Morgunblaðið - 21.01.2017, Side 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2017
✝ Svava Frið-geirsdóttir
fæddist í Vest-
manneyjum 4. júlí
1940. Hún lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðurlands Vest-
mannaeyjum 9. jan-
úar 2017.
Foreldrar Svövu
voru Friðgeir Guð-
mundsson, f. 21.
júlí 1916, d. 6. júní
2001, og Elínborg Dagmar Sig-
urðardóttir, f. 8. sept. 1915, d. 9.
júlí 1991.
Systkini Svövu eru Kjartan, f.
1. des. 1942, Sigríður Þyrí, f. 30.
maí 1947, Sigrún Þ., f. 17. maí
1948, Elínborg, f. 4 apríl 1952,
Sólveig, f. 6. júní 1953, og
Hrefna, f. 26. maí 1956.
Svava giftist 17. maí 1959 Sæ-
valdi Pálssyni, skipstjóra frá
Þingholti, f. 27. des. 1936. For-
eldrar Sævalds voru Þórsteina
Jóhannsdóttir, f. 22. jan. 1904, d.
23. nóv. 1991, og Páll Sigurgeir
Jónasson, f. 8. okt. 1900, d. 31.
jan. 1951.
Börn Svövu og Sævalds eru 1)
Elías Geir, f. 30. jan. 1958, maki
börn þeirra: Guðbjörg og Katla
Svava, c) Sævald Páll, í sambúð
með Fjólu Sif Ríkharðsdóttur,
sonur þeirra Ríkharður Páll. d)
Einar Ottó. 5) Erna Sævalds-
dóttir, f. 8 apríl 1967, maki Gylfi
Sigurjónsson, börn þeirra: a)
Bergur Páll í sambúð með Söru
Sjöfn Grettisdóttur, synir þeirra
Atli Dagur og Emil Aron, b)
Andri Þór, c) Daníel Freyr og d)
Sævald.
Svava fæddist á Efra-Hvoli
árið 1940, hún bjó alla sína ævi í
Eyjum fyrir utan þann tíma sem
eldgosið í Eyjum stóð yfir.
Svava giftist Sævaldi 17. maí ár-
ið 1959, þau bjuggu fyrstu árin á
Hólagötu 30 með börnin sín
fimm, þau áttu heima lengi að
Hrauntúni 46 sem þau byggðu,
en árið 2009 fluttu þau í nýja
íbúð í Baldurshaga þar sem þau
bjuggu til dagsins í dag. Svava
var sjómannskona og átti ásamt
eiginmanni sínum farsæla út-
gerð, Berg VE 44. Svava sinnti
hinum ýmsu störfum í gegnum
tíðina, við afgreiðslu, í fisk-
vinnslu, var að skera af netum,
fór líka nokkrum sinnum sem
kokkur á sjó á Berg VE. Hún tók
um tíma að sér saumaskap og
öllu þessu sinnti hún meðfram
því að vera húsmóðir á stóru
heimili.
Útför Svövu verður gerð frá
Landakirkju í dag, 21. janúar
2017, kl. 14.
Anna Gerða
Bjarnadóttir, börn
þeirra: a) Gunn-
laugur Arnar, í
sambúð með Söru
Henný H. Arn-
björnsdóttur, börn
þeirra: Sara Hlín
og Elías Þór. b)
Bjartey. 2) Sig-
urgeir, f. 30. júlí
1959, maki Lóa
Hrund Sigurbjörns-
dóttir, börn þeirra: a) Íris Eva í
sambúð með Jose Antonio Na-
vas, b) Sigríður Svava gift
Trausta Jónssyni, börn þeirra
Ísak og Rakel. c) Telma í sam-
búð með Boga Rúnarssyni. d)
Björk, e) Mirra og f) Guð-
mundur Helgi. 3) Gretar Þór
Sævaldsson, f. 24. júlí 1960,
maki Kristný S. Tryggvadóttir,
börn þeirra: a) Svava Kristín, b)
Kristgeir Orri, og c) Ágúst Emil.
