Morgunblaðið - 21.01.2017, Qupperneq 42
42 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 21. JANÚAR 2017
Söfn • Setur • Sýningar
LISTASAFN ÍSLANDS
T E X T I 15.9 - 16.4.2017
Valin textaverk úr safni Péturs Arasonar og Rögnu Róbertsdóttur
VALTÝR PÉTURSSON 24.9 - 26.3.2017
JOAN JONAS Reanimation Detail 2010/2012 26.10 - 26.02 2017
VASULKA-STOFA Miðstöð fyrir raf- og stafræna list á Íslandi
SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur
KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is.
Opið alla daga kl. 11-17. Lokað á mánudögum
LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR
SAMSKEYTINGAR 3.9. - 28.05. 2017
Lokað í desember og janúar. Opnar aftur laugardaginn 4. febrúar.
Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is
SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR
ÓGNVEKJANDI NÁTTÚRA 2.10.2016 - 7.5.2017
Lokað í desember og janúar. Opnar aftur laugardaginn 4. febrúar.
Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is
Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár
grunnsýning Þjóðminjasafnsins
Portrett Kaldals í Myndasal
Ísland í heiminum, heimurinn í Íslandi í Bogasal
Kaldal í tíma og rúmi á Vegg
Safnbúð fjölbreytt úrval gjafavöru
Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200,
www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn
Opið þriðjudaga til sunnudaga frá 10-17.
Sunnudaginn 22. janúar kl. 14:
Leiðsögn með sérfræðingi Listasafns Íslands.
Sýningin Sjónarhorn Ferðalag um íslenskan myndheim fyrr og nú
Jónsbók, kirkjulist, skjöl, samtímalist, alþýðulist, plötuumslög,
ljósmyndir, landakort, vaxmynd og margt fleira
Geirfugl †Pinguinus impennis Aldauði tegundar – Síðustu sýnin
Fræðslurými og skemmtilegt fræðsluefni fyrir alla fjölskylduna.
Safnbúð Bækur og gjafavörur í úrvali
Kaffitár ljúfar veitingar í fallegu umhverfi,
opið þriðjudaga til sunnudaga frá 10-17
Safnahúsið er hluti af Þjóðminjasafni Íslands
Hverfisgata 15, 101 Reykjavík s: 530 2210
www.safnahusid.is - https://www.facebook.com/safnahusid/
Opið þriðjudaga til sunnudaga frá 10-17
SAFNAHÚSIÐ VIÐ HVERFISGÖTU
VIÐTAL
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Barnaleikritið Fjarskaland, eftir
Guðjón Davíð Karlsson, Góa, verður
frumsýnt á Stóra sviði Þjóðleikhúss-
ins á morgun kl. 13. Í Fjarskalandi
búa persónur úr
gömlu, góðu æv-
intýrunum, vondi
úlfurinn, Rauð-
hetta, Hans og
Gréta og fleiri
sem öll börn og
fullorðnir ættu að
þekkja en þekkja
kannski ekki
lengur. Í landinu
ríkir neyðar-
ástand og við
mannfólkið berum ábyrgð á því,
nánar tiltekið fullorðna fólkið sem er
hætt að lesa ævintýri fyrir börnin
sín fyrir svefninn. Ævintýrapersón-
urnar hverfa hver af annarri en ekki
er öll von úti. Ung stúlka, Dóra,
heldur í háskaför með Gilitrutt o.fl.
sögupersónum og þarf að bregða sér
í hlutverk Mjallhvítar, Grétu úr
Hans og Grétu og fleiri persóna til
að bjarga Fjarskalandi og líka
ömmu sinni sem er horfin. En vondi
úlfurinn er samur við sig og reynir
allt hvað hann getur að stöðva Dóru.
Leikstjóri sýningarinnar er Selma
Björnsdóttir og leikarar eru Baldur
Trausti Hreinsson, Edda Arnljóts-
dóttir, Gunnar Jónsson, Hallgrímur
Ólafsson, Ísabella Rós Þorsteins-
dóttir, Kolbrún María Másdóttir,
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Oddur
Júlíusson, Ragnheiður Steindórs-
dóttir, Rakel María Gísladóttir,
Selma Rún Rúnarsdóttir, Sigurður
Þór Óskarsson, Snæfríður Ingvars-
dóttir og Þröstur Leó Gunnarsson
en Vignir Snær Vigfússon semur
lögin í leikritinu.
Dýrmætur tími
Blaðamaður var viðstaddur
rennsli á sýningunni í fyrrakvöld
fyrir fullum sal og þá að mestu af
börnum og var ekki annað að sjá og
heyra en að gestir væru hæst-
ánægðir. Gói var þar líka og er
ánægður með viðbrögðin. „Ég var
voða stoltur af hópnum,“ segir hann
um aðstandendur sýningarinnar,
leikara, tónlistarmenn o.fl.
