KYNNiNGArBLAÐ 11 F Ö s t U DAG U r 1 7 . n óv e m b e r 2 0 1 7 KoNUr í FerÐAþJóNUstU Kolbrún Jónsdóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs íslandshótela. MYND/siGUrJóN rAGNAr Fosshótel við Mývatn býður upp á frábært útsýni. MYND/tAKi BiBeLAs spennandi tímar fram undan mikill vöxtur hefur einkennt rekstur Íslandshótela undan- farin ár. Félagið á og rekur 18 hótel víða um land. Fram undan eru spennandi verkefni í vaxandi atvinnugrein. Fosshótel reykjavík er stærsta hótel landsins. MYND/tAKi BiBeLAs Grand Hótel reykjavík er stærsta ráðstefnuhótel landsins. MYND/tAKi BiBeLAs 1 7 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :4 9 F B 0 7 2 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 E 3 E -3 6 5 0 1 E 3 E -3 5 1 4 1 E 3 E -3 3 D 8 1 E 3 E -3 2 9 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 7 2 s _ 1 6 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.