4) Ásdís Sævaldsdóttir, f. 5.
ágúst 1962, maki Hallgrímur
Tryggvason, börn þeirra: a)
Anna Rós, gift Páli Hjarðar,
börn þeirra: Almar Benedikt,
Ásdís Halla og Ari Páll, b) Halla
Björk, gift Karli Haraldssyni,
Elsku mamma.
Ég á erfitt með að trúa því að
þú sért farin og ég er strax farin
að sakna þín svo mikið, þótt ég
hafi vitað í hvað stefndi þar sem
þú ert búin að eiga í hetjulegri
baráttu við krabbamein í brisi
síðustu þrjú ár.
Þú varst sko ekkert á því að
gefast upp, alltaf jafn glæsileg
og krafturinn í þér fram á það
síðasta, klára að undirbúa jólin,
skreyta, kaupa gjafir handa allri
stórfjölskyldunni og hún er sko
orðin stór, 50 manns, en allt
skyldi verða tilbúið hjá ykkur
pabba.
En því miður hafðir þú ekki
kraft til að vera heima yfir hátíð-
irnar, að undanskildu aðfanga-
dagskvöldi sem þið pabbi voruð
hjá okkur fjölskyldunni í gamla
húsinu ykkar að Hrauntúni 46.
Þar áttir þú gæðastund með nýj-
asta langömmuprinsinum þínum
sem fæddist 2. desember og við
með þér.
Þessu kvöldi gleymi ég aldrei
og geymi vel í hjarta mínu ásamt
öllum góðu minningunum um
bestu mömmu í heimi.
Takk fyrir allt, elsku mamma,
ég veit að þú ert í góðum hönd-
um,
við pössum pabba fyrir þig.
Sjáumst seinna.
Elska þig.
Erna.
Elsku mamma mín.
Þar sem englarnir syngja sefur þú
sefur í djúpinu væra.
Við hin sem lifum, lifum í trú
að ljósið bjarta skæra
veki þig með sól að morgni.
Drottinn minn faðir lífsins ljós
lát náð þína skína svo blíða.
Minn styrkur þú ert mín lífsins rós
tak burt minn myrka kvíða.
Þú vekur hann með sól að morgni.
Faðir minn láttu lífsins sól
lýsa upp sorgmætt hjarta.
Hjá þér ég finn frið og skjól.
Láttu svo ljósið þitt bjarta
vekja hann með sól að morgni.
Drottinn minn réttu sorgmæddri sál
svala líknarhönd
og slökk þú hjartans harmabál
slít sundur dauðans bönd.
Svo vaknar hann með sól að morgni.
Farðu í friði vinur minn kær
faðirinn mun þig geyma.
Um aldur og ævi þú verður mér nær
aldrei ég skal þér gleyma.
Svo vöknum við með sól að morgni.
(Bubbi Morthens)
Ég mun ávallt geyma minn-
inguna um þig í hjarta mínu.
Elska þig, þín dóttir,
Ásdís.
Í dag verður borin til grafar
elskuleg tengdamóðir mín,
Svava Friðgeirsdóttir, en hún
hefur sl. ár barist við illvígan
sjúkdóm sem bar hana loks of-
urliði á Heilbrigðisstofnun Vest-
mannaeyja 9. janúar síðastliðinn.
Ég kynntist Svövu fyrir 36 ár-
um síðan. Þannig var að ég hafði
byrjað að skjóta mér með dóttur
hennar sem þykir í sjálfu sér
ósköp eðlilegt og ætti að gleðja
hverja móður. Nema vandamálið
var að dóttirin var 18 ára en ég
28 ára sem hefði kannski getað
truflað hana Svövu. En aldrei
fann ég það nokkurn tímann að
það truflaði hana nokkuð og urð-
um við Svava upp frá því mjög
góðir vinir.
