Morgunblaðið - 21.01.2017, Page 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2017
Herdís Helgadóttir,
hjúkrunarfræðingur
og fyrrverandi deild-
arstjóri taugadeildar
Landspítalans, lést á
líknardeild Landspít-
alans síðastliðinn
fimmtudag, 19. janúar,
á 89. aldursári.
Herdís fæddist á
Akureyri hinn 10. júlí
1928, dóttir hjónanna
Helga Ólafssonar og
Valýjar Þorbjargar
Ágústsdóttur. Hún var
næstelst átta systkina
og eru fjögur þeirra á
lífi.
Herdís lauk hjúkrunarfræðiprófi
árið 1950 og var skólahjúkrunar-
fræðingur á Siglufirði frá 1955 til
1968. Hún hóf störf á Landspít-
alanum árið 1968 og var deild-
arstjóri taugadeildar frá 1970 til
1984. Herdís var deildarstjóri á
Droplaugarstöðum frá 1986 til 1991.
Hún var varafor-
maður Kvenfélags
Hallgrímskirkju frá
1968 til 1985 og vara-
formaður Presta-
kvennafélags Íslands
frá 1972 til 1975.
Herdís giftist séra
Ragnari Fjalari Lár-
ussyni, sóknarpresti í
Hallgrímskirkju og
prófasti, árið 1950 en
hann lést árið 2005.
Herdís og Ragnar
eignuðust sex börn.
Þau eru Guðrún, fædd
1950, Þórsteinn, fædd-
ur 1951, Valý Helga, fædd 1953,
Lárus, fæddur 1954, Ragnheiður
Jensína, fædd 1956 og Halldóra
Anna, fædd 1964.
Barnabörn Herdísar eru 20 og
barnabarnabörnin 29.
Útför Herdísar verður gerð frá
Hallgrímskirkju föstudaginn 27. jan-
úar nk. og hefst athöfnin klukkan 13.
Andlát
Herdís Helgadóttir
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri
hefur ritað Jóni Gunnarssyni, sam-
göngu- og sveitarstjórnarráðherra,
bréf þar sem segir að Reykjavíkur-
borg sé tilbúin til funda um framtíð
Reykjavíkurflugvallar við fyrsta
tækifæri.
Borgarstjóri segir í bréfinu að
mikilvægt sé að ríki og Reykjavík-
urborg vinni saman að því að ná víð-
tækri sátt um framtíð Reykjavíkur-
flugvallar. Vísar hann til niðurstöðu
stýrihóps, Rögnunefndarinnar svo-
kölluðu, sem skyldi fullkanna aðra
kosti til rekstrar innanlandsflugs en
framtíðarflugvöll í Vatnsmýri. Stýri-
hópurinn skilaði skýrslu í júní 2015.
Í helstu niðurstöðum stýrihópsins
hafi m.a. komið fram að mestir þró-
unarmöguleikar innanlandsflugvall-
ar til framtíðar séu við Hvassa-
hraun, borið saman við aðra
flugvallarkosti. Reykjavíkurborg sé
reiðubúin til viðræðna við ráðuneyt-
ið um næstu skref á grundvelli
þeirra gagna sem stýrihópurinn afl-
aði og tillagna hans.
„Borgaryfirvöld eru tilbúin að
eiga samstarf við ríkið um að
tryggja rekstraröryggi Reykjavík-
urflugvallar í Vatnsmýri á meðan
undirbúningur að flutningi flugvall-
arins og eftir atvikum framkvæmdir
fara fram. Í því skyni hlyti endur-
skoðun á dagsetningum í Aðalskipu-
lagi Reykjavíkur 2010-2030 að eiga
sér stað. Jafnframt þyrfti þó að
mæta þeirri þörf fyrir húsnæðisupp-
byggingu sem viðkomandi svæðum
er ætlað að mæta í aðalskipulagi
borgarinnar og svæðisskipulagi höf-
uðborgarsvæðisins,“ segir borgar-
stjóri meðal annars í bréfinu.
sisi@mbl.is
Borgin tilbúin í við-
ræður um flugvöll
Tillögur Rögnunefndar grundvöllur
Dagur B.
Eggertsson
Jón
Gunnarsson
ÞEKKING – FRAMTÍÐIN
HVERT STEFNIR?
