Morgunblaðið - 21.01.2017, Qupperneq 20
20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2017
10%
afsláttur af
hringa-
pörum
CARAT Haukur gullsmiður O Hátúni 6a O s. 577 7740 O carat.is
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
K
R
A
F
T
U
R
FÉLAG UNGS FÓLKS SEM GREINST HEFUR MEÐ KRABBAMEIN OG AÐSTANDENDUR
STYRKTU KRAFT MEÐ MÁNAÐARLEGU FRAMLAGI
Skráðu þig á www.lifidernuna.is
LÍFIÐ ER
NÚNA!
ÞAÐ ÞARF KRAFT
TIL AÐ TAKAST Á
VIÐ KRABBAMEIN
21. janúar 2017
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 112.84 113.38 113.11
Sterlingspund 139.09 139.77 139.43
Kanadadalur 84.9 85.4 85.15
Dönsk króna 16.16 16.254 16.207
Norsk króna 13.318 13.396 13.357
Sænsk króna 12.609 12.683 12.646
Svissn. franki 112.08 112.7 112.39
Japanskt jen 0.9833 0.9891 0.9862
SDR 152.52 153.42 152.97
Evra 120.18 120.86 120.52
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 151.8736
Hrávöruverð
Gull 1199.1 ($/únsa)
Ál 1830.0 ($/tonn) LME
Hráolía 54.29 ($/fatið) Brent
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Eimskip hefur átt
í samningaviðræð-
um við skipasmíða-
stöðvar í Kína í
tengslum við smíði
á tveimur 2.150
gámaeininga skip-
um með ísklassa,
að því er fram kem-
ur í tilkynningu
félagsins til Kaup-
hallar. Er stefnt að
vali á skipasmíðastöð og undirritun
samnings á næstu dögum. Eimskip og
grænlenska skipafélagið Royal Arctic
Line undirrituðu í fyrra viljayfirlýsingu
um að meta möguleika á samstarfi um
smíði slíkra skipa. Ráðgert er að skipin
tvö verði afhent fyrir árslok 2019.
Í viðtali við Gylfa Sigfússon, forstjóra
Eimskips, í ViðskiptaMogganum í októ-
ber var áætlað að kostnaður við smíði á
skipi af þessu tagi gæti verið í kringum
30 milljónir dollara eða um hálfur fjórði
milljarður króna.
Eimskip að ljúka samn-
ingum um smíði skipa
Gylfi
Sigfússon
STUTT
BAKSVIÐ
Þóroddur Bjarnason
tobj@mbl.is
Fjármálaeftirlitið hefur enn ekki af-
greitt umsókn BLM fjárfestinga ehf.
um að fara með yfir 50% eignarhlut í
Klakka, sem er 100% eigandi fjár-
mögnunarfyrirtækisins Lýsingar.
Meira en fjórir mánuðir eru liðnir síð-
an BLM fjárfestingar keyptu 11,6%
hlut sem áður var í eigu slitabús
Glitnis og fór þá yfir 50% eignarhlut í
Klakka. Það er umfram þann tíma-
frest sem kveðið er á um í lögum um
fjármálafyrirtæki.
Af þessum sökum hefur umdeild
sala Lindarhvols á 17,7% eignarhlut
ríkisins í Klakka til BLM fjárfestinga
í október síðastliðnum heldur ekki
verið samþykkt af FME. Töluvert
hefur verið deilt á framkvæmd Lind-
arhvols við þá sölu.
Umdeilt skúffufélag á Írlandi
BLM fjárfestingar ehf. er í eigu
Burlington Loan Management sem
skráð er á Írlandi. Það félag er
skúffufyrirtæki í eigu bandaríska
vogunarsjóðsins Davidson Kempner í
New York.