Þetta dæmi sýnir hve raunsæ
og heilsteypt hún Svava var.
Svava var ofurkona, Sævald
alltaf á sjó og varð hún að hugsa
um börn og bú og gerði það af
rausnarskap. Það var sama
hvort þurfti að smíða, mála,
sauma eða hvað annað sem til-
heyrir hverju heimili, þetta sá
Svava um. Þegar barnabörnin
fóru að koma hvert af öðru var
varla hægt fyrir þau að hugsa
sér betri ömmu og það sama átti
við barnabarnabörnin sem hún
hafði mikið dálæti á. Dætur mín-
ar gistu oft hjá ömmu Svövu
þegar afi Sævald var á sjó. Þótti
þeim gott að vera hjá ömmu og
henni að hafa þær hjá sér þegar
hún var ein í Hrauntúninu. Það
var líka í einu skiptin sem þau
voru keyrð í skólann, það sá
amma um.
Ég fór í mörg ferðalög með
Svövu bæði innanlands og utan.
Eitt sinn fórum við í Skaftafell
og vorum við með fellihýsi og
tjaldvagn til að gista í. Einn dag-
inn þegar kominn var kvöldmat-
ur kallaði Svava „matur“ og þeg-
ar við settumst til borðs úti í
guðsgrænni náttúrunni bar hún
á borð steiktar andabringur með
brúnuðum kartöflum, rauðkáli,
sósu og öðru meðlæti eins og
ekkert væri eðlilegra. Þetta var
ofur eðlileg máltíð í útilegu að
hennar mati, þetta var ekta
Svava. Nokkrar ferðirnar fórum
við með Svövu til Spánar í hús
fjölskyldunnar. Þar var hún á
heimavelli, þekkti orðið allt og
alla og hélt þar glæsilegt heimili.
Ein besta ferðin var þegar Sæ-
vald og Svava ásamt börnum
sínum og tengdabörnum fóru í
siglingu til Frakklands. Af tilefni
70 ára afmælis Svövu. Þar sem
við sigldum frá Suður-Frakk-
landi til Parísar.
Fyrir rúmu ári síðan fórum
við til Tenerife með Svövu og
Sævald. Var Svava þá orðin veik
af sjúkdómnum sem sigraði hana
að lokum.
Ekki gat maður ímyndað sér
að þetta væri síðasta ferð okkar
saman. Hún fór með okkur í
gönguferðir um allt og gaf ekk-
ert eftir, hún var ótrúlegur jaxl.
Við Svava sátum oft og spjöll-
uðum um gömlu dagana. Hún
vissi alltaf hver sá maður var
sem ég spurði hana um, hvar
hann hefði átt heima og hverra
manna hann var. Hún var með
ótrúlegt minni.
Ef einhver gleðskapur var í
fjölskyldunni eða annarstaðar
var Svava alltaf hress, hún elsk-
aði tónlist og dansaði eins og
herforingi. Var gaman að sjá þau
hjónin Sævald og Svövu tjútta
sama eins og væri 1965 þegar
þau voru uppá sitt besta.
En þá er komið að leiðarlok-
um hjá þessari glæsilegu konu,
aðeins 76 ára, sem alltaf var svo
falleg og vel til höfð.
Ég sendi Sævald tengdapabba
og börnum hans mínar dýpstu
samúðarkveðjur.
Hallgrímur.
Ofurkona eða jaxl, ef hægt er
að nota það orð yfir kvenfólk, þá
stóðst þú vel undir því nafni.
Svava mín, leik þínum er lokið,
þú ert án efa erfiðasti andstæð-
ingurinn sem sjúkdómurinn
valdi sér, gafst ekkert eftir allan
þann tíma sem á leik stóð, eftir
þónokkrar framlengingar sem
stóðu í rúm þrjú ár myndi ég
segja að niðurstaðan hafi verið
jafntefli, þú varst jú engin
„venjuleg“ kona eins og hjúkr-
unarfólkið talaði um.
