Morgunblaðið - 21.01.2017, Side 31
MINNINGAR 31
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2017
✝ Kristín MargrétSveinbjörns-
dóttir var fædd í
Viðvík við Stykk-
ishólm 4. marz
1921. Hún lézt á
Hrafnistu í Reykja-
vík 5. janúar 2017.
Foreldrar henn-
ar voru Jóhanna
Sigríður Jónsdóttir,
f. 21. október 1882 í
Laxárholti í Hraun-
hreppi á Mýrum, húsfreyja í Við-
vík í Helgafellssveit, d. 18. sept-
ember 1964, og Sveinbjörn
Guðmundsson, fæddur 13. nóv-
ember 1889 í Bíldsey á Breiða-
firði, bóndi, bátasmiður og sjó-
maður í Viðvík, d. 28. desember
1931. Systkini Kristínar voru
Droplaug, f. 25. maí 1912, d. 20.
júlí 1945, gift Birni Sigfússyni, f.
17. janúar 1905, d. 10. maí 1991,
og Guðjón Snóksdalín, f. 7. des-
ember 1928, kvæntur Símoníu
Kristínu Helgadóttur, f. 1. októ-
ber 1927.
Kristín giftist 21. maí 1945
Pétri Kristjáni Vilhelm Sveins-
syni, vélstjóra og rennismið, f.
28. febrúar 1914, d. 1. ágúst
2004. Foreldrar hans voru
Sveinn Teitsson, f. 12. september
börn eru Pétur, f. 2006, Áslaug
Margrét, f. 2008, og Una Katrín,
f. 2012. c) Ylfa Ösp, f. 1980, sam-
býlismaður Davíð Freyr Þórunn-
arson, f. 1978, börn þeirra eru Ið-
unn, f. 2007, og Baldur, f. 2013. 3)
Þóra, f. 1956, gift Flosa Þóri Jak-
obssyni, f. 1951. Sonur þeirra er:
Þórir Freyr, f. 1978, sambýlis-
kona Halldóra Kristjánsdóttir
Larsen, f. 1986, börn þeirra eru
Haraldur Wilhelm, f. 2010, Þóra
Kristín, f. 2014, og Hákon Andri,
f. 2016. Kristín ólst upp hjá for-
eldrum sínum í Viðvík. Þegar
faðir hennar lézt 1931, fluttist
hún með móður sinni um tíma að
Dröngum á Skógarströnd, en þar
bjó föðurbróðir hennar. Síðar
bjuggu þær mæðgur í Stykk-
ishólmi, þar sem Kristín lauk
skyldunámi. Hún fluttist með
móður sinni suður til Reykjavík-
ur 1935 á Grettisgötu 46. Í
Reykjavík vann Kristín almenn
verkakvennastörf fram að gift-
ingu, vann í fiski og var iðnverka-
kona í Dósaverksmiðjunni.
Seinna á ævinni tók hún oft að
sér húshjálp og ráðskonustörf
ásamt því að sinna heimili sínu.
Pétur og Kristín hófu búskap á
Grettisgötu 46 en lengst af áttu
þau heima á Nökkvavogi 16 í
Reykjavík. Eftir að Kristín missti
mann sinn dvaldi hún á Hrafn-
istu, við Laugarás í Reykjavík.
Útför Kristínar Margrétar var
gerð frá Fossvogskirkju 18. jan-
úar 2017, í kyrrþey að ósk hinnar
látnu.
1879, járnsmiður, og
fyrri eiginkona
hans, Sigríður Sig-
urðardóttir, f. 7. apr-
íl 1874, d. 10. janúar
1925. Börn Kristínar
og Péturs eru: 1)
Sigurður Sveinn, f.
1944, kvæntur Ólöfu
Högnadóttur, f.
1943. Börn þeirra
eru: a) Högni Pétur,
f. 1965, fyrrverandi
eiginkona er Íris Eiríksdóttir, og
börn þeirra Stefán Már, f. 1992,
og Birna Sól, f. 1995. Sambýlis-
kona Högna er Ingibjörg Gunn-
arsdóttir, f. 1968, og þeirra börn
Högni Gunnar, f. 2002, og Ás-
björn Thor, f. 2007. b) Kristín, f.
1969, fyrrverandi eiginmaður
Atli Björn Bragason, f. 1965, börn
þeirra Sigurður Andri, f. 1998, og
Sjöfn Ísabel, f. 2002. c) Hrafnhild-
ur, f. 1982. 2) Droplaug, f. 1949,
gift Áskeli Jónssyni, f. 1949. Börn
þeirra eru: a) Hlynur, f. 1969,
fyrrverndi eiginkona Berglind
Soffía Björnsdóttir, f. 1968,
þeirra barn er Ýmir Hrafn, f.
1996. Sonur Hlyns og Sigríðar
Önundardóttur, f. 1969, er Hlyn-
ur, f. 2010. b) Björk, f. 1975, gift
Alfreð Harðarsyni, f. 1973, þeirra
Fyrir tæpum 43 árum hitti ég
Kristínu tengdamóður mína í
fyrsta sinn. Þá eins og ætíð síðar
mætti mér þetta hlýja og glaðlega
viðmót sem einkenndi hana alla
tíð og ég fann að ég var velkom-
inn.
Kristín ólst upp í Stykkishólmi
á fábrotnu heimili eins og þau
gerðust í þá daga. Hún missti föð-
ur sinn ung og þurft snemma að
fara að vinna fyrir sér.
Við þessar aðstæður var þess
ekki kostur að sækja sér menntun
umfram þá skólaskyldu sem þá
var. Ég er þess fullviss að Kristín
hefði náð framúrskarandi árangri
á menntabrautinni ef örlögin
hefðu ætlað henni þá leið því hún
var með afbrigðum minnug og
skipulögð í allri framsögu.
Margir, innan fjölskyldunnar
sem utan, sóttu margvíslegan fróð-
leik til hennar og komu þá sjaldn-
ast að tómum kofunum. Ef innan
fjölskyldunnar kom upp vafi um
atburði, menn eða málefni þá var
lausnin iðulega: „Spyrjum ömmu
Kristínu, hún man þetta örugg-
lega.“ En það er ekki nóg að muna
hlutina, heldur þarf líka að hafa
hæfileikann til þess að koma þeim
frá sér og frásagnarhæfileikann
hafði hún Kristín svo sannarlega.
Þegar hún var að lýsa atburðum
úr lífi sínu, ferðalögum, útvarps-
þáttum, eða öðrum uppákomum
var frásögnin svo lýsandi og hríf-
andi að upplifunin varð eins og að
hafa verið sjálfur viðstaddur.
Það var ekki í anda Kristínar að
trana sér fram í lífinu eða að vekja
á sér athygli en þó var það nú svo
að færi hún á mannamót þá lað-
aðist fólk að henni og fyrr en varði
var hún orðin miðdepill sam-
kvæmisins.
Það sama má segja þegar hún
fluttist á Hrafnistu fyrir tæpum
11 árum. Þá hafði líkamlegri
heilsu hennar hrakað verulega
eftir áfall en andlegur styrkur
stóð óhaggaður og fólk sóttist sem
fyrr eftir samvistum við hana og
var svo allt fram í andlátið. Kristín
var góð og styrk eiginkona, móðir,
amma og langamma og lagði rækt
við sitt fólk og afkomendur. Við öll
sem nutum hennar hlýju og glað-
legu nærveru eigum um hana ljúf-
ar og góðar minningar. Ég er
þakklátur fyrir að fá að kynnast
henni og njóta samvista við hana
öll þessi ár.
Áskell Jónsson.
Kristín Margrét Sveinbjörns-
dóttir var komin af útvegsbænd-
um við Breiðafjörð. Hún óx upp í
fátæku samfélagi. Fólk vann frá
morgni til kvölds. Ekkert fjár-
hagslegt öryggi. Ekki slíkt skjól,
þegar að kreppti. Tryggingar ekki
til. En fátækt fólkið var samheld-
ið. Hver studdi annan.
Á grasbýlinu Viðvík við Stykk-
ishólm bjuggu foreldrar hennar,
Sveinbjörn og Jóhanna, með tvær
kýr, nokkur hænsni og fáeinar
kindur. Húsbóndinn sótti sjóinn
og smíðaði báta í skýli í fjörunni.
Fór víða um sveitina og smíðaði.
Fékk borgað í mat. Móðirin seldi
egg í strandskipin og mjólk til
heimilis, sem ekki hafði kú. Húsa-
kynnin voru rök, köld.
Sveinbjörn lést í desember
1931, rétt fertugur. Ekkjan var í
Viðvík með yngri börnin tvö til
vors 1932, en flutti þá að Dröng-
um á Skógarströnd, til Ólafs,
mágs síns. Nú var hún kaupakona
í sveit. Árið 1935 var flutt suður.
Kristín var 14 ára, hafði lokið
skyldunámi. Hana langaði að læra
meira, en það var ekki hægt. Hún
varð að fara að vinna.
Hún saumaði skerma í lampa-
gerð á Þórsgötu 26, vann í Dósa-
verksmiðjunni í Sænska frysti-
húsinu við Arnarhól. Nóg var að
gera á stríðsárunum við skúringar
og þvott af hernum. Móðir hennar
var í Þvottakvennafélaginu
Freyju, skúraði á Skattinum og
keypti Þjóðviljann til æviloka.
Mæðgunum þótti vænt um grein-
ar Árna Bergmann og Magnúsar
Torfa. Tengdasonurinn kom sósí-
alisti frá Svíþjóð, og mörg frænd-
systkin urðu róttæk. Kristín gift-
ist Pétri Sveinssyni, vélstjóra og
rennismið.
Hjá Kristínu, Jóhönnu ömmu,
og Pétri, í Efstasundi var ég í
fóstri í fjögur mótandi bernskuár.
Þar átti ég líka athvarf seinna á
unglingsárum. Þess minnist ég
með gleði og þakklæti. Frá Efsta-
sundi eru fyrstu bernskuminning-
ar, um dorg frá bryggju og
blendna ánægju með veiddan
marhnút og óætan sandkola,
firnaháa snjóskafla, barnalegan
ótta við vistfólk á Kleppi, sem
gekk með handapati og háværum
einræðum, en Kristín breytti með
útskýringum í varanlega samúð.
Ég man Viggu, sem kom til Krist-
ínar í kaffi líkt og kerlingar gerðu;
hún átti börn og mann á Stokks-
eyri. Einu sinni tók Vigga Sigurð,
son Kristínar, og leiddi hann með
sér inn á Klepp, en ég fór á eftir til
að bjarga honum. Þegar við vor-
um komin inn fyrir girðinguna,
sótti Kristín okkur. Man skelf-
inguna við lendingu Katalínuflug-
báts á Ingólfsfirði sumarið 1947.
Þar vann Pétur í síldarverksmiðj-
unni á Eyri. Við Sigurður spók-
uðum okkur mannalega um stað-
inn og töluðum útlensku við
barngóða Færeyinga: „allabattari
fransí, biskví“ – tveimur árum áð-
ur en prakkarasögur Hendriks
Ottóssonar um Gvend Jóns og
hann komu út. Við fengum beina-
kex. Þá var þar mannlíf. Nú er allt
í eyði. Um tíma bjuggu Kristín,
Pétur og Jóhanna amma í kjall-
aranum hjá okkur á Aragötu, og
þar niðri leitaði ég skjóls.
Kristín, móðursystir mín, bar
höfuðið hátt. Yfir henni var reisn.
Sviphrein yfirvegun. Einbeittur
augnsvipur, íhugull, en gat verið
fjarlægur, horfði þá inn. Engan
annan hef ég þekkt með svo góða
návist, og blessuð sé minning þín,
fóstra.
Helgi Björnsson.
Nú er föðursystir mín Kristín
Margrét Sveinbjörnsdóttir látin
tæplega 96 ára að aldri. Alla tíð
hefur hún sýnt mér elsku og um-
hyggju. Þegar ég var barn bjó föð-
uramma mín Jóhanna Sigríður í
Nökkvavogi hjá Stínu og Pétri,
þangað sóttist ég mjög eftir að
koma. Ég var ekki há í loftinu
þegar ég fór að fara ein þangað til
að hitta ömmu og ekki síður
frænkur mína Droplaugu og
Þóru.
Alltaf var tekið vel á móti mér.
Þegar ég var unglingur var ég
einn vetur í Vogaskóla, þann vetur
fór ég oft í hádeginu til Stínu og
naut ég þess bæði að fá hádeg-
ismat og ekki síður að Stína gaf
sér góðan tíma til að spjalla við
unglinginn. Þarna styrktist vin-
átta okkar sem ég hef notið alla
tíð.
Stína fylgdist alla tíð vel með
þjóðmálaumræðunni, vakandi fyr-
ir því sem var að gerast í kringum
hana, hún las mikið og stálminnug
fram á síðasta dag. Seinustu árin
var líkaminn farinn að gefa sig, en
hún tók því með ótrúlegu jafnað-
argeði og kvartaði aldrei.
Í rúm 10 ár hefur hún dvalið á
Hrafnistu í Laugarási, þar fékk
hún góða umönnun og eignaðist
vináttu starfsfólksins. Við áttum
þar yndislegar stundir saman sem
við höfum báðar notið. Þar rædd-
um við um allt milli himins og
jarðar, bækur sem við vorum að
lesa, hún lagði fyrir mig vísnagát-
ur, við ræddum um það sem var
að gerast í þjóðfélaginu, það nýj-
ast í fréttum hjá stórfjölskyldunni
og ekki síst hefur hún frætt mig
um föðurfjölskylduna mína og
uppvöxt sinn og pabba. Ég þakka
fyrir þessar stundir. Fjölskyldu
Stínu og pabba mínum votta ég
samúð mína. Takk fyrir allt og
allt.
Jóhanna Sigríður
Guðjónsdóttir.
Ég vil með fáum orðum minn-
ast rúmlega fimmtíu ára sam-
fylgdar okkar Stínu. Við kynntust
þegar ég nítján ára gömul giftist
systursyni hennar, sem hún hafði
fóstrað ásamt Pétri manni sínum
um margra ára skeið eftir andlát
systur sinnar. Mér þótti strax
vænt um Stínu sem hafði mjög
ljúfa nærveru og var með ein-
dæmum hjálpsöm og indæl og
vildi öllum vel. Hún var auk þess
bæði létt í lund, skemmtileg og
skarpgreind. Hún er líka eina
manneskjan sem ég hef kynnst
um ævina sem ég hef aldrei heyrt
segja hnjóðsyrði um nokkurn
mann. Ef einhver hallmælti öðr-
um í hennar návist var nokkuð
öruggt að hún benti á eitthvað já-
kvætt í fari viðkomandi.
Þau Pétur reyndust mér og
börnunum mínum ávallt mjög vel
og ekkert breyttist í þeim efnum
þó við Helgi slitum samvistum.
Þau Stína og Pétur ræktu vel
samband við mína fjölskyldu. Þau
komu í heimsókn til okkar þegar
við bjuggum í Noregi og dvöldu
um mánaðar skeið hjá okkur árið
sem við bjuggum í Englandi.
Fyrsta árið eftir heimkomu úr
námi tók Stína að sér að aðstoða
okkur Helga við heimilishald fyrir
litla greiðslu. Við vorum þá bæði í
nýjum störfum og með elstu dótt-
ur okkar litla og alls óvön barna-
stússi og ég veit ekki hvernig við
hefðum komist af þá án hennar
góðu hjálpar. Stína og Pétur voru
ávallt þátttakendur í öllum helstu
viðburðum í okkar fjölskyldu og
þó við höfum hist sjaldnar hin
seinni ár hefur sambandið aldrei
rofnað. Þau ár sem ég bjó fyrir
norðan kom ég alltaf á Hrafnistu í
öllum bæjarferðum til að heim-
sækja tengdaforeldra mína og
sætti þá lagi að kíkja við hjá þeim
Pétri og síðan Stínu eftir lát hans.
Það var svo gott að hitta Stínu því
hún var alltaf svo jákvæð og mér
leið vel eftir að hafa kíkt við hjá
henni. Þær heimsóknir voru fjarri
því að vera neitt skylduverk, held-
ur frekar tilhlökkunarefni.
Ég leit við hjá Stínu nú síðast
daginn fyrir Þorláksmessu og átti
með henni góða stund. Þó hún
væri augljóslega nokkuð máttfar-
in vildi hún fá öll nýjustu tíðindi af
börnunum mínum og fjölskyldu
og sendi bestu kveðjur. Hún sagði
mér tíðindi og sýndi mér nýjar
myndir af sínum börnum og
þeirra fjölskyldum og við spjöll-
uðum um alla heima og geima. Ég
sagðist ætla að koma við í janúar
og sýna henni myndir af dóttur-
dóttur minni sem þá yrði fædd.
Ég hafði þó sterklega á tilfinning-
unni að þetta væri kveðjustund og
hún kvaddi mig líka af enn meiri
elskusemi en endranær. Ég
þakka að leiðarlokum kærri vin-
konu fyrir einkar ánægjulega
samfylgd. Ég votta Sigga, Drop-
laugu, Þóru og þeirra fjölskyldum
samúð mína.
Hrefna Kristmannsdóttir.
Amma mín hún Kristín Margét
Sveinbjörnsdóttir er dáin 95 ára
að aldri. Hún lifði merkilega tíma
og ég segi oft að hún hafi haft að
minnsta kosti tveggja heima sýn.
Hún sleit barnsskónum á gamla
Íslandi og lifði sín fullorðins ár á
því nýja. Þegar amma óx úr grasi
var Ísland, eftir margra alda kyrr-
stöðu, að sigla inn í breytinga-
skeið þar sem allt hraðspólast
áfram á þann veg að það sem er
nýtt, gott og flott í dag er orðið úr-
elt og ónothæft á morgun, hent á
haugana, í besta falli endurunnið
eða gefið á nytjamarkað.
Amma fæddist í Stykkishólmi
árið 1921 í húsi þar sem hvorki var
rafmagn, hiti né rennandi vatn,
endurvinnsla var sjálfsögð, mat-
urinn var borðaður og honum ekki
hent eins og tíðkast í dag. Rollan
var öll étin og heilinn líka. Amma
minntist einu sinni á það hvað
heilastappan hefði verið góð. Svo
var það húsakosturinn sem hún
ólst upp í. Þar sem engar vatns-
lagnir liggja er að sjálfsögðu ekki
salerni. Ekki alls fyrir löngu
spurði ég ömmu: „Ekkert klósett?
Fórstu þá á kamarinn?“ Hún
svaraði um leið: „Kamarinn! Það
var enginn kamar. Maður fór bara
út og kannski niður í fjöru.“
Sjálfum hefur mér ávallt fund-
ist ég eiga tveggja heima athvarf.
Annars vegar í eigin heimahúsum
og hins vegar hjá ömmu og afa,
honum Pétri Sveinssyni sem var
fæddur árið 1914 og lést árið 2004.
Ég var svo heppinn að búa í sama
húsi og amma og afi fyrstu átta ár
ævi minnar. Ég bjó með foreldr-
um mínum í kjallaranum og amma
og afi bjuggu á miðhæðinni.
