Morgunblaðið - 21.01.2017, Side 22
22 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2017
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Ungum dreng og móður hans var
bjargað síðdegis í gær úr rústum
Rigapiano-hótelsins á Ítalíu, sem
snjóflóð féll á fyrir þremur dögum.
Björgunarsveitarmenn hafa nú
fundið alls tíu manns á lífi í rúst-
unum en talið er að minnst 30 manns
hafi verið í hótelinu þegar snjóflóðið
féll síðdegis á miðvikudag. Staðfest
hefur verið að fjórir hafi látið lífið í
snjóflóðinu á hótelið.
Aðstæður erfiðar til björgunar
Björgunarsveitarmenn hafa átt
erfitt með að komast á svæðið þar
sem tveggja metra snjór féll á veg-
inn að hótelinu. Þá hefur veður á
svæðinu verið slæmt og þurftu
fyrstu björgunarsveitirnar að fara á
skíðum síðasta kaflann að hótelinu
eða um 10 km langan veg. Óskað var
aðstoðar björgunarþyrlu við aðgerð-
ir vegna aðstæðna en brak úr hót-
elinu barst að minnsta kosti 10
metra með snjóflóðinu. Samkvæmt
upplýsingum frá yfirvöldum á staðn-
um voru björgunarbílar og tæki
komin að hótelinu í gær.
Einn af fyrstu björgunarmönn-
unum sem kom á svæðið, Marshall
Lorenzo Gagliardi, sagði aðstæður
hafa verið skelfilegar.
„Hlið hótelsins sem sneri að fjall-
inu er algjörlega í rúst og grafin
undir snjó, eldhúsið, hótelherbergi
og gangar. Allt undir snjó.“
Nærri upptökum jarðskjálfta
Hótelið er í um 1200 metra hæð
yfir sjávarmáli og um 90 km frá upp-
tökum jarðskjálftans, sem varð við
Montereale, sem er lítið þorp suður
af Amatrice. Í ágúst síðastliðnum
létust að minnsta kosti 300 manns
þegar stór skjálfti skók borgina.
Tvær íslenskar ferðaskrifstofur,
Úrval útsýn og Vita ferðir, sem
bjóða skipulagðar skíðaferðir til
Ítalíu fara ekki á þessar slóðir
Tíu manns bjargað úr hóteli
AFP
Björgun Fjöldi björgunarmanna hefur verið við störf við Rigapiano hótelið.
Talið er að minnst 30 manns hafi verið í ítalska hótelinu Rigapiano sem varð
undir snjóflóði Aðstæður til björgunar voru erfiðar og kalla þurfti á þyrlur
Snjór hreinsaður við stíga Gyeongbokgung-
hallarinnar í Seoul í Suður Kóreu í gær. Tölu-
verður snjór hefur fallið í borginni undanfarið
og hefur fólk átt erfitt með að komast ferða
sinna þar. Tafir hafa verið á almennings-
samgöngum og almenn umferð verið hæg vegna
snjóþyngsla. Veturinn í Suður-Kóreu er líkari
því sem við Íslendingar eigum að venjast en hér
helst varla snjór lengur en í nokkra daga.
AFP
Snjómokstur við Gyeongbokgung-höllina
Snjóþungir dagar í Seoul í Suður-Kóreu
Guðrún Hálfdánardóttir
guna@mbl.is
Mexíkóski eiturlyfjabaróninn Joa-
quín „El Chapo“ Guzmán kom til
Bandaríkjanna í fyrrinótt eftir að
hafa verið framseldur af yfirvöldum
í heimalandinu. Í Bandaríkjunum er
honum gert að svara til saka í
nokkrum málum.
Bandaríska dómsmálaráðuneytið
hefur staðfest að flugvél sem flutti
Guzmán frá Mexíkó hafi lent á Mac-
Arthur-flugvellinum í Islip á Long
Island. Samkvæmt fréttum banda-
rískra fjölmiðla átti að leiða hann
fyrir alríkisdóm í Brooklyn í gær.
Guzmán, sem gengur undir viður-
nefninu „El Chapo“ eða „Sá stutti“,
stýrði Sinaloa-eiturlyfjahringnum,
en glæpahópurinn er einn sá valda-
mesti í heiminum. Viðskipti Sinaloa
nema mörgum milljörðum Banda-
ríkjadala og ná um allan heim líkt og
margar alþjóðlegar fyrirtækjasam-
steypur.
Framsalið þykir mikill sigur fyrir
bandarísk yfirvöld en óvíst er hvort
það breyti nokkru um áhrif Sinaloa
og framtíð hans enda eiturlyfja-
hringurinn af mörgum talinn of stór
og valdamikill til þess að falla.
Forðast réttvísina
Guzmán hefur ítrekað komist í
fréttirnar fyrir flótta úr fangelsi, en
í tvígang tókst honum að flýja og í
það síðara á ævintýralegan hátt eins
og hægt er að lesa hér að neðan. En
yfirvöld höfðu hendur í hári þess
stutta (hann er 168 cm að hæð) og er
fylgst með honum allan sólarhring-
inn.