Þú varst eins og lifandi al-
fræðibók svo víðlesin og vel gef-
in hvort sem talað var um ætt-
fræði, sem ég hef reyndar mjög
takmarkaðan áhuga fyrir, en þú
hafðir þannig frásagnarhæfileika
að ekki var hægt annað enn að
fylgjast vel með og af áhuga, ef
sögurnar snérust um ferðalögin
og alla þá staði sem þú hafðir
heimsótt og vissir „allt“ um, þá
voru frásagnirnar slíkar að ég
tel ekki ástæðu til að ferðast til
þessara staða, upplifunin var slík
eftir þessar sögustundir að
mögulega yrðu vonbrigði að
heimsækja þá.
Á þessum 30 árum sem ég hef
átt samleið með þér hef ég aldrei
kynnst öðrum eins dugnaðar-
forki og snyrtimenni.
Guð geymi þig, Svava mín,
njóttu nú hvíldarinnar.
Kristný.
Elsku amma mín, besta vin-
kona mín og fyrirmynd. Nú er
komið að kveðjustund. Ég hélt
að ég yrði tilbúin þegar að þessu
kæmi en svo var svo sannarlega
ekki, en að lokum verður maður
að leggja sjálfselskuna til hliðar
og hugga sig við það að nú hefur
þú fengið friðinn eftir baráttuna
við erfið veikindi.
Að fylgjast með ömmu í veik-
indum sínum hefur verið aðdá-
unarvert það var ekki fyrr undir
það allra síðasta að það var farið
að sjást á henni að hún stæði í
erfiðum veikindum. Um miðjan
desember stóð hún uppi á stól og
hengdi upp jólaskraut. Dugnað-
urinn, harkan og æðruleysið var
ótúrlegt en kom mér samt sem
áður ekkert á óvart því hún
amma mín var algjör jaxl, sann-
kölluð ofurkona.
Við amma Svava áttum ein-
stakt samband, frá því ég man
eftir mér höfum við verið bestu
vinkonur. Minningarnar eru
endalausar sem ég mun geyma í
hjarta mínu að eilífu og ylja mér
við þegar söknuðurinn er sem
mestur. Hvort sem það eru
minningar um alla veturna þeg-
ar afi var á sjó og ég flutti upp í
Hrauntún svo amma yrði ekki
ein. Mikið var nú gaman hjá
okkur þau kvöld, hvort sem það
var að spila rommí með Stínu,
horfa á einhverja góða mynd eða
bara spjalla langt fram eftir
nóttu um alla heima og geima.
Allar Spánarferðirnar þar sem
við nýttum dagana í að sóla okk-
ur eða rúnta um allan Spán eftir
styttu eða jólagjöfum. Dagarnir í
desember þar sem við pökkuð-
um inn í sameiningu öllum jóla-
gjöfunum og skrifuðum svo jóla-
kortin. Símtölin um að ég þyrfti
nú að koma strax niður á Bald-
urshaga því facebook eða snapc-
hat virkaði ekki sem skyldi. Eða
að rúnta um alla Reykjavík til að
kíkja í allar uppáhaldsbúðirnar
okkar og enda svo á góðu kaffi-
húsi.
Amma elskaði að fara í góðan
gleðskap og vera innan um fólk,
því var það mér mjög dýrmætt
að þrátt fyrir heilsuleysi gíraði
hún sig upp í sitt fínasta til að
vera viðstödd brúðkaupið mitt í
lok sumars. Að sjá ömmu og afa
stíga dansinn þar eins og svo oft
áður þar sem þau gleymdu stað
og stund var ómetanlegt.
Ég er glöð og þakklát fyrir
allar samverustundir okkar, dýr-
mætastar voru stundirnar á
Baldurshaga síðustu ár eftir að
stelpurnar mínar fæddust.
Fannst mér dásamlegt að fylgj-
ast með því að sama vinkvenna-
samband var að myndast milli
ömmu og stelpnanna minna.