Ráðstefna í tilefni af Degi rafmagns
Þriðjudaginn 24. janúar 2017 kl. 13:00 – 15:45
Grand Hótel Sigtúni 38, Gullteigi B
Dagskrá
Ragnar Guðmannsson
Forstöðumaður Stjórnstöðvar Landsnets
Áskoranir og framþróun í flutningskerfi raforku
Ragnheiður H. Magnúsdóttir
Business Manager – Inside Sales Marel
Hvernig mun fjórða iðnbyltingin hafa áhrif á störfin okkar?
Hilmir Ingi Jónsson
Framkvæmdastjóri Powena
Veflægur rafvirki – framtíðin í rafmagnsþjónustu
Tryggvi Thayer
Verkefnisstjóri Menntamiðju Háskóla Íslands
Tækniþróun, tæknibyltingar og framtíð náms
Pallborðsumræður með þátttöku frá Rafiðnaðarsambandi Íslands,
Samtökum rafverktaka og fyrirlesurum
Ráðstefnustjóri:
Rúnar Bachmann
rafvirki
Skráning á vef www.rafis.is í síðasta lagi mánudaginn 23. janúar
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Lítil hrifning er innan Samtaka at-
vinnulífsins (SA) á áformum Þor-
steins Víglunds-
sonar, félags- og
jafnréttisráð-
herra, sem er
fyrrverandi fram-
kvæmdastjóri
SA, um að lög-
bundið verði að
öllum fyrirtækj-
um og stofnunum
sem hafa fleiri en
25 starfsmenn
verði skylt að láta
fara fram vottun samkvæmt jafn-
launastaðlinum ÍST 85:2012 á
þriggja ára fresti.
Telja fjölmargir innan SA að lög-
festing slíkrar vottunar væri afar
íþyngjandi fyrir fyrirtækin í landinu
og myndi ekki skila tilætluðum ár-
angri. Að lögfesta staðal sé mest
íþyngjandi leið sem hugsast geti og
gríðarlegt inngrip í starfsemi fyrir-
tækja.
Halldór Benjamín Þorbergsson,
nýr framkvæmdastjóri SA, staðfesti
í samtali við Morgunblaðið í gær að
mikil andstaða væri innan SA við
lögfestingu jafnlaunavottunar.
„Það hefur alltaf verið staðföst
stefna SA að eyða kynbundnum
launamun og samtökin styðja að
sjálfsögðu jöfn laun kynjanna á
vinnumarkaði. Launamisrétti er
ólíðandi. En að lögfesta jafnlauna-
vottun byggða á jafnlaunastaðli er
afar íþyngjandi aðgerð fyrir fyrir-
tækin í landinu. Það eru allir sam-
mála um takmarkið, en það eru aðrar
leiðir færar til þess að ná því, t.d. að
auka upplýsingagjöf fyrirtækja í
ársskýrslum,“ sagði Halldór.
Gríðarlega flókið í framkvæmd
Hann segir að frumvarpið um
jafnlaunavottun sé ekki komið fram
en skilji hann málið rétt vilji ráð-
herrann að jafnlaunastaðall verði
lagður til grundvallar. „Þetta er
gríðarlega flókið í framkvæmd.
Staðlar heyra undir Staðlaráð Ís-
lands, t.d. umhverfisstaðall, öryggis-
staðlar o.s.frv. og til þess að fá vott-
un á staðli þarf faggilt vottunarstofa
að votta þetta. Þannig að flækjustig-
ið er mjög hátt,“ sagði Halldór.
Hann telur af þeim sökum að af-
staða SA verði að leggjast gegn lög-
festingu jafnlaunastaðals, enda séu
staðlar hvergi í heiminum lögfestir.
Þeir séu alltaf valkvæðir. Staðlar feli
það í sér að fyrirtæki lofa að undir-
gangast tugi kvaða og þannig sé lög-
festing þeirra mikið inngrip í dag-
lega starfsemi fyrirtækja.
„Lögfesting á stöðlum gengur
þvert á hugmyndafræðina sem er að
baki stöðlum og það sem verra er,
þetta gengur í berhögg við íslenska
vinnumarkaðslíkanið. Stjórnmála-
menn eiga ekki að bæta við kröfur,
sem samið er um í kjarasamning-
um,“ sagði Halldór.
SA leggjast gegn jafnlaunavottun
Halldór Benjamín Þorbergsson, nýr framkvæmdastjóri SA, segir að hvergi í heiminum séu staðlar
lögfestir Stjórnmálamenn eigi ekki að bæta við kröfur sem samið er um í kjarasamningum
Morgunblaðið/Golli
Jafnlaunastaðall Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að lög-
festing jafnlaunastaðals væri mikið inngrip í daglega starfsemi fyrirtækja.
Halldór Benjamín
Þorbergsson