Morgunblaðið - 21.01.2017, Qupperneq 35
MINNINGAR 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2017
Kristín Jónas-
dóttir vinkona mín
til margra ára er
fallin frá. Hana sá
ég fyrst árið 1940 í Reykjavík,
þar sem við báðar erum fæddar
og uppaldar.
Kristín kynntist manni sín-
um, Snorra Guðmundssyni, þar
sem þau unnu bæði í Sælgæt-
isgerðinni Freyju í Reykjavík.
Snorri var Norður-Þingeyingur
og fluttu þau með son sinn
Hauk Öxar, fæddan í Reykjavík
17. mars 1945, í Akursel í Öx-
arfirði. Það sýnir bæði dugnað
og skapfestu Stínu að fara frá
Reykjavík með öll sín þægindi,
í sveit þar sem hvorki var renn-
andi vatn í krönum né rafmagn.
Þar bjuggu þau til ársins 1960
er þau hættu búskap og fluttu
aftur til Reykjavíkur vegna
veikinda Snorra af heymæði.
Stína hafði fallega söngrödd og
þau hjónin sungu bæði í kirkju-
kór Skinnastaðakirkju. Einnig
höfðu þau gaman af að spila
brids.
Leiðir okkar lágu aftur sam-
an þegar ég flutti norður í
Kelduhverfi árið 1948. Það var
ekki mikill samgangur milli
sveita, nema þá ef fólk hittist á
samkomum, sem var ekki gefið
að allir kæmust á, þar sem ekki
Kristín Jónasdóttir
✝ Kristín Jón-asdóttir fædd-
ist í 15. september
1921. Hún andaðist
18. nóvember 2016.
Útför Kristínar fór
fram 28. nóvember
2016.
var bíll á hverjum
bæ. Elstu drengir
okkar Stínu voru
fermdir saman árið
1959 í Snartar-
staðakirkju. Ætt-
ingjar okkar komu,
m.a. mæður okkar
beggja sem komu
samskipa norður.
Enn lágu leiðir
okkar Stínu saman
1982 og hefur vin-
átta okkar haldist æ síðan. Fór-
um við Yngvi með þeim hjón-
um, Stínu og Snorra, í mörg
ferðalög um landið. Mér er of-
arlega í minni ferð sem við fór-
um frá Reykjavík, austur um
land og í Ás. Víða var stoppað
og nutum við þekkingar Snorra
því hann hafði farið margar
ferðirnar um landið með Þor-
leifi bróður sínum.
Síðustu árin var síminn
óspart notaður þar sem við
bjuggum hvor á á sínu lands-
horninu og má segja að við töl-
uðum um allt milli himins og
jarðar. Stína hafði stálminni og
stjórnmálin vöfðust ekki fyrir
henni. Dagurinn hófst hjá
henni með lestri Morgunblaðs-
ins og því að ráða krossgátuna.
Það var ánægjulegt að hafa
glaðst með henni og fjölskyldu
hennar á 95 ára afmæli hennar
nú í september sl. Ég þakka
Stínu öll árin, gjafmildi hennar
til mín og minna.
Blessuð sé minning hennar
og innilegar samúðarkveðjur til
allra þeirra sem þótti vænt um
hana.
Margrét Nikulásdóttir.
✝ Sveinn TraustiHaraldsson
fæddist í Reykjavik
27. janúar 1946.
Hann lést á
Heilbrigðisstofnun
Þingeyinga hinn 11.
janúar 2017.
Foreldrar hans
voru Sveindís
Sveinsdóttir hús-
móðir f. 11. nóv-
ember 1922, d. 6.
janúar 1989, og Harald Ragnar
Jóhannesson, áhaldavörður hjá
Reykjavíkurborg, f. 4. ágúst
1919, d. 28. mars 1968. Systkini
Sveins Trausta eru Jóhannes, f.
17. febrúar 1944, Halldóra, f. 13.
desember 1948, d. 22. apríl 2016,
og Harald, f. 11. júlí 1951. Hinn 4.
ágúst 1979 kvæntist
Sveinn Trausti
Kristjönu Helga-
dóttur, f. 16. apríl
1954. Eignuðust
þau tvær dætur,
Sveindísi Maríu, f.
25. júní 1979, og
Svölu Hrönn, f. 26.
september 1990.
Sveindís María er
gift Kristbirni
Heiðari Tryggva-
syni og eiga þau þrjú börn; Svein
Trausta, Kristjönu Árnýju og
Kötlu Sigrúnu. Svala Hrönn er í
sambúð með Hákoni Gunnari Há-
konarsyni.
Útför Sveins Trausta fer fram
frá Neskirkju í Aðaldal í dag, 21.
janúar 2017, klukkan 14.
Elsku besti pabbi minn.
Ég er svo innilega þakklát fyrir
árin tuttugu og sex sem við feng-
um að eiga saman en á sama tíma
finnst mér svo ofsalega ósann-
gjarnt að fá ekki að hafa þig leng-
ur hjá mér. Það eru engin orð sem
eru nógu stór og sterk til að lýsa
þér og sambandinu okkar á milli.