-Í verkinu eru þekktar persónur
úr sígildum ævintýrum að hverfa af
því að foreldrar eru hættir að lesa
ævintýrabækur fyrir börnin sín,
rétta þeim bara spjaldtölvur fyrir
svefninn. Þetta er barnaleikrit en er
þetta líka ádeiluverk?
„Ja, hvað segir þú?“ spyr Gói á
móti og blaðamaður segist hafa
fengið þá tilfinningu í byrjun sýn-
ingar, þegar fjölskylda Dóru kemur
að húsi ömmu gömlu úti í sveit og
pabbinn fer strax á Snapchat og
Facebook og biður alla um að vera
hressa fyrir samfélagsmiðlana. Ung-
lingssonur hans á erfitt með það því
hann er niðursokkinn í spjaldtölvu.
Gói segir að vissulega hafi hann
langað að segja eitthvað með verk-
inu. „Það mega ekki bara vera
prumpubrandarar og allt í stuði all-
an tímann. Ég sá um þrjár þáttarað-
ir af Stundinni okkar og ég hef voða
gaman af efni sem bæði fræðir og
skemmtir börnum. Auðvitað vill
maður ekki vera að predika og segja
að eitthvað sé rangt, það er ekki
rangt að taka mynd á Snapchat eða
leyfa börnum að fara í spjaldtölvu
fyrir svefninn, en það má samt ekki
gleyma hinu. Ég held að foreldrar
nútímans séu að fara svolítið á mis
við stóran tengslamyndunar-faktor
sem er að setjast niður með börn-
unum okkar í ró og næði, segja þeim
sögu og jafnvel láta þau segja okkur
sögu. Að vera með þeim.
Það er svo mikill hraði og svo mik-
ið að gerast að það er nauðsynlegt að
ná þessum tíma. Eins og við vitum
er þetta svo bara fokið í burtu, tím-
inn flýgur áfram og þau eru komin í
menntó, gift og flutt að heiman áður
en maður veit af. Við erum svolítið
mikið að tala um hvað við ætlum að
gera, að það verði rosa gaman í sum-
ar eða eftir tvö ár eða á páskunum
því þá ætlum að fara í sumarbústað
og hafa það rosa huggulegt. Við lif-
um mikið í framtíðinni, erum aðeins
á undan okkur í sjálfum í stað þess
að skapa minningar í nútíðinni, að
lifa í núinu,“ segir Gói.
„Krakkar í dag geta tekið inn svo
gífurlegt magn af upplýsingum á svo
skömmum tíma, miklu meira en við.
Þau lesa allt öðruvísi úr tölvuleikjum
en við gerum, þau skilja þá einhvern
veginn. Heilinn í þeim hefur bara
þroskast þannig að þau eru fær um
að lesa úr umhverfinu miklu meiri
upplýsingar en við. Við þurfum að
bregðast við til að vera með þeim í
því. Það þarf líka mótvægi, stundum
er hollt að láta sér leiðast, hollt að
vera einn að leika sér. Það þarf ekki
alltaf að vera rosalegt tempó, hraði
og dagskrá,“ segir Gói.
Ímyndunaraflið þarf að þroska
-Í leikritinu er ímyndunaraflið að
hverfa með minnkandi lestri og
minni samveru foreldra og barna.
Heldurðu að samhengi sé þarna á
milli, að ímyndunaraflið dvíni með
minnkandi lestri?
„Já, ég held að það sé engin
spurning og við matreiðum svo mik-
ið fyrir þau. Þessir tölvuleikir sem
eru í gangi í dag eru náttúrlega
geggjaðir, grafíkin og allt saman er
svo ofboðslega flott að þú ert bara
inni í þessum heimi sem er fyrir
fram skapaður fyrir þig. En við lest-
ur ertu að búa til heiminn sjálfur,“
svarar Gói. Ímyndunaraflið þurfi að
þroska, börn þurfi að fá að sjá fyrir
sér hlutina og skapa í huganum.
-Þú nýtir þér sígild ævintýri í frá-
sögninni líkt og gert hefur verið áð-
ur í barnaefni, m.a. teiknimyndinni
Shrek. Var áskorun að gera það
þannig að úr yrði eitthvað ferskt?
„Já, auðvitað. Ég hef rosalega
gaman af þessum gömlu ævintýrum,
ég og börnin mín erum oft að lesa
upp úr gömlum ævintýrabókum og
ég hugsaði með mér að það væri
gaman að koma í Þjóðleikhúsið og
sjá þessar persónur lifna við á sviði.
Þetta er margnotað þema, að nota
gömlu ævintýrin og láta persónur úr
þeim koma fram, þannig að það varð
að vera eitthvað nýtt í þessu, ég var
meðvitaður um það,“ segir Gói.
