Morgunblaðið - 21.01.2017, Side 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2017
Halldór Benjamín Þorbergsson,framkvæmdastjóri Samtaka
atvinnulífsins, birti í gær kveðju til
nýs fjármálaráðherra þar sem bent
var á að „Ísland er háskattaland og
það er ekkert svig-
rúm til skattahækk-
ana á komandi miss-
erum“.
Það er dapurlegtað benda þurfi
á að ekkert svigrúm
sé til skattahækk-
ana, en eins og talað
hefur verið að
undanförnu er því
miður þörf fyrir
slíka ábendingu.
Samtök atvinnu-lífsins vekja athygli á að á síð-
ustu árum hefur skattheimta þyngst
hér á landi og að fá ríki í besta falli,
af þeim sem við berum okkur saman
við, leggja meiri byrðar á íbúa sína.
Þá er bent á að jaðarskattar hafifarið hækkandi og að háir
jaðarskattar dragi úr hvata ein-
staklinga til tekjuöflunar.
Ennfremur kemur fram hjá fram-kvæmdastjóra SA að trygg-
ingagjaldið sé enn allt of hátt, þrátt
fyrir að atvinnuleysi sé hverfandi.
Tekjur ríkisins af tryggingagjaldihafi aukist um 28% á síðustu
fjórum árum, sem hlýtur að gefa til-
efni til lækkunar gjaldsins, nema
þeir sem skattheimtunni stýra séu
sérstaklega áhugasamir um að
halda í háskattastimpilinn fyrir Ís-
land.
Það kynni að vera eðlilegt metn-aðarmál vinstri stjórnar, en
ástæða er til að minna á að lands-
menn höfnuðu þeim kosti í þing-
kosningunum.
Halldór Benjamín
Þorbergsson
Háskattalandið
Ísland
STAKSTEINAR
Benedikt
Jóhannesson
Veður víða um heim 20.1., kl. 18.00
Reykjavík 5 skúrir
Bolungarvík 5 súld
Akureyri 6 skýjað
Nuuk -5 skýjað
Þórshöfn 8 skýjað
Ósló 0 heiðskírt
Kaupmannahöfn 5 heiðskírt
Stokkhólmur 5 heiðskírt
Helsinki 0 snjókoma
Lúxemborg 0 heiðskírt
Brussel 4 heiðskírt
Dublin 7 léttskýjað
Glasgow 4 alskýjað
London 6 heiðskírt
París 0 heiðskírt
Amsterdam 2 heiðskírt
Hamborg 1 súld
Berlín 1 þoka
Vín -4 þoka
Moskva -3 heiðskírt
Algarve 12 heiðskírt
Madríd 8 léttskýjað
Barcelona 9 skýjað
Mallorca 11 léttskýjað
Róm 12 léttskýjað
Aþena 7 léttskýjað
Winnipeg 1 súld
Montreal 1 alskýjað
New York 5 þoka
Chicago 3 þoka
Orlando 21 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
21. janúar Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 10:39 16:40
ÍSAFJÖRÐUR 11:07 16:23
SIGLUFJÖRÐUR 10:50 16:05
DJÚPIVOGUR 10:14 16:04
Í samningi sem gerður var í gær milli
Rauða kross Íslands og íslenskra
stjórnvalda er stigið skref til að jafna
þjónustu við flóttafólk hér á landi,
hvort sem það kemur í boði stjórn-
valda, sem svonefnt kvótaflóttafólk,
eða á eigin vegum. Þetta kemur fram
á vef velferðarráðuneytisins. „Mér
finnst sérstaklega ánægjulegt að
fyrsti samingurinn sem ég undirrita
sem ráðherra skuli fela í sér tímamót
eins og hér um ræðir, því það var orð-
ið mjög mikilvægt að stuðla að jafnari
stöðu flóttafólks sem hingað kemur,“
segir Þorsteinn Víglundsson, félags-
og jafnréttismálaráðherra. Segir á vef
ráðuneytisins að á síðustu árum hafi
hælisleitendum sem sækja um og fá
alþjóðlega vernd hérlendis, og þar
með réttarstöðu flóttafólks, fjölgað
verulega. Lengi hafi verið rætt um að
þessir einstaklingar njóti ekki aðstoð-
ar og stuðnings til aðlögunar í sama
mæli og kvótaflóttafólk og að jafna
þurfi stöðu þessara hópa. Samning-
urinn er til þriggja ára og kveður á
um hlutverk Rauða kross Íslands
varðandi móttöku, aðstoð og stuðning
við flóttafólk, svo sem að flóttafólki
standi til boða stuðningur sjálfboða-
liða Rauða krossins sem veiti því al-
mennar leiðbeiningar, fræðslu og ráð-
gjöf og vísi á úrræði sem standa því til
boða.
Semja um stuðning við flóttafólk
Flóttafólk á eigin vegum verði jafn-
sett kvótaflóttafólki í boði stjórnvalda
Samningur Þorsteinn Víglundsson
og Sveinn Kristinsson undirrituðu.
Eftir að sala
eggja frá Brún-
eggjum hrundi í
kjölfar umfjöll-
unar í Kastljósi
um aðbúnað
fuglanna hafa
birgðir hlaðist
upp. Þá er þeg-
ar búið að slátra
hluta af bú-
stofninum á
búinu, að sögn Kristins Gylfa
Jónssonar, framkvæmdastjóra
Brúneggja.
Fyrirtækið er í sölu og eru
nokkrir áhugasamir aðilar að
skoða það, að sögn hans. Ljóst sé
hins vegar að verði ekki af þeim
viðskiptum þurfi að slátra öllum
varphænum Brúneggja.
Áður en viðskiptin stöðvuðust
var hlutur Brúneggja á mark-
aðnum nálægt 20% en ef starf-
semin leggst alveg af má að mati
Kristins búast við eggjaskorti á
markaðinum á næstu mánuðum.
omfr@mbl.is
Kristinn Gylfi
Jónsson
Hluta bú-
stofnsins
slátrað
Sala á Brúneggj-
um er til skoðunar