Burlington Loan Management hef-
ur verið í fréttum hér á landi vegna
umsvifa sinna í fjármálafyrirtækjum
eftir hrun, auk þess sem það hefur lát-
ið til sín taka í öðrum löndum á sama
tímabili. Fjallað var um félagið á Ír-
landi í tengslum við Panamaskjölin
svokölluðu, sem birtu yfirlit yfir eign-
arhluti einstaklinga og félaga í skatta-
skjólum á aflandseyjum. Í frétt The
Irish Times kemur fram að Davidson
Kempner hafi séð sér leik á borði árið
2009 þegar aðrir fjárfestar yfirgáfu
Írland í ofboði eftir fjármálahrunið og
stofnað fyrirtæki í landinu til að
kaupa upp eignir sem orðið höfðu fyr-
ir barðinu á kreppunni.
Það fyrirtæki er umrætt Burling-
ton Loan Management, sem sam-
kvæmt frétt blaðsins hefur keypt
eignir fyrir milljarða evra, þar á með-
al skuldbindingar á fallna banka á Ís-
landi og Spáni, og veðlán með trygg-
ingu í írskum fasteignum. Burlington
sé skráð ásamt 479 fyrirtækjum á
skrifstofu Deutsche Bank í viðskipta-
hverfinu í Dublin og nemi eignir þess
yfir 6 milljörðum evra, þótt starfs-
menn séu bara tveir og skattskyldur
hagnaður nær enginn. Samkvæmt
skrá um írsk hlutafélög eru stjórnar-
menn félagsins fjórir og hafa þeir set-
ið í stjórnum 461 annars fyrirtækis.
FME tjáir sig ekki
Í skriflegu svari segist Fjármála-
eftirlitið ekki geta tjáð sig um einstök
mál sem eru til meðferðar hjá stofn-
uninni en tímafrestur til að fara yfir
tilkynningu aðila um virkan eignar-
hlut reiknast frá þeim tíma sem eft-
irlitið hefur móttekið fullbúna til-
kynningu.
Haft var eftir Unni Gunnarsdóttur,
forstjóra FME, í viðtali í Viðskipta-
blaðinu í vikunni, að einu aðilarnir
sem virðast hafa áhuga á því að kaupa
banka séu sjóðir, t.d. vogunarsjóðir,
sem leggi mikið á sig til að leyna því
hverjir þeir séu í raun. „Þetta er mik-
ið púsluspil og það er alls ekki einfalt
að vinna úr þessu,“ er haft eftir Unni.
Samþykki á virkum eignar-
hlut í Lýsingu enn óafgreitt
Morgunblaðið/Eggert
Hæfismat Klakki á 100% í fjármálafyrirtækinu Lýsingu en BLM hefur óskað eftir að fara með yfir 50% hlut í Klakka.
Úr lögum um
fjármálafyrirtæki
» FME hefur 60 virka daga frá
staðfestingu tilkynningar til
þess að meta hæfi til að fara
með virkan eignarhlut.
» Sé óskað eftir viðbótarupp-
lýsingum frá viðkomandi bæt-
ist bið eftir upplýsingum við
dagafjölda, þó ekki umfram 20
virka daga.
» Frestur getur samkvæmt því
að hámarki verið 80 virkir dag-
ar eða tæplega fjórir mánuðir.
Fjórir mánuðir síðan vogunarsjóður fór yfir 50% hlut Ríkið seldi sjóðnum 17,7%
Afkoma sjávarútvegsfyrirtækja
batnaði í heild á milli áranna 2014 og
2015 samkvæmt nýjum tölum frá
Hagstofu Íslands. Hagnaður sjávar-
útvegsfyrirtækja fyrir afskriftir,
fjármagnsliði og tekjuskatt
(EBITDA) sem hlutfall af heildar-
tekjum hækkaði úr 24,3% í 27% á
árinu 2015. Í fiskveiðum hækkaði
EBITDA-hlutfallið úr 20,5% í 25,7%
en það lækkaði lítillega í fiskvinnslu.
Samkvæmt efnahagsreikningi
voru heildareignir sjávarútvegs í
árslok 2015 rúmir 590 milljarðar
króna, heildarskuldir tæpir 370
milljarðar og eigið fé rúmir 220
milljarðar. Eiginfjárhlutfallið
reyndist 37,3% en það var 32,3% í
árslok 2014. Í lok árs 2009 var eigin-
fjárhlutfallið á núlli.
Afkoma útvegs batnaði 2015