Morgunblaðið - 21.01.2017, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2017
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/senda grein Prentun Landsprent ehf.
Fjölskyldan
í sólina
Bókaðu snemma fyrir
sumarið 2017
Allt að 25.000 kr. afsláttur á mann.
Sjá nánar á VITA.IS
VITA | Skógarhlíð 12 | Sími 570 4444 | VITA.IS
Verkbann sett á í gærkvöldi
Formaður VM óttast að sett verði lög á verkfallið og gerðardómur taki við
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Staðan í sjómannadeilunni er mjög
tvísýn en næsti sáttafundur er boð-
aður á mánudaginn, á fertugasta
degi verkfalls sjómanna. Deilendur
líta svo á að fljótlega í næstu viku
muni skýrast hvort sér fyrir endann
á deilunni eða verkfall sjómanna
geti dregist á langinn, jafnvel fram
eftir næsta mánuði.
Í gærkvöldi tók gildi verkbann
sem Samtök fyrirtækja í sjávarút-
vegi settu á sjómenn og á vélstjóra í
VM. Það mun hafa mikil áhrif að
sögn Guðmundar Þ. Ragnarssonar,
formanns VM. Vélstjórar eru ekki í
verkfalli eins og sjómenn, þar sem
boðuðu verkfalli VM var aflýst þeg-
ar skrifað var
undir kjarasamn-
ing sem var síðan
hafnað í atkvæða-
greiðslu.
VM fór fram á
að verkbanninu
yrði frestað en
SFS hélt sig við
þá ákvörðun að
setja það á.
Sjómenn hafa
komið saman á félagsfundum eftir
að hlé var gert á viðræðum og hefur
verið þungt hljóð í mönnum skv.
upplýsingum Morgunblaðsins.
„Báðir aðilar eru með þungar
kröfur og tíminn vinnur ekki með
okkur í þessu,“ segir Guðmundur í
samtali við Morgunblaðið. Á félags-
fundi VM í fyrrakvöld sagði hann
stöðuna í viðræðunum vera tvísýna
og harða. Hún væri „stál í stál“.
Margt gott hefði verið í samn-
ingnum sem var felldur og nú hefði
náðst að semja um viðbót við hann,
um frítt fæði, vinnuföt og um fjar-
skipti. Eftir væri að ræða ýmislegt,
t.d. um breytt olíuviðmið og kröfur
útgerðarinnar, þátttöku í iðgjöldum
slysatryggingar og breytingar á
helgar- og hafnarfríum svo eitthvað
sé nefnt.
Guðmundur óttast að ekki takist
að semja og að deilan fari hugsan-
lega fyrir gerðardóm ef sett verða
lög á deiluna. Í samantekt VM um
félagsfundinn segir að ef svo fari sé
það hættuspil fyrir sjómenn því
dómurinn muni ekki einungis meta
kröfur sjómanna, heldur einnig
kröfur útgerðarinnar. ,,Verkbannið
breytir alveg okkar stöðu og að-
komu að þessum samningi,“ segir
Guðmundur þar sem ef lög yrðu sett
á deiluna gætu vélstjórar hugsan-
lega fallið undir úrskurð gerðar-
dóms.
Nálgast lengd verkfallsins 2001
Ef verkfallið stendur út næstu
viku er það orðið jafn langt sjó-
mannaverkfallinu árið 2001 eða sex
vikur. Guðmundur óttast að ef fund-
urinn á mánudaginn fer illa sé laga-
setning yfirvofandi og ,,að þá verði
farið að þurrka rykið af einhverju á
einhverju ráðuneytisborðinu“.
Sáttafundurinn á mánudag er
boðaður kl. 13.
Guðmundur Þ.
Ragnarsson
Jón Þórisson
jonth@mbl.is
Á fundi Faxaflóahafna í gær varð
niðurstaðan sú að Silicor Materials
fær lokafrest til septembermánaðar
til að standa skil á gjöldum vegna
hafnarsamnings, lóðaleigusamnings
og lóðagjaldasamnings um fyrirhug-
aða aðstöðu fyrirtækisins við Grund-
artanga í Hvalfirði.
