Morgunblaðið - 21.01.2017, Síða 13
Lengst fór ég til Grundarfjarðar, þar
sem Kristín Karólína Jakobsdóttir
bjó á Skerðingsstöðum, en hún var
föðuramma móður minnar og lést ár-
ið 1957. Einnig fór ég á slóðir Her-
dísar Þórðardóttur, föðurömmu
pabba, á Reykjanesinu. Ég vissi af-
skaplega lítið um langömmur mínar
en í þessu ferli öllu hitti ég í fyrsta
skipti nokkur skyldmenni mín af eldri
kynslóðinni sem mundu eftir þeim og
gátu sagt mér undan og ofan af lífs-
hlaupi þeirra.“
Í tengslum við sýninguna skrif-
aði Anna Leif stutta hugleiðingu og
æviágrip kvennanna í sýningarskrá.
Sumar sögurnar eru býsna dramat-
ískar, mikið um harmleiki og barns-
missi eins algengt var í gamla daga.
„Mér þótti afar vænt um að fá tæki-
færi til kynnast nokkrum frænkum
mínum, afkomendum Kristínar Kar-
ólínu. Þær komu á sýninguna og á
eftir sátum við eina kvöldstund og
röbbuðum um þessa formóður okkar.
Þegar maður veit um skyldleikann
finnst mér frændfólkið standa manni
með einhverjum hætti nær hjartanu
en aðrir. Næst á dagskrá er að kynn-
ast afkomendum Herdísar Þórðar-
dóttur betur. Í þessu rannsóknarferli
fannst mér ég tengjast Kristínu Kar-
ólínu betur en hinum, kannski vegna
þess að ég sá ákveðið svipmót með
okkur. Þegar ég fór svo að mála Indi-
önu Leifsdóttur, ömmu mína, sá ég
að mér kippti einnig heilmikið í kynið
í föðurættina.“
Karlarnir kannski seinna
Anna Leif málaði eftir ljós-
myndum sem hún fékk hjá foreldrum
sínum og skyldmennum. Elsta mynd-
in er af Herdísi frá árinu 1915. „Hún
er um tvítugt og situr ægilega
prúðbúin í peysufötum og horfir
dreymin á svip í myndavélina. Mig
langaði að mála konurnar á svipuðum
aldri en það gekk ekki eftir því ljós-
myndirnar voru frá ýmsum aldurs-
skeiðum. Málverkin af mömmu, mér
og dóttur minni eru þó frá því við vor-
um á þessum aldri og spegla, eins og
allar myndirnar, tísku hvers tímabils,
til dæmis er mamma með mikla hár-
greiðslu eins og var í tísku árið 1968.“
Önnu Leif kom á óvart hversu
skemmtilegt henni þótti að mála
myndirnar, en hún hafði ekki áður
spreytt sig á portrettmálun.
„Ég fékk styrk frá
Uppbyggingarsjóði Vesturlands til
að halda sýninguna, hófst handa í júní
og lauk verkinu fimm mánuðum síð-
ar. Þegar ég var í Listaháskólanum
dreymdi mig um að halda kvennaboð,
nokkurs konar gjörning, sem ég átti
þó eftir að útfæra nánar. Afmælisár
kosningaréttar kvenna ýtti svolítið
við mér að láta til skarar skríða,“
segir hún og lætur þess getið að ný-
verið hafi hún verið beðin um að mála
mynd eftir ljósmynd af formóður fyr-
irspyrjanda. „Kannski maður leggi
portrettmálun fyrir sig í framtíðinni.
Ég á alveg eftir að gera körlunum í
ættinni skil,“ segir hún bæði í gamni
og alvöru.
Spurð hvort einhver hafi falast
eftir málverkunum á sýningunni til
kaups segist hún reyndar hafa verið
spurð hvort hún gæti selt ömmu sína.
„Spurningin var auðvitað sett fram í
gríni, en svar mitt var og er: Maður
selur ekki ömmu sína,“ svarar mynd-
listarkonan.
Kvenleggurinn Anna Leif er önnur frá vinstri, lengst til vinstri er dóttir hennar Íris Jana Ásgeirsdóttir, hægra megin er móðir hennar, Auður S. Þorvaldsdóttir. Myndirnar af þeim þremur málaði
hún af þeim þegar þær voru um tvítugt. Bergþóra Árnadóttir, móðuramma hennar, önnur frá hægri, og Guðbjörg Jónsdóttir, langamma hennar í móðurætt, lengst til hægri, voru eldri.
Listakonan Önnu Leif
langaði að heiðra minningu
formæðra sinna á 100 ára
afmæli kosningaréttar
kvenna.
DAGLEGT LÍF 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2017
Ljóðahátíðin Dagar ljóðsins í Menn-
ingarhúsunum í Kópavogi hefst í dag,
laugardaginn 21. janúar, þegar100 ár
eru liðin frá fæðingu Jóns úr Vör. Há-
tíðin stendur til 28. janúar með fjöl-
breyttri dagskrá fyrir börn og fjöl-
skyldur sem og áhugafólk um Jón úr
Vör og ljóðlistina.
Boðið verður upp á tvær fjöl-
skyldustundir í dag. Sá ég sauð,
ljóðatónleikar fyrir börn eru í Salnum
kl. 13. Jón Svavar Jósefsson og
Hrönn Þráinsdóttir flytja ljóðaperlur
eftir íslensk skáld og tónskáld.
Bergrún Íris Sævarsdóttir, teiknari og
rithöfundur, verður á Bókasafni
Kópavogs kl. 14-16 og leiðir sögu-
smiðjuna Búum til bók þar sem hug-
myndaflug 5-7 ára barna er beislað
og búin til bók. Ætlast er til að einn
fullorðinn fylgi hverju barni. Skráning
á menningarhusin@kopavogur.is
Kl. 16 veitir Lista- og menningarráð
Kópavogs verðlaun í ljóðasamkeppn-
inni Ljóðstafur Jóns úr Vör í Salnum
og einnig verða veittar viðurkenn-
ingar í ljóðasamkeppni grunnskóla
Kópavogs.
Hátíð í bæ – Ljóðstafur Jóns úr Vör afhentur í Salnum
Fjölskyldustund Bergrún Íris Sævarsdóttir, teiknari og rithöfundur, leiðir
sögusmiðjuna Búum til sögu fyrir fimm til sjö ára börn.
Ljóðatónleikar og sögusmiðja
fyrir börn á Dögum ljóðsins
Styrkir úr Lýðheilsusjóði 2017
Lýðheilsusjóður óskar eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum til
heilsueflingar og forvarna á sviði geðræktar, næringar, hreyfingar
og tannverndar auk áfengis-, vímu- og tóbaksvarna.
Áhersla er lögð á eftirfarandi:
• Aðgerðir sem miða að því að efla geðheilsu.
• Árangursríkar áfengis- og vímuvarnir.
• Aðgerðir sem miða að heilbrigðu mataræði og hreyfingu.
• Aðgerðir til að draga úr tóbaksnotkun.
• Verkefni sem beinast að minnihlutahópum til að stuðla að jöfnuði til heilsu.
• Forvarnir gegn sjálfsvígum.
Við úthlutun verður tekið mið af lýðheilustefnu velferðarráðuneytisins, sbr. skjalið
Lýðheilsustefna og aðgerðir sem stuðla að heilsueflandi samfélagi
– með sérstakri áherslu á börn og ungmenni að 18 ára aldri. (Útg. 2016)
Verkefni sem uppfylla eftirtalin skilyrði hafa forgang:
- Verkefni sem unnin eru í víðtæku samstarfi hagsmunaaðila í samfélaginu.
- Verkefni með eigin fjármögnun og/eða aðra fjármögnun.
Verkefnin eiga að byggja á faglegum grunni og hafa raunhæf og skýr markmið.
Gera þarf grein fyrir því hvernig árangur verkefnis verður metinn og skal skila framvin-
duskýrslu að verkefni loknu.
Umsóknarfrestur er til og með 20. febrúar 2017 og skal sótt um á
vefsvæði Lýðheilsusjóðs, http://lydheilsusjodur.sidan.is/pages/.
Nánari upplýsingar í síma 510 1900 eða á vef Embættis landlæknis.
Einungis er tekið á móti rafrænum umsóknum í gegnum vefsvæði sjóðsins.
Embætti landlæknis - Barónsstíg 47 - 101 Reykjavík - Sími 5101900 - lydheilsusjodur@landlaeknir.is - www.landlaeknir.is