Elsku amma mín, hvíldu í
friði, ég elska þig og sakna þín
ávallt, alltaf.
Þín
Halla Björk.
Það sem það er sárt að þurfa
að kveðja þig, elsku amma. Að
horfa á þig þessar síðustu vikur
hefur verið það erfiðasta sem ég
hef gert. Það fór þér nefnilega
ekki að vera veik, þú varst alltaf
svo hraust og falleg, varst
hörkukona og ætlaðir ekki að
tapa þessari baráttu. En nú þeg-
ar þú hefur kvatt þennan heim
sitja eftir svo margar dásamleg-
ar minningar sem ég mun
geyma í mínu hjarta. Ég verð
ævinlega þakklát fyrir þig og
mun alltaf líta upp til þín. Elska
þig ætíð, sakna þín ætíð.
Amma kær, ert horfin okkur hér,
en hlýjar bjartar minningar streyma
um hjörtu þau er heitast unnu þér,
og hafa mest að þakka, muna og
geyma.
Þú varst amma yndisleg og góð,
og allt hið besta gafst þú hverju sinni,
þinn trausti faðmur okkur opinn stóð,
og ungar sálir vafðir elsku þinni.
Þú gættir okkar, glöð við undum hjá,
þær góðu stundir blessun, amma
kæra.
Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá
í hljóðri sorg og ástarþakkir færa.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Þín
Anna Rós.
Hryggðar hrærist strengur
hröð er liðin vaka
ekki lifir lengur
ljós á þínum stjaka.
Skarð er fyrir skildi
skyggir veröldina
eftir harða hildi
horfin ertu vina.
Klukkur tímans tifa
telja ævistundir
ætíð lengi lifa
ljúfir vinafundir.
Drottinn veg þér vísi
vel þig ætíð geymi
ljósið bjart þér lýsi
leið í nýjum heimi.
(Hákon Aðalsteinsson.)
Ástkær vinkona okkar hún
Svava er látin, eftir sitjum við
hnípin og um hugann streyma
ljúfar minningar. Margt hefur
verið brallað í gegnum tíðina.
Svava var falleg kona, mikill fag-
urkeri og var allt fallegt í kring-
um hana. Hún var góð ættmóðir
og hörkudugleg enda kölluð jaxl-
inn. Hún var vel lesin og uppá-
tækjasamur „töffari“. Við kynnt-
umst Svövu og Sævald, en þau
voru alltaf nefnd í sömu andrá,
fyrir rúmlega 30 árum er sjö
loðnuskipstjórar ásamt eiginkon-
um fóru í ævintýraferð til Beni-
dorm. En ári seinna höguðu ör-
lögin því þannig til að við
fluttum til Vestmannaeyja og
var þá gott að eiga Svövu og Sæ-
vald að. Síðan höfum við ferðast
mikið saman og átt ógleyman-
legar stundir en fátt þótti Svövu
skemmtilegra en að ferðast um
og skoða nýjar slóðir. Hún hafði
næmt auga fyrir öllu umhverfi
og var einstaklega minnug og
ratvís, sem stundum þurfti að
nýta þegar keyrt var um. Á ferð-
um okkar höfum við lent í fullt af
ótrúlegum uppákomum sem við
höfum oft rifjað upp og hlegið að
í gegnum tíðina, t.d. 27 tíma
rútuferð frá Kaupmannahöfn til
Rimini. Fyrstu nóttina vöknuð-
um við klukkan sex við að flugs-
veit flaug yfir, en við vorum þá
rétt hjá æfingasvæði þeirra. Við
héldum að það væri komin heim-
styrjöld. Klukkan sjö byrjuðu
svo kirkjuklukkur í kirkjunni á
móti að hringja og hringja en
þegar þær loks þögnuðu og við
rétt að sofna aftur, byrjar þá
ekki kirkjan við hliðina að
hringja og hringja. Upp úr
klukkan níu þá nötraði hótelið,
járnbrautarlestin var að fara hjá
og var ferðin öll eftir þessu.