Geri viðvart verði hætt við
Meðal skilyrða sem sett voru af
hálfu stjórnar Faxaflóahafna fyrir
lokafrestinum er að haft verði sam-
ráð við atvinnuvega- og nýsköpunar-
ráðuneyti og fjármálaráðuneyti
vegna fjárfestingarsamnings Silicor
og ríkisins um frágang málsins
þannig að veittur lokafrestur rúmist
innan ákvæða þess samnings. Jafn-
framt verði ekki af hálfu Faxaflóa-
hafna hafnar neinar framkvæmdir
sem efni samninganna lýtur að, á
meðan unnið er að fjármögnun verk-
efnisins og samningar aðila hafa ekki
tekið gildi. Þá er áskilið að Silicor
Materials upplýsi um gang viðræðna
þess við fjárfesta og geri grein fyrir
eins fljótt og kostur er hvort af verk-
efninu verði eða ekki.
Stjórn Faxaflóahafna hefur veitt
sambærilegan frest áður en ekki hef-
ur verið um lokafrest að ræða fyrr en
nú. Í upphaflegum samningum var
ráðgert að greiðsla Silicor Materials,
sem er nálægt 100 milljónum króna,
færi fram 1. apríl 2016. Fjórir stjórn-
armenn Faxaflóahafna greiddu at-
kvæði með þessari niðurstöðu en
fjórir sátu hjá.
Silicor Materials fær loka-
frest fram í september
Enn frestast 100 milljóna króna greiðsla á lóðagjöldum
Grundartangi Svæðið þar sem ráð-
gert er að verksmiðja Silicor rísi.
Brúni hundamítillinn greindist ný-
lega á hundi sem komið var með á
Dýraspítalann í Víðidal. Þetta kem-
ur fram í tilkynningu frá Matvæla-
stofnun (MAST). Mítillinn hefur að-
eins örsjaldan áður greinst hér á
landi. Bendir MAST hundaeig-
endum á að vera vakandi fyrir þess-
ari óværu og að hafa samband við
dýralækni verði hennar vart. Í til-
kynningunni segir að mikilvægt sé
að forðast að mítlar berist til lands-
ins með fólki eða farangri.
Matvælastofnun hafði þegar sam-
band við eiganda hundsins sem mít-
illinn fannst á og kannaði tengsl við
önnur gæludýr. Í framhaldinu var
haft samband við eigendur þeirra
gæludýra. Þrátt fyrir þetta er ekki
upplýst hvernig hundamítillinn
barst á þennan hund.
Fram kemur að þessi tegund mít-
ils hafi aðeins fundist fimm sinnum
áður á hundum hérlendis og þrisvar
á innfluttum hundum í einangrunar-
stöð. Brúni hundamítillinn er ólíkur
öðrum mítlum að því leyti að hann
getur farið í gegnum öll þroskastig
og alið allan sinn aldur innanhúss.
Fullorðnir hundamítlar nærast helst
á blóði úr hundum en geta líka farið
á önnur dýr og menn. Eins sé með
þessa óværu og ýmis smitefni sem
eru algeng erlendis að þau geti bor-
ist til landsins með fólki og farangri
þess, sér í lagi því sem hefur verið í
snertingu við dýr. Fólk sé því
áminnt um að gæta smitvarna og
reyna eins og kostur er að bera ekki
smitefni með sér til landsins. Bendir
MAST á að það sé best gert með því
að þvo allan fatnað og annað sem
hefur verið í snertingu við dýr,
hreinsa öll óhreinindi af skóm, þvo
þá, þurrka og sótthreinsa.
Hundamít-
ill finnst
hérlendis
Hundaeigendur
verði á varðbergi
Hundamítill Óværa sem fannst ný-
lega hérlendis á hundi.
Í dag er mánuður liðinn frá vetrarsólstöðum sem bar upp á 21. desember
síðastliðinn sem af þeim sökum bar þann vafasama heiður að teljast stysti
dagur ársins.
Daginn hefur lengt frá þeim degi, hægt í fyrstu, eða 11 sekúndur fyrsta
daginn. Jafnt og þétt lengir daginn hraðar og þennan mánuð hefur hann
lengt um 143 mínútur eða um tvær og hálfa klukkustund.
Daginn mun lengja allt til 21. júní næstkomandi en í kjölfarið taka dag-
arnir aftur að styttast.
Mánuður frá því að daginn tók að lengja á ný
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson