Morgunblaðið - 21.01.2017, Qupperneq 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2017
LYNGHÁLS 9, 110 REYKJAVÍK
1962 fm.Glæsilegt skrifstofu-
húsnæði i Reykjavík til sölu.
Húsnæðið eru þrjár hæðir sem
hafa verið standsettar á
smekklegan hátt.
Hæðirnar bjóða uppá blöndu
af opnum rýmum og lokuðum
skrifstofum.
Möttökurými er á öllum hæðum. Stutt út á helstu stofnbrautir.
Nánari upplýsingar gefur
Ísak V. Jóhannsson í síma 822-5588 og Sigrún í síma 7737617
Viðar Marionsson
löggiltur fasteignasali
Bæjarlind 4 , 201 Kópavogur, 512 3600, tingholt.is
VIÐTAL
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Það er ekkert eitt sem ræður. Ef
maður reynir að gera sitt besta á öll-
um sviðum uppsker maður betur.
Maður verður aldrei svo gamall að
maður læri ekki af reynslunni, getur
alltaf gert betur,“ segir Gróa Mar-
grét Lárusdóttir sem rekur af-
urðahæsta kúabú landsins ásamt
manni sínum, Sigurði Eggertz Ólafs-
syni, á Brúsastöðum í Vatnsdal.
Búið á Brúsastöðum sem rekið er
í nafni Brúsa ehf. hefur undanfarin
fimm ár verið í röð afurðahæstu kúa-
búa landsins, samkvæmt niður-
stöðum skýrsluhalds í naut-
griparækt sem Ráðgjafarmiðstöð
landbúnaðarins heldur utan um - og
þrisvar verið í fyrsta sæti. Á síðasta
ári voru meðalafurðir búsins 8.990
kg eftir hverja árskú að meðaltali.
Er það nýtt glæsilegt Íslandsmet. Í
fjósinu á Brúsastöðum stendur einn-
ig kýrin Nína 676 sem var besta
mjólkurkýr landsins á síðasta ári,
mjólkaði meira en nokkur kýr hefur
áður gert hér á landi.
Halda uppi meðaltalinu
Gróa segir að huga verði að mörg-
um þáttum í búskapnum til að ná ár-
angri. Allt verði að haldast í hendur.
Hún nefnir að vanda þurfi uppeldi
kvígnanna og hafa þær ekki of gaml-
ar þegar þær bera fyrst. Vanda þurfi
sláttutíma og heyja eins vel og hægt
er. Taka heysýni að hausti og velja
kjarnfóður eftir niðurstöðum þess.
Hún segir að sinna þurfi kúnum
vel. Gæta þess að þær skorti aldrei
hey, hafi nóg að borða allan sólar-
hringinn. Þau eru með gjafakerfi
þar sem rúllurnar eru settar inn í
fjós tvisvar til þrisvar sinnum í viku
og auðvelt er að færa átgrindurnar
að kúnum eftir því sem þær éta.
„Heyin þurfa að vera góð og rúll-
urnar jafngóðar þegar svona kerfi er
notað. Kýrnar gera upp á milli rúllna
og þær lélegri verða eftir.“ Einnig
þurfi að sjá til þess að kýrnar hafi
góðan haga í útibeit.
Ræktun íslenska mjólkurkúa-
stofnsins skilar stöðugum fram-
förum, að sögn Gróu. Hún segir að
þau á Brúsastöðum eignist stöðugt
fleiri afburðakýr sem hækki með-
altalið verulega. „Við erum að fá
betri kvígur inn. Þær mjólka vel á
fyrsta mjaltaskeiðinu og gera svo
enn betur á öðru og þriðja. Þegar
maður er kominn með 24 kýr af 50
sem mjólka yfir 8.500 kg á ári halda
þær mjög vel við meðaltalið þótt aðr-
ar séu lakari,“ segir Gróa.
Heyskapurinn skemmtilegastur
Góð tíð á síðasta ári er ekki skýr-
ingin á miklum afurðum á Brúsa-
stöðum. „Við áttum góð hey frá
árinu 2015. Sumarið 2016 var ekki
eins gott þó það væri hlýtt. Vissu-
lega spratt betur en heyið í rúllunum
í haust var ekki eins kröftugt og
2015. Fóðrið verður kröftugra þegar
aðeins kaldara er í veðri,“ segir hún.
„Þetta er skemmtilegt starf,“ seg-
ir Gróa og heldur áfram: „Mér finnst
heyskapurinn skemmtilegastur. Nýt
mín í því að sópa saman góðu heyi í
góðu veðri.“
Jarðrækt er undirstaða góðra
heyja. Gróa og Sigurður hafa ræktað
nánast alla jörðina og þau end-
urvinna 20-25 hektara á hverju ári til
að fá hámarksuppskeru af túnunum.
Sigurður og Gróa ganga saman í
fjósverkin og heyskapinn. Sigurður
sér meira um vélarnar enda er hann
reyndur vélamaður og tekur einnig
að sér að rúlla fyrir nokkra ná-
granna. Gróa segir mikilvægt að
ráða eigin tækjum. „Það er eitt af
því sem við höfum lært af reynsl-
unni. Maður þarf að geta rúllað þeg-
ar það hentar manni best.“
Mjaltaþjónn hefur verið í fjósinu á
Brúsastöðum frá árinu 2011. Hjónin
telja að hann eigi sinn þátt í góðum
afurðum búsins. Kýrnar geti mjólk-
að sig þegar þeim sýnist. Það skili
meiri afurðum. Þá dreifi róbótinn
kjarnfóðurgjöfinni yfir sólarhring-
inn þannig að fóðrið nýtist betur. Þá
gæti þau þess að hafa ekki of margar
kýr fyrir mjaltaþjóninn þannig að
hver og ein hafi nægan tíma til að
mjólka sig.
Þau fara í fjósið fjórum sinnum á
dag. Þegar mjaltaþjónninn sér um
mjaltirnar og gjafirnar eru vél-
væddar eru fjósferðirnar aðallega til
eftirlits og þrifa. „Við sáum það þeg-
ar við tókum inn róbótinn að það
skilaði sér strax í lægri líftölu og þar
með hreinni mjólk að vera duglegur
að þrífa. Þá heldur maður því við,“
segir Gróa.
Mjólkuðu fyrir íbúðarhúsinu
Vegna mikillar sölu mjólkuraf-
urða síðustu árin gaf mjólkuriðn-
aðurinn bændum lausan tauminn í
framleiðslunni, þar til nú um ára-
mótin að kvótinn fór aftur að virka.
„Við nýttum svigrúmið að hluta. Við
bættum ekki við kúm en kýrnar okk-
ar mjólkuðu meira,“ segir Gróa.
Kvótinn á Brúsastöðum er 350
þúsund lítrar en á síðasta ári lögðu
þau inn í mjólkursamlag 415 þúsund
lítra. Er það meira en þau hafa
nokkru sinni áður gert. Þau fengu
afurðastöðvaverð fyrir þessa 65 þús-
und lítra sem voru umfram, að frá-
dregnu 20 króna innvigtunargjaldi á
lítra. „Við höfum verið að endurnýja
íbúðarhúsið og vorum að reyna að
láta kýrnar mjólka fyrir því. Það
tókst að miklu leyti.“
Gróa er mótfallin því að leggja
niður greiðslumark í mjólkurfram-
leiðslu eins og mjög var til umræðu
við gerð búvörusamnings. Nið-
urstaðan var að leggja málið fyrir
bændur í sérstakri atkvæðagreiðslu
eftir nokkur ár. „Ég held að aldrei sé
hægt að stýra framleiðslunni án þess
að hafa stýrikerfi. Það er auðvelt að
auka mjólkurframleiðsluna og þess
vegna er nauðsynlegt að hafa eitt-
hvert kerfi til að auka hana eða
minnka eftir þörfum markaðarins.
Kvótinn er langbesta aðferðin til
þess.“
Alltaf hægt að gera betur
Kýrnar á Brúsastöðum í Vatnsdal settu nýtt og glæsilegt Íslandsmet í afurðasemi á nýliðnu ári
Allir þættir í kúabúskapnum þurfa að vera í lagi til þess að árangur náist, segir Gróa Lárusdóttir
Kýr Kg mjólkur Bú
1. Nína 676 13.833 Brúsastaðir
2. Hrísa 336 13.779 Austurhlíð
3. Stebba Dýra 684 13.621 Brúsastaðir
4. Skvís 1161 13.594 Gil
5. Króna 131 13.400 Ásgarður
6. Pollýanna 624 13.181 Brúsastaðir
7. Urður 1229 13.148 Hvanneyri
8. Surtla 695 13.110 Moldhaugar
9. Aska 12.869 Flatey
10. Klukka 12.733 Grænahlíð
Afurðahæstu kýrnar 2016
Meðalafurðir á árskú
Heimild: rml.is
kg
Afurðahæstu kúabúin 2016
Meðaltal eftir hverja árskú
6.500
6.000
5.500
5.000
2008 2010 2012 20142009 2011 2013 2015 2016
Bú Skýrsluhaldarar Árskýr Kg mjólkur
1. Brúsastaðir Brúsi ehf. 50,9 8.990
2. Moldhaugar Þröstur Þorsteinsson 60,8 8.274
3. Hraunháls Guðlaug og Eyberg 28,1 8.173
4. Syðri-Grund Félagsbúið Syðri-Grund 51,8 8.129
5. Gautsstaðir Pétur Friðriksson 98,6 8.091
6. Espihóll Félagsbúið Espihóli 61,4 8.049
7. Garðakot Pálmi Ragnarsson 65,2 8.029
8. Stóru-Tjarnir Stóru-Tjarnir ehf. 51,8 7.981
9. Núpur Björgvin Rúnar Gunnarss. 83,9 7.950
10. Skíðbakki Rútur og Guðbjörg 59,8 7.925
11. Skáldabúðir Gunnbjörn ehf. 58,4 7.923
12. Reykjahlíð Búkostir ehf. 70,5 7.914
13. Sólheimar Valdimar Óskar Sigmarss. 36,2 7.904
14. Hvanneyri Hvanneyrarbúið ehf. 68,8 7.859
15. Hurðarbak Hurðarbaksbúið ehf. 44,6 7.771
16. Engihlíð Félagsbúið Engihlíð 55,5 7.768
17. Hóll Hóll, Svarfaðardal 50,7 7.740
18. Syðri-Bægisá Helgi Bjarni Steinsson 37,4 7.715
19. Hallland Félagsbúið Halllandi ehf. 67,7 7.706
20. Lyngbrekka Sigrún og Ármann 31,9 7.665
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Bændur Sigurður Ólafsson og Gróa Margrét Lárusdóttir eru fyrirmyndar-
bændur. Þau huga að öllum þáttum rekstrarins og það skilar þeim á toppinn.
„Hún er stór og mikil og mikið
rými í henni til að éta. Svo hefur
hún töluvert skap. Þær ákveðnu
fara að garðann og éta hvað sem
tautar og raular,“ segir Gróa Mar-
grét Lárusdóttir um Nínu 676 sem
var afurðahæsta kýr landsins á
síðasta ári. Mjólkaði 13.833 kg sem
er nýtt Íslandsmet.
Nína er undan Ófeigi sem reynst
hefur ágætis kýrfaðir. Þau keyptu
móður hennar sem kálf.
Nína hefur borið þrisvar og á að
bera fjórða kálfinum í lok febrúar.
Hún mjólkar enn á fullu og Gróa
segir að erfitt sé að þurrka hana
upp. Þau eiga efnilega kvígu und-
an Nínu og vonast til að hún feti í
klaufför móður sinnar.
Á Brúsastöðum eru 9 kýr sem
mjólkuðu meira en 10 þúsund kg á
síðasta ári. Ein þeirra er Stebba
Dýra 684. Hún mjólkaði 13.621 kg
og var í þriðja sæti yfir landið og
hærri en gamla Íslandsmetið. Hún
er á öðrum kálfi. Pollýanna 624 er
sú sjötta hæsta, mjólkaði 13.181
kg. Stebba er með gallað júgur og
ekki tókst að koma kálfi í Pollý-
önnu. Því þurfa þær að víkja fyrir
öðrum.
Metkýrin er skapmikil
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Metkýr Nína á Brúsastöðum er stór mjólkurkýr sem skilar góðum afurðum.