Ógleymanlegt eins og allar ferð-
ir sem við höfum farið saman í.
Svava var forsprakkinn í þessum
ófáu ferðum okkar og margt
dreif á daga okkar. Ef fjörug
tónlist heyrðist, blús eða rokk
kipptist Svava við og brast síðan
í dans. Unun var að horfa á þau
hjónin dansa, það var eins og
hún flögraði í kringum hann Sæ-
vald sinn. En því miður dansar
Svava ekki meira hérna megin.
Elsku Svava, nú er komið að
kveðjustund og viljum við þakka
þér samfylgdina í gegnum árin.
Það var yndislegt að eiga þig
sem vinkonu. Megi allir Guðs
englar halda verndarhendi yfir
þér og lýsa þér leið. Elsku Sæ-
vald, börn, tengdabörn, barna-
börn og barnabarnabörn. Missir
ykkar er mikill, því fáar fjöl-
skyldur eru eins samrýndar og
þið eruð. Megi góður Guð
styrkja ykkur í sorg ykkar, en
þakka ber það sem gefið var.
Helga Guðjónsdóttir og
Grímur Jón Grímsson.
Ekki er lífið alltaf sanngjarnt,
kæra Svava hefur kvatt okkur
eftir hetjulega baráttu við erf-
iðan sjúkdóm en fram á það síð-
asta var hún samt alltaf fallega
og fína Svava mín. Svava kom
inn í líf mitt 1973 þegar ég var á
11. ári. Gosið hafði í Eyjum og
um haustið kom ný stelpa í
bekkinn, Ásdís dóttir Svövu og
urðum við óaðskiljanlegar frá
fyrsta degi. Upp frá því varð ég
heimalningur á heimilinu hjá
Svövu og Sævald og alltaf vel-
komin. Þegar fara átti svo út í
Eyjar buðu Svava og Sævald
mér að koma með þó það væru
fimm börn fyrir á heimilinu. Eft-
ir það varð ekki aftur snúið, ég
var mætt til Eyja í öllum
skólafríum upp frá því, og það
var ekki vandamálið að bæta
einum við þó Svava væri nánast
alltaf ein með okkur þar sem
Sævald var mikið á sjó.
Og ef það vantaði buxur þá
voru þær bara saumaðar og það
vafðist ekki fyrir henni Svövu.
Ég efast um að margar ung-
lingsstelpur fái svona móttökur í
dag og aldrei kvartaði hún. Ég
gæti haldið áfram endalaust um
mannkosti Svövu sem var ein-
stök kona.
Með þessum fáu orðum vil ég
þakka fyrir allt sem þú gerðir
fyrir mig, elsku Svava. Farðu í
friði og ég geymi þig í hjarta
mínu um alla eilífð. Elsku Sæ-
vald og fjölskylda, ykkur votta
ég mína dýpstu samúð.
Laufey Grétarsdóttir.
Svava
Friðgeirsdóttir
HINSTA KVEÐJA
Elsku Svava
Þakka þér fyrir öll árin
sem við áttum saman og
börnin sem þú gafst mér.
Sævald.
Elsku amma mín.
Ósköp er erfitt að kveðja
í hinsta sinn, en það vermir
hjartað að vita að loks er
baráttan endalausa búin og
þú komin á betri stað.
Ég er svo þakklátur fyr-
ir tímann okkar saman á
þessari jörð, ég gæti ekki
ímyndað mér betri og ljúf-
ari konu en þú varst. Takk
fyrir allt.
Elska þig að eilífu,
hvíldu í friði ástin mín. Þitt
barnabarn,
Daníel Freyr.
Virðing,
reynsla
& þjónusta
Allan
sólarhringinn
571 8222
Svafar:
82o 3939
Hermann:
82o 3938
Ingibjörg:
82o 3937
www.kvedja.is
svafar & hermann