Fréttablaðið - 17.11.2017, Side 58

Fréttablaðið - 17.11.2017, Side 58
Bókaflóðið brast á snögg-lega þetta árið. Vegna mikilla tafa í prentun erlendis komu nýju bækurnar með seinni skipunum í orðsins fyllstu merkingu,“ segir Bryndís Loftsdóttir, starfsmaður Félags íslenskra bókaútgefenda, í léttum tón. Hún er að undirbúa bókamessu í sjöunda sinn – og í annað sinn í Hörpu – nú um helgina, frá 11 til 17 báða dagana. „Vel flestar bækurnar verða komnar,“ lofar hún. „Fólk er á handahlaupum niðri við höfn að moka þeim í land!“ Bryndís segir bókamessuna minna á þær sem haldnar eru í Gauta- borg, Frankfurt og London, nema smærri í sniðum. „Útgefendur selja bækurnar á góðu verði og höfundar þeirra aðstoða við afgreiðslu og gefa persónulegar áritanir. Við leggjum undir okkur salina á jarðhæð Hörpu, þar verður samfelld lifandi dagskrá, samræður við höfunda, upplestrar, myndasýningar og tónlistarflutn- ingur. Það verður kafað ofan í bæk- urnar, þær liggja ekki bara flatar á borðunum. Við eigum svo gott fólk sem stýrir umræðum og öðru slíku, bókmenntafræðinga og þaulvant fjölmiðlafólk.“ Hlín Pétursdóttir Behrens sópran, Hólmfríður Jóhann-esdóttir mezzósópran og Julian Hewlett píanóleikari flytja sönglög og dúetta eftir Johannes Brahms í Laugarneskirkju á sunnu- daginn klukkan 17. Meðal þess sem flutt verður eru Sígaunaljóð op. 103, rómantískar perlur eins og Mainacht og Von ewiger Liebe en líka smámyndir þar sem tónskáldið kemur sínu til skila á áhrifaríkan og beinskeyttan hátt, að sögn Hlínar sem segir hugmynd- ina að tónleikunum hafa komið frá Hólmfríði. „Við höfum sungið saman sem dúett áður og nú eftir dálítið hlé ákváðum við að taka upp þráðinn aftur og hafa heildstæða tónleika þar sem við hylltum eitt tónskáld. Brahms varð fyrir valinu. Hann bjó til svo fallega dúetta og svo syngjum við nokkra sem hann samdi sem einsöngslög en Hermann Zilcher raddsetti sem dúetta.“ Hlín kennir við Tónlistarskólann í Reykjavík sem heitir núna Mennta- skólinn í tónlist eftir að hann sam- einaðist FÍH, auk þess sem hún er stundakennari í Listaháskólanum. Hún á þýskar rætur því faðir hennar er Þjóðverji. Í Þýskalandi var hún við nám og um tíma fastráðin við óperu. Hólmfríður stundaði söng- nám í Vín þannig að tenging þeirra beggja við ljóðahefðina er sterk. Brahms vann á sinn einstaka máta úr viðfangsefnum rómantíkur- innar innan hinnar þýsku sönglaga- hefðar, að sögn Hlínar. „Hann skilur okkur eftir með sorgina, gleðina eða þrána eina saman, vekur mun fleiri spurningar en við höfum svör við og náttúran, tónlistin og óvissan sem fylgir ástinni seiða okkur til sín.“ Hressing er í boði að tónleikum þeirra loknum. Miðaverð er 2.500 krónur, ekki er posi á staðnum. Bryndís segir salina í Hörpu henta vel til upplestra enda hljóðvistin góð í allri byggingunni. Hún getur sérstaklega ljóðadagskrár á sunnu- dag þar sem fimmtán höfundar lesa upp úr bókum sínum. „Það verður mjög góð stund að eiga,“ segir hún og gaman verði að sjá hverju útgef- endur og höfundar finni upp á í sameiningu. „Meðal annars gefa mat- reiðslubókahöfundar æt sýnishorn og eitthvað hliðstætt er uppi á ten- ingnum hjá prjónabókahöfundum.“ Svo er það barnahornið. „Við byrjuðum á því í fyrra að búa til það sem við kölluðum undraland bókanna. Þar eru staflar af nýjum barna- og unglingabókum og krökkum gefst kostur á að setjast niður og lesa meðan eldra fólkið nýtur dagskrárinnar að öðru leyti. Það féll í feikigóðan jarðveg síðast. Suma var hreinlega erfitt að draga í burtu því þeir voru komnir á kaf í góða sögu. Auk þess verður jóla- kortagerð, skrímslagerð, ratleikur, tilfinningasmiðja og auðvitað upp- lestur úr barnabókum.“ Á vefnum bokmenntaborgin@reykjavik.is má sjá dagskrána í heild sinni. BRÉF OG FRÁSAGNIR ÍSLENSKRA PILTA Í VÍTI HEIMSSTYRJALDAR MAMMA, ÉG ER Á LÍFI Jakob Þór Kristjánsson Þeir gengu glaðir í kandadíska herinn haustið 1914 til að þjóna sínu nýja föðurlandi en áttu eftir að upplifa hreint helvíti. Illugi Jökulsson ÖRLAGASÖGUR FRÁ HAFINU Í SÍÐARI HEIMSSTYRJÖLD Suma var erfitt að draga í burtu Bækur munu flæða yfir Flóann á jarðhæð Hörpu um helgina er árleg bókamessa fer þar fram. Bryndís Loftsdóttir veit meira. Brahms bjó til fallega dúetta Julian, Hólmfríður og Hlín ætla að skapa rómantíska stemningu í Laugarneskirkju. Mynd/SebaStian Storgaard „Þetta er eiginlega bókahríð,“ segir bryndís hlæjandi þar sem hún stendur í ströngu. FréttabLaðið/anton brink MeðaL annars geFa MatreiðsLuBóka- HöFundar æt sýnisHorn og eittHvað HLiðstætt er uppi á teningnuM Hjá prjóna- BókaHöFunduM. Hann skiLur okkur eFtir Með sorgina, gLeðina eða þrána eina saMan, vekur Mun FLeiri spurningar en við HöFuM svör við og náttúran, tónListin og óvissan seM FyLgir ástinni seiða okkur tiL sín. Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is 1 7 . n ó v e m b e r 2 0 1 7 F Ö S T U D A G U r34 m e n n i n G ∙ F r É T T A b L A ð i ð menning 1 7 -1 1 -2 0 1 7 0 4 :4 9 F B 0 7 2 s _ P 0 6 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 E 3 E -1 D A 0 1 E 3 E -1 C 6 4 1 E 3 E -1 B 2 8 1 E 3 E -1 9 E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 7 2 s _ 1 6 _ 1 1 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.