Þú varst langbestur, elsku
pabbi, ég gat alltaf leitað til þín og
spurt þig að öllu, þú áttir alltaf
tíma fyrir mig, svör handa mér og
öll bestu ráðin. Auðvitað fór ég
alltaf eftir því sem þú sagðir, af því
að þú vissir alltaf best. Við áttum
eftir að gera svo mikið, elsku
pabbi, og ég á svo erfitt með að
sætta mig við að ég geti aldrei tal-
að við þig aftur eða hlegið með
þér, faðmað þig eða kysst þig á
mjúka kinnina. Ég er svo þakklát
pabbi, fyrir allt sem þú gerðir
fyrir mig, fyrir allt sem þú kenndir
mér, og fyrir að gera mig að þeirri
manneskju sem ég er í dag, og ég
veit að þú varst jafn ánægður með
mig, og ég með þig. Þú varst alltaf
svo stoltur af okkur systrum og ég
lofa að halda áfram að gera þig
stoltan, og gera alltaf mitt besta í
lífinu, fyrir þig, pabbi minn. Ég
elska þig alltaf.
Þín dóttir,
Svala Hrönn.
Elsku pabbi minn.
Það verður skrítið að koma í
sveitina okkar og þú ert ekki þar.
Ég á eftir að sakna þess að geta
hringt í þig til að fá ráðleggingar
um allt mögulegt eða bara til að
spjalla um allt og ekkert. Elsku
börnin mín sakna þín meira er orð
fá lýst, enda var ekkert sem þú
hefðir ekki gert fyrir þau. Ég
geymi minningarnar um þig í
hjarta mínu og ég veit að þú vakir
yfir okkur og passar okkur eins og
þú hefur alltaf gert. Mamma send-
ir ástarkveðjur. Takk fyrir allt. Ég
elska þig.
Englar Guðs þér yfir vaki og verndi pabbi
minn
vegir okkar skiljast núna, við sjáumst
ekki um sinn.
En minning þín hún lifir í hjörtum hér
því hamingjuna áttum við með þér.
Þökkum kærleika og elsku, þökkum
virðingu og trú
þökkum allt sem af þér gafstu, okkar
ástir áttir þú.
Því viðmót þitt svo glaðlegt var og góð-
leg var þín lund
og gaman var að koma á þinn fund.
Með englum Guðs nú leikur þú og lítur
okkar til
nú laus úr viðjum þjáninga, að fara það
ég skil.
Og þegar geislar sólar um gluggann
skína inn
þá gleður okkur minning þín, elsku
pabbi minn.
Vertu góðum Guði falinn er hverfur þú á
braut
gleði og gæfa okkur fylgdi með þig sem
förunaut.
Og ferðirnar sem förum við um landið út
og inn
er fjarsjóðurinn okkar pabbi minn.
(Guðrún Sigurbjörnsdóttir.)
Þín dóttir
Sveindís María.
Sveinn Trausti
Haraldsson
✝ Stefán fæddist5. júní 1941 að
Hofstöðum í Skaga-
firði. Hann lést á
hjartadeild Land-
spítalans 12. janúar
2017.
Foreldrar hans
voru Ingigerður
Guðmundsdóttir, f.
18. desember 1901,
d. 24. febrúar 1987,
og Stefán Stef-
ánsson, f. 18. desember 1885, d.
25. ágúst 1961. Stefán var yngst-
ur af fjórum bræðrum, þeir hétu
Geirfinnur og Björn, en þeir lét-
ust í bernsku, og Geirfinnur, f. 9.
mars 1935, d. 18. nóvember 2016.
Stefán giftist 30. desember 1967
Eyrúnu Jónsdóttur, f. 24. júlí
1948 í Grindavík.
Börn Stefáns eru: 1)
Ingigerður, f. 24.
ágúst 1963. 2) Stef-
án, f. 20. september
1967, maki hans er
Guðrún H. Rúnars-
dóttir. 3) Fjóla Ósk,
f. 27. apríl 1973, og
maki hennar er Júl-
íus M. Steinþórsson.
Barnabörnin eru
sex og barnabarnið
er eitt. Lengst af starfsævinni
var Stefán sjómaður, síðan sjálf-
stæður vörubifreiðastjóri, síð-
ustu starfsárin starfaði hann hjá
olíufélaginu Esso.
Útför Stefáns fer fram frá
Grindavíkurkirkju í dag, 21. jan-
úar 2017, klukkan 13.
Við kveðjustund minnumst við
pabba og tengdapabba sem vinar
og félaga sem þótti fátt skemmti-
legra en að ferðast um í húsbíln-
um á sumrin, stoppa við ein-
hverja lækjarsprænu og veiða í
soðið, fara í ber á haustin og hafa
það almennt náðugt með henni
Rúnu sinni.
Honum þótti alltaf vænt um
Skagafjörðinn, æskustöðvarnar
sínar. Þegar við hjónin heimsótt-
um hann þá var venjulega fyrsta
spurning hvernig barnabörnin
hefðu það og núna undir það síð-
asta hvernig langafabarnið hefði
það, hvort drengurinn væri ekki
hraustur. Þinn missir er mikill,
kæra mamma, tengdamamma,
megi góður Guð styrkja þig í
gegnum sorgina.
Fjóla og Júlíus.
Stefán Stefánsson
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför
KRISTÍNAR MAGNEU
EGGERTSDÓTTUR,
Jakaseli 12, Reykjavík.
.
Valur Leonhard Valdimarsson,
Árni Snorri Valsson, Rakel Þorsteinsdóttir,
Valdimar Lárus Valsson, Ásgerður Drífa Stefánsdóttir,
Hrefna Lárusdóttir, Eggert Snorri Magnússon
og barnabörn.
Hugheilar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og vináttu við andlát og útför
eiginmanns míns, föður okkar, stjúpföður,
tengdaföður, afa og langafa,
GUTTORMS SIGBJARNARSONAR
jarðfræðings,
Bólstaðarhlíð 41, Reykjavík
áður til heimilis í Skaftahlíð 8.
Sérstakar þakkir til starfsfólks hjúkrunarheimilisins
Droplaugarstaða sem annaðist hann af alúð og hlýju.
.
Áslaug Kristjánsdóttir,
Hjörleifur Guttormsson, Erna Jónasdóttir,
Margret Guttormsdóttir,
Anita Oddsdóttir,
Þóra B. Hafsteinsdóttir, Vigfús Sigurðsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur
samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar
ástkærs föður okkar, tengdaföður, afa og
langafa,
BJARNA KRISTJÁNSSONAR
frá Neðri-Hjarðardal, Dýrafirði.
Sérstakar þakkir sendum við starfsfólkinu
á hjúkrunarheimilinu Eyri, Ísafirði, sem
annaðist hann síðasta árið.
.
Elín G. Bjarnadóttir, Jón Baldursson,
Guðrún S. Bjarnadóttir, Halldór J. Egilsson,
Kristján Bjarnason, Kristín Guðmundsdóttir,
Jóhannes O. Bjarnason, Eva Rós Vilhjálmsdóttir,
Karl A. Bjarnason, Erla B. Ástvaldsdóttir,
Anna Katrín Bjarnadóttir, Jónas Þór Birgisson,
börn og barnabörn.
Hugheilar þakkir fyrir samúð og hlýhug við
andlát og útför ástkærrar móður okkar,
tengdamóður, ömmu og langömmu,
MARÍU K. HARALDSDÓTTUR,
Hraunvangi 3, Hafnarfirði,
áður búsettrar í Bolungarvík.
Sérstakar þakkir til starfsfólks gjörgæslu-
deildar og hjartadeildar 14EG á Landspítala við Hringbraut og til
starfsfólks á Hrafnistu í Hafnarfirði.
.
Einar K. Guðfinnsson, Sigrún J. Þórisdóttir,
Haraldur Guðfinnsson, Anna Rós Bergsdóttir,
Guðrún Kristín Guðfinnsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug
vegna andláts og útfarar okkar ástkæru foreldra,
BJARNA GUÐJÓNSSONAR
og
AÐALBJARGAR AÐALBJÖRNSDÓTTUR
fyrrverandi prestshjóna og bænda
á Valþjófsstað í Fljótsdal.
Hvíl í friði og trú.
Hafdís Björg Bjarnadóttir, Jón Sveinbjörn Vigfússon,
Una Birna Bjarnadóttir, Trausti Valgeir Sigvaldason,
Kristinn Bjarnason, Elva Hildur Hjaltadóttir,
Guðjón Bjarnason, Árný Gunnarsdóttir,
Katrín Erla Kjartansdóttir,
Jón Þór Tryggvason,
Sigurbjörg Svana Jónsdóttir
og fjölskyldur þeirra.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
KAREN MARTEINSDÓTTIR,
Álftamýri 58, Reykjavík,
lést á hjúkrunarheimilinu Droplaugarstöðum
9, janúar.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
.
Bryndís Aðalsteinsdóttir,
Þórey Aðalsteinsdóttir,
Sigrún Aðalsteinsdóttir, Geir Árnason,
Auður Aðalsteinsdóttir
og barnabörn.
Ástkæri maðurinn minn, elsku faðir okkar,
tengdafaðir og besti afi okkar,
SVEINN ERLENDUR HJÖRLEIFSSON
hestamaður,
lést laugardaginn 14. janúar.
Útför hans fer fram frá Bústaðakirkju
fimmtudaginn 26. janúar klukkan 13.
.
Ilka Kothes,
Geir Ólafur Sveinsson, Ljósbjörg Ósk Aðalsteinsdóttir,
Íris Hervör Sveinsdóttir, Ingi Gunnar Ingason
og barnabörn.