Þótt ég byggi í kjallaranum þá
bjó ég líka á miðhæðinni. Þannig
upplifði ég það. Ég hafði tveggja
heima sýn. Mitt nýja Ísland var
kjallarinn og það gamla á hæðinni
fyrir ofan. Báðir heimar voru frá-
bærir en það var annar bragur á
gamla Íslandi. Andinn sem sveif
þar yfir vötnum var öðruvísi.
Hann var yfirvegaðri og þar var
frelsið meira og aðeins rýmra um
mann í alla staði. Regluverkið var
öllu strangara á nýja Íslandi. Þar
þurfti að fara snemma að sofa,
koma fyrr inn á kvöldin, engin
undanþága veitt vegna sjónvarps-
efnis sem bannað var börnum og
þar þurfti maður líka stundum að
borða framandi og bragðvondan
mat. Mat sem gamla Ísland bauð
aldrei upp á. Þar var allur matur
góður og þar mátti líka sleikja
diskinn en það þótti slæmur siður
á nýja Íslandi. Á gamla Íslandi
voru líka bakaðar pönnukökur
sem voru svo góðar að maður át
þar til maður ældi.
Mikið er ég þakklátur fyrir þau
forréttindi að hafa fengið að alast
upp í tveimur heimum, þeim nýja
og þeim gamla. Elsku amma mín,
ég þakka þér af hjartans einlægni
fyrir að hafa lagt þitt af mörkum
við að ala mig upp og leiða mig til
manns. Þú varst mér ávallt svo
hjálpleg, góð og ástrík. Hlýrri
manneskju hef ég ekki kynnst. Án
þín hefði ég farið á mis við svo
margt og væri þeim mun andlega
fátækari. Hús þitt og hjarta var
mér alltaf opið og fram á síðasta
dag gátum við sest niður í ró og
næði og rætt nýja tíma sem og
löngu liðna.
Hvíldu í friði, amma mín.
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesús, þér ég sendi
bæn frá mínu brjósti, sjáðu,
blíði Jesús, að mér gáðu.
(Ásmundur Eiríksson.)
Hlynur Áskelsson.
Kristín Margrét
Sveinbjörnsdóttir
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Auðbrekku 1, Kópavogi
Sverrir Einarsson Kristín Ingólfsdóttir
síðan 1996
ALÚÐ •VIRÐING • TRAUST • REYNSLA
Símar allan sólarhringinn:
581 3300 & 896 8242
www.utforin.is
Komum heim til aðstandenda og
ræðum skipulag útfarar ef óskað er
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
BRAGI ÓLAFSSON
loftskeytamaður, fyrrum launafulltrúi
og starfsmannastjóri hjá Ríkisskipum
og Landhelgisgæslu,
lést á hjúkrunarheimilinu Eiri mánudaginn
16. janúar. Hann verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju
þriðjudaginn 31. janúar klukkan 13.
.
Guðleif Hrefna Vigfúsdóttir,
Ásdís Margrét Bragadóttir,
Áslaug Bragadóttir,
Ólafur Bragason, Sigþrúður Jóhannesdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ANNA SIGURBORG THORLACIUS,
Álftamýri 8,
lést á Landspítalanum 17. janúar.
Útförin fer fram frá Háteigskirkju
fimmtudaginn 26. janúar klukkan 13.
.
Helga M. Jónsdóttir, Erling Árnason,
Þorbjörg Jónsdóttir, Terry Gunnell,
Ólöf Anna Jónsdóttir, Guðjón Pétursson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
ÞÓRÐUR VIGGÓ GUÐNASON
vélsmiður,
Skógarseli 43, Reykjavík,
áður Álfhólsvegi 22, Kópavogi,
lést á hjúkrunarheimilinu Skógarbæ 18. janúar.
Útförin verður auglýst síðar.
.
Ragnheiður Tryggvadóttir,
Tryggvi Þórðarson, Helga Ingibjörg Guðmundsdóttir,
Lína Margrét Þórðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.