Hann segist hafa farið í marga
hringi þegar kom að því að velja
ævintýri í leikritið, enda úr fjöl-
mörgum að velja. Í fyrsta uppkasti
hafi eingöngu verið íslensk ævintýri
með Búkollu o.fl. en Gilitrutt hafi
endað í lokaútgáfunni. „Við gerðum
það í samstarfi, við Selma og Finnur
Arnar (Arnarsson, leikmyndahönn-
uður), lásum þetta saman og veltum
því fyrir okkur hvað væri leikbærast
og með hvaða ævintýri væri
skemmtilegast að vinna á sviðinu,“
segir Gói. Honum hafi líka þótt eitt-
hvað heillandi við að nota ævintýri
sem fólk þekkti og vissi þ.a.l. hvenær
eitthvað væri ekki sögunni sam-
kvæmt, þegar úlfurinn væri að
skemma ævintýrið.
Mikill fimmaur
-Talandi um úlfinn, sem Þröstur
Leó Gunnarsson leikur, þú lætur
hann að mestu sjá um fimmaura-
brandarana.
„Já, ég er svo mikill fimmaur,“
segir Gói og hlær. „Og Þröstur er
einhver mesti fimmaurasnillingur
þjóðarinnar,“ bætir hann við og að
honum þyki afar mikilvægt að allir
fái eitthvað fyrir sinn snúð, að allir
skemmti sér á sýningunni. „Mér
finnst ekki síður mikilvægt að skilja
líka eftir einhverjar spurningar. Það
þarf ekki að svara öllu, hægt að gera
það í bílnum eftir sýningu.“
Nú þekkja öll börn Góa og spurð-
ur að því hvort leikritinu fylgi þ.a.l.
miklar væntingar segir Gói að jú,
einhver sé pressan en þó af góða
taginu. „Það hjálpar manni að hugsa
áður en maður framkvæmir. Að
maður sé fyrirmynd og megi ekki
vera með einhvern hálfvitagang,“
segir hann sposkur.
-Þetta barnaleikrit með söngvum,
kom einhvern tíma til greina að
þetta yrði söngleikur?
„Það vantar ekkert mikið upp á að
verkið sé söngleikur, nokkur lög.
Það er voða skrítið þegar maður er
að gera svona að hlutirnir vilja
þróast í einhverja átt og maður finn-
ur bara að einhver tiltekin leið er
rétt. Þannig að nei, það var ekki ein-
hver draumur að gera söngleik, ég
geri það bara næst. Mér finnst þetta
skemmtilegt form, leikrit með
söngvum,“ segir Gói og bætir við að
Vignir Snær, höfundur tónlistar í
sýningunni, geri „límlög“, þ.e. lög
sem límist við heilann og að þeir hafi
unnið mikið saman áður. „Hann er
með skemmtilegan tón,“ segir Gói.
Vinnusöm og skipulögð
Að lokum berst talið að leikstjór-
anum, Selmu, sem Gói hrósar í há-
stert. „Hún er ótrúlega flinkur leik-
stjóri, ég hef leikið undir leikstjórn
hennar og hún er afar vinnusöm og
skipulögð þannig að ég treysti henni
fullkomlega til verksins. Við vorum í
mjög nánu samstarfi, töluðum mikið
saman, skiptumst á hugmyndum og
svo rak ég nefið inn á æfingar en ég
vildi gefa þeim sem mest frí frá mér
og leyfa þeim að skapa þetta sjálf.
Mér finnst það nú skemmtilegt sem
leikari og sérstaklega þegar maður
er með nýtt verk sem hefur aldrei
verið sett upp áður. Þá eignast leik-
ararnir stærri hluta í því. Ég vildi
gefa þeim frelsi til þess en ég hef
verið með þeim eftir að þau komu á
svið, sitja úti í sal og horfa og njóta.
Það er skrítið að hafa verið í 12, 13
ár á sviði og sitja allt í einu úti í sal,“
segir Gói. Hann hafi ekki verið í
þeirri stöðu áður, að vera höfundur
sýningar án þess að leika í henni, og
það sé skemmtileg tilbreyting.
„Lifum of mikið
í framtíðinni“
Fjarskaland frumsýnt á morgun
Ljósmyndir/Hörður Sveinsson
Sorgarstund Snæfríður Ingvarsdóttir í hlutverki Dóru sem er aftur í hlutverki Mjallhvítar í þessu atriði leikritsins.
Mjallhvít liggur látin í glerkistu og ævintýrapersónur syrgja hana og bíða þess að prinsinn lífgi hana við.
Ógnvekjandi Oddur Júlíusson í hlutverki nornarinnar í Hans og Grétu.
Guðjón Davíð
Karlsson, Gói