Sinaloa-eiturlyfjahringurinn
dregur nafn sitt af héraðinu þar sem
hann var stofnaður. Sinaloa annast
stóran hluta alls heróíninnflutnings
til Bandaríkjanna en glæpahópurinn
er einnig stórtækur í kókaínsölu
sem og sölu á öðrum ólöglegum
efnum. Guzmán er einnig þekktur
fyrir að hafa skipulagt drjúgan hluta
þeirra morða sem framinn hafa ver-
ið í Mexíkó undanfarin ár í tengslum
við baráttuna gegn skipulagðri
glæpastarfsemi.
Guzmán var dæmdur í 20 ára
fangelsi eftir að hafa verið fram-
seldur frá Gvatemala árið 1993 fyrir
morð og eiturlyfjasölu. Honum tókst
hins vegar að flýja úr fangelsinu ár-
ið 2001 í þvottakörfu eftir að hafa
greitt fangavörðum háar fjárhæðir
fyrir að aðstoða við flóttann.
Einn sá valdamesti í heiminum
Allt frá árinu 2009 hefur tímaritið
Forbes sett Guzmán á lista yfir
valdamesta fólkið í heiminum. Hann
var árið 2011 í tíunda sæti yfir rík-
ustu Mexíkóana en þá voru eignir
hans metnar á um einn milljarð
Bandaríkjadala, rúmlega 120 millj-
arða króna. Tímaritið hefur gengið
enn lengra og jafnvel sagt hann
helsta eiturlyfjabarón sögunnar.
Telja ýmsir að hann sé ekki síður
áhrifamikill en Pablo Escobar og
standi fyllilega undir heitinu guð-
faðir eiturlyfjaheimsins.
Guzmán framseldur
Mexíkóski eiturlyfjabaróninn Joaquín „El Chapo“ Guzmán er kominn til
Bandaríkjanna Framsalið þykir mikill sigur fyrir yfirvöld í Bandaríkjunum
AFP
Sá stutti Lögreglumenn fylgja
Guzmán fyrir framsalið.
Breski sjóherinn var kallaður út til
að farga gamalli sprengju sem
fannst í Thames-ánni í London,
skammt frá breska þinghúsinu.
Lögregluyfirvöld segja allar líkur á
að sprengjan sé frá tímum síðari
heimsstyrjaldar.
Gripið var til víðtækra var-
úðarráðstafana eftir að sprengjan
fannst og var meðal annars tveimur
fjölförnum brúm yfir ána lokað á
meðan. Westminster-neðanjarðar-
lestarstöðin var einnig rýmd um
tíma vegna málsins en um háanna-
tíma var að ræða. Sprengjan kom í
ljós við bakkann skammt frá
Victoria Embankment.
BRETLAND
Sprengja fannst
rétt hjá þinghúsinu
AFP
Stríð Loka þurfti tveimur brúm yfir ána
Thames í London vegna sprengju.
Fjórir létu lífið
og tuttugu eru
særðir eftir að
maður ók bifreið
sinni á fullri ferð
inn í hóp vegfar-
enda í Melbourne
í Ástralíu í gær.
Að sögn lög-
regluyfirvalda á
svæðinu var
maðurinn á flótta
undan lögreglu eftir að hafa stung-
ið bróður sinn og tekið konu í gísl-
ingu. Lögreglan hefur handsamað
manninn.
Atvikið er ekki talið vera hryðju-
verk, segir yfirlögregluþjónninn
Stuart Bateson. Þó er talið að
maðurinn hafi ekið viljandi inn í
hóp vegfarenda.
ÁSTRALÍA
Fjórir látnir og 20
slasaðir í Melbourne
Ekki talið
hryðjuverk.
Irina Bokov,
framkvæmda-
stjóri UNESCO,
segir eyðilegg-
ingu Ríkis íslams
á ómetanlegum
menningar-
verðmætum í
sýrlensku borg-
inni Palmyra
vera stríðsglæp.
Meðal þess sem skemmt var eru
rómverskur minnisvarði og hring-
leikahús borgarinnar frá tímum
Rómverja. Ríki íslams endurheimti
Palmyra, sem er á heimsminjaskrá
UNESCO, 11. desember og átti
eyðileggingin sem nú er greint frá
sér stað í byrjun janúar.
SÝRLAND
Forn menningar-
verðmæti skemmd
Palmyra-borg
Sænska Hag-
stofan greindi
frá því í gær að
Svíar væru orðn-
ir tíu milljónir
talsins. Svíar
náðu níu milljóna
manna markinu
árið 2004 og það
er áætlað að þeir
verði 11 milljónir
árið 2024. Fjöldinn er byggður á
mannfjöldaspá Hagstofunnar og
því ekki vitað hver tíu milljónasti
Svíinn er.
SVÍÞJÓÐ
Tíu milljónir Svía
í heiminum
Svíar fjölga sér.