Morgunblaðið - 21.01.2017, Page 19
FRÉTTIR 19Innlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2017
Fallegir flækingsfuglar hafa ver-
ið á sveimi í görðum og trjáreitum
upp á síðkastið. Nokkrar silkitoppur
hafa verið í sveitinni að gæða sér á
reyniberjum og óneitanlega er
fjaðurhamur þeirra skrautlegur.
Þetta eru fjörugir fuglar og heim-
sóknir þeirra eru kærkomin nýjung í
fuglaflóruna. Þegar reyniberin þrýt-
ur þiggja þær gjarnan epli eða annað
sem að þeim er rétt. Þessir sjaldséðu
gestir láta sig svo hverfa en enginn
veit hvert þeir fara.
Ljósleiðaravæðing stendur yfir
í Þingeyjarsveit og er stefnt að því að
búið verði að leggja ljósleiðara á alla
bæi í lok þessa árs. Nú þegar eru
margir bæir orðnir tengdir og segir
fólk að hraðinn hafi tífaldast og með
það er mikil ánægja. Unga fólkið
segir að allar sveitir verði að vera
með ljósleiðara því annars sé ekki
hægt að búa í þeim. Tjörnesingar
fengu ljósleiðara fyrstir allra, en enn
er enginn ljósleiðari í Reykjahverfi
og er óánægja með það meðal íbú-
anna.
Þorrablótin eru að byrja og nú
um helgina verður þorri blótaður í
Bárðardal, Mývatnssveit og á Tjör-
nesi.
Þorri er síðan blótaður í
Fnjóskadal, Reykjadal, Aðaldal ,
Kinn og Reykjahverfi. Sumir ná því
að fara á mörg blót og dæmi eru um
að fólk hafi farið á sex blót ef Húsa-
víkurblótið og grunnskólablótin eru
talin með. Þetta er tími leikþátta,
söngs og dans og því mikilvægt að
færð og veður leyfi allt þetta sam-
komuhald.
Sólin er farin að hækka á lofti og
um leið lyftist brúnin á mörgum.
Ekki hefur þurft að kvarta yfir tíðar-
farinu og búsmali var lengur úti í
haust en oft áður. Kýr voru t.d. úti á
nokkrum bæjum fram yfir fyrsta
vetrardag og þykir það mjög óvana-
legt.
Þá hafa útigönguhestar haft það
mjög gott fram að þessu. Mörgum
gafst frábært tækifæri til útiverka
og stóð jarðvinna fram í desember,
sem er ekki mjög vanalegt í Þingeyj-
arsýslum. Á Víkurskarði hefur ekki
verið mikil ófærð fram að þessu og
mjólkurbíllinn frá Akureyri því nán-
ast alltaf á réttum tíma. „Vonandi
verður gott áfram,“ segja bænd-
urnir, en snjóleysið og góða færðin
virðist eiga vel við marga.
Morgunblaðið/Atli Vigfússon
Í góðu yfirlæti Hestarnir á túninu við Presthvamm í Aðaldal hafa haft það gott í góðu tíðinni að undanförnu.
Leitað að þingeysku monti
ÚR BÆJARLÍFINU
Atli Vigfússon
Laxamýri
Kúabúum heldur áfram að fækka í
Suður-Þingeyjarsýslu. Fimm
mjólkurframleiðendur hættu um
áramótin og vitað er um nokkra sem
eru að velta fyrir sér framtíðinni.
Ekkert nýtt kúabú var stofnað enda
ekki auðvelt að byrja í búgreininni.
Sumir hafa töluverðar áhyggjur af
kúabúskap í sýslunni og til marks
um það eru nokkrir fundir sem Bún-
aðarsamband S-Þing. og Félag
þingeyskra kúabænda efndu til
seint á haustdögum. Þar kom margt
fram og ræddu bændur opið um það
hver væri framtíð þessa búskapar á
jörðum þeirra. Mjög margir sem
framleiða mjólk í héraðinu eru að
eldast og ungu bændurnir eru um
fertugt eða að byrja fimmtugsald-
urinn.
Búnaðarsambandið lætur sig
ýmislegt varða og í áramótabréfi
stjórnarinnar segir að íbúar sýsl-
unnar séu svo heppnir að eiga mörg
fjölskyldubú, gott samfélag og góða
skóla. Fjölskyldubú séu rekin í sátt
við umhverfið og það sé mikil auð-
lind. Þar segir einnig að Þing-
eyingar þurfi að draga djúpt and-
ann og finna aftur það þingeyska
mont sem héraðsbúar voru svo
þekktir fyrir hér áður fyrr. Bún-
aðarsambandið er með merkilegt
verkefni í gangi þar sem menn velta
fyrir sér hvernig bændafólk getur
gert það besta úr vinnu sinni á bú-
unum, skipulagt sig betur og bætt
aðstöðu sína og búsmalans.
Opið frá kl. 10 - 18 virka daga og 12 - 16 laugardaga
15-60% AFSLÁTTUR
STÓRÚTSALA
Vara 102266
Bandsög frá Axminster
Útsöluverð: 39.500,- kr.
40%
Afsláttur
Vara 28472
Fjölnota fræsi- og slípivél
frá Proxxon
Útsöluverð: 11.850,- kr.
37%
Afsláttur
Vara 501255
Slípiband og skífa
frá Axminster
Útsöluverð: 14.850,- kr.
25%
Afsláttur
Vara 502365
Snilldarlausn frá Sjöbergs
Útsöluverð: 14.800,- kr.
43%
Afsláttur
Í tösku + 43 aukahlutir
Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi - Sími: 555-1212 - handverkshusid.is
Opið frá kl. 10 - 18 virka daga og 12 - 16